Fréttablaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 12
12 30. nóvember 2008 SUNNUDAGUR E mebet tekur vel á móti gesti sínum, með kaffi, gosi, smákök- um og vínberjum. Á borðinu er dagatals- kerti tilbúið, heimilið er hlýlegt og fallegt. Hér býr kona sem hugsar vel um sitt og sína. Í vikunni vakti ræða Emebet á morgunverðarfundi Unifem mikil viðbrögð gesta, í stuttu máli lýsti hún sögu sinni sem er átakanleg en gefur líka góð fyrirheit. Konur geta brotist út úr ofbeldisfullu hjónabandi ef þær vilja og fá stuðning. „Ég kom hingað fyrir átta árum og kom til eiginmanns míns á þeim tíma,“ segir Emebet. „Ég var með þriggja ára dóttur mína með mér og stuttu eftir að ég flutti hingað varð ég ólétt. Við höfðum verið saman í átta ár þegar ég flutti hingað og allan tímann hafði hann beitt mig ofbeldi. Á því varð engin breyting eftir að við fluttum hingað, hann var ofbeldisfullur og henti mér oft út, lét mig sofa úti, líka þegar ég var ólétt.“ Ofbeldi algengt í Eþíópíu Emebet segist oft hafa hugsað um það úti í Eþíópíu að hún vildi ekki vera í þessu sambandi. „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað í þessu en þegar ég reyndi að tala um vandamálið þá fékk ég engin viðbrögð, mér var bara sagt að lifa lífinu, svona væri lífið.“ Vandamálið er, segir Emebet, að ofbeldi gegn konum er svo algengt í Eþíópíu að það er regla frekar en undantekning og því ekki litið á það sem vandamál. Skilnaðir eru svo álitnir skammarlegir og þó að sú hugsun hafi hvarflað að henni að skilja við manninn þá kom það samt ekki til greina. Því fylgdi hún manni sínum alla leið til Íslands, lands sem hún vissi lítið um, til lífs sem hún vissi ekkert hvernig myndi verða. „Hann beið eftir okkur og bauð okkur mæðgurnar velkomnar en hann hafði ekkert breyst. Hann skipaði mér fyrir, ógnaði mér og beitti mig ofbeldi eins og áður. Ég þekkti náttúrlega ekki samfélag- ið, ég vissi ekkert hvernig ég átti að vera hér, allt var gerólíkt Eþíópíu, en hann hélt uppteknum hætti, henti mér út, barði mig.“ Ellefu mánuðum eftir að Emeb- et flutti til Íslands fæddist henni önnur dóttir, eftir sex mánaða fæðingarorlof fór hún að vinna á ný en svo dró til tíðinda í hjóna- bandinu. „Hann henti okkur öllum á dyr, skilaði íbúðinni okkar til leigusala og fór sjálfur að leigja litla kytru.“ Á götunni með tvö börn var Emebet svo heppin að íslensk vinkona hennar, Margrét Hróbjartsdóttir, tók henni opnum örmum og hún var hjá henni og manninum hennar í tvo mánuði áður en hún var farin að leigja litla íbúð sjálf, rétt hjá vinnunni sinni. „Þá sneri hann aftur og baðst afsökunar og við tókum saman aftur. En stuttu síðar féll allt í sama farið, hann beitti ofbeldi, henti mér á dyr og ég svaf úti heilu næturnar. Þá sagði vinkona Ég vil lifa venjulegu lífi Emebet Mekuria Hiruy flutti til Íslands frá Eþíópíu fyrir átta árum. Þáverandi eiginmaður var þegar fluttur til landsins. Eftir að hún fluttist til Íslands sótti hún sér styrk til að slíta sambandi við manninn sem beitti hana ofbeldi öll árin sem þau voru gift. Sigríður Björg Tómasdóttir hitti Emebet og fékk að heyra sögu hennar. EMEBET MERKURIA hefur komið undir sig fótunum á Íslandi og er mjög ánægð með það að dætur hennar alist upp hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.