Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.11.2008, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 30.11.2008, Qupperneq 14
14 30. nóvember 2008 SUNNUDAGUR P erversity, Desperation and Death, sem í laus- legri snörun gæti útlagst sem siðleysi, örvænting og dauði, er titillinn á nýj- ustu breiðskífu Singa- pore Sling sem kom út fyrir skemmstu. Yfir kaffibolla í reykherberginu á Hressó stenst blaðamaður ekki mátið og spyr Henrik, söngvara og gítarleik- ara, og Bíbí bassaleikara hvort áhrifa- mikill titillinn tengist hinu sívaxandi kreppuástandi á einhvern hátt. „Titillinn var reyndar kominn á undan kreppunni,“ segir Henrik. „Það er ekkert kreppulegt við þessa plötu nema helst það að diskurinn sat fastur í útlöndum í sex vikur vegna einhverra gjaldeyrisflækna. Það reddaðist þó allt að lokum.“ „En titillinn á samt nokkuð vel við núna í kreppunni,“ bendir Bíbí á. „Já, það er rétt. Þetta er í raun kreppuplata ársins,“ fellst söngvarinn á að lokum. Ofkæling á Þingvöllum Perversity, Desperation and Death er fjórða breiðskífa sveitarinnar, en áður höfðu komið út The Curse of Singapore Sling árið 2002, My Life is Killing my Rock´n´Roll árið 2004 og Taste the Blood of Singapore Sling 2005, auk safnskífunnar The Curse, the Life, the Blood sem var gefin út sérstaklega fyrir Evrópumarkað á síð- asta ári. Að sögn Henriks gekk á ýmsu við gerð nýju plötunnar, sem tekin var upp í nokkrum skorpum. „Við byrjuðum að hljóðrita plötuna í Berlín. Svo tókum við slatta upp í æfingarhúsnæðinu okkar, þangað til að það flæddi inn í húsið og tölvan sem innihélt öll lögin bilaði. Það tafði upp- tökur um stund, eins og gefur að skilja. Svo héldum við áfram að hljóðrita á hinum ýmsu stöðum, meðal annars í stúdíói í Hafnarfirði, heima hjá mér og í sumarbústað við Þingvallavatn.“ Hljómsveitin hefur nýtt téðan sum- arbústað til ýmissa verka, til dæmis til æfinga og sem vettvang fyrir upptök- ur á myndbandi. „Það var síðasta vetur. Við vorum að labba úti á frosnu Þingvallavatninu í átján stiga frosti í tíu klukkutíma, ber- andi einhvern bát. Mig grunar að ég hafi ofkælst. Að minnsta kosti hætti ég að geta andað og skalf í tvo tíma á eftir,“ segir Henrik og yljar sér við minninguna. Spurður hvort sveitin sæki í sveita- sæluna sem innblástur fyrir laga- og textasmíðar segir Henrik það af og frá. „Innblásturinn kemur úr öðrum heimi, líklega ímynduðum heimi. Þaðan sem maður vill vera frekar en þar sem maður er. En það er gott að komast í burt frá öllu og öllum til að einbeita sér að svona hlutum.“ Hann segir plötuna upphaflega átt að koma út í sumar, en útgáfan hafi tafist af ýmsum ástæðum. Því sé það helber tilviljun að platan renni í raun beint inn á jólamarkaðinn. „Við höfum aldrei stílað sérstaklega inn á þann markað. Eru það ekki aðal- lega poppbönd sem gera það? Egill Ólafsson og Páll Óskar? Ég fylgist reyndar ekki mikið með því hversu mikið við seljum af plötum. Við erum ekkert rosalega miklir fjármálasnill- ingar í þessari hljómsveit.“ Upphaflega eins manns sveit Singapore Sling hófst sem einstakl- ingsverkefni Henriks fyrir átta árum. „Ég hafði alltaf verið að búa til tón- list einn á fjögurra-rása upptökutæki. Ég stofnaði reyndar Bang Gang ásamt Barða Jóhannssyni og við gáfum út eina sjötommu áður en ég yfirgaf sveitina. Ég var aldrei í neinum bíl- skúrsböndum eða slíku,“ segir Henrik. „Árið 2000 gaf ég sjálfur út átta laga plötu undir nafninu Singapore Sling. Ég fékk nokkra félaga til liðs við mig og við stofnuðum hljómsveit undir þessu nafni, og stuttu síðar bauðst okkur að hita upp fyrir Mínus og Kan- ada á tónleikum í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Það voru fyrstu tónleik- arnir, en fram að því höfðum við verið eitthvað feimnir við að troða upp.“ Mannaskipti hafa verið nokkuð tíð í sveitinni. Af þeim sex sem skipuðu sveitina við hljóðritun fyrstu plötunnar árið 2002 eru þrír enn um borð, Henrik, Einar Kristjánsson gítarleikari og Sig- urður Magnús Finnsson, einnig þekkt- ur sem „Siggi Shaker“, hristuleikari. Auk þeirra hafa þau Bíbí, sem áður var í Kolrössu krókríðandi, Hákon Aðalsteinsson gítarleikari og Björn Viktorsson trommari skipað hljóm- sveitina frá árinu 2005. Dimmt og sækadelískt Tónlist Singapore Sling hefur verið lýst sem dimmri og sækadelískri, og minna nokkuð á hljómsveitir á borð við hina skosku Jesus and Mary Chain og Írana í My Bloody Valentine. Henrik og Bíbí skrifa að einhverju leyti undir þessa lýsingu. „Það voru bönd eins og Jesus and Mary Chain, Velvet Underground og Suicide sem fengu mig til að vilja stofna hljómsveit. En auðvitað er maður alltaf að uppgötva eitthvað nýtt, og gamalt,“ segir Henrik. „Sækadelik er orð sem er notað yfir það þegar áherslan er lögð á einhverja ákveðna stemmningu í músíkinni, en ekki endilega eingöngu lögin sjálf,“ bætir Bíbí við. Innt eftir íslenskum áhrifavöldum verður fátt um svör hjá Henrik. „Við pælum ekkert mikið í því hvaðan tón- list kemur, hvort hún sé íslensk eða hvað. Tónlist er bara eitthvað sem við fílum eða fílum ekki.“ „Það er kannski helst Bjartmar,“ segir Bíbí hugsi. „Og Kid Twist, sem er nýtt band sem ætlar að spila með okkur á tónleikum fljótlega. Það er besta hljómsveitin sem ég hef heyrt í lengi. Svo er nýja Evil Madness-platan alveg mögnuð.“ Liggjum ekki yfir ímyndinni Af ljósmyndum og myndböndum af Singapore Sling að dæma mætti ætla að hljómsveitin legði mikið upp úr dimmri og drungalegri ímynd, þar sem leður og dökk sólgleraugu eru allsráðandi. Bíbí og Henrik gefa lítið fyrir slíkar vangaveltur. „Ég held við séum bara frekar kúl, en við höfum aldrei sest niður og vís- vitandi búið til ímynd. Ég held að ímynd sé frekar eitthvað sem aðrir búa til yfir það sem þeir sjá. Á tónleik- um notum við til dæmis sýningarvélar og fleira í þeim dúr vegna þess að við viljum að upplifunin sé myndræn og Spilum ekki í jogginggöllum Töffarahljómsveitin Singapore Sling gaf út fjórðu breiðskífu sína fyrir skemmstu. Kjartan Guðmundsson hitti Henrik Baldvin Björnsson, söngvara og gítarleikara, og Ester Bíbí Ásgeirsdóttur bassaleikara yfir kaffi og sígó í Hressingarskálanum. SIÐLEYSI, ÖRVÆNTING OG DAUÐI Upplagið af nýjustu breiðskífu Singapore Sling náði ekki til landsins í tæka tíð fyrir útgáfutónleikana í byrjun nóvember. Því mun sveitin halda eins konar „útgáfutónleika 2“ á Grand rokki föstudagskvöldið 5. desember næstkomandi, ásamt Kid Twist og Evil Madness. Frá vinstri: Einar Kristjánsson, Björn Viktorsson, Henrik Baldvin Björnsson og Ester Bíbí Ásgeirsdóttir. Á myndina vantar Sigurð Magnús Finnsson og Hákon Aðalsteinsson. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR færi áhorfendur inn í einhvern heim. Við spilum ekki í jogginggöllum á Hressó í dagsbirtu vegna þess að það passar einfaldlega ekki við tónlistina,“ segir Henrik. „Tónlistin er þess eðlis,“ bætir Bíbí við. „Það er líka ástæðan fyrir því að við kjósum heldur að halda færri tón- leika en fleiri. Það eru gæðin en ekki magnið sem skipta máli. Við viljum gera hverja tónleika að viðburði, í stað þess að spila kannski tónleika á hverj- um degi í átta vikur í jogginggöllum. Þá eru tónleikar hættir að vera spenn- andi.“ Blaðamaður heggur eftir því að jogginggallar virðast Singapore Sling- meðlimum hugleiknir. Er þeim mikið í nöp við slíkan fatnað? „Henson er allt í lagi,“ svarar Bíbí og glottir, en Henrik segist ekki eiga jogginggalla, enda joggi hann aldrei. Krútt og hnakkar Talið berst að nýafstöðnum umræð- um um hugsanlegan dauða krúttkyn- slóðarinnar og ritdeilur sem af þeim spruttu. Bíbí segir þá hættu aldrei hafa verið til staðar að Singapore Sling yrði flokkuð sem krútt-sveit. „Það hefur alltaf verið erfitt að hólfa okkur niður, enda held ég að það sé ágætt að tilheyra ekki neinum hópi. Þetta hugtak, krútt, var hvort eð er bara eitthvert kjaftæði. Að minnsta kosti var mjög óljóst hvað það átti að merkja.“ Henrik samsinnir því og segir alla slíka flokkun á fólki tilgangslausa. Honum er þá bent á að sjálfur eigi hann heiðurinn að hugtakinu hnakki, sem mörgum landsmönnum er orðið tamt að nota yfir einstaklinga með litað hár og fleiri ljósatíma en góðu hófu gegnir á samviskunni. „Já, það er alveg rétt,“ viðurkennir Henrik. „Ég hef líklega tekið þátt í þessari hólfunarstarfsemi þrátt fyrir allt. Hnakki var orð sem ég, Barði Jóhannsson og Börkur Jónsson notuð- um okkar á milli. Barði var með útvarpsþáttinn Ólafi á Radíó X og byrjaði að nota orðið þar, og þannig dreifðist það út. Við vorum alls ekki að reyna að búa til orð fyrir orðabók- ina, en samt held ég að þetta hugtak muni verða til það sem eftir er. Hnakkinn mun aldrei deyja, því miður.“ Gott gigg á pitsustað Singapore Sling hefur vakið síst minni athygli erlendis en hér á landi. Fyrstu tvær plötur sveitarinnar voru meðal annars gefnar út í Ameríku og nú standa yfir samningaviðræður um útgáfu Perversity, Desperation and Death í Bandaríkjunum, Ástralíu og Evrópu. Einnig hefur sveitin haldið fjölmarga tónleika víða um heim. „Í ágúst spiluðum við í Póllandi í fyrsta skipti og það var alveg magnað, eins og reyndar stór hluti af Austur- Evrópu,“ segir Henrik. „Bandaríkja- túrarnir hafa líka verið mjög eftir- minnilegir,“ heldur Bíbí áfram. „Við höfum spilað um öll Bandaríkin. Við- tökurnar hafa verið sérlega góðar á Vesturströndinni og Norðaustur- ströndinni, en svona happ og glapp inn á milli.“ „Þegar maður tekur svona langan túr þá veit maður fyrirfram að sum gigg verða góð. Stundum spilar maður bara frekar en að spila ekki. Einu sinni lentum við í því að spila á pitsustað í El Paso, klukkan sjö um kvöld. Ég reyndi að horfa ekki á áhorfendur og veit því ekki almennilega hvernig viðtökur þess voru, en ég býst fastlega við að þeir hafi verið að borða pitsu,“ segir Henrik og bætir við að El Paso sé skrýtinn bær, fullur af hvítu rusli og heróínneytendum að drekka Colt 45 bjór. „Svo spiluðum við aftur á pitsustað seinna, á Ítalíu,“ segir Bíbí. „Okkur fannst brjálæðislega fyndið að halda tónleika á pitsustað í annað skipti, en þetta reyndist hið besta gigg. Fullt af fólki mætti og fannst rosalega gaman.“ Útlönd eða helvíti Spurð um áhrif kreppunnar á íslenskt tónlistarlíf segist Bíbí vongóð um að fátt sé svo með öllu illt. „Kannski fer fólk að kaupa íslenska tónlist í meira mæli. Kannski verður fólk hugmyndaríkara í að finna sér eitthvað annað að gera en að hanga í boltalandi, eða hvað það er nú sem fólk gerir í góðæri. Kannski verður fólk meira skapandi og fer að gera eitthvað meira saman í stað þess að fara í ljós.“ „Já vonandi,“ segir Henrik. „En kannski verður þetta bara ömurlegt. Kannski fara bara allir til útlanda. Eða til helvítis.“ Við vorum alls ekki að reyna að búa til orð fyrir orða- bókina, en samt held ég að þetta hugtak muni verða til það sem eftir er. Hnakkinn mun aldrei deyja, því miður

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.