Tíminn - 06.03.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 06.03.1982, Blaðsíða 18
18 Sunnudagur 7. mars 1982 Edi iingar ristu himinhvolfið og hvítfextar öldur æddu um isaf jarðardjúp að morgni sunnudagsins 15. október árið 1615. Kolamyrkur var á og menn- irnir sem gengu til sjávar frá kotinu í Æðey þennan morgun sáu varla handaskil. Á milli sín báru þeir hryllilega lemstruð lík, flegin og kramin eftir skálmar, Ijái, kylfur og önnur tól, sem orðið höfðu hiiium blásnauðu sjósóknurum við Djúp að vopni þegar þeir hurfu frá vanalegu búhokri sinu um stund til þess að fremja einhver verstu hryðjuverk sem islandssagan greinir frá og áttu ekki sinn líka frá þvi á Sturlungaöld. Likin höfðu verið f lett klæð- um og vigamennirnir búnir að skipta þeim á milli sín. Þau voru hins vegar orðin svo hroðalega ötuð blóði ogtuggin eftir lagvopnin, að jafnvel þessi blá- snauði lýður vildi ekki brúka þau, þegar til kom. Líkunum var steypt í brimgarðinn neðan sjávar- hamra í Æðey. Morguninn eftir voru þau komin á land fyrir utan Isafjarðardjúp, þar sem heitir á Fæti. Vígamennirnir skyrptu i lófana því enn áttu þeir eftir að bæta um betur. Þeir ógæfusömu menn sem kastað var fyrir sjávarhamrana í Æðey þennan óveðursmorgun voru langflestir Spánverjar, komnir frá Baska- fylkjunum á Spáni sem mjög hafa komið við heims- fréttir nú á siðari timum, en nokkrir voru franskir, frá Gascogne. Þetta voru skipreika hvalveiðimenn og hafa trúlega engir skipbrotsmenn á Islandi fengið f yrr né síðar aðrar eins móttökur og það þótt leitað væri meðal fleiri þjóða. ,Svo mjög vw liðið orðið æst af mann- drápum9 Fjöldamorð á spænskum skip- brotsmönnum á Vestfjörðum 1615 „Þessir illviljuðu kumpánar" A fyrri hluta 17. aldar fóri' Spánverjar aö venja komur sfnar til Islands til hvalveiöa. Menn hafa fyrstsögurafþeim áriö 1613, en þaö ár og hiö næsta komu ýmis hvalveiöiskip aö Vestfjöröum og geröu skipverjar þar talsveröar óspektir meö hnupli og gripdeild- um. Ekki er annaö vitaö en aö fs- lendingar hafi látiö þá óáreitta þaö sinniö, en hins vegar sendu þeir konungi kvörtunarbréf vegna þeirra, þvi i april kom til Islands konungsbréf, þar sem Kristján konungur fjöröi segir umbúöalaust aö landsmönnum sé heimilt aö „vinna svig á þessum illviljuöu kompánum, sem leitast viö aö ráöast á og ræna og rupla þegna vora á tslandi”, og leggja þá aö velli meö hverju móti og á hvern hátt sem vera skal. 16 hvalveiðiskip Voriö 1615 lágu 16 hvalveiöiskip spönsk noröur af Hornströndum og lentu 1 hafisnum, þvi þetta var mikiö isaár og ótiö bæöi tii lands og sjávar. Svo litur út sem tveir bátar hafi hrakist frá skipum þessum til Stranda um voriö. Bátamennirnir voru þjakaöir eft- ir hrakninginn og heföi þvi veriö sjálfsagt aö hlynna aö þeim eftir megni, en þaö var nú eitthvaö annaö. Þvert á móti tóku Strandamenn til þess ódreng- skaparbragös aö ráöast á þá aö ástæöulausu og ætluöu aö drepa þá. Þarna var mikill liösmunur þvi Spánverjarnir voru 13, en Strandamenn 30. Samt lauk svo aö Strandamenn flýöu og uröu sumir sárir. Var þessi bardagi kallaöur Eyjaupphlaupiö I frá- sögn Jóns Guömundssonar læröa af Spánverjavigunum, en hann var sjálfur viöstaddur þennan bardaga. Bátarnir munu hafa legiö viö Strandir fram eftir sumrinu og er þess ekki getiö að frekari skærur hafi orðið með Spánverjum og fslendingum aö sinni. Martin de Villa France Þegar isa leysti héldu ftest skipin af staö heimleiðis, en þrjú komu inn á Reykjafj^ rö á Strönd- um, nálægt miðju sumri. Hafa þau liklega veriö aö leita að bát- unum, sem höfðu villst frá þeim. Skipstjórarnir hétu Pedro de Aggvidre (Pétur), Stephan de Tellaria (Stefán) og Martin de Villa France (Marteinn). Hann var ungur maöur og iþrótta- mannlegur. Skip Marteins var stærst og mannflest, þvi skipverj- ar voru 33, en alls voru Spánverj- ar 85. Sumir af Spánverjunum feng- ust við hvalveiöar á bátum, en sumir gættu skipanna og er sagt að 11 manns hafi haldiö vörö dag og nótt á hverju skipi og aldrei hafi bátarnir fariö lengra en svo aö sjá mátti til þeirra frá skipun- um og heyra skothljóö. Spánverj- ar höföu hvekkst viö Eyjaupp- hlaupiö og höföu þvi góöan vara á sér. Hestklyfjar af hval fyrir vettlinga Hvalveiöarnar gengu vel. Spánverjar náöu 11 stórum hvöl- um og misstu aðra 11, sem þeir höföu járnaö. Þeir seldu þvesti og rengi hverjum sem hafa vildi fyrir gjafverð og tóku stundum 20 álnir af klæöi fyrir 100 álna viröi en oft og einatt seldu þeir hestklyfjar fyrir hval eöa heilan bátsfarm fyrir eitthvaö litilræði, svo sem smérsköku, vettlinga eöa sokkabönd. Þetta kom sér vel i harðærinu, en þó þoröu margir ekkert aö kaupa, þar sem hinn haröráöi sýslumaöur Isfiröinga og Strandamanna, Ari bóndi I ögri, haföi haröbannaö þaö. Spánverjarnir á minni skipun- um kynntu sig yfirleitt vel, en sumir af mönnum Marteins fóru meö gripdeildir og rændu kindum frá bændum, en sjálfur tók hann engan þátt i hnupli þeirra. Strandamenn foröuöust þvi aö eiga nein viöskipti viö Martein og hans menn, en létu þá á minni skipunum fá kindur og ýmislegt smávegis, sem þeir máttu án vera. Fengu þeir i staöinn brauö og vin, hamra, axir, járn og striga. Marteini þótti leitt aö enginn skyldi vilja skípta viö hann og baö menn oft aö selja sér hitt og þetta fyrir fullt verö, en enginn vildi láta neitt af hendi rakna viö hann. Þótt meinlaust væri meö Strandamönnum og Spánverjum um sumariö, er þess þó getiö að islenskur maöur hafi rotaö einn af mönnum Marteins meö steins- höggi en hann sá svo um að engin illindi uröu úr. Strandamenn hnupluðu lika eitt sinn spiki af hvalshaus i myrkri og þótti þeim fyrir, en þó var sæst á málið og fengu Spánverjar tvær ær i bætur. Naut Jóns Grímssonar Þegar komið var fram I miöjan september fóru Spánverjar að búast til heimferöar og voru ferö- búnir hinn 20. september. Þann dag gekk Marteinn og nokkrir af mönnum hans heim til Jóns prests Grimssonar og heimtuöu af honum sauö til endurgjalds fyrir hval, sem menn i sveitinni heföu fengiö fyrir hval. Ekki vildi Jón láta lausan sauöinn viö þá og sagöist hafa borgað hinum skipstjórunum, Pétri og Stefáni. Færöi Marteinn sig þá upp á skaftiö og krafðist þess aö fá naut hjá presti. Skyldu þeir ekki skilja fyrr en prestur heföi lofaö þessu. Var þjarkaö um þetta um hriö, þar til þaö varö loks aö einn fylgdarmanna Marteins tók upp snæri og brá um háls presti, svo sem hann vildi hengja hann. Leist þá presti ekki á blikuna og lofaði hann nautinu og sendi mann á af- rétt eftir þvi. Fárviðrið En nú dró til óvæntra tiðinda. Kvöldiö þann 20. september dró mikinn hafishroöa inn fyrir skip Péturs og Stefáns. Eftir dagsetur brast á ógurlegur útsynningsbyl- ur og rak Isinn á skipin en klettótt nes var hinum megin. Skip Stefáns sleit fyrst upp og baröi stormurinn þvi og isnum viö hitt skipið, þangaö til þaö sökk meö öllum farminum, en menn allir komust á skip Péturs. Rak þaö á nesiö og klofnaði þar sundur i miöjunni. Sökk annar parturinn en hinn stóö á nestánni. Allir bát- ar, sem viö skipin voru, brotnuðu i spón og varö erfitt um mann- björg enda heföi liklega veriö tor- velt aö bjargast á bátnum I is- hroöanum og rokinu. Þó komust flestir af Spánverjum upp á nesiö viö illan leik, en þrir drukknuöu. Litlu varö bjargaö af farminum á skipi Péturs. Þó náöi hann nokkrum byssum óskemmdum en fáu öðru og hvorki vistum né föt- um. Haldið til Vestf jarða Sem nærri má geta báru Spán- verjarnir sig illa yfir orönum hlut, þegar sveitarmenn komu á fund þeirra. Var fáeinum þeim, sem best voru kynntir boöin vist hjá bændum I sveitinni, þar á meðal bauö Jón læröi Pétri skipstjóra vist meö þremur eöa fjórum manna hans. En Pétur sagöist hafa frétt til hafskips i Jökulfjörðum viö tsafjaröardjúp og kvaðst vilja freista þess aö komast þangaö þótt margir réöu þ<;im frá þvi. Margir Spánverja voru lika uggandi um þessa fyrir- ætlan og leist hún óráöleg. Sumir báðu sveitarmenn aö skjóta yfir sig skjólshúsi og kváöust allt vilja til þess vinna en enginn þoröi þaö vegna Ara sýslumanns I ögri og kenndu þó margir eöa allir i brjósti um þá. Þeir á litlu skipun- um höföu veriö meö 6 báta, en þeir voru nú allir brotnir nema einn. Ráöstöfuöu þeir nú eignum sinum sem bjargað haföi veriö og gaf Pétur skipstjóri séra Jóni Grimssyni mest af þeim, en prestur gaf honum aftur nautið sem mest þjark haföi oröiö út af. Aö skilnaði fékk Pétur vottorö hjá presti um aö þeir heföu fariö vel aö ráöi sinu um sumariö en skips- höfn Marteins var þó undanskilin. Jón lærði baö Pétur aö votta aö sveitarmenn heföu ekki gert þeim Spánverjum neitt mein og að skipin heföu brotnaö fyrir isi en ekki af mannavöldum. Pétur var fús til þess og skrifaöi vottorðiö en séra Jón Grimsson stakk þvi á sig og sá Jón læröi þaö aldrei siöan. Skip Marteins brotnar Nú vikur sögunni til Marteins og skipverja hans, þar sem þeir lágu i Naustavlkum. Skipiö rak upp sömu nóttina og hin skipin fórust. Rambaöi þaö lengi viö malarkambinn en loks féll inn kolblár sjór. Þá höföu skipverjar tima til þess aö flytja til lands flest lauslegt, þar á meöal brauö og vin, sem skipt var á milli skipsmanna. Fjórum bátum héldu þeir óskemmdum. Jón Grlmsson sendi nú sendimann i ögur til þess aö segja Ara bónda tiðindin. Laugardaginn 23. september héldu Spánverjar af staö vestur um á bátunum. Þeir voru 82 tals- ins á 8 bátum. Þeir fóru djúpleið fyrir Strandir og furðaöi menn á hvað þeim sóttist, þvi brim og ósjór keyrði úr hófi. Næsta þriðjudag voru þeir komnir til Dynjanda á Jökulfjöröum. Þar var hafskipiö. Spánverjar höföust þarna viö i tvær nætur og gerðu bóndanum, sem Gunnsteinn hét. ýmsar glettur. Meöal annars drápu þeir fyrir honum kú. Illa mun Spánverjum hafa litist á skútuna, en samt héldu þeir af stað á henni, Pétur, Stefán og menn þeirra, þótt varla mætti hún heita sjófær og höfðu meö sér báta sina. Marteinn skildi hér viö félaga sina og lið hans og héldu þeir allir til Isafjaröar. Gripdeildir Pétur, Stefán og skútumenn héldu nú allir út á haf og linntu ekki siglingunni fyrr en þeir komu til önundarfjaröar. Þar voru þeir i nokkra daga og fóru meö ránum á Ingjaldssandi og I Súgandafiröi og var þaö alls talið til tuttugu hundraöa sem þeir rændu. Þvi næst ætluöu þeir vest- ur til Isafjaröar, til Marteins og manna hans, en fréttu þá af vig- um þeim sem urðu i Dýrafiröi og brátt verður sagt frá. Varö þaö til þess aö þeir sneru til Vatneyrar I Patreksfiröi. Þar brutu þeir upp verslunarhús Dana og bjuggust þar um eftir föngum. Það er aö segja af Marteini og hans mönnum aö tveir bátanna héldu til Æðeyjar og var Marteinn sjálfur fyrir þvi liöi, en hinir tveir fóru til Bolungarvikur og var þaö lið allt óvaldara og illa kynnt sumt fyrir ýmsa óknytti. Spánverjar komu til Bolungar- vikur á Mikjálsmessukvöld og voru þar um nóttina, en morgun- inn eftir sigldu þeir til Staöar i Súgandafiröi og rændu þar ýmsu frá prestinum. Geystust þeir þaöan til Þingeyrar i Dýrafiröi og létu greipar sópa um eignir manna og brutu upp verslunar- húsin dönsku. Höföu þeir þó að- eins meö sér salt og skreið úr hús- unum. Liðssafnaður Dýrfirðinga Dýrfiröingum þóttu Spánverjar illir gestir og drógu liö saman, sem skyldi ráöast á þá þegar þeir færu aftur til Marteins. Spánverj- ar voru 14 saman og tóku þeir sér náttstað i sjóbúö einni á noröur- leið. Dýrfiröingar réöust á þá 34 saman svo liösmunur var mikill. Fimm Spánverjar vöktu yfir bát- um niöri en hinir sváfu I búðinni. Dýrfiröingar slógu fyrst hring um búðina. Var einn þeirra þaö brögðóttur að honum tókst að lauma talsveröu frá varömönn- unum af vopnum þeirra, en þegar hann fór aöra ferö I sama skyni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.