Fréttablaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 16
16 30. nóvember 2008 SUNNUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. MARK TWAIN FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1835. „Lygin getur verið komin hálfa leiðina kringum hnöttinn áður en sannleikurinn er búinn að reima skóna.“ Bandaríski rithöfundurinn Mark Twain var gríðarlega vinsæll, bæði sem rithöfundur og fyrirlesari, á sinni tíð. Íslenskir bankar keyptu Skarðsbók postulasagna á uppboði þennan dag árið 1965. Skarðsbók postula- sagna er safn helgisagna um ell- efu postula Krists. Sögur af þeim voru þýddar snemma úr latínu svo almenningur gæti lesið þær, og seinna voru þær auknar og endur- samdar. Skarðsbók er veglegasta safn postulasagna frá miðöldum, upp- haflega 95 blöð sem skrifuð voru af þremur mönnum, líklega í klaustr- inu að Helgafelli fyrir Orm lögmann Snorrason á Skarði á Skarðsströnd í Dalasýslu um 1360. Hann gaf bókina kirkjunni á Skarði þar sem hennar er getið með eignum kirkjunnar fram á 19. öld – en bókin er svo horfin árið 1827. Enski bókasafnarinn Sir Thomas Phillipps keypti Skarðsbók af bóksala í Lund- únum 1836 og var hún lengi hluti af hans mikla safni. Ekki er vitað hvernig bókin komst til Englands. Þegar Skarðsbók fór svo á uppboð í Lundúnum árið 1965 sættu ís- lensku bankarnir lagi, undir forystu Seðlabankans, og keyptu hana fyrir 36.000 sterlingspund og gáfu hana íslensku þjóðinni. Skarðsbók post- ulasagna varð fyrsta handritið sem Handritastofnun Íslands, nú Stofn- un Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, fékk til varðveislu og ber hún safnmarkið SÁM 1. Ekki má rugla saman Skarðsbók postula- sagna við Skarðsbók Jónsbókar sem er vegleg- asta handritið sem til er af Jónsbók, lögbók Ís- lendinga. ÞETTA GERÐIST: 30. NÓVEMBER 1965 Skarðsbók aftur í eigu Íslendinga „Þegar ég frétti af þessu þá hélt það nú fyrir mér vöku. Maður rís ekki alveg undir öllu. En maður vonar það og þetta leggst vel í mig. Þetta er mesti heiður sem mér hefur verið sýndur þótt ég hafi á löngum ferli verið kross- aður á ýmsan hátt,“ segir Ríkharð- ur Jónsson, málarameistari og fyrr- um fótboltakappi með meiru, en hann fær titilinn heiðursborgari Akraness í dag. Athöfnin fer fram klukkan 15.30 í Akraneskirkju. Ríkharður varð nýlega 79 ára en hann fæddist á Akranesi 12. nóvem- ber 1929 og segist Skagamaður í húð og hár. „Ég hef í raun alið allan aldur minn hér á Akranesi og konan mín, Hallbera G. Leósdóttir, einnig, utan fjögur ár sem ég var við nám í Reykja- vík. Ég ólst hér upp og stundaði al- menna verkavinnu en það þurftu allir að vinna mikið þá, ekki síður en núna. 1946 var ég svo valinn í landsliðið í fót- bolta, fyrstur utanbæjarmanna og að- eins 16 ára gamall.“ Ríkharður lék með landsliðinu í um 20 ár. Lengi átti hann metið í marka- skorun en Ríkharður skoraði 17 mörk í 33 leikjum. Hann tók ungur við að þjálfa knattspyrnulið Akraness og sinnti því hátt á annan áratug. „Við hjónin fórum upp á Skaga árið 1951 þegar ég var búinn að læra og þá tók við þjálfun hér á Akranesi. Ég var rúmlega tvítugur þegar ég fór að þjálfa Akranesliðið en það gekk bara undra vel, ég veit ekki hvort það var vegna þess að þeir þorðu ekki að segja eitt einasta orð en ég var í þessu í ein 19 ár með hléum.“ Ríkharður vann sem málarameistari en auk þess hefur hann meistararétt- indi í dúkalögn og bílasprautun. Hann sat því ekki auðum höndum en hann rak bílasprautu og réttingaverkstæði í 20 ár ásamt öðrum. Ríkharður sat í bæjarstjórn Akraness þrjú kjörtímabil og sinnti störfum fyrir bæinn, lengst af sem stjórnarformaður sjúkrahúss Akraness, auk þess sem hann eignað- ist stóra fjölskyldu. „Við eigum fimm börn, fjórar dætur og einn son. Þær eru allar stjórar og sonurinn hagfræðingur úti í Svíþjóð. Barnabörnin eru orðin 22 og 9 langafa- börn svo ég er forríkur af fjölskyldu. Fyrir utan þetta allt er mikil hesta- heilsa í húsinu sem er ekki minna verð. Ég er alveg viss um að hæfilegt álag á líkamann sé hið besta mál, því leng- ur sem það gengur. Ég var í stöðugum æfingum alveg frá fermingu, það þýða fimmtíu ár sem endast mér enn.“ Þegar Ríkharður er inntur eftir há- punkti ferils síns sem fótboltamanns nefnir hann daginn þegar hann tók við Íslandsmeistarabikarnum fyrir hönd Skagamanna árið 1951, þá nýfarinn að þjálfa liðið rúmlega tvítugur. „Þetta er einn af stærstu dögunum í mínu lífi. Við reiknuðum ekki með því að vinna Íslandsmeistaramótið strax í upphafi. Við keyrðum upp á Skaga á mótorbát með bikarinn, karlakórinn söng og bæjarstjórinn og fleiri héldu ræður. Sturlaugur Böðvarsson útgerð- armaður afhenti liðinu 10.000 krónur sem voru miklir peningar í þá daga. Nákvæmlega 50 árum seinna kom bik- arinn aftur á Akranes og ótal sinnum á milli. Það hvarflaði ekki að okkur þennan dag að þetta ætti eftir að verða næstum því fastur liður í hálfa öld.“ heida@frettabladid.is RÍKHARÐUR JÓNSSON KNATTSPYRNUKAPPI: HEIÐURSBORGARI AKRANESS Skagamaður alveg út í gegn DAGURINN LEGGST VEL Í MIG Ríkharður Jónsson knattspyrnukappi verður gerður að heiðurs- borgara Akraness í dag. Hann segir það mesta heiður sem sér hafi verið sýndur en hann hefur alið allan sinn aldur á Akranesi og meðal annars setið í bæjarstjórn. MYND/EIRÍKUR KRISTÓFERSSON MERKISATBURÐIR 1700 Sænskur 8.500 manna her sigrar fjórum sinnum stærri her Rússa í orrust- unni við Narva. 1886 Tvö skip frá Reykjavík far- ast í ofsaveðri og þrettán drukkna. 1916 Goðafoss strandar í hríð- arveðri við Straumnes fyrir norðan Aðalvík á Horn- ströndum. Mannbjörg verður. 1939 Vetrarstríðið hefst með því að Sovétríkin gera inn- rás í Finnland. 2005 Skurðlæknar í Frakk- landi græða nýtt andlit á manneskju í fyrsta sinn í sögunni. 2007 Kárahnjúkavirkjun er gangsett við formlega at- höfn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, Sigurður Guðmundsson húsgagnasmíðameistari, Funafold 75, Reykjavík, sem andaðist á krabbameinsdeild Landspítalans 25. nóvember s.l., verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstudaginn 5. desember kl. 13.00. Bergþóra Skúladóttir Trausti Sigurðsson Hanna Björk Ragnarsdóttir Stefanía H. Sigurðardóttir Erla Sigurðardóttir Margrét, Snædís og Sólrún Traustadætur Elskulegur faðir okkar, bróðir og afi, Lárus Ingi Kristjánsson Bleikargróf 13, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju, mánudaginn 1. desember kl. 15.00. Eyjólfur Bragi Lárusson Kristjana Rós Lárusdóttir Hrefna Ösp Lárusdóttir Ottó Ingi Lárusson Magnús Haukur Kristjánsson Hilmar Kristjánsson Helga Ragnhildur Kristjánsdóttir Inga Lára Kristjánsdóttir og barnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug sem okkur var sýndur við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóð- ur, dóttur og ömmu, Gunnhildar Jóhannesdóttur Wæhle hjúkrunarfræðings, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Bakkahlíðar og starfs- fólks á Dvalarheimilinu Hlíð fyrir einstaka umönnun og hlýju. Jóna Birna Óskarsdóttir Jón G. Knutsen Hallgrímur Óskarsson Ragnheiður Eiríksdóttir Ásta Óskarsdóttir Karl R. Einarsson Fanney Óskarsdóttir Högni Friðriksson Gunnar Óskarsson Erla Arinbjarnardóttir Birna Ingimarsdóttir Óskar Alfreðsson og ömmubörn Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Katrín L. Hjaltested Hall ljósmóðir, áður Lindargötu 57, Reykjavík lést á Droplaugarstöðum laugardaginn 22. nóv. sl. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju mánudag- inn 1. des. nk. kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna eða aðrar líknarstofnanir. Frank Pétur Hall Guðlaug Magnúsdóttir Sigurður Lárus Hall Svala Ólafsdóttir Ragnheiður Kristín Hall Sigurður Rúnar Ragnarsson Sigurveig Salvör Hall Gunnar Þorsteinsson barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Helgu Björnsdóttur Árdal Guðný Árdal Björn Árdal Gísli Alfreðsson Kolbrún Sæmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.