Fréttablaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 2
2 30. nóvember 2008 SUNNUDAGUR EGYPTALAND,AP Þrátt fyrir að verð á hráolíu hafi lækkað hratt undanfarið luku OPEC-ríkin fundi í Kaíró í gær án þess að tilkynna um minni olíuframleiðslu. Lækkunin hefur áhrif á fjárlög ríkis- stjórna OPEC- landanna en forseti OPEC, Chakib Khelil, segist hafa áhyggjur af versnandi efnahag heimsins og áhrifum á olíuverð. Líklegt er þó að beðið verði með að taka ákvörðun um hvort taka skuli aukabirgðir af hráolíu af markaði þar til á fundi í Alsír 17. desember næstkom- andi. Slík aðgerð gæti komið jafnvægi á framboð og eftirspurn og skapað þannig stöðugleika á markaði. OPEC ríkin ákváðu í október að draga úr olíufram- leiðslu en samt hefur verðið haldið áfram að lækka. - hs OPEC lýkur fundi í Kaíró: Olíuframleiðsla ekki minnkuð EFNAHAGSMÁL Einhver aukning hefur orðið á fjölda bíla sem boðnir eru upp vegna vanskila, að mati starfsmanns Vöku. Sýslumaðurinn í Reykjavík auglýsti í gær tæplega 950 bíla sem bjóða á upp næsta laugar- dag. Aðeins brot af þeim fjölda sem auglýst er að lendi á uppboði eru í raun boðnir upp, segir Bjarni Ingólfsson, starfsmaður Vöku, þar sem uppboðið fer fram. Oft semjist um kröfurnar áður en uppboðið fari fram. Hann segir líklegt að hægt verði að gera góð kaup á uppboð- inu, enda ekki allir sem treysti sér til að staðgreiða bíla í dag. - bj Uppboð á 950 bílum auglýst: Aukinn fjöldi bíla á uppboð CHAKIB KHELIL SJÁVARÚTVEGUR „Það eru nú mjög margar umsóknir sjómanna, ætli fjöldi umsókna hafi ekki fjórfald- ast bara á síðustu tveimur mánuð- um,“ segir Hákon Viðarsson, yfir- maður starfsmannasviðs Síldarvinnslunnar í Fjarðabyggð. „Við auglýstum nýlega eftir tveim- ur vélstjórum og fengum á þriðja tug umsókna, auk þess hringdu fleiri í okkur en sendu ekki inn umsókn þar sem þeir uppfylltu ekki skilyrðin.“ „Það er mikil ásókn í það að komast á sjó, ég fæ fyrirspurn á netinu á hverjum degi og eins er hringt í mig daglega,“ segir Guðni Ingvar Guðna- son, útgerðar- stjóri Vinnslu- stöðvarinnar. Hann segir að áður hafi verið mikil hreyfing á sjómönnum; margir hafi ráðið sig til skamms tíma. Þá hafi það stundum borið við að erfitt væri að manna skipin. „Þessar sveiflur eru alveg horfnar því nú sitja menn á sínum plássum og eru ekkert að láta þau laus.“ Þeir Guðni og Hákon segja að margir þeirra sem nú sækist eftir að komast á sjó séu menn úr bygg- ingageiranum sem nú hafi misst vinnu sína eða sjái fram á óvissu- tíma í sínum atvinnumálum. Jón Páll Jakobsson sjómaður segir að margir norskir útgerðar- menn hugsi sér gott til glóðarinn- ar í þessu ástandi. „Þeir eru farnir að auglýsa eftir sjómönnum hér á landi enda kjósa þeir frekar íslenska sjómenn heldur en sjó- menn frá gömlu austantjaldslönd- unum sem hafa margir gengið í þessi störf meðan heimamenn hafi í auknum mæli horfið í olíugeir- ann,“ segir hann. Hann er sjálfur á leið til Noregs þar sem hann hefur ráðið sig sem vélstjóri á bát. „Ég náði mjög góðum samningum, þeir borga meira að segja farið út sem er ekki svo lítið.“ Hann segist vita af fjölda sjómanna sem íhugi nú að leita hófanna í Noregi. Ágúst Torfi Hauksson, fram- kvæmdastjóri Brims á Akureyri, og Þór Vilhjálmsson, starfsmanna- stjóri Vinnslustöðvarinnar í Vest- mannaeyjum, segja að eftirspurn eftir störfum við landvinnslu hafi einnig aukist síðustu tvo mánuði. Hákon hjá Síldarvinnslunni sagði þó að enn bæri á „fiskvinnslu- fælni“ Íslendinga eins og hann komst að orði. „Mig vantar til dæmis á nokkrar vaktir og það er eftir nógu að slægjast fyrir þá sem eru til í að leggja á sig mikla vinnu,“ segir hann. „Ég get sagt það óhikað að þeir launahæstu í vinnslunni hafi verið með um 500 þúsund í síðasta mánuði.“ jse@frettabladid.is Setið um plássin Eftirspurn eftir störfum til sjós hefur aukist. Norðmenn sækjast eftir íslenskum sjómönnum. Fólk sækir meira í fiskvinnslustörf en síðustu ár. Þó eru laus störf þar sem hinir launahæstu fengu hálfa milljón í síðasta mánuði. JÓN PÁLL JAKOBSSON SÍLDARVINNSLAN Í NESKAUPSTAÐ Hákon Viðarsson, yfirmaður hjá starfsmannasviði Síldarvinnslunnar, segir að fjöldi umsókna hafi fjórfaldast á tveimur mánuðum. Sigríður, sástu þetta ekki fyrir? „Nei, þá hefði ég nú líklega læst. En ég sé þó að diskarnir eru alla vega ekki á leiðinni til Póllands.“ Spákonan Sigríður Klingenberg varð fyrir því að 200 eintökum af sjálfshjálp- ardisknum Þú ert frábær var stolið af heimili hennar. EFNAHAGSMÁL Eigendur innstæða í peningamarkaðssjóðum Lands- bankans krefjast þess að stjórn- völd endurgreiði þann hluta sparn- aðar þeirra sem tapaðist við yfirtöku ríkisins á bankanum. Þessi krafa var hávær á fundi um 200 innstæðueigenda á fimmtu- dag. Starfsmenn bankans kynntu sjóðina ítrekað sem algerlega örugga fjárfestingu og það er meðal annars staðfest með tölvu- póstum frá starfsmönnum bank- ans, segir Hörður Hilmarsson, einn forsvarsmanna hópsins. Annað kom þó á daginn og fólk tapaði 31,2 prósentum af sínum innstæðum vegna neyðarlaga rík- isstjórnarinnar. Krafðist fundur- inn að komið yrði til móts við fólk vegna tapsins, til dæmis með skuldajöfnun, skattaafslætti eða hlutabréfum í Landsbankanum. Í ályktun fundarins segir að verði eðlilegum kröfum um fulla endurgreiðslu sparifjár ekki mætt verði gripið til aðgerða. Fyrsta aðgerðin verði dómsmál gegn Landsbankanum og/eða íslenska ríkinu. Biður hópurinn um fund með forsvarsmönnum bankans fyrir 15. desember til að ræða úrbætur. Hörður segir frekari aðgerðir ekki hafa verið ræddar en margir hafi lýst þeirri skoðun að ef fólk geti ekki lengur treyst bankanum sínum vilji það ekki lengur eiga viðskipti við hann. - bj Eigendur innstæða í peningamarkaðssjóðum Landsbankans bindast samtökum: Hóta ríki og banka málsókn ÖRUGGT Starfsmenn Landsbankans héldu peningamarkaðssjóðum mark- visst að innstæðueigendum, og sögðu inneignir þar algerlega öruggar, segir Hörður Hilmarsson. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR STJÓRNMÁL „Ég tel mig ekki persónulega ábyrgan,“ segir Geir H. Haarde forsætisráð- herra, spurður um hrun íslenska fjármálakerfis- ins af fréttaveit- unni AP. „Ég get ekki tekið ábyrgð á framferði bankamanna,“ segir Geir enn fremur. Haft er eftir Geir í frétt AP að hann ætli sér að leiða Íslendinga út úr þeim ógöngum sem hrun undanfarinna vikna hafi leitt þjóðina í. Hann ætli sér ekki að segja af sér, þrátt fyrir vikuleg mótmæli þúsunda Íslendinga á Austur- velli. Geir segist þó skilja að fólk sé reitt og pirrað vegna þeirra aðstæðna sem skapast hafi. - bj Geir Haarde forsætisráðherra: Ekki persónu- lega ábyrgur GEIR H. HAARDE FÓLK Hátt í tuttugu starfsmenn í nýju byggingunni við Borgartún 12-14 safnast saman á föstudags- morgnum og syngja í korter til að létta lundina og búa sig undir daginn. Þetta hafa þeir gert frá því um það leyti sem kreppan hófst. „Þetta er bara morgunleikfimi, andleg morgun- leikfimi,“ segja starfsmennirnir sem mæta í kreppusönginn klukkan 8.20. „Það er svo mikill söngur inni í okkur og hann verður að komast út,“ bæta þeir við. Alls vinna um 450 starfsmenn hjá borginni í Borgartúni 12-14 og eru þeir allir velkomnir í föstudagssönginn. „Þetta eflir okkur sem starfs- menn hjá borginni,“ segja söngmennirnir og bæta við: „Í þessari síðustu krepputíð verður það ekki betra. Þetta er gott innlegg í kreppuna. Föstudagarn- ir eru bestu dagarnir.“ Það er Páll Brynjarsson sem spilar á flygilinn í mötuneytinu og sér um að senda út tölvupóst á fimmtudögum til að minna á söngstundina. Hann gengur svo um hæðina sína og rekur á eftir fólki að mæta í sönginn. „Það mega allir koma sem vilja,“ segir hann. „En það er kannski skilyrði að ég mæti af því að ég spila á flygilinn.“ Það er augljóst að föstudagssöngurinn gefur gleði og orku því hláturinn ómar. „Þetta er meiri háttar gott. Þetta er það besta sem er hægt að gera. Föstudagsmorgnarnir eru bestir,“ segja starfsmenn- irnir. - ghs Starfsmenn borgarinnar hafa safnast saman til að syngja frá því kreppan hófst: Kreppusöngur í Borgartúninu GOTT INNLEGG Í KREPPUNA „Í þessari síðustu krepputíð verður það ekki betra. Þetta er gott innlegg í kreppuna,“ segja borgarstarfsmennirnir sem hafa safnast saman í korter á föstudagsmorgnum og sungið frá því kreppan hófst. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR BIRKISSON BJÖRGUN Hátt á annað hundrað björgunarsveitarmenn leituðu í gærkvöldi að manni um sjötugt sem hafði farið til rjúpnaveiða við Skáldabúðir í Skeiða- og Gnúp- verjahreppi í gær. Hann var ófund- inn þegar blaðið fór í prentun. Leitarsvæðið var víðfemt og gerðu gljúfur á svæðinu leitar- mönnum erfitt fyrir, auk þess sem fimbulkuldi var í gær. Maðurinn ætlaði að hitta félaga sína við bíli þeirra um hádegi í gær. Þegar hann hafði ekki skilað sér um klukkan 15 hófst leit. Hann er talinn vel búinn, og vön skytta, segir Jón Ingi Sigvaldason, hjá Slysavarnarfélag- inu Landsbjörgu. - bj Fjölmenn leit að rjúpnaskyttu: Leit í gljúfrum í fimbulkulda STJÓRNMÁL Sjálfstæðisflokkurinn verður að fallast á aðildarviðræð- ur við Evrópusambandið (ESB) og leyfa þjóðinni að kjósa um aðild að sambandinu. Þetta segir Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkj- unar og fyrrum varaformaður Sjálfstæðisflokksins, í sunnudags- blaði Morgunblaðsins. Friðrik segir í samtali við blaðið að hann taki ekki afstöðu til þess persónulega hvort Ísland eigi að ganga í ESB. Aðalatriðið sé að ekki sé hægt að meta kosti þess að ganga í sambandið nema með aðildarviðræðum. Búist er við að Evrópumálin verði hitamál á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í janúar. - bj Friðrik Sophusson um ESB: Þjóðin fái að kjósa um aðild SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.