Fréttablaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 34
18 30. nóvember 2008 SUNNUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Mamma, hvernig sturta ég niður hérna inni? Blessaður Jói! Á að skvetta í sig í kvöld? Eiginlega ekki. Ég lofaði að koma snemma heim. Sjáumst! Ætlið þið líka að stinga af, Pondus? Jess. Við ætlum í bíó. Heyrumst á mánudag strákar! Bíó! Það er gott plan, Ívar! Við fáum okkur báta og horfum á góða mynd! Góð hug- mynd Húgó! Það lítur út fyrir að ljúfa lífið verði ofan á! Þessi ætti að vera góð! Þrjár skólastelpur standa á tímamótum. Þær eru herbergisfé- lagar í háskóla og verða að velja: Stíft heimanám eða ljúft skemmt- analíf! Viltu fara með þetta út í ruslið Palli? Já. En ekki fyrr en við höfum rætt málið lengi og vel, rifist, hugleitt málið og komist að niðurstöðu. Með öðrum orðum, það er fljótlegra fyrir mig að fara sjálf. Það voru þín orð, ekki mín. Þungir regndropar. Heldur betur! Má ég sjá hvar tönnin þín losnaði Solla? Ætli það ekki? Oooojjjjj! Þetta er rautt, bólg- ið og ógeðslegt! Það sem ég öfunda þig! Þú hefur þá eitthvað að hlakka til! 9. H VER VIN NUR ! Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já E LK O L in du m – S kó ga rli nd 2 . M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 99 k r/ sk ey tið . ABBA á Singstar SENDU SMS EST STA Á NÚMERIÐ 1900 AÐALVINNINGUR ER ABBA SINGSTAR ÁSAMT HLJÓÐNEMUM, MAMMA MIA MYNDINA Á DVD OG TÓNLISTINA ÚR MYNDINNI! AUKAVINNINGAR: ABBA SINGSTAR · MAMMA MIA! Á DVD · TÓNLISTIN ÚR MYNDINNI MAMMA MIA! PEPSI MAX · FULLT AF ÖÐRUM DVD MYNDUM OG TÖLVULEIKJUM. NOKKUR ORÐ Þórunn Elísabet Bogadóttir Kaupmannahöfn hefur alltaf heillað mig. Kannski er það af því að ég fæddist þar og ólst upp við Kim Larsen, kannski af því að danskan er svo skemmtileg, og kannski einfaldlega af því að þar hefur alltaf verið svo þægilegt og gott að vera. Mig hefur alltaf langað til þess að flytja þangað, en nú hefur það svo gott sem verið eyðilagt fyrir mér. Ekki nóg með að það yrði óheyrilega dýrt heldur er ekkert sérstaklega heillandi að vera Íslendingur í útlöndum núna. Margir sem ég þekki hafa einfaldlega gripið til þess ráðs á meginlandinu að segjast vera frá Færeyjum, eða Svíþjóð, ekki síst í Hollandi og Bretlandi, eftir að hafa fengið reiðilestra frá innfæddum. Það gengur víst ekki upp í Danmörku að þykjast vera Svíi eða Færeyingur. Það er ekki síst á þessum tíma ársins sem Kaupmannahöfn heillar mikið. Það er eitthvað svo jólalegt við borgina. Ég hef aldrei haft efni á því að „skreppa“ þangað fyrir jólin, þrátt fyrir góðæri eða annað þvíumlíkt, en það skiptir ekki máli. Hér í Reykjavík er nefnilega staður sem kemst mjög nálægt alvöru danskri stemningu. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því hversu góður hann er fyrr en um síðustu helgi. Að loknum mótmælum á Austurvelli settist ég nefnilega inn á Jómfrúna, og fékk þar smörrebröd og danskan Tuborg-jólabjór. Ég hélt að ég kæmist ekki nær danskri stemningu, en svo var Kim Larsen settur á fóninn og það fullkomnaði daginn. Jólaborgin Kaupmannahöfn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.