Tíminn - 06.03.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.03.1982, Blaðsíða 5
Sunnudagur 7. mars 1982 5 ■ Mynd 4 — Skriðdýr sneri við blaðinu með þeim hætti sem hann lýsti i klausunni að ofan þótti honum næsta h'tið til fyrri mynda sinna koma. Hann skrifaði: „SU staðreynd að eftir 1938 tók ég að sinna túlkun persónulegra hugmynda i mun rikari mæli en ég hafði áður gert, var ekki sist sprottin af burtför minni frá Ita- liu þar sem ég dvaldist mikið er ég var ungur. í Svisslandi, Belgiu ■ Mynd G — Möbius-borði II og Hollandi en i öllum þessum löndum bjó ég um lengri eða skemri tima, var landslag og arkitektiir öðruvisi og ekki nánd- ar nærri eins áberandi og á ítaliu. nánar tiltekið i suðurhluta lands- ins. Mér þótti þvi ekki réttlætan- legt að halda uppteknum hætti að skrá umhverfi mitt á þann máta sem ég hafði lengi gert. Ég hygg að við þessa breytingu hafi mi'nar innri hugmyndir átt greiðari leið upp á yfirborðið en ella”. Escher lifði sem fyrr sagði ákaflega kyrrlátu lifi, eftir þvi sem best er vitað. Hann upplifði tvær heimsstyrjaldir, lausungina eftir þá fyrri og kalda striðiö eftir þá siðari, hann upplifði kreppuna miklu og tæknibyltinguna á siðari hluta aldarinnar: þessa sér engan stað i verkum hans. Jafnvel áður en hann einbeitti sér aö þvi að ummynda óljósar hugmyndir sin- ar i grafíkverk voru myndefni hans einkum formsterkar bygg- ingar —hann gerði meöal annars mynd af Babelsturninum og aðra ofan Ur þaki Péturskirkjunnar i Róm —ellegar landslag og þá oft- ast tilkomumikið. Fyrst eftir breytinguna og löngum siöar, kannaöi hann hins vegar mögu- leika formsins, myndir af ólikum fyrirbærum runnu saman i' eitt, einn hlutur breyttist i' annan.ólik- ar hliöar reyndust ein og hin sama. Escher kallaði þetta reglu- lega niðurskiptingu yfirborðs eða sviðs og kvað það vera auöugustu uppsprettu hugar sins. „Myndir þessar sýna hvernig skipta má yfirboröi upp i sams- konareöa mismunandi figúrur án þessað nokkurs staðarverði autt bil. Márarnir voru sérfræðingar á þessusviðienþeirskreyttu meðal annars veggi og gólf hallarinnar i Alhambra á Spáni á þennan hátt. Márarnir einskorðuðu sig hins vegar við abstrakt form sem þeir röðuöu saman þeir gerðust aldrei svo djarfir að nota myndir af nátúraliskum fyrirbærum — fisk- um, fuglum, skordýrum eða manneskjum — til aö fylla út i form sin. Ég gat ekki fellt mig við þessar takmarkanir sem þeir höföu bundið sig við vegna þess aö fyrir mér skipti höfuðmáh að áhorfandinn bæri kennsl á þau form sem fléttuðust saman i myndunum”. Við sjáum dæmi um þetta á þeirri mynd sem hér er merkt númer eitt, og heitir „Hesta- menn”. Escher sagði um þessa mynd: ,,Til þess að sýna að ljósu hestamennimir eru spegilmyndir hinna dökku hef ég teiknað hring- laga band eða teppi sem hesta- mennirnir riða eftir. Maður gæti til dæmis imyndað sér að þetta væri langur refillog mynstur ofið iþað.litirnir mismunandi eftir þvi hvernig refilnum er snúiö. Dökku riddararnir á ljósa bakgrunnin- um skipta þvi um lit þegar teppi þessu er snúiö við. í miðjunni hefur refillinn hins vegar verið ofinn saman þannig að ekki verður betur séð en ljósu og dökku hestamennirnir fylli alger- lega hver út i annan”. Escher gerði fjöldan allan af myndum af þessu tagi en ennþá frægari eru þó þær myndir hans þarsem eittform breytist iannað likt og í myndinni „Dagur og nótt’ (mynd 2) en „Dagur og nótt” er ein þekktasta mynd hans. Enn skulum við vitna i Escher sjálf- an: „Gráir rétthyrndir akrar teygja sigupp á við og þróast og breytast uns þeir eru orönir aö hvitum eða svörtum fuglum. Svörtu fuglarnir fljúga til vinstri, hinir hvitu til hægri og þeir hafa —- hvorhópurinn um sig — skipað sér i reglulegt oddaflug. 1 vinstri hluta myndarinnar hafa hvitu fuglarnir blandast saman og mynda himininn aö degi til, svörtu fuglarnir hinum megin á myndinni verða á sama hátt að nóttinni. Landslagið er speglað. sama umhverfið er sýnt i báðum helmingum en dagsbirtan er mis- munandi. A mörkum dags og nætur eru gráu akrarnir sem enn á ný teygja sig upp á við og mynda fuglana”. Svipuö mynd er „Loft og vatn II” (mynd 3), þar sem fuglar veröa aö fiskum eða eru það fisk- amir sem verða að fuglum. Og sjórinn eða vatnið er myndað Ur Sjá næstu síðu Fundur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.