Tíminn - 06.03.1982, Blaðsíða 8
8
*
Sunnudagur 7. mars 1982
Utgefandi: Framsóknarf lokkurinn
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur
Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjori: Sig-
urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þorarinsson, Elias Snæland Jóns-
son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Olafsson. Fréttastjóri: Páll Mögnússon.
Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes
Bragadóttir. Bjarghildur Stefánsdóttir. Egill Helgason. Friðrik Indriðason,
Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin
Leifsdóttir, Ragnar orn Pétursson (iþróttir). Skafti Jónsson. Utlitsteiknun:
Gunnar Trausti Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón
Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf-
arkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteins-
dóttir.
Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla IS, Reykjavik Simi-
U300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 8*387, U3»2. — Verð i iausasólu
4.00. Askriftargjald á mánuði: kr. 100.00— Prentun: Blaöaprent hf.,
Víðsjár í
heiminum
■ Ófriður og átök hafa að undanförnu magnast i
ýmsum löndum heims, þar sem mikið og vaxandi
bil er á milli þeirra, sem stjórna i krafti vopna-
búnaðar og herafla, og fátæks almennings.
Þótt vesturlandabúum hætti stundum til að
gleyma þvi, er lýðræðislegt stjórnarfar harla fá-
titt i heiminum. í flestum löndum er einhvers
konar einræði eða herstjórn, hvaða nafni sem við-
komandi valdhafar kjósa að gefa stjórnarfari
sinu. Vestræn riki eru þvi, þótt þau séu ekki full-
komin, eins og lýðræðisieg vin i eyðilandi ein-
ræðisins.
Daglegar fréttir af erlendum atburðum sýna
okkur glögglega, að harka hefur færst i leikinn i
mörgum löndum, þar sem her og lögreglu er
óspart beitt gegn almúgafólki, sem sums staðar
hefur gripið til vopna á móti. Löndin næst okkur
vekja yfirleitt mesta athygli, svo sem Pólland,
þar sem þróun i átt til frjálsari stjórnarhátta,
m.a. með tilkomu frjálsra verkalýðsfélaga, var
að engu gerð með hervaldi. Baráttan fyrir frjáls-
um verkalýðsfélögum i sumum öðrum löndum
vekur kannski minni athygli hérlendis, en er jafn
mikilvæg fyrir það, svo sem eins og verkalýðs-
barátta negra i Suður-Afriku, en leiðtogar þeirra
hljóta þar hina hryllilegustu meðferð i fangelsum
suðurafrisku lögreglunnar.
Einræðisstjórnir halda völdum sinum yfirleitt i
krafti hernaðarlegra yfirburða sinna, en engu að
siður hefur aðbúnaður almennings i ýmsum þeim
löndum orðið svo illur, að gripið hefur verið til
vopna gegn ofureflinu. Nægir þar að minna á
Guatemala og E1 Salvador, þar sem mannskæð
barátta er háð um völdin i landinu. Átökin i
Guatemala hafa vakið sérstaka athygli vegna
þeirrar morðöldu, sem fréttamenn segja að sé
hluti af stjórnarstefnunni og hlýtur að vekja
fyrirlitningu annarra þjóða. En þó má ætla, að
þróun mála i E1 Salvador kunni að hafa meiri
áhrif á gang alþjóðamála i náinni framtið vegna
afstöðu Bandarikjastjórnar til deiluaðila þar.
Flestir hafa talið, að Bandarikjamenn hafi lært
af biturri reynslu i Vietnam að halda sig frá
beinni hernaðarlegri ihlutun i borgarastyrjaldir i
öðrum löndum. Sovétmenn lærðu að visu ekki þá
lexiu, og berjast þess vegna i striði, sem þeir geta
aldrei endanlega unnið, með óvinsællri leppstjórn
i Afganistan. Nýlegar skoðanakannanir i Banda-
rikjunum sýna eindregið, að almenningur þar i
landi er gjörsamlega á móti ihlutun Bandarikj-
anna i E1 Salvador, og vonandi fær sú skynsam-
lega afstaða að ráða gerðum bandariskra stjórn-
valda.
Á meðan heimurinn er jafn ófullkominn og
hörmungarnar allt i kringum okkur sýna, verður
ekki komist hjá ofbeldi og vopnaviðskiptum i bar-
áttunni um völd og mannsæmandi lif. En slik átök
eru nógu alvarleg þótt risaveldin fari ekki að taka
beinan þátt i þeim með hernaðarlegri ihlutun.
— ESJ.
menningarmál
Glæsilegir sin-
f óníutónleikar
■ Tónleikar Sinfóniuhljómsveit-
ar Islands 25. febrúar voru mjög
glæsilegir. Jean-Pierre Jacquillat
stjórnaöi en Einar G. Svein-
björnsson lék einleik á fiölu.
Efnisskráin var annars þessi:
Mozart: Cosi fan tutte, forleikur.
Mendelssohn: Fiölukonsert i e-
moll óp. 65. Beethoven: Sinfónia
nr. 2 i D-dúr óp. 36.
Jacquillat er einn þeirra fáu
stjórnenda Sinfóniuhljómsveitar
Islands, sem yfirleitt tekst fram-
bærilega uppi'Mózart. Og svovar
einnig nú: þetta var prýöiiegur og
„sólid” flutningur, þótt e.t.v.
hrytu ekki af honum perlur.
Mózart samdi óperuna Cosi fan
tutte — svona láta þær allar —
áriö döur en hann dó, viö fremur
léttvægan texta aö mönnum
finnst. En þaö spillti ekki tónlist-
inni. Hins vegar gramdist sumum
alvörugefnum mönnum aö hann
skyldi sóa kröftum sinum á litil-
ræöi aö þvi þeim fannst, eins og
Beethoven t.d. um Don Giovanni:
honum fannst ómerkilegur flag-
ari eins og don Juan enga óperu
eiga skilda.
Þeir, sem hafa fengiö öruggt
tónlistaruppeldi eru gjarnan bún-
ir að fá ofnæmi fyrir ýmsum
svellandi-fallegum stykkjum
klassikurinnar þegar um tvitugs-
aldur t.d. sumum verkum
Tsjækovskýs og þessum fiölukon-
sert Mendelssohns. En ég held
fáir hafi getað varist þvi aö hrif-
astaf leik Einars G. Sveinbjöms-
sonar um daginn: hann spilaöi af
miklu öryggi og innlifun (fannst
mér), og tónninn bústinn og
fallegur. Og hljómsveitin geröi
margt mjög fallega lika — ég
bendi á blásarana þar sem var
valinn maður i hverju rúrni og
yfirleitt var flutningurinn allur
svo sem best varö á kosiö. Ég á
plötu meö einhverjum heldur-
hversdagslegum spilara og yfir-
leitt er þannig frá plötum gengið
aö þær sýni f lyt jendur i sinu besta
formi: en ég held ég geti varla
hlustað á þá plötu aftur á næst-
unni eftir aö heyra yfirburöi Ein-
ars (og S.l.)
Og raunar má segja hiö sama
um Beethoven-sinfóniuna hún var
mjög vel flutt og varla i henni
dauður punktur. önnur slnfónian
er næst á undan hinni þriöju skv.
talnanna lögmáli en hiín ,,var
taumlausasta músiksjokk fyrsta
áratugs nitjándu aldarinnar”
(segirskráin). önnursinfónian er
þvi að ýmsu leyti milii vita —
milli Mózarts og Haydns annars
vegar og þess Beethovens sem
komaskyldi iEroicu ogsiöar. En
allt um þaö er hún stórkostleg
sinfónia og ber öll einkenni
skapara sins. 3.3.
Tveir kvintettar
■ A háskólatónleikum 26. febrú-
ar voru fluttir tveir kvintettar
fyrir tréblásturshljóöfæri eftir
Jón Asgeirsson og Carl Nielsen.
Flytjendur voru Bernard Wilkin-
son (flauta) Daði Kolbeinsson
(óbó), Hafsteinn Guðmundsson
(fagott), Joseph Ognibene (horn)
og EinarJóhannesson (klari-
netta). Olikt strengjakvartettn-
um, sem er flokkur mjög sam-
stæðrar fjölskyldu hljóðfæra, er
blásarakvintettinn flokkur
„óriginala” sem hver hefur sina
sérstöku rödd. Strengjakvartett-
ar byggjast þvi á heildinni en
blásarakvintettar leggja áherslu
á hinn ólika tón, andstæöur hljóð-
færanna.
Raunar er sagt að fleira komi
til I kvintett Nielsens (1865-1931)
Hann á að hafa komið þar að sem
kvintettnokkur var aö æfa sig, og
hreifst hann mjög af ieik þeirra.
Hann kynntist þessum mönnum
öllum og réð það af aö semja
handa þeim kvintettog siðankon-
sert fyrirhvern þeirra. Mennirnir
fimm voru jafnólikir að skapferli
og hljóðfæri þeirra og þessir
eiginleikar þeirra koma fram i
tilbrigðunum i siöasta þætti þar
sem hvert hljóðfæri kemur fram
annað hvort i einleik eða i dúett.
Svo fór aö Nielsen samdi kvintett-
inn, sem liklega er hiö besta sinn-
ar tegundar sem nokkru sinni
hefur veriö samiö — sannkölluö
„eyrna lyst” — og tvo konserta
(held ég), nær þvi óspilandi klari-
nettukonsert og annan til. Viö
höfum nú á undanförnum árum
heyrt nokkrar af sinfónium Niel-
sens sem margar hverjar eru
mjög góöar og þaö væri ástæöa ti)
að fá að heyra þessa konserta þvi
okkar menn hafa buröi til þess aö
spila þá ef nokkur hefur þá.
Jón Ásgeirsson mun hafa samiö
sinnkvintett árið 1971. Hann legg-
ur sömuleiöis áherslu á mismun-
andi eiginleika hljóðfæranna
fimm bæöi fimleik og tónfall, og
er hæfilega „moderne” svo sem
hæfir vorum timum. Þetta er
prýöilegur kvintett og hinn
áheyrilegasti.
Þeir félagar fluttu kvintettana
mjög vel og sumir afburöa vel.
3.3
Merkileg og spennandi tónlistarstofnun
■ Hjálmar H. Ragnarsson hefur
gert Háskólakórinn aö merkilegri
og spennandi tónlistarstofnun,
sem einkum flytur ný verk is-
lenskra tónskálda. Stjórnandinn
sjálfur er tónskáld og baráttu-
maöur fyrir nútimatónlist i' land-
inu.ötull að kynna verk ungskáld-
anna eins og berlega kom fram á
Myrkum músfkdögum i vetur.
Kórfélögum likar vist vel þessi
framúrstefna stjórnanda sins þvi
þeim finnst „ofsalega gaman” að
syngja i kórnum. Og nú er kórinn
kominn til Irlands syngjandi þá
efnisskrá sem flutt var þrivegis
um siöustu helgi i Félagsstofnun
stúdenta við Hringbraut.
1 Háskólakórnum voru 53 ungir
söngvarar, friskir og vel sam-
æfðiraf sinum spræka kórstjóra,
sem likur Nureyjev i hreyfingum
heldur hverjum þræöi i greip
sinni þannig aö söngurinn fylgir
nákvæmlega þegar hann sveigir
sig og beygir, hneigir og teygir.
Tónleikaskráin var til fyrirmynd-
ar, meðöllum textum (sem varla
þurfti.svo skýr var textafram-
buröur kórsins) smáupplýsingum
um hvert verk, og skrá yfir kór-
félaga, (þar sem má sjá ýmis'
kunnnöfn „afturá bak” tilmarks
um þaö, aö ný kynslóö er aö koma
fram).
Efnisskráin var þessi: Fjögur
islensk tvisöngslög úr þjóölaga-
safni sr. Bjarna Þorsteinssonar.
Bjarni vann merkilegt
björgunarstarf þegar hann
safnaöi þessum lögum um land
allt en þó tel ja fræöim enn aö hann
hafi týnt niöur ýmsum eiginleik-
um þeirraþegar hannskráöi þau:
þetta eru „lög” i venjulegum
skilningi en hinn gamli islenski
söngur var vist eitthvaö annaö.
Fjögur islensk þjóðlög i útsetn-
ingu kórstjórans frumflutt á tón-
leikunum.
Heyr himna smiður, hinn hrif-
andi sálmur Kolbeins Tumasonar
og Þorkels Sigurbjörnssonar
hefur sjaldan verið fegur fluttur
en þarna.
Gamalt vers eftir Hjálmar var
frumflutt af Háskólakórnum i
fyrra: „Mariusonur, mér er kalt,
/ mjöllina af skjánum taktu”.
Tvö kórlög i minningu Benja-
mins Brittens eftir Atla Heimi
Sveinsson. „Death be not proud”
(1980) var flutt nú og nýtir hvers
kyns nýstárlega kórtækni — kór-
ar eru núorðið miklu fjölhæfara
hljóðfæri en áöur var — en „The
sick rose” (1978) flutti Háskóla-
kórinn i fyrsta sinn i fyrra.
Metnaö Háskólakórsins til að fá
sæti i heimslistinni má marka af
þvi að þessi harmaijóð bæöi um
Benjamin Britten voru sérstak-
lega pöntuð fyrir kórinn.
,,Á þessari rimlausu skeggöld”
eftir Jón Asgeirsson og Jóhannes
úr Kötlum flutti Háskólakórinn
fyrst i Utsetningu fyrir blandaðan
kór árið 1976. Jóhannes skáld
ætlar hins vegar ekki að standast
timans tönn vel fremur en önnur
tilfinningaskáld — þaö er næstum
þvi „pinlegt” að heyra þennan
barnalega texta við svo prýöilegt
verk Jóns.
Fimm mansöngva úr „Kantötu
IV” eftir Jónas Tómasson samdi
skáldiö aö beiðni Háskólakórsins
sem frumflutti þá á tónleikum
Musica Nova i haust. Ljóð-
flokkurinn er saminn viö Man-
visur Hannesar Péturssonar og
hinn ofurlitið ironiski stlll Jónas-
ar fellur vel aö ástakvæöum
Hannesar.
Kantata IV markaði fyrir mér
„nýjan Jónas”, sem siöan
heyrðist meira til á Háskólatón-
leikum i sambandi við Myrka
músikdaga.
„Tveir madrigalar” eftir Atla
Heimi Sveinsson (1974), hafa oft
verið fluttir (segir skráin) en ég
hafði ekki heyrt þá áður. Þegar
Atla tekst upp er hann fáum likur,
og madrígalar þessir eru afburða
góöir, þó ekki séu þeir meöal hins
„nútimalegasta” sem tónskáldið
hefur samið — öðru nær.
Og loksgælur Hjálmars viö sér-
vitringinn Karl Dunganon (1897-
1972) „Corda exotica”, við fjögur
ljóð úr bók Dunganons Corda At-
lantica. Nú eru söngvarnir sem-
sagt orðnir fjórir, en hinn siðasti
þeirra var fluttur á tónleikum
kórsins i fyrra og þótti góður.
Hinir þrir eru nýir og vafalaust
skal áfram haldið. „1 ljóðabók-
inni Corda Exotica er fjöldi ljóða
á hinum ýmsu tungum, þar á
meðal þau ljóð sem notuð eru i
Corda exotica. Það mun reynast
erfittaðráða imerkingu oröanna
iþessum ljóðum, enda eru þau ort
á framandi tungumálum sem
sum eru löngu týnd eöa hafa e .t.v.
aldrei verið til nema i ljóðum
Dunganons. Tónlistinni I Corda
exotica er ætlað þaö hlutverk að
gæöa orðin og þar með ljóöin
merkingu og viö smiöi hennar var
einungis stuðst vifT oröanna
hljóðan og hugarflug tónskálds-
ins. „Liklega er þetta nú algeng-
ara en margur skyldi ætla!
I stuttu máli flutti kórinn þetta
allt frábærlega vel auk þess sem
tónleikarnir voru almennt vel af
hendi leystir: allt gekk hratt og
snurðulaust fyrir sig og ýmsar
smábrellur voru notaöar til aö
auka fjölbreytnina.
Við óskum honum góörar
feröar i Irlandi.
3.3.
Sigurður
Steinþórsson
skrifar um
tónlist