Tíminn - 06.03.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 06.03.1982, Blaðsíða 12
12 leigupennar í útlöndum Sunnudagur 7. mars 1982 ■ Rödd ein hefur nú kvatt sér hljóðs hér í Bæjaralandi og hefur aldeilis sitttil málanna að leggja — er reyndar næsta hávær.Það út af fyrir sig er náttúrlega ekki i frásögur færandi þvi að alkunna er hversu Bæjörum liggur hátt römur.Nei, röddin sú arna er um margt I samhljóman við aörar raddir héðra — að undanskildu einu smávægilegu atriði: Röddin er sjálfstæöur einstaklingur! — Þetta kann að þykja undarlegt en það er ekki mln sök. Meö öðrum orðum, röddin kemur ekki úr mannsbarka, né úr nokkrum barka öörum.néúr hljóðnema, né yfirleitt úr nokkru sérstöku. Hún einfaldlega er. Að visu heyrðist hún þráfaldlega hljóma frá hinum og þessum hlutum, en aldrei lengi úr þeim sama og hending virðist ráöa þar ferðinni. Hún hefst við á tannlækninga- stofu iReginsborg viðDóná og fer ekki út lír húsi þaö menn vita. Hægannú,kallminn! —Geri ég mér ljdsan fáránleika þess sem ég er að segja? Þaö vil ég sko júst bara vona....Þessi annkannalegi fyrirburðurhefur að vonum vakið heldur en ekki athygli meðal bæverskrar alþýöu og spurst út á meöal lærðra og leikna hvar- vetna, i Þýskalandi sem og utan þess: gildir einu hvort þeir eru svokallaðir áhugamenn um dul- ræn efni eða ekki. Dagblöð og sjónvörp hafa gert þessu sér- stæöa máli itarleg skil, póstur og simi, lögregla og parasál- fræðingar eru engu nær þrátt fyrir nákvæmar rannsóknir. — En byrjum á byrjuninni! Piskrað á salerninu Ég fer þess á leit við góðfúsan lesara að hann heröi upp hugann og fylgi mér nU i huganum sosum einsog eitt ár aftur i timann. Þvi að saga okkar hefst um miðjan gormánuð ifyrra. Þá bar svo viö i afturelding einn grámyglulegan mánudag að dr. Kort S. (nöfn eru islenskuð lesurum Timans til hægðarauka) — dr. Kort S. (57) tannlæknir kom sem endranær á tannlækningastofu sina I Regins- borg. Al venju hóf hann að undir- búa störf dagsins og mun ekki grunlaust um aö hann hafi fundið til nokkurrar tilhlökkunar þvi að hann er sérfræöingur I tannrétt- þá ákaflega en mildaðist aö lyktum og hélt áfram að gera henni hjónabandstilboð. Exorcist óskast En nærvera stúlkunnar Kládiu var þó engan veginn skilyrði fyrir þvi að röddin léti til sin heyra, eins og margir höfðu getið sér til ‘um T upphafi, heldur ekki nær- vera tannlæknisins. Leitað var til klerklegra yfir- valda um aðstoö — gætu þau ekki útvegaö einhvern preláta til að særa þennan djöful út Ur húsinu. Eftir nokkra vettvangskönnun visaði heilög kirkja málinu frá sér, án þess að rökstyðja það frekar, — til pósts og sima. Sýnt þótti hvaða grunsemdir hefðu vaknaö: lærðustu simvirkjar Bæjaralands leituðu dauða leit um allt húsið — að hverju var ekki gott að segja — einhvers konar hljóðnema, kannski. Þeim til mikillar hrellingar sá röddin þá ekki eitt augnablik i friðiá meðan á störfum þeirra stóð og tvinnaði saman blótsyrðum um þá og þeirra slegt. Þeir staðfestu aö röddin talaði ómengaða háþýsku án heyranlegs mállýskuhreims en meö nokkrum málmhljómi, væri karlkyns og liklegast um þritugt. Lögreglan tók málið að sér. Deild D6 (næstum þvi Gestapó) stormaði inn á tann- lækningastofuna, gekk hreint til verks og skrúfaði lausa hverja einustu skrúfu i húsinu, braut niður veggi, gróf holur i gólfið og gegnumlýsti það sem eftir var. Röddin hlakkaöi yfir óförum þeirra og bað þá aldrei þrifast. Leitað var til Evrópsku geim- ferðastofnunarinnar til að mæla hugsanlega geislavirkni og þviumlikt, en ekkert óvenjulegt kom i ljós að þvi er slíkt snerti. „Chopper, Chopper, hvað viltu okkur?” Sjónvarpinu var gefið leyfi til að kvikmynda á staðnum. En röddinvarhinþöglasta á meðan á kvikmyndatöku stóð og olli i fyrsta sinn talsverðum von- brigðum með þvi uppátæki. Loks þegar menn höfðu gefið upp alla von og höfðu tekið saman út- búnaðinn heyrðist skyndilega hljtíð úr horni: „Hahahaha þarna Fróðárundur í Bæjaralandi ingum. Sem hann nú er að Uöra þarna á stofunni heyrist honum ekki beturen einhver sé að piskra inni á salerninu. Við getum imyndaö okkur að millum eyrna dr. KortsS. hafi leiftrað þankar á þessa lund — „Bófar? Best að sýna þeim hvursu maður var skólaöur á Austurvigstöðvun- um!” — Þar sem tannlæknirinn haföi dvaliö á æskuárunum — eða: , „Kládia?" fullu nafni Klá- dia B. (17) klinikdama, vei þrosk- að barn og lifsþyrsl nokkuð — „ég var búinn að banna henni aö koma hingaö aftur með þennan vin sinn...” Dr. Kort hafði engar vöflur á en smeygði sér úr tufflonum og tiplaði ekki beinlinis tindilfættur á sokkaleistunum aö dyrum sal- ernisherbergisins. Vopnaður var hann úrdráttartöng, mfldu verk- færi og góöu i höndum þess sem með kunni að fara, en jafnframt sakleysislegu, þvi að væri hér um Kládiu B. að ræöa þá gæti dregið dilk á eftir sér að leggja á hana hendur: hún á föður nokkurn B. dyravörð i samkunduhúsi þar i Reginsborg, rómaðan fyrir van- stillingu og skapbresti. „Hér er ég ástin min” Kort S„ gamli Stalingrad- melurinn, dokaði stundarkorn við fyrir framan dyrnar sem voru þvi sem næst aftur. Grafarþögn. Kort S. ákvað loks að taka af skariö og svipti upp huröinni. Hann trúði ekki sinum eigin augum. Það var enginn á salerninu. „Ég er orðinn vitlaus,” tautaði tannlæknirinn og klóraði sér I skallanum. Þá gall við önugleg bassarödd: ,,Oft ratast kjöftugum satt á munn!” Röddin hljómaöi úr salernisskál- inni. Dr. Kort S. féll i öngvit. Hálfum öörum tima siðar bar að garði klinikdömuna Kládiu B., i þrýstnara lagi að vanda. Gekk hún rakleiðis til klefa sins til að rjóða sig ilmsmyrslum og við- smjöri áöur en hún tæki til starfa. Mannamál heyrði hún berast frá salernisherberginu, sem raunar var nokkuð afsiðis, og hugði hún þar sitja tannlækninn að þylja Alfakónginn, sem var iðja hans þegar vel lá á honum: „Hver rfður svo siöla i sortubyl....” framhaldið þekkja vist allir. Brátt tók stúlkuna að undra hversu yfirboðaranum dvaldist þvi að von var á patséntum innan skamms. Fór hún þvi til aö að- gæta og sá þá dr. Kort S. liggja sem örendur væri á golfi snyrti- herbergisins. Upp úr salernis- skálinni gall hins vegar röddin, kunningi okkar: „Svaraðu mér á sekúndu, siðleg snótin tvinna, má ég skjótast minútu....?” Þaö datt öldungis ofan yfir Kládiu B., þótt hippurslaus sé talin, en þar sem hún er ósvikinn kvenmaður, þá gægöist hún ofan I skálina. Þar var vitanlega engan aö sjá. „Hvarertu?” (minnumst þess að hér er um óharnaðan ungling að ræöa). „Hér,” svaraöi röddin, „hér er ég, ástin min.” Stúlkan var nU ekki smeyk lengur þar eð röddinhafði greinilega velþóknun á henni. „Hver ertu?” spuröi hún næst. , ,Ég heiti Chopper, elskan,” sagði röddin, „en hvað heitir þú?” Kládia B. sagöi einhverra hluta vegnaekki rétttil nafns: , ,Irm gerður er ég kölluð!” Röddin var nú ekkert að tvinóna lengur við hlutina og tjáði Irm- gerði snimmendis ást sina: „Þú ert drottning drauma minna, Irmgérður, ég get ekki lifað án þin,” hrópaði röddin hvað eftir annað. Stúlkan snaraöist á brott heim og sagöi frá þvi sem fyrir hana hafði borið. B. dyravöröur, sem einkum starfar eftir sólsetur, og frú B. hárgreiðslukona skunduöu afstað: þóttþauskilduekkiorö af frásögn dótturinnar þá fundu þau á sér aö vá var fyrir dyrum. Þegar á tannlækningastofuna kom varðþeim vitaskuld allmikið um aö finna dr. Kort S. liggja á gólfinu likari maðki en manni. Dreyptu þau óöara á hann Kölnarvatni og rankaði hann þá við, en mátti samt ekki mæla fyrir geöshræringu. Sem fyrr segir höfðu þau hjón ekki fyllilega gert sér grein fyrir þvisem Kládfa litla hafði frá að skýra og veröur þvi vart meö orðum lýst viöbrögðum þeirra þegar úr salernisskálinni heyrðist geövonskuleg rödd skipa þeim að fara noröur og niður. Ftödd úr tannbormm Rétt ár er liðið siðan við skildum við þau B. og konu hans þar sem þau voru aö stumra yfir hrjáöum dr. Kort S. á tannlæk- ingastofunni I Reginsborg við Dóná. Þetta fólk,svo og KládíaB. og fjölmargir aðrir hafa ekki þurft aö kvarta undan fásinninu. Röddin hefur séö fyrir þvi. Þegar dr. Korthaföi jafnað sig að nokkru eftir þetta fyrsta áfall imyndaöi hann sér að hann gæti stundaö vinnu sina sem fyrr. En ekki leið á löngu uns röddin tók aö melda sig. Hljómaði hún stundum úr innstungum þar á tannlækn- ingastofunni, stundum úr ljósa- perum, huröarhúnum, vatns- hönum, já jafnvel úr tannbomum sjálfum: slðar gerðist hún svo djörf að blanda sér i simtöl dr. Korts. Hann er nú með annan fót- inn á Taugadeildinni, eins og sagt er. 1 fyrstu varð tannlæknirinn auövitaö helsta aðhlátursefni meðal nágrannanna þar i Kegins- borg. Haft var á orði að nii væri visast einhver fyrrverandi sjúkl- inga hans sálaður og genginn aftur til að borga fyrir sig — heldur en ekki.... En gárúngar og vantrúaöir þurftu ekki annað en að koma á tannlækningastofuna i einhverri þeirra hópferða sem farið var að gera þangað — þá létu þeir af öllu háði og spotti. „Chopper” lét sig aldrei vanta og atyrtialltog alla — nema Kládiu litlu B. sem hann var sýnkt og heilagt að fara á fjörurnar við. Þá lá við aö illa færi þegar röddin komst, að þvi að stúlkan hafði ekki sagt rétt til nafns og reiddist gabbaði ég ykkur!” Það var ekki upplitsdjarfur þulur sem sagði frá tiðindum kvöldið eftir augliti til auglitis við milljónir sjón- varpsáhorf enda. NU voru góð ráð dýr. Svo dýr að það var sent eftir prófessor Bender frá Friborg, ógurlegum parasálfrasðingi og eins konar Indriða miöli þeirra Þjóðverja, aukinheldur sem ýmsir Islend- ingar hafa gerst lærisveinar hans um hrið. Prófessor Bender er þaulvanur að fást við yfirskilvit- legöfl „Cbapper, Chopper,” sagði hann, samkvæmt þeirri grund- vallarreglu að við drauga er maður dús, „Chopper, Chopper, hvaö viltu okkur, hvers leitaröu hjá okkur?” Svar raddarinnar „Choppers” er ekki prenthæft, þvi miður: jafnvel hið réttsýna dagblaö Mynd sá ekki ástæöu til að hafa það eftir. Prófessor Bender sá nú að hann átti ekki i höggi viö neinn Friðrik huldu- lækni og hvarf hinn snúðugasti á braut. Og þar við situr. Enginn hefur glóru um hver eða hvað sé aö verki þarna á tannlækningastof- unni i Reginsborg við Dóná. Auðvitaö hlýtur skýringin að liggja i augum uppi: annaðhvort er þetta einhver brandarakall að skemmta sér, hvernij» liggur að visu ekki ljóst fýrir; eða „yfir- skilvitleg vera”; eða ....??? Og af hverju heitir þetta... Þessi rödd „Chopper”? Er það ekki enska? Ef við flettum upp i ensku orðabókinni — hvers verðum viö visari? Jú, Chopper þýðir ákveðin tegund af reiðhjóli, sei sei, nú og svo getur það lika þýtt hálshöggvari.... ÞÓRHALLUR EYÞÓRSSON Þórhallur Eyþórsson skrifar frá Miinchen

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.