Tíminn - 06.03.1982, Blaðsíða 31

Tíminn - 06.03.1982, Blaðsíða 31
. . Sunnudagur 7. mars 1982 tacKktokjcJc, tje* ,oc 'Tii Dor ITS SiK ÍAT - fts/oi'œ.oa^ ^ /Pt^ovra.ö^ltjfs / .Ttd* v*iei Uvfeí in*rcoaiyovmd TVttj/ywtvá 'PSafcfcmj oak k£* «j£ toconyt/itvc/jund ■f <• lWotnvo^ ktf* f: l<B(«V«MÍW4( ^ d»Vn no rjW'OCpf*-* yor te rVV*»cn W 'tk __ w nn. Ótrúlega góöur felustaöur og fjársjóöurinn ófundinn eftir tvö hundruö ára stööugar tilraunir innsundur og saman af fjársjóða- sjúkum leitarmönnum 1846’beind- ist athyglin aö Hudson ánni og oft og mörgum sinnum hefur verið leitað á Anguilla, Mona eyju, Hispaniola og eyju Gardiners. Sagt hefur verið að nóg sé að þykjast finna gulnað kort með nafni Kidds og þá sé einhver reiðubúinn að kaupa kortið fyrir hvaða upphæð sem er. Fjár- sjóðurinn er hins vegar næstum áreiðanlega ekki til. Gulleyjan Öðru máli gegnir ef til vill um fjársjóðinn á Kókoseyju. Kókos- eyja er um 500 mihir undan strönd Panama þakin þykkum frumskógi, hún hefur verið nefnd hin eina sanna Gulleyja. Sumar sagnir herma að á eynni hafi sjó- ræningjar grafið allt að 50milljón punda virði af ránsfeng, enda hafa ótal leiðangrar verið gerðir til Kókoseyjar en fæstir haft erindi sem erfiði. Vissulega höfðu margir sjón- ræningjar aðsetur á Kókoseyju á sautjándu4átjándu og nitjándu öld enda eyjan prýðilega staðsett fyrir þá. HUn var utan venjulegra siglingaleiða en nógu nálægt hin- um auðugu spænsku nýlendum i Mið- og Suður-Ameriku til að þar væri góða feng aðfá. Sjóræningj- ar á borð við William Dampier og Edward Daviseru taldirhafa fal- ið þýfi sitt á Kókoseyju i kringum 1680 og um það bil öld siðar var Bonito öðru nafni Bennet Grahame, álitinn hafa grafið þar þrjú hundruð og fimmtiu tonn af gulli sem fáir leggja að visu trUnað á. Hins vegar er sagan um fjársjóð Mary Dear studd gildum rökum. ótrúleg auðæfi Mary Dear Arið 1820 var sól Spánar aðsetj- ast i Suður-Ameriku. Simon Bóli- var var einráður i Kólombiu og i suðri hafði Jósé de San Martin frelsað Chile. Spánverjar héldu enn velli i Perú og þar fór gull- verslun þeirra fram. Andstæðing- ar þeirra fengu sérkennilegan Englending i lið með sér, Coc- hranelávarðog hann gerði árásir á Lima og Callao frá sjónum. Auðugir Spánverjar urðu skelfingu lostnir og vildu fyrir alla muni sleppa burt. Þeir söfn- uðu saman öllum sinum auðæfum og fengu siðan far með brigg- skipinu Mary Dear undir stjórn Skotans Thampsons. Þeir þurftu að borga offjár en er áhöfn Thompsons sá allar þær gersem- ar sem Spánverjarnir fluttu með sér þótti þeim ástæðulaust að þessi dýrmæti skiptu ekki um eig- endur .Thompson var tjáð að ann- að hvort slægist hann i hóp með þeim eða yrði fyrsta fórnarlamb uppreisnar um borð og liggur i augum uppi að valið var auðvelt. Spánverjarnir voru myrtir og MaryDearsneritilKókoseyjar — til að biða átekta og forðast hefndaraðgerðir Spánverja. Mestur hluti þýfisins var grafinn i jörðu og Thompson sigldi þvi næst til Mexikó. Mary Dear var sökkt undan ströndinni og áhöfnin lést hafa lent i ofviðri en þá vildi svo tilað likSpánverjanna hafði rekið upp á strendur Mið-Ameriku svo verknaðurinn var á allra vörum. Áhöfnin var handtekin og pyntuð en Thompson sjálfum tókst að múta vörðum sinum og sleppa. Thompson sneri að minnsta kosti tvisvar til Kókoseyjar eftir þetta og gróf upp hluta fjár- sjóðarinsen meginhluti hans var enn í jörðu er Thompson lést. Hann hafði þá sagt vini sinum Keating frá staðsetningu hans og Keating fór nokkra leiðangra til eyjarinnar er hann lést tók annar við og svo koll af kolli. Ennþá er talið að gifurleg verðmæti Ur Mary Dear séu í jörðu á Kókos- eyju og hafa náttUrlega freistað margra. Sitthvað hefur fundist en liklega hvergi nærri allt. Peningapytturinn Annar staður sem er mjög vin- sæll af áhugamönnum um fjár- sjóði er hinn svonefndi Peningapyttur á Eikareyju undan Nova Scotia. Leitin að fjársjóðn- um sem þar á að vera falinn hefur staðið i tvö hundruð ár, kostað rUmlega milljón pund og sex mannslif. Eins og vant er um fjársjóði er hefð að kenna Peningapyttinn við sjóræningja þó i raun sé ekkert vitað hver var að verki. Það var árið 1795 að þrir pott- ormarvoru að kanna eystri hluta eyjarinnar. Þeir rákust á tré sem hafði að þvi er virtist verið notað sem einhverskonar spil og undir trénu var dálitil dæld i jörðina. Snimmendis datt drengjunum i hug að þarna lægi falið sjóræn- ingjagull. Þeir komu aftur og aftur til að grafa i dældina en komust fljótt að þvi að hUn var mun dýpri en virsthafði i fyrstu. Þetta var mjög vandlega grafin hola fjórir metrar á breidd og með reglulegu millibili voru hlemmar Ur tré. Er þeir höfðu grafið tiu metra gáfust þeir upp og leituðu hjálpar. Arið 1804 hóf vel UtbUinn leiðangur að grafa i holuna sem hafði hlotið nafnið Peningapytturinn en hann varð einnig að gefast upp. Er leiðangursmenn höfðu grafiö sig þrjátiu metra niður og fjarlægt alla hlemma á leið sinni fór holan að fyllast af sjó. Hlemmarnir höfðu sýnilega þjónað ágætulega hlutverki sínu sem loftventlar og tvenn neðanjarðargöng tengdu holuna við ströndina. Þó þaö kæmi ekki i' ljós fyrr en siöar. Er loftþrýstingurinn minnkaði streymdi sjórinn að. Nútimatækni má sín eiriskis Alla tið siðan hafa leiðangrar ævintýramanna verið á ferð við Peningapyttinn en allir orðið frá að hverfa. Pytturinn er svo vel grafinn og hannaður að menn trúa ekki öðru en eitthvað mjög dýrmætt leynist á botni hans en þó nUtimatækni hafi verið beitt óspart hefur ekki tekistað ná ofan á botn. Reynt hefur verið að stifla göngin sem tengja holuna við sjó en það mun einungis hafa haft þær afleiðingar að fjársjóðurinn ókunni sem lá á eikarhlemmi hrundi lengra ofan i holuna. Árið 1971 sendi kanadiskur leiðangur neðansjávarmyndavél ofan i hol- una og á filmunum birtist eitt- hvað sem liTctist trékistum. Verk- ið heldur altént áfram og með si- vaxandi ákafa. Óteljandi getgátureru um hver hafi verið þarna að verki. Flestir segja að þarna hafi sjóræningjar — gjarnan Kapteinn Kidd — graf- ið gull sitt en aðrir telja að þeir hafi alls ekki bUið yfir þeirri verkkunnáttu sem þurfti til. Aörir segja aðþarna liggihið týnda gull Inkanna sem er fáránleg uppá- stunga. Alla vega er ljóst að eitt- hvað hlýtur að vera þarna. —ij tók saman ■ L’Ollonois ■ Svartskeggur ■ Mary Read MA urimmaar seggir ■ Sjóræningjar hafa i vitund margra tekið á sig mynd rómantiska göfugmenna sem lögðust Ut af frelsisást einni saman og voru góöir í hjarta sér. Þessi mynd er fjafri öllum sannleika. Flestir sjóræningj- anna voru grimmdarseggir og miskunnarlaus illmenni... Þannig er til að mynda um l’Ollonois, einn elsta leiötoga „bjdkanira” f Karabiska haf- inu. Hann réðist á þorp og bæi af ótrUlegri grimmd. Eitt sinn skar hann hjartað Ur lifandi Spánverja og át það hrátt til þess að hvetja félaga hans til að uppljóstra um tiltæk auðæfi.. L’Ollonois féll 1 bardaga við Darien Indfána en einn manna hans ersagður hafa grafið fjár- sjóð hans á eyju undan strönd Chile. Svartskeggur kunni ýmis ráð til að skjóta andstæöingum sinum skelk f bringu. Hann þræddi meðal annars kveiki- þræði ihársittog skegg þannig að hann virtist loga er hann réðist til uppgöngu á skip Spán- verja. Hann var drepinn eftir langan og blóðugan bardaga við herskipáriö 1718,en hafðí þá, að þvi er sögur herma, grafið fjár- sjóð sinn á Plum eyju. Nokkrar konur voru f liði sjd- ræningja og hefur timinn ekki sveipað þær siðri hulu róman- tikur en karlmennina. Reyndin var náttUriega önnur. Daniel Defoe skrifaði hjartnæma frá- sögn um Mary Read og hvernig hUn komst f kynni við „bjUkanfra” og tryggð hennar viö skipstjórann sinn, en hUn mun f upphafi ekki hafa verið annaö en rétt og slétt hóra — sem sjóræningjar höfðu stund- um á skipum si'num. HUn vann sig hins vegar upp i að verða einn af sjóræningjunum, klædd- ist karlmannafötum og gekk rösklega fram i orrustum. HUn dó Ur hitasótt i fangelsi á Jamaica áriö 1720. „BjUkanfrarnir” höföu aðset- ur f Karabíska hafinu og höfuð- borg þeirra var Port Royal á Jamaica þar sem þeir fóru sinu fram einsog þá lysti. Einn fræg- asti „bjúkanirinn” var Henry Morgan. Ariö 1671 fór hann með mönnum sinum frá Jamaica og á 36 skipum lenti hann f Panama. Hann og menn hans brutu sérleiö yfir eiðið sem skil- ur að heimshöfin og yfirbuguöu virki Spánverja á leið sinni. Að tokum komust þeir til Panama- bæjar en IbUar bæjarins, sem var mjög auðugur af gulli og öðrum gersemum, veittu harða mótspyrnu. I orrustunni um bæ- inn braust Ut eldur sem lagði stóran hluta bæjarins í rUst og „bjúkanirarnir” voru þannig sviptir stórum hluta ránsfengs sins. Þó náðu þeir nægilega míilu til að leiðangurinn borg- aði sig og vel það en er þýfinu var skipt nokkrum vikum siöar, þóttust mennirnir fá miklu minna i sinn hlut en þeir höfðu bOistviö. Margir þeirra sökuðu Henry Morgan um aö hafa kom- ið mestum hluta auðæfanna undan og grafiö einhvers staöar á Darien ftóa á strönd Panama en hann þvertók fyrir það. Sannleikurinn i málinu er óljós en fjöldi leiðangra hefur þó ver- ið gerður Ut til Darien flóa að leita aö fjársjóðnum. Endalok Henry Morgan voru gerólik þvi sem bUast mátti við af svo harðsviruðum „bjUkanir”. Hann gekk I þjón- ustu ensku krúnunnar, var gerður Ut af örkinni til-að elta uppi fyrrum félaga sina og lauk ævi sinni i friöi og ró á setri sinu á Englandi, þá orðinn Sir Henry Morgan. A Indlandshafi og i Austur- löndum voru sjóraeningjar ekki sfður litrikir og fjölmennir. John Avery rændif jfflda skipa á leiö frá Austurlöndum og eitt sinn náði hann kaupskipinu Gung-i-Suwaie sem flutti gullog silfur að verðmæti 534 þOsund sterlingspund. Annar sjóræn- ingi sem frægur varö á svipuðum slóðum var Frakkinn Misson, sem haföi aðsetur á Madagaskar. A 17. öld hafði fjöldi sjóræningja aðsetur þar og varhægtum vik þar sem hin- ir innfæddu áttu oftastnær i inn- byrðis striði og gátu þvi ekki sameinað krafta sina gegn inn- rásarmönnunum, sem stofnuðu sin eigin „konungsriki” viða á eynni. Einn þeirra var Misson sem stofnaði borgriki i Diego Suarezflóa á norðurhlutaeyjar- innar. Hann skirði þessa höfuð- borg sina Libertatia og kom á fót frum stæðum kommUnisma. Þar bjó fólk af mörgum þjóðemum, Evrópumenn. inn- fæddir og frelsaðir þrælar og i 'heilan mannsaldur var allt i góöu gengi og ný kynslóð að vaxa upp, heldur blönduð. Þá geröi einn þjóöflokkur inn- fæddra óvænta árás og sjóræn- ingjarnir lögðu á flótta meöallt þaö sem þeirgátutekiö með sér, en földu afganginn. Skip Mis- sons fórstekkilangtfrá iandi en flakið hefur aldrei fundist. Heldur ekki það gull sem ibúar Libertatia áttu að hafa grafið i jörðu. Og loks er það Kapteinn Kidd sem hefur orðiö einn frægasti sjóræningi allra tima þó hann hafi varla til þess unnið... Kidd gaf sig fram viö yfirvöld og var hengdur — tvisvar. I fyrra skiptiö slitnaöi reipið. Eftir að loks hafði lekist að l'yrirkoma honum var liki hans stillt Ut, „öðrum til viðvörunar”. ■ Henry Morgan ■ John Avery ■ Kapteinn Kidd 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.