Tíminn - 06.03.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.03.1982, Blaðsíða 4
4 ítmnm Sunnudagur 7. mars 1982 Eschers ■ M.C. Escher ■ Skoðið nákvæmlega myndina á forsiðu þessa blaðs— hún heitir „Belvedere” og er eftir hollenska grafíklistamanninn M.C.Escher. t fyrstu virðistþetta ofurvenjuleg mynd af dálítiö óvenjulegum turni, hefðarfólk á flækingi hingað og þangað og fangi i kjallaranum, en þegar betur er aö gáð kemur annað i ljós. Myndin er þvættingur, svona bygging getur ekki veriö til og hefur enda aldrei verið til. Athugið drenginn sem situr á bekk neðst á mynd- inni og heldur á einhvers konar tening eða kassagrind. Viö fætur hans liggur teikning af þessum sama kassa eöa er ekki svo? Hringir hafa verið dregnir á ' teikninguna þar sem hliöar kass- ans skerast. Hvor hliöin snýr fram og hvor aftur? Það er ómögulegt að gera sér grein fyrir þvi hvorttveggja kemur til mála. I heimi þrlvíddarinnar væri hins vegar ógerningur að sýna sam- stundis fram- og afturhliðina nema kassinn væri þvi' undarlegri i laginu. Drengurinn á bekknum hefur á einhvern dularfullan hátt fengið sh'kan kassa i hendur, það er nefnilega hægur vandi að dragauppmynd aftilteknum hlut og sýna ólikar hliöar eftir þvi til að mynda hvort horft er upp eða niður. Drengurinn veltir kassan- um hugsandi milli handa sér og virðist ekki hafa tekiö eftir þvi að turninn að baki honum er byggður á þann hinn sama ómögulega hátt. A gólfi lægri pallsins erstigi og tveir menn aö klifra upp hann. Stiginn stendur greinilega undir þaki efri palls- ins, það eraö segja „innandyra”, en samt er þaö svo að þegar þeir hafa náð upp it.opp stigans liggur hann utan á efri pallinum. Þeir verða þvi' að stiga inn i tuminn án þess að hafa nokkurntima farið út! Og takiö eftir súlum turnsins. Þærlita ofureðlilega út en ganga þo í berhogg við alla skynsemi. Varla nema von að nokkur turn- búa hafi ti'ma til að skipta sér af örlögum fangans sem situr í dý- flissunni og harmar hlutskipti sitt. Þessi turn á forsiðunni, þessi ■ Mynd 1 — Hestamenn belvedere, er ákaflega dæmi- gerður fyrir listamanninn sem dró hann upp, fyrrnefndan Esch- er. Verk hans viröast mörg hver ósköp eðlileg við fyrstu sýn en i reynd eruþau i stöðugri uppreisn gegn rökhugsun og skynsemi mannsins. Þau eru skynvilla. Svonalagaöir hlutir geta ekki verið til, engu að siður eru þeir þarna svart á hvitu og eiga sér að minnsta kosti tilveru á pappim- um. Myndir Eschers eiga oft á Böum meira skylt viö gestaþraut- ir en vanaleg myndverk, form sem vefja sig um myndflötinn eftir f lóknum — en þó svo einföld- um — formúlum, ellegar þá „ómögulegar” byggingar, likt og belvedere-inn margumtalaði. Þaöferekki mörgum sögum Ur lifi Maurits C. Eschers það mun hafa verið viðburðasnauðara en ef tilvillmættibúast við afmanni sem i myndum sinum sýnir svo auðugt imyndunarafl og skarpa hugsun. En sumir hafa hægt um sig. Hann var fæddur á þjóö- hátiðardegi Islendinga sem siðar varö 17. júni' árið 1898, i' Leeu- warden i Hollandi og fékk snemma áhuga á myndlist. Það var grafikin sem heillaði hann strax í byrjun enda munu öll verk hans grafisk. Fyrstu verk hans sýndu mjög ljóslega sterka form- skynjun hans og tæknilega vönd- uð vinnubrögð, en sjálfur sagðist hann fljótlega hafa lent i blind- götu tækninnar. „Hver sá”, skrifaði hann löngu siðar, „sem i' æsku leggur fyrir siggrafik á á hættu að fara að lita á tæknilega fullkomnun sem æðsta takmark listar sinnar. Ná- kvæmni i vinnubrögöum og úr- vinnslu mun þá drepa fyrir hon- um allan tima og halda hugsun hans fanginni og þaö svo mjög að hann gæti átt það til aö velja sér myndefni einkum meö tilÚti til þeirrartækni sem hann langar til að beita. Rétt er það, aö mikla ánægju má hafa af tæknilega prýðilegum vinnubrögðum og góðum skilningi á efni þvi sem notaöerogþá ekki siðurþeim tól- um sem listamaðurinn beitir — fyrst og fremst sinum eigin hönd- um! Sjálf ur var ég i mörg ár haldinn þessari sjálfsblekkingu. Þar kom þó að blindan féll frá augum mfnum og ég gerði mér grein fyrir þvi að tæknileg fuilkomnun gæti ekki lengur verið eina tak- mark mitt. önnur ósk greip mig heljartökum, en af henni hafði ég ekki vitaö fyrr. 1 huga mér skutu upp kollinum hugmyndir sem áttu i raun og veru ekkert skylt við grafik i sjálfu sér, þessar hug- myndir heilluðu mig svo m ikið að mig langaði til að tjá þær öðru fólki. Þvi gat ég ekki náð með orðum þvi hugmyndirnar komu til min sem imyndir sem aðeins varunnt að koma til skila i mynd- formi. Skyndilega var aðferöin sem ég notaði farin aö skipta mig minna máli en áöur hafði verið, en auövitað er ekki þar með sagt að öll þau ár sem ég eyddi i að til- einka mér grafiktækni hafifariö i siiginn. Grafikin var orðin mitt annað eöli og ég gat hvorki né vildi notað aðra tækni til að koma hinum nýfengnu hugmyndum minum I myndrænt form”. Eins og Escher vék að hér að ofan einbeitti hann sér að hinni tæknilegu hlið grafiklistarinnar i fjölda ára og náði vissulega mik- illi leikni i meðferð á ýmsum greinum grafikur, tréristan var hans uppáhald lengst af, siðar kom messótinta. Eftir að hann ■ Mynd 3 — Loft og vatn II ■ Mynd 2 — Dagur og nótt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.