Fréttablaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 42
26 30. nóvember 2008 SUNNUDAGUR VÖTN & VEIÐI Stangveiði á Íslandi 2008 Veiðisögur Veiðisvæði Veiðifréttir Veiðimenn V Ö TN & V EIÐ I S Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 F í t o n / S Í A Golfferðartilboð! Innifalið: Flug til og frá Alicante með sköttum og öðrum greiðslum, frítt fyrir golfsettið í flug, gisting á 4* Hotel Villaitana ásamt morgunverði, 7 golfdagar með ótakmörkuðu golfi og íslensk fararstjórn. Golf um áramótin Real de Faula 30. des.–7. jan. 2009 Verð á mann í tvíbýli: 117.800 kr. Iceland Express-deild kvk: Hamar-KR 76-58 Stig Hamars: LaKiste Barkus 20, Julia Demirer 16, Íris Ásgeirsdóttir 14, Fanney Guðmunds- dóttir 11, Hafrún Hálfdánardóttir 10, Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir 5. Stig KR: Sigrún Ámundadóttir 17, Guðrún Þorsteinsdóttir 17, Hildur Sigurðardóttir 10, Rakel Viggósdóttir 6, Guðrún Ámundadóttir 4, Helga Einarsdóttir 2, Heiðrún Kristmundsdóttir 1. Haukar-Valur 59-48 Stig Hauka: Kristrún Sigurjónsdóttir 21, Slavica Dimovska 12, Helena Hólm 6, Bryndís Hreinsdóttir 6, Guðbjörg Sverrisdóttir 4, Telma Fjalarsdóttir 4, Ragna Brynjarsdóttir 4, María Sigurðardóttir 2. Stig Vals: Kristjana Magnúsdóttir 15, Þórunn Bjarnadóttir 12, Bernadett Toplak 11, Signý Her- mannsdóttir 7, Tinna Sigmundsdóttir 2, Guðrún Baldursdóttir 1. Keflavík-Snæfell 80-59 Stig Keflavíkur: Birna Valgarðsdóttir 31, Pálína Gunnlaugsdóttir 18, Hrönn Þorgrímsdóttir 13, Halldóra Andrésdóttir 9, Ástrós Skúladóttir 3, Hildur Pálsdóttir 2, Svava Stefánsdóttir 2. Stig Snæfells: Berglind Gunnarsdóttir 17, Gunn- hildur Gunnarsdóttir 10, Sara Andrésdóttir 8, Hrafnhildur Sævarsdóttir 7, Ellen Högnadóttir 6, Helga Björgvinsdóttir 5, Sara Magnúsdóttir 2. Grindavík-Fjölnir 62-61 ÚRSLIT Enska úrvalsdeildin: STOKE CITY - HULL CITY 1-1 0-1 Marlon King (46.), 1-1 Ricardo Fuller (72.). SUNDERLAND - BOLTON WANDERERS 1-4 1-0 Djibril Cisse (10.), 1-1 Matthew Taylor (16.), 1- 1 Matthew Taylor (17.), 1-2 Gary Cahill (20.), 1-3 Johan Elmander (38.), 1-4 Johan Elmander (54.). WIGAN ATHLETIC - WBA 2-1 0-1 Ishmael Miller (46.), 1-1 Henri Camara (60.), 2-1 Emmerson Boyce (86.) ASTON VILLA-FULHAM 0-0 MIDDLESBROUGH-NEWCASTLE 0-0 STAÐAN: Chelsea 14 10 3 1 32-4 33 Liverpool 14 10 3 1 21-8 33 Man. United 13 7 4 2 25-10 25 Aston Villa 15 7 4 4 22-16 25 Arsenal 14 7 2 5 25-18 23 Hull City 15 6 5 4 22-24 23 Bolton 15 6 2 7 18-17 20 Fulham 14 5 4 5 12-11 19 Wigan Athletic 15 5 4 6 18-19 19 Everton 14 5 4 5 19-22 19 Portsmouth 14 5 4 5 15-20 19 Middlesbrough 15 5 4 6 15-21 19 Stoke City 15 5 3 7 15-25 18 Man. City 14 5 2 7 29-22 17 West Ham 14 5 2 7 17-22 17 Tottenham 14 4 3 7 17-20 15 Newcastle 15 3 6 6 17-22 15 Sunderland 15 4 3 8 13-24 15 Blackburn 14 3 4 7 14-25 13 WBA 15 3 2 10 11-27 11 KÖRFUBOLTI Topplið Iceland Express-deildar kvenna, Haukar og Hamar, unnu bæði góða sigra í gær. Haukar lögðu Val að Ásvöllum en Hamar skellti KR í Hveragerði og KR situr nokkuð eftir í toppbaráttunni í kjölfar tapsins. Ekki síst í ljósi þess að Kefla- vík vann sinn leik. - hbg Iceland Express-deild kvenna: Sigrar hjá topp- liðunum FÓTBOLTI Það blæs ekki byrlega fyrir Roy Keane og félögum hans í Sunderland þessa dagana. Liðið tapaði enn og aftur í gær og núna fyrir Bolton á heimavelli eftir að hafa komist yfir. Sunderland er eftir tapið komið í fallsæti. Roy Keane, stjóri Sunderland, tók fulla ábyrgð á tapinu. Hann var reyndar ótrúlega heiðarlegur í viðtali eftir leikinn þar sem hann sagðist ekki vera viss um að vera rétti maðurinn í starfið. „Ég spyr mig á hverjum einasta degi hvort ég sé rétti maðurinn fyrir Sunderland. Svarið var jákvætt í morgun en ef svarið er nei á morgun þá þarf að skoða það. Ég verð að vera mjög heiðarlegur í þessu mati mínu. Það skiptir ekki mestu máli hvað sé best fyrir Roy Keane held- ur hvað sé best fyrir knattspyrnu- félagið Sunderland. Svo gæti ég vaknað á mánudag og talið mig vera rétta manninn í starfið og það gæti breyst aftur á þriðju- dag,“ sagði Keane, harður við sjálfan sig. „Ég er knattspyrnustjóri þessa félags og á endanum er ég ábyrg- ur fyrir gengi liðsins og ég hef aldrei skorast undan þeirri ábyrgð. Það er hluti af því að vera knatt- spyrnustjóri og þess vegna tek ég fulla ábyrgð á þessu tapi sem og gengi liðsins síðustu vikur.“ Gengi Bolton er allt annað en hjá Sunderland og sigur liðsins í gær var þriðji sigur liðsins í röð sem rýkur upp stigatöfluna. „Það er ekkert leyndarmál að eini munurinn á okkar spila- mennsku nú og í upphafi tímabils er sá að við erum að skora mörk núna. Leikur okkar er annars svip- aður en sjálfstraust leikmanna er eðlilega meira en það var. Þegar mörkin koma fyllast menn krafti og gera aðra hluti betur en ella,“ sagði Gary Megson, stjóri Bolton, sáttur en hann var sérstaklega ánægður með Johan Elmander. „Hann skoraði tvö frábær mörk og átti skilið að ná þrennunni. Hann hefur fengið ýmsa gagnrýni fyrir að skora ekki nóg en mér hefur alltaf fundist hann spila afar vel og það er svo sem ekki verra að hann sé byrjaður að skora.“ - hbg Sunderland komið í fallsæti eftir stórt tap á heimavelli gegn Bolton: Keane hugsanlega að hætta LÖGREGLUVERND Stuðningsmenn Sunderland voru ekki sáttir eftir leikinn í gær og löggæslumönnum þótti réttast að passa vel upp á knattspyrnustjórann, Roy Keane. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES HANDBOLTI Draumur íslenska kvennalandsliðsins um að komast á HM dó í Póllandi í gær er liðið tapaði fyrir Slóvakíu með fjögurra marka mun, 23-27. Aðeins eitt lið fer upp úr riðlinum í umspil og sigur Slóvaka í gær tryggði þeim sigur í riðlinum. Leikur Íslands og Póllands í dag er því upp á heiður- inn. „Þetta er afar sárt tap og alveg svakalega fúlt,“ sagði Júlíus Jón- asson landsliðsþjálfari við Frétta- blaðið skömmu eftir leik en stelp- urnar hans voru ekki mjög fjarri því að leggja sterkt lið Slóvaka að velli. „Þessi leikur var eiginlega í járnum í 50-55 mínútur. Við erum 14-12 undir í hálfleik og það þó svo við höfum klikkað á tveimur vítum sem og hraðaupphlaupum. Tækni- feilarnir hjá okkur voru allt of margir í leiknum. Við byrjum síð- ari hálfleikinn vel og komumst yfir 17-16 og skjótum í kjölfarið í slána. Þá vorum við að ná tökum á leiknum og þær farnar að rífast og annað. Þær jafna síðan leikinn í 18-18 og komast svo aftur yfir. Munurinn var samt aldrei nema 1- 2 mörk en við tökum ákveðna áhættu á síðustu mínútunum sem gengur ekki upp og Slóvakar landa fjögurra marka sigri.“ Júlíus segir að slóvakíska liðið sé alls ekkert mikið sterkara en það íslenska og á góðum degi hefði Ísland unnið. „Ég talaði um að það mætti lítið út af bregða í leiknum og mistökin felldu okkur. Þær voru mjög hræddar við hraðaupphlaupin hjá okkur. Voru fljótar til baka og náðu að loka nokkuð vel á hraða- upphlaupin. Við fengum samt marga möguleika til að keyra hröð upphlaup en þá voru sendingafeil- ar og leikmenn gripu ekki boltann. Það var alveg grátlegt og kom í bakið á okkur. Það eru eðlilega allir mjög svekktir yfir þessum leik en svona er þetta stundum,“ sagði Júlíus sem vill engu að síður ljúka riðlakeppninni með sóma í dag. „Leikurinn gegn Pólverjum hefði getað verið úrslitaleikur en ég tel engu að síður mikilvægt að vinna þann leik. Ég mun reyna að rífa þær upp og vonandi mætir liðið vel stemmt í þennan lokaleik. Það væri sterkt að ná öðru sætinu í þessum riðli. Ég tel að Ísland, Slóvakía og Pólland séu að svipuð- um styrkleika og ég var hissa hversu stórt Pólland tapaði gegn þeim en ég átti von á að heimavöll- urinn myndi vinna meira með þeim,“ sagði Júlíus Jónasson. henry@frettabladid.is Þetta er alveg svakalega fúlt Júlíus Jónasson landsliðsþjálfari var afar svekktur eftir tap gegn Slóvakíu, 23-27, í gær. Slóvakía er þar með búin að vinna riðilinn og leikur Íslands gegn Póllandi í dag skiptir því engu máli. FLOTT MÓT HJÁ HÖNNU Hanna Guðrún Stefánsdóttir hefur spilað virkilega vel í Pól- landi og skoraði sex mörk í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL ÍSLAND-SLÓVAKÍA 23-27 Mörk Íslands: Rakel Dögg Braga- dóttir 6, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 6, Hrafnhildur Skúladóttir 3, Dagný Skúladóttir 3, Ágústa Edda Björns- dóttir 2, Rut Jónsdóttir 2, Arna Sif Pálsdóttir 1. Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 25/1.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.