Tíminn - 06.03.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.03.1982, Blaðsíða 3
■ Sunnudagur 7. mars 1982 fólk í listum § í dag kostar Volvo 343 DL aðeins 136.000 kr. Þií þekkir hann á verðinu! VOLVO Fjórða bindi Sögu íslands loks væntanlegt „ÞETTA TÍMABIL HEFUR DREPIÐ ALLAR ÍSLANDSSÖGUR TIL ÞESSA” — segir Sigurður Líndal,ritstjóri verksins ■ Arið 1974 átti íslandsbyggð af- mæli og meðal þess sem Þjóð- hátiðarnefnd gekkst fyrir i þvi til- efni var að hefja i samvinnu við Hið islenska bókmenntafélag út- gáfu Sögu Islands — sem skyldi vera yfirlitsrit um Islandssöguna allt frá upphafi og til þessa dags. Sigurður Lindal prófessor var skipaður til að hafa umsjón með útgáfunni en höfundar ritgerða voru fjölmargir. Fyrsta bindi Sögu tslands kom út sjálft af- mælisárið, nánar tiltekið 11. desember 1974, annað bindi kom út ári siðar en siðan liðu þ-jú ár þar til þriðja bindið leit dagsins ljós, 1978. Og ekkert hefur enn sést til fjórða bindis. „Já, það hefur verið mikið mál að koma fjórða bindinu út”, sagði Sigurður Lindal ritstjóri verksins i stuttu spjalli við Helgar-Timann. ,,NU er hins vegar að mestu leyti búið að ganga frá handritum tilhrein- skriftar og stefnan er að koma verkinu út siðar á þessu ári. Hvort það tekst vitum við ekki enn,en við munum gera okkar besta til að svo megi verða. Það er afar óheppilegt að langt hlé sé á útgáfu sem þessari, eins og nú hefur orðið. Astæðanfyrir töfinni er fyrst og fremst sú að i fjórða bindinu er fjallað um timann 1320-1520, nefnilega það timabil sem hefur drepið allarlslandssögurfram til þessa. Það erlitið vitað um þenn- an tima og við höfum þvi þurft að ryðja nýja braut að talsverðu leyti. Ýmislegter vissulega til, en þar vantar mikið upp á, og hefur reynst torsótt að semja nothæft yfirlit”. — Hverjir skrifa i þetta fjórða bindi? ,,Aðaláherslan i fjórða bindinu verður á atvinnusögu. Stjórn- málasaga verður aö sjálfsögðu einnig tekin fyrir en þaö er dag- legt lif og atvinna fólksins i land- inu sem við einbeitum okkúr að. I þriðja bindinu er kafli um stjórn- skipun landsins og hann gildir lika um þetta timabil. Höfundar ritgerða i þessu bindi eru Ingi Sigurðsson, Björn Þorsteinsson, Guðrún Asa Grimsdóttir, Jónas Kristjánsson, Björn Th. Björns- son og Hallgrimur Helgason. Hin- ir þrir siðasttöldu munu rita um bókmenntir, myndlist og tónlist á þessu timabili”. Fimmta bindið vel á veg komið — En hvernig er undirbúningur næstu binda á veg kominn? „Þau eru býsna langt á veg komin. Þaö eru til handrit um söguna allt fram undir I700meðal annars um siðaskiptasöguna. Væntanlega þarf að gera ein- hverjar endurbætur á þeim, en þær eru ekki verulegar. Fimmta bindið er þannig sist verr á vegi statt en hið fjórða: það er jú vegna þess að mun meira er til um þann tima sem það mun ná yfir heldur en tima fjórða bindis- ins. Einnig á ég i fórum mi'num ýmis drög að sögu seinni tima. — Ritgerðirnar eru allar frum- unnar fyrir þetta verk, er ekki svo? ,,JU. Þó er auðvitað unnið upp úr eldri ritum þar sem það er hægt, eftir þvi sem þau duga til. Ég get nefnt að i fyrri ritum af þessu tagi gætir persónusögu mjög mikið en slikt viljum viö forðast i Sögu tslands. Auðvitað er samt mikill stuðningur að þessum ritum”. — Hefur ritstjórn þessa verks reynst mikil vinna fyrir þig? ,,Já, mjög mikil. Ég hygg að ef fyrri bindin eru skoðuð kom i i' ljós að mikið hefur mætt á mér”. — Hversu mörg bindi verða gefin út i heild? „Upphaflega var gert ráð fyrir fimm bindum, en þeim hefur nú fjölgað upp i tiu. Það gildir hér sem annars staðar lögmálið um aðverk verður gjarnan helmingi stærra en ætlaö var i' fyrstu. Við reiknum með að siðasta bindið muni ná allt til ársins 1981. Til stjórnarmyndunar Gunnars Thoroddsen”. M Sigurður Lindal: „Stefnum að þvi að koma fjórða bindinu út siðar á þcssu ári”. — Hefur Sögu tslands verið vel tekið af almenningi? „Mjög vel. Svo vel raunar aö fyrstu bindin eru nú nálega upp- seld.enda þótt þau hafi verið gef- in út i allstóru upplagi”. Verð kr. 215.000,— Verð kr. 213.000_ Verð kr. 98.000,— Notið einstakt tækifæri til að eignast frábæran framhjóladrifinn SKYLARK/CITATION eða vandaðan japanskan ISUSU GEMINI IGengi J72. ,82\, SSi. A9® . MÁTTUR HINNA MÖRGU VÉIADEILD Ármúla 3 Reykjavlk S. 38 900 \&\ W82 MÁTTUR hinna mörgu / tilefni 100 ára afmælis Samvinnuhreyfingarinnar veitum við verulegan afslátt af BUICK SKYLARK- CHEVROLET CITATION - ISUSU GEMINI ’81

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.