Fréttablaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 18
LEIKHÚS, TÓNLIST, MARKAÐIR, SKAUTAR, SKÍÐIBORGARFERÐIR ferðalög kemur út mánaðarlega með sunnudagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjóri Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is Útlit Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Forsíðumynd Manhattan New York. Mynd eftir Gunnar V. Andrésson Pennar Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Kjartan Guðmundsson og Svanborg Sigmarsdóttir Ljósmyndir Fréttablaðið, Getty Images Auglýsingar Benedikt Jónsson benediktj@365.is F lest okkar erum værukær um jólin og finnst ekkert betra en íslensk jól umkringd ástvinum þar sem hefðir og venjur eru negldar niður. Sami jólamaturinn, sama fjölskylduboðið og sama jólaskrautið. Slík jól eru auðvitað yndisleg en stundum er gaman að upplifa hátíðina á öðrum svæðum veraldar. Halda jól á suður- hveli þar sem heimamenn rembast við að borða heitan kalkún í fjörutíu stiga hita og hengja jólaseríur á pálmatré. Eða uppgötva hefðir hinnar kaþólsku Suður-Evrópu sem eru að sumu leyti líkar okkar eigin en að mörgu leyti exótískar. Svo er það auðvitað jólamaturinn sem breytist eftir sérhverju landi sem er heimsótt og ljáir jólunum sinn hátíðlega blæ. Hvernig væri nú að skjótast til nálægrar borgar í aðdraganda jóla og uppgötva hvernig heimamenn komast í jólaskapið? Snæða julefrokost í Kaupmannahöfn og kíkja á jóladýrðina í Tívólíinu, smakka á heitum „Mince Pie“ í miðborg Lundúna eða setjast á kirkjubekk og hlusta á ynd- isfagra tónleika í Sacre-Coeur kirkju Parísarborgar? Hver einasta borg á sér eigið jólaskap og það sem gerir jólin nú svo sammannleg er einmitt að upplifa hversu sterkt við öll tengjumst í gegnum þessa hátíð friðar og kærleiks. Skrýtnara er að upplifa evrópskar jólahefðir eins og þörfina á jóla- sveini, snjó og þungum mat á fjarlægum slóðum. Ég man að mér fannst jólin frekar skondin sem ég eyddi í norðurhluta Ástralíu á heitasta tíma þeirrar álfu. Þrátt fyrir að hitinn væri næstum í 45 stigum og að rakinn streymdi í bunum niður eftir veggjunum voru heimamenn að svitna yfir kalkún og kartöflum í ofninum og koníaksleginni rúsínutertu að bresk- um sið. Í búðargluggum var búið að úða gervisnjó og setja jólasveina um allt, klædda í heita rauða loðgalla og stígvél. Meira að segja hreindýra- sleðinn var væntanlegur á þessar regnskógaslóðir. Þeir sem ferðast ekki til útlanda í desember gætu þó ferðast í hugan- um með því að prófa matargerð annarra landa. Hvers vegna að festast í hangikjöti, rjúpum og piparkökum þegar það er óneitanlega frumlegra að prufa að skella í bresk ávaxtapæ (mince pie), franska jólaköku eða heitan kryddaðan eplasafa að bandarískum sið sem er upplagður í sum- arbústaðinn? En hvað sem þið gerið í desembermánuði óska ég ykkur góðrar ferðar og njótið hátíðarinnar! Anna Margrét Björnsson skrifar JÓL HINGAÐ OG ÞANGAÐ fo rs íð a bl að si ns H elgarferðir til útlanda eru ekki á allra færi þessa aðventuna. En það er ekki þar með sagt að allir þurfi að dúsa heima í kotinu. Í aðdraganda jóla er nóg um að vera um allt land. Helgar- ferð til Akureyrar eða Ísafjarðar er tilvalin leið til að krækja sér í jólaandann. Nú er Ísafjörður kominn í jóla- fötin, jólatréð hefur verið tendrað og ekkert sem stoppar Ísfirðinga í jólalátunum. Elfar Logi Hannes- son, sem rekur Kómedíuleikhús- ið, segir endalausa möguleika í skemmtunum á Ísafirði fyrir jólin. „Já, heldur betur. Desember er til dæmis gósentíð kóranna hér, barnakórinn, Valkyrjurnar og karlakórinn standa allir fyrir tón- leikum fyrir jólin. Svo verða Jóla- tónleikar tónlistarskólans alla daga frá 8. til 16. desember, þar sem allir nemendur tónlistarskól- ans, frá krökkum upp í öldunga, troða upp.“ Af öðru má nefna Abba-sýningu á Café Edinborg og söng- og leik- dagskrá á Hótel Ísafirði, byggða á verkum bræðranna Jónasar og Jóns Múla Árnasona. Skíða- brekkurnar eru í óða önn að hlaða á sig snjó á ný eftir hlákuna nýverið og eru heimamenn staðráðnir í að aðventan verði góð til skíðaiðkun- ar. Og Í Tjöruhúsinu er Kómedíu- leikhúsið með leiksýninguna Jóla- sveinar Grýlusynir, eftir Elfar Loga og Soffíu Vagnsdóttur. Akureyri er enginn eftirbátur Ísafjarðar í jólaundirbúningnum. Þangað er líka hægt að sækja hvað sem er, hvort sem hugurinn stendur til afslöppunar eða skemmtunar, heilsuræktar eða menningar. Til að auðvelda fólki valið heldur starfsfólk Akureyr- arstofu utan um dagskrá undir heitinu Aðventuævintýri 2008. Í dagskránni, sem nálgast má á vefslóðinni www.visitakureyri.is, kennir ýmissa grasa. Sinfóníuhljómsveit Norður- lands heldur aðventutónleika sína laugardaginn 6. nóvember klukkan sex. Á Listasafni Akureyrar stendur yfir sýn- ingin Orð guðs, þar sem sex listamenn eiga verk sem fjalla um og vekja upp spurningar um ýmsa þætti kristinnar trúar. Af öðru má nefna „Baulaðu nú Búkolla mín” hádegisverðarhlað- borð beint frá býlinu í Vogafjósi og leiksýninguna Lápur, Skrápur og jólaskapið sem sýnd er í Rým- inu. Þessu til viðbótar eru mark- aðir, tónleikar, leiksýningar og fleira. Af nógu er að taka. Það er því tilvalið fyrir þá sem hafa þörf fyrir tilbreytingu að skreppa norður og njóta lífsins í vetrar- paradísinni. AÐVENTAN Á AKUREYRI OG ÍSAFIRÐI Helgarferð út á land er tilvalin leið til að koma sér í jólaskapið. Á Akureyri og Ísafi rði eru tónleikar, listsýningar, markaðir, leiksýningar og jafnvel tækifæri til skíðaiðkunar. Aðaventan innanlands Enginn er svik- inn af því að skjótast til Akureyrar eða Ísafjarðar og njóta þar jólastemmning- ar á aðventunni. 2 FERÐALÖG UPPÁHALDSVEITINGASTAÐUR: Piccolino‘s i miðborg Liver- pool. Alveg drauma ítalskur veitingastaður. Ég fer með alla listamennina sem ég vinn með á þennan stað (eða læt þá bjóða mér). UPPÁHALDSBARINN: Hvítvíns- glas á Bluecoat-veitingastaðnum eftir langan dag gerir trikkið. SKEMMTILEGASTA HVERFIÐ: Á n nokkurs vafa Aigburth-hverfið þar sem ég á heima. Hverfið er við Mersey-ána og litlir og sætir barir og veitingastaðir alls staðar. Einnig er Woolton-hverfið, rétt hjá Strawberry Fields, eins og konfektkassi. EKKI MISSA AF : Liverpool býður upp á fleiri tónleika og skemmt- anir í dag heldur en nokkur önnur borg í Bretlandi. Endalausir möguleikar og alltaf eitthvað nýtt og „groundbreaking“. HEIMAMAÐURINN  Liverpool INGI ÞÓR JÓNSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI NORRÆNU LISTAHÁTÍÐARINNAR NICE08 BÓKAÐU NÚNA flugfelag.is Skráðu þig í Netklúbbinn REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Félagar í Netklúbbnum fá fyrstir upplýsingar um tilboð og nýjungar í tölvupósti. Alltaf ódýrast á netinu www.flugfelag.is „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.