Tíminn - 04.05.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.05.1982, Blaðsíða 2
Þriöjudagur 4. maf 1982 Tspegli timans ■ Lif Elsu er ekki dans á rósum, frekar en lif Rom- ys hefur veriö. Hér er hún örþreytt og aö niöurlotum komin. ■ Romy Schneider fer meö hlutverk visnasöngkon- unnar Elsa Wicner i kvikmyndinni „Konan gangandi i Sans-souci” Ólíkt hafast þau að ■ Romy Schneider varö fyrir stórum áföllum á siöasta ári. Sjálf varö hún alvarlega sjúk og var engan veginn búin aö ná sér eftir sjúkdóminn, þcgar endanlega slitnaöi upp úr hjónabandi hennar og Daniels Biasini. En allt er þegar þrennt er, er sagt, og þvi þótti sumum einsýnt, aö varla væri ólániö hætt aö elta hana. Og mikið rétt. Reiöar- slagiö féll. Sonur hennar barnungur fórst af slys- förum. A timabili leit út fyrir aö þaö myndi riöa Romy aö fullu. En vinna og aftur vinna er oft góö- ur læknir. Romy lét þvi tillciðast, þegar henni barst boö um aö taka aö sér hlutverk visnasöng- konunnar Elsu Wiener I kvikmyndinni ,,Konan gangandi I Sans-souci”, sem tekin var I Berlin. Eitt atriöi i myndinni þykir minna óþægilega mikiö á slysið, þegar Daviö sonur hennar fórst. Þar er sýnt, hvar sonur Romys i myndinni liggur I blóöi sinu á gangstétt- inni og móöir hans stend- ur hjá ráðþrota. Þótti Romy sýna eindæma þrek og kjark aö taka þátt i þessu atriði, en hún lagði hart aö sér viö vinnuna og lét engan bilbug á sér finna. Annaö hefst fyrrum maöur hennar aö. Hann er atvinnulaus sem stend- ur og virðist ekki hafa annaö fyrir stafni en aö þræöa skemmtistaði Par- isarborgar meö vinkonu sinni, fyrirsætu frá Bras- illu. ■ Ginger Rogers og Bette Davis eru komnar á áttræðisaldurinn, en eru ekk- ert á því að fara að setjast i helgan stein. Tvær gamlar og góðar ■ Bette Davis átti afmæli hér á dögun- um og varð heilla 74 ára. Ekki var þó afmælið tilefni þess, að hún, ásamt gamalli og góðri vinkonu, Ginger Rog- ers, sem orðin er 70 ára, dreif sig á kvikmyndahátið, sem haldin var i Hollywood. Var þeim tekið þar með kostum og kynjum og sýndur margvis- legur sómi. Þær Bette og Ginger eiga langan feril að baki i kvikmyndaiðnaðinum og eru hreint ekkert að hugsa um aö leggja upp laupana. Samtals eiga þær niu hjóna- bönd að baki, Bette 4 og Ginger 5. En nú þykir þeim nóg komiö, enda eru þær reynslunni rikari, og einum rómi segja þær: — Ekki fleiri hjónabönd! ■ Daniel Biasini er tiöur gestur á diskótekum Paris- arborgar i fylgd meö brasilianskri fyrirsætu. ■ Hun er döpur á svipinn hú Christina Onassis á bekk á götu i Paris, og á litlu myndinni rifst hún við Ijósmyndarana. Þrúguð af frægðinni ■ Aö vera rikur og frægur getur verið erf itt, og verð frægðarinnar orðið býsna hátt. Þaö má sjá á Christinu Onassis, einni rikustu konu heimsins. Parisarbú- ar geta alltaf sagt til um hvenær Christ- ina er i borginni, þvi að þá fyllist allt af hinum svokölluðu ,,paparazzis" en þaö eru Ijósmyndarar, sem sitja fyrir frægu fólki til að ná af þvi myndum. Þeir sitja um ibuð Christinu, en hún hefur látið innrétta ibúð i tveimur efstu hæðum stórhysis, sem hún á i Paris. Þar býr hún ein, síðan hjónaband hennar og rússneska eiginmannsins fór i vaskinn. Vanalega er Christina nokkuð slungin i að forðast Ijósmyndarana, annað hvort með þvi að komast út um ein- hverjar hliðardyr, eða dulklæða sig, Daginn, sem þessi dapurlega mynd var tekin af henni, þá mistokst henni flott- inn. Hún ætlaði á tiskusýningu, en lenti beint í klónum á götuljósmyndurunum, og þar var engin miskunn Christina er nú orðin ýmsu vön, svo hún sá að best var að sem ja bara viö þá. ,,Fimm minútur hér á bekknum ætti að vera nóg fyrir ykkur til að ná mynd af mer, og svo látið þig mig i friði", sagði hún. Þaö var samþykkt, og myndin af þessari dapurlegu konu var útkoman. En þeir stóðu ekki við orð sin Ijósmynd- ararnir, þvi að þeir heimtuðu fleiri myndir og voru svo ágengir, að Christ- ina varð öskureið, og á litlu myndinni ma sja hvar hún er aö segia þeim til syndanna. Siðan brast hún í grát og hvarf aftur upp i finu íbúðina sína. ■ Fyrir listamanninum vakti aö gera málvcrk, sem væri gerólikt ljósmyndum af hinni frægu fyrirsætu og leikkonu Twiggy Eftirlætismál- verkið hennar T wiggyar ■ - Rett eins og aðrar mæöur, langaði mig til að eignast mynd af Carly, eins og hún er núna, þriggja ára gömul, þeirri Carly, sem er alltaf að biðja mig aðlesa fyrir sig sögu, Carly, sem getur ekki vanist þvi að sjá mig i sjónvarpinu, vegna þess að hún skilur ekki hvers vegna ég heyri ekki, þeg- ar hún er að tala við mig, þeirri Carly, sem kallar mig mömmu, fallegasta nafninu, sem ég þekki. Þetta segir Twiggy um tilurð málverksins, sem myndin hér með sýnir. Lawrence Klonaris heitir listamaðurinn, sem Twiggy ákvað að fá til verksins. Hann hóf verk sitt á þvi að koma i tlðar heimsóknir til móður Twiggyar, en þar var hún þá iheimsókn með Carly. Erindið var að láta Carly „sitja fyrir”. Reyndar fór nú svo, að Carly „sat” ekki mikið, hún var sifellt á ferð og flugi, eins og jafnaldrar hennar yfir- leitt. En siður en svo latti Lawrence til verksins. Þykir enda árangurinn aldeilis frábær. En hvaö segir Carly sjálf um myndina af henni? Móðir hennar seg- ir svo frá: — Carly stend- ur i þeirri meiningu, rétt eins og með sjónvarpið, að hún geti á einhvern hátt náð okkur út úr mál- verkinu og hreyft okkur til og frá. Svo að það er vist vissara að hengja málverkið þar sem hún nær ekki til, fyrst um sinn! Veröandi kóngur lærir til starfans Alvara lífsins að byrja hjá prinsinum ■ Friðrik krónprins Dana, er nú smám saman að venja sig við það starf, sem biður hans i framtið- inni að verða konungur Danmerkur. Ekki alls fyrir löngu tók móðir hans hann með sér, er nýtt herskip „Peder Tordenskjöld” var vigt. Friðriki var þá visað til sætis á stól, sem var merktur honum sérstak- lega, og þótti talsvert til koma. Hann þótti standa sig vel I þessari frumraun sinni sem fulltrúi kon- ungsfjölskyldunnar. Nú þykir Margréti drottningu og Hinriki prinsi timi til kominn að gera áætlanir um fram- tiöarmenntun prinsanna sinna. Er búist við að þekktur franskur einka- skóli Ecole de Roches, verði fyrir valinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.