Tíminn - 06.03.1982, Blaðsíða 22

Tíminn - 06.03.1982, Blaðsíða 22
Sunnudagur 7. mars 1982 á bókamarkadi Thomas Kiernan: The Arahs Abacus 1981 NU má ekki ganga fram hjá Aröbum. bessi kynstofn, sem fyrir aöeins fáum áratugum reikaði i eyðimörkinni með úlfalda (en hefur að sönnu átt sérsínblómaskeið),ernU einn hinn auðugasti, og þar með áhrifamesti i heimi. Okkur VesturlandabUum hefur geng- ið heldur illa að sætta okkur við þá staðreynd, skilningur á Aröbum er takmarkaður, for- dómarnirþvifleiri. Hérer bók sem gæti aukið þann skilning. Thomas Kiernan er banda- riskur blaðamaður og sér- fræðingur i málefnum Mið- Austurlanda, hann hefur meðal annars ritað ævisögu. Yassir Arafats, hins prýöilega umdeilda leiðtoga PLO. Þekk- ing hans á viðfangsefninu skil- ar sér vel i þessari bók, hún er mjög fróðleg en að visu ber uppbygging hennar sterk merki blaðamennskuskólunar Kiernans. Upprifjanir i fyrstu persónu i bland við sögufróð- leik i þriðju persónu. Bókin er skrifuð Ut frá augljósri samúð með Aröbum en höfundur reynir engu að siður að halda trUnað við alla aðila og forðast hieypidóma. Irwin Shaw: Brcad Upon the Waters New English Library 1982 Einu sinni var Irwin Shaw úngur maður sem hugðist skrifa bókmenntir þegar hann yrði stór. Þess i stað sneri hann sér aö þvi að framleiða metsölubækur, „bestsellera” eins og fyrirbærið heitir á amerisku og getur núorðið talist vera sérstök grein inn- an bókme'nntanna. „Best- sellerar” lúta ekki nema að takmörkuðu leyti lögmálum þeim sem „vanalegar” skáld- sögur búa við, þeir hafa sin eigin lögmál. Heldur ómerki- legar bókmenntir, að ekki sé sterkar að orði kveðið. Banda- riskur rithöfundur sagði fyrir viku i samtali við Þjóðviljann aö „bestsellerar” af þessu tagi — og átti einkum við ógnarlega lengdina — væri kreppueinkenni og má það vel vera rétt. Irwin Shaw er altént einn stórmeistari metsölu- bókarinnar — skrifaði Rich Man, Poor Man — og hér er hann á einhverjum undarleg- um slóðum. Farinn að gaml- ast, ha? Bókin segir nefnilega frá al-ameriskri fjölskyldu, heilbrigðri á sál og likama og kærleikur inn i milli og allir eru fjarska góðir. Svo kemur snákhelvitið i Paradis — fami- lian kemst i kynni við rika pakkið sem spillir henni með brosávörog bliDmælgi allir fá allt sem þeir vilja og ekki að sökum að spyrja: allt i' vask- inn og lifshamingjan fyrir bi. Þessi mórall er, er óhætt að segja kreppueinkenni: boðað afhirhvarf til „frumstæðra” — þ.e.a.s. frum-ameriskra — dyggða. THEGOLDENAGE OFSOVIETTHEATRi VtftDIMIR MAYAKOVSKY ISAAC BftBEl YEVGEHY SCHWftRTZ Mayakovsky, Babel Schwartz: The Goldcn Age of Soviet Theatre Penguin 1981 Þessi útgáfa er til fyrir- myndar. Michael Glenny hef- ursettibók þrjú af helstu leik- ritum leikskálda Sovétrikj- anna og gert prýðisvel úr garði. Ýtarlegur formáli er að bókinni, kynning á hverju leikriti fyrirsig og höfundi, og loks skýringar. Leikritin sjálf eru annar handleggur. Fyrst eftir byltinguna i Rússlandi blómstraði leikritun þar sem aldrei fyrr og áhugi á leikhús- inu var geysilegur. Skáldið Mayakovsky á hér leikinn Klop, hárbeitt háð á þjóðfélag- ið sem var að mótast i hinum nýju Sovétrikjunum — ísaak Babel sem hvarf i hreinsunum Stalins, leikinn Marya, skýrsla um þjóðfélagsumbylt- inguna — og Évgeni Schwartz leikinn Drekann, napran skop- leik um hnignun siðferðis. All- ir leikirnir hafa margt til sins ágætis, en umfram allt eru þeirþóheimild um listamann- inn andspænis valdinu, þvi valdi sem kom sér fyrir i Sovétrikjunum eftir stofnun þeirra. Allir andæfa, hver á sinn hátt, þetta var meðan listamenn álitu að þeir gætu undir ráðstjórn þjónað bylt- ingunni og nýjum tima án þess að afneita samvisku sinni. Merkileg bók. THE WORLD ACCORDIN6TO GARP THE HOTELNEW HAMPSHIRE John Irving: The Hotcl New Hampshire Corgi 1982 John Irving telst enn vera að skrifa bókmenntir (sjá Shaw), og sumir segja meira að segja að hann sé öldungis meiriháttar höfundur. Við drögum það að visu iefa en þó er vist að bækur hans eru afar læsilegar. Um of, segja gagn- rýnendur Irvings, atburðarás og persónulýsingar i reyfara- legasta lagi, þar að auki er hann óttalegur pervert, lýsir ofbeldi, kynlifi og öðru sliku óþarflega nákvæmlega. Hinir sem hrifast hlæja hins vegar og dilla séryfir bókunum, tala um kostulegar mannlýsingar, frumlegan húmor, bersögla atburðarás, mikið hugmynda- flug etc. Siðasta bók hans á undan þessari var The World According to Garp, sem vakti mikla athygli: þessi hér er undarlega keimlik. Mörg þemu Garps snúa aftur: Vínarborg, hótel, bimir, hjól, iþróttir, skólamórall og gelgjuskeið — Irving er að lýsa furðulegri fjölskyldu rétt eins og i Garpi. Hann hefur ótviræða hæfileika til að segja sögu, þegar best lætur er frá- sögnin ljómandi fyndin en dettur niður á milli. Irving hefuraltént gaman af að segja þessa sögu — svo mikið er víst —og ætli það sé ekki frumskil- yröi þess að aðrir nenni að lesa. ■ Bækurnar hér að ofan eru fengnar hjá Bókaverslun Sigfúsár Eymundssonar. Rætur Islands’ klukkunnar — Eiríkur Jónsson hefur skrifað bók um heimildanotkun Laxness Komin er út hjá Hinu islenska « bókm enntaf élagi merkileg skrudda: Rætur Islandsklukk- unnar eftirEirik Jónsson. Eins og nafn bókar þessarar gefur til kynna er um að ræða rannsókn á heimildum þeim sem Halldór Laxness notaði sér við ritun ts- landsklukkunnar — hvar hann leitaði fanga, hvernig hann vann úr aðföngum sinum. Áður hefur nokkuðverið ritað um þetta efni, skal þar fyrstan frægan telja pró- fessor Peter Hallberg, en hann byggðieinkum á gögnum frá höf- undinum sjálfum. Eirikur Jóns- son segir i formála bókar sinnar: „1 rannsókn þeirri sem hér birtist erfarinsúleið aðnálgast tslands- klukkuna frá annarri hlið, óháðri verkinu.” Drög þessa verks, og ef til vill þorri þess, hefur áður birst i Les- Halldór Laxness Eirikur Jónsson bók Morgunblaösins fyrir nokkr- um árum en þakka ber það að verkið I heild er nú komið á bók. Raunveruleg bókmennntafræði — sem jafnframt er nothæf allri al- þýðu, hvorttveggja til gagns og skemmtunar — hefur verið sjald- séð á íslandi, af einhverjum á- stæðum en ekki verður betur séð en Rætur Islandsklukkunnar sé hin merkasta viðbót i það safn sem þó var fyrir. Það skal tekið fram að hér er ekki um ritdóm um bók Eíriks að ræða enda tæki vafalaust langan tima að rita slikan dóm svo nákvæm og ýtar- leg sem bók hans er, heldur vakir aðeins fyrir okkur að vekja at- hygli á bókinni, svo sem hún á skilið. Þess skal enn getið að bók- in er ákaflega vel úr garöi gerð, bæði frá höfundar hendi og for- lagsins: heimilda- og nafnaskrár eru aðgengilegar, skýringar og neðanmálsgreinar mjög fullnægj- andi — fyrir leikmann a.m.k. — og myndir eru fjölmargar og bregða oftá tiðum ljósi á textann. Pappir og letur hvorttveggja til fyrirmyndar og bókin i heild hin eigulegasta. Scarlett 0’Hara= Snæ- friður íslandssól? Margtiþessaribóká án efa eft- ir að koma nokkuð á óvart, ekki sist hversu viða Halldór Laxness hefur leitað heimilda að sögu sinni, og hversu margir áhrifa- valdarnir geta talist. Eða lá það i augum uppi að Halldór Laxness hefur ef tíl vill notað nokkra drætti úr lýsingunni á Scarlett O’- Hara —einni aðalpersónu skáld- sögunnar Gone With the Wind, Á hverfanda hveli — er hann skóp Snæfriði Islandssól? Þessu heldur Eirikur Jónsson fram og nefnir dæmi úr báðum bókunum máli sinu til stuðnings. Við endur- prentum hér eitt þeirra dæma til gamans. 1 skáldsögunni Gone With the Wind, sem Margaret Mitchell skrifaði skömmu fyrir siðari heimsstyrjöld og kom út I is- lenskri þýðingu Arnórs Sigur- jónssonar árið 1941, ræðir Rhett Butler við Scarlett O’Hara um það „erhún kastaöi krukku í reiði sinni þegar orðið var ljóst að Ash- ley Wilkes mundi ekki giftast henni. Það samtal minnir að nokkru á það atvik þegar sira Sig- urður dómkirkjuprestur rifjar upp fyrir Snæfriði orðræður þeirra i Skálholti forðum er full- vist var að Arnas Arnæus mundi ekki ganga að eiga hana.” Lýsingin I hinni amrisku skáld- sögu hljóðar svo: „ó, að þér skulið getað (sic) verið svo ruddalegur að minna mig á það! Þaö var þó ekkert nema barnaskapur. Það er löngu liðið, og ég hef orðið fulltiða sið- an. Ég mundi hafa gleymtþvi að fullu, ef þér væru ekki alltaf að minna mig á það. Ég held að það hafi ekki verið barnaskapur og ég held að þér hafið ekki breytzt siðan...” En i Islandsklukkunni segir: „Æ látið af þvi að núa mér um nasir þeim grillum sem fávist telpukorn kynni aðhafa haftmilli vita i föðurhúsum: fátt vekur manni innilegri hlátur stálpuð- um; og saklausari. Gaman eða alvara madame, þarum dæmir yðar samviska sagði hann. Hitt man ég glögt að það var fullveðja kona sem i min eyru sagöist unna honum vakin og sofin, lifs og liðin.” Heimildum safnaði i áratug Nóg um það, þær heimildir sem Halldór Laxness hefur notað við samningu tslandsklukkunnar eru náttúrlega i heild allar aðrar en amriskir bestsellerar. Það er á allra vitorði að Halldór notaði i söguna raunverulega atburði og fólk sem var til: Arnas Arnæuser Arni Magnússon + smávegis af Skiiia Magnússyni, Snæfriður ts- landssól er Þórdi’s Jónsdóttir, Magnús i Bræðratungu = hann sjálfur. Jón Hreggviðsson sömu- leiðis, og þar fram eftir götunum. Eins og Eirikur Jónsson rekur i bók sinni eiga flestar persónur ts- landsklukkunnar sér einhverja samsvörun úr sagnfræðinni, en að sjálfsögðu mismunandi hvernig Halldór meðhöndlar þær persón- ur. Þvi þótt rithöfundur noti heimildir grimmt við samningu skáldsögu er ekki þar með sagt að hið endanlega listaverk hans sé minna listaverk fyrir vikið, alls ekki: það veltur á öðrum hlut en heimildunum sem sé snilli höfundarins. Og eins og Eirikur Jónsson þreytist ekki á að taka fram er það öldungis snilldarlegt hvernig Halldór mótar heimildir sinar.tekur stundum upp næstum orðrétt, annars staðar verður langur kafli i skjali honum tilefni setningar eða setningarhluta, persónur renna saman svo að ekki er misfellu á þeim að sjá, hversdagslegur atburður verður skáldinu mögnuð táknmynd. Eins og til dæmis sjálf klukkan sem sagan i heild dregur nafn sitt af. Þvi verður bók eins og Eiriks sist til að draga úr afrekum Halldórs raunar þvert á móti. Og sá mun lika vera tilgangurinn. Bókin erbæði nákvæm og ýtar- leg eins og áður var tekið fram. Hver einasti kafli Islandsklnkk- unnar er tekinn fyrir og rakinn dæmi um heimildir sem notaðar hafa verið i hann, sýnishorn birt bæði úr rituðum heimildum og texta Laxness. Eins og Eirikur sýnir fram á virðist Halldór hafa hafið heimildasöfnun fyrir Is- landsklukkuna um það bil áratug áður en hann tók til óspilltra mál- anna við skriftir. Efni það sem hann taldi sig geta notað skrifaði hann niður i minnisbækur sem sumar hafa varðveist. Heimild- irnar eru af ýmsu tagi: sagnfræði þess tima sem sagan gerist á, fornsögur og klassisk rit allslags, samtimabókmenntir, sálmar og kvæði úr miðöldum, dómabækur, bréfasöfn, og svo framvegis og svoframvegis.Við visum til hinn- ar fróðlegu bókar Eiriks Jónsson- ar. Úr deiglunni... En „Lokaorð” hennar hefjast svona: „Sköpunarsaga Islandsklukk- unnar er margþætt. 1 þessu riti er einn þáttur dreginn fram : aðföng höfundarins. Samanburður skáldverks og fanga höfundar leiðir frumleik hans i ljós, sýnir hvemig hann notar afla sinn, breyttan eða óbreyttan, ellegar hvemig hann verður honum hvati sjálfstæðrar sköpunar. Frumleiki er ekki eingöngu fólginn i (Siáðri sköpun heldur einnig og ekki sið- ur i öflun efnis og sérstæðri úr- vinnslu þess, nýrri skipan og samsetningu.Úrdeiglunni kemur hin samfellda heild: listaverkið. Mörgum Islendingi mun þykja sköpunarsaga tslandsklukkunnar áhugaverðari en flestra annarra bóka. Ber þar margt til. Ekki sist hinn margslungni og áleitni veru leiki verksins, sóttur I sögu þjóð- arinnar, I þrengingar fortiðar og samtiðar. Viðátta þjóðarsögunn- ar blasir skýrar við þegar allir þættir i sköpunarsögu verksins hafa verið raktir.” Og Eirikur Jónsson birtir hluta úr gamalli grein sem Halldór Laxness skrifaði um svipað leyti og hann vann að Islandsklukk- unni, greinin er um islenska myndlist og heimfærir Eiríkur kafla úrhenniupp á Halldór sjálf- an: „Listamaðurinn hefur konúng- lega afstöðu gagnvart veruleik- anum, notar hann sem eign sina eftir vild, en veruleikinn verður að beygja sig undir þau lögmál sem listamaðurinn setur verki sinu... Listaverkið er ekki aðeins sú Amerika sem listamaðurinn hefur fundið, heldur sá heimur sem hann hefur skapað.” —U-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.