Fréttablaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 36
 30. nóvember 2008 SUNNUDAGUR folk@frettabladid.is „Já, ég er loksins búinn að fá hana,“ segir leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson sem endurheimti Eddu-verðlaunin fyrir leik sinn í Brúðgumanum á miðvikudags- kvöldið. Þröstur átti ekki heiman- gengt á Edduhátíðina sem haldin var 19. nóvember. Hann var þá að sýna Vestrið eina í Þjóðleikhúsinu og fékk tilkynninguna um sigur- inn í SMS-skeyti frá systur sinni. Félagar Þrastar og mótleikarar úr Brúðgumanum, þeir Jóhann Sig- urðarson og Ólafur Darri Ólafs- son, tóku við styttunni fyrir hans hönd en eins og Fréttablaðið hafði greint frá þá gengu gífuryrðin milli „stórleikaranna“ og Þrastar fyrir verðlaunaafhendinguna. Svo fór að þeir Ólafur og Jóhann „týndu“ óvart styttunni eftir verðlauna- afhendinguna og höfðu ekki hugmynd um hvar hún var niðurkomin. Heimsókn þeirra félaga kom því Þresti skemmti- lega á óvart. „Það komu hingað tveir ægilega lúpulegir menn og bönkuðu upp á hjá mér,“ útskýrir Þröstur og vísar þar í samstarfsfé- laga sína Ólaf og Jóhann. „Þeir höfðu engar skýr- ingar á því hvar styttan hafði verið, báru við minnisleysi. Ég get svo sem vel skilið að þeir hafi drekkt sorgum sínum þetta kvöld eftir tapið fyrir mér,“ heldur Þröstur áfram og hlær. Hann segir heimsóknina hafa verið ósköp stutta, þeir hafi reyndar búist við því að fá smáskjól frá rigningunni þetta kvöld en fengu það svo sannarlega ekki hjá keppinauti sínum. Þröstur viður- kennir síðan að sama kvöld hafi hann gefið stytt- una sína. Reynd- ar ekki langt því dóttir hans fékk hana til vörslu. „Ég gef alla verðlauna- gripi sem ég fæ. Ég hef ekki pláss fyrir þá alla.“ - fgg ➜ Tónlist 20.00 Tríó Reykja- víkur flytur verk eftir Haydn, Schumann og Schubert í Hafnar- borg við Strandgötu í Hafnarfirði. Tríóið samanstendur af Sigurgeiri Agnars- syni, Philip Jenkins og Guðnýju Guð- mundsdóttur. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Sunnudagur 30. nóvember ➜ Leiklist 20.00 GRAL Grindvíska atvinnuleik- húsið sýnir leikverkið 21 manns sakn- að í Saltfisksetrinu, Hafnargötu 12a, Grindavík. Nánari upplýsingar á www. gral.blog.is. Barna- og unglingaleikhúsið Borgar- börn er með Jólasöngleik í Iðnó. Sýndar verða tvær sýningar, önnur kl. 16 en hin kl. 18. ➜ Fyrirlestrar 11.00 Hugleiðingar um skynsamt fólk og (ó)gagn sjálfshjálparbóka Sigrún Sveinbjörnsdóttir verður með fyrirlestur í Bláu könnunni, Hafnarstræti 96 á Akureyri. ➜ Bækur 16.00 Í Gljúfrasteini, húsi skáldsins, munu Ingunn Snædal, Magnús Sigurðsson og Þórunn Erla-Valdi- marsdóttir lesa upp úr ljóðabókum sínum auk þess sem Ingunn fjallar um skáldsög- una Sjálfstætt fólk. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. ➜ Listamannsspjall 15.00 Hlynur Hallsson verður með listamannaspjall um verk sín á sýning- unni ÚT/INN í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu. Hlynur skoða sýninguna með gestum og segir frá tilurð hennar og fyrri verkum sínum. ➜ Uppákomur 20.00 Aðventuhátíð í Breiðholts- kirkju Fjölbreytt dagskrá verður í tilefni af fyrsta í aðventu. Allir velkomnir. 20.00 Aðventukvöld í Fella- og Hóla- kirkju Fjölbreytt dagskrá verður í boði í tali og tónlist. Allir velkomnir. Opin listsmiðja og notaleg samveru- stund verður fyrir börn og fullorðna í Viðeyjarstofu. Ferja fer frá Skarfabakka kl. 13.15, 14.15 og 15.15. Nánari upplýs- ingar á www.listasafnreykjavikur.is. Á Þjóðminjasafni Íslands við Suður- götu verður fjölbreytt dagskrá í boði. Leiðsögn verður um sýninguna Þjóðin, landið og lýðveldið – Vigfús Sigurgeirs- son auk þess sem kvikmyndir hans verða sýndar. Þá mun karlakórinn Fjalla- bræður syngja fyrir gesti kl. 16. Safnið er opið 11–17 alla daga nema mánudaga. ➜ Leiðsögn 14.00 Rakel Pétursdóttir safnafræð- ingur verður með leiðsögn fyrir alla fjöl- skylduna um sýninguna Ást við fyrstu sýn sem stendur nú yfir á Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg. Safnið er opið alla daga frá kl. 11–17 nema mánudaga. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is „Ég er leið yfir einkalífinu mínu, en mér finnst ég vera mjög lánsöm að hafa tækifæri til að starfa við það sem ég geri. Það væri hryllingur ef ég væri bara að hugsa um skilnaðinn og hefði ekkert fyrir stafni.“ MADONNA Tjáir sig um hvernig henni líður eftir skilnaðinn við Guy Ritchie. „Ég vil ekki gera neitt annað en að borða og sofa, ásamt því að skemmta mér með fjölskyldunni í snjónum.“ HEIDI KLUM Segir hvernig hún vill helst eyða jólafríinu. „Við Ashlee náðum saman yfir Jungle Book-myndinni og finnst nafnið svalt.“ PETE WENTZ Útskýrir fyrir Ryan Seacrest af hverju hann og eiginkona hans, Ashlee Simpson-Wentz, ákváðu að skíra nýfæddan son sinn Bronx Mowgli Wentz. Sean Combs, eða P Diddy, er sannfærður um að hann geti tekið við af Daniel Craig og orðið næsti James Bond. Til að sanna mál sitt hefur hann eytt 500.000 pundum í kynningarmyndband sem hann tók upp í nágrenni við Casino Royale í Suður-Frakklandi, á sömu slóðum og fyrsta Bond- mynd Daniels Craig var meðal annars tekin upp. Rapparinn og tónlistarframleið- andinn hefur ekki farið leynt með draum sinn um að landa hlutverki Craig. Í viðtali við breka dagblað- ið Daily Mirror sagði hann að nú væri hörundsdökkur forseti og kominn væri tími á hörundsdökk- an Bond. P Diddy er þó ekki einn um að vilja hreppa hlutverkið, því rapparinn Akon og óskarsverð- launahafinn Jamie Foxx eru einnig sagðir vilja leika njósnar- ann. Vill verða næsti Bond FÉKK STYTTUNA Þröstur hefur loksins fengið styttuna í sínar hendur. Dóttir hans fékk síðan styttuna að gjöf. SKILUÐU VERÐLAUNAGRIPNUM Jóhann og Ólafur Darri komu styttunni loks til skila. Þeir fengu hins vegar hvorki kaffi né húsakjól hjá Þresti. Þröstur endur- heimti Edduna Skilaboðaskjóðan Þorvaldur Þorsteinsson og Jóhann G. Jóhannsson sun. 30/11, örfá sæti laus Allra síðasta sýning Gjafakort á Kardemommubæinn ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Utan gátta Sigurður Pálsson Snarskemmtileg sýning. JVJ, DV Sýningum lýkur 13. desember! Aðeins fimm sýningar eftir Hart í bak Jökull Jakobsson Verk sem snertir okkur öll. EB, FBL Aukasýningar í sölu Leitin að jólunum Þorvaldur Þorsteinsson Aðventusýning Þjóðleikhússins sun. 30/11 uppselt Örfá sæti laus í desember, tryggðu þér sæti Gefum góðar stundir Gjafakort Þjóðleikhússins er sígild gjöf kynntu þér málið á www.leikhusid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.