Tíminn - 04.05.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 04.05.1982, Blaðsíða 12
Raf magnstaliur Þriöjudagur 4. maí 1982 Þriöjudagur 4. maí 1982 13 Keðjutalíur ID Vírtalíur Hlaupakettir ÁnrviuLAii Gróðrastöð - Úthlutun Reykjavikurborg auglýsir eftir umsókn- um um byggingarrétt fyrir gróðrarstöð ásamt ibúðarhúsi i Ártúnsholti. Skipulagsskilmálar liggja frammi á skrif- stofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð. Umsóknir skulu hafa borist skrif- stofu borgarverkfræðings fyrir kl. 16.15 mánudaginn 10. mai n.k. Borgarstjórinn i Reykjavik í vörslu óskilamuna- deildar lögreglunnar er margt óskilamuná, svo sem: reiðhjól, barnavagnar, fatnaður, lykla- veski, lyklakippur, seðlaveski, handtösk- ur, úr.gleraugu og fl. Eru þeim, sem slikum munum hafa glat- að, bent á að spyrjast fyrir um þá á skrif- stofu óskilamuna, Hverfisgötu 113, (geng- ið inn frá Snorrabraut) frá kl. 14.00—16.00. Þeir óskilamunir sem eru búnir að vera i vörslu lögreglunnar ár eða lengur verða seldir á uppboði i portinu að Borgartúni 7, laugardaginn 8. mai 1982. Uppboðið hefst kl. 13.30. Lögreglustjórinn i Reykjavik, 3. mai 1982. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður KLEPPSSPITAU AÐSTOÐARLÆKNAR (2) óskast i eins árs námsstöður með þriggja mánaða starfstima á eftirtöldum deildum: Geð- deild Landspitalans, Kleppsspitala, deild fyrir áfengissjúklinga og barnageðdeild. AÐSTOÐARLÆKNAR (2) óskast i tveggja ára námsstöður með sex mánaða starfstima á eftirtöldum deildum: Geð- deild Landspitalans, Kleppsspitala deild fyrir áfengissjúklinga og barnageðdeild. Umsóknir er greini frá menntun og fyrri störfum sendist Skrifstofu rikisspitalanna fyrir2. júnin.k. Upplýsingar um ofangreindar stöður veita yfirlæknar deildanna i sima 29000 og 38160. Reykjavik2. mai 1982 RÍKISSPÍTALARNIR fréttafrásögn „MÆTUM ÞVERMÓDSKU 0G ÓBIL- Vonskuveður á hátíðarhöld- um 1. maí: GIRNI VINNUVEITENDASAMBANDSINS ■ Þrátt fyrir verstu veðurskilyrði héldu menn 1. mai hátiðlegan viða um land. Kröfugöngur voru m.a. farnar i Vestmannaeyjum, á Akranesi og i Keflavik, en þátttaka mun alls staðar hafa verið lit- il. Viða létu menn nægja að halda fundi innanhúss, svo sem á Akureyri þar sem menn komu saman i Nýja Biói og i Hafnarfirði, þar sem fundur var i Bæjarbiói. í Reykjavik var þátttaka með minna móti i kröfugöngu Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna og i göngu Rauðrar verkalýðseiningar, sem hélt fund við Miðbæjarskólann. Kröfuganga Fulltrúaráðsins hélt af stað frá Hlemmtorgi kl. 14 og var gengið niður Laugaveg á Lækjar- torg og léku Lúðrasveit Verkalýðs- ins og Lúðrasveitin Svanur fyrir göngunni. Að vanda voru margar kröfurhafðar uppi svo sem: „Stór- bætt vinnuumhverfi,” „Verkfalls og samningarétt til iðnnema,” „Leikur er vinna barnsins,” „Jafn- rétti,” „Verndum kaupmáttinn,” og „Betri aðbúnað, öruggara starfsumhverfi.” A Lækjartorgi fluttu þeir ræður Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ, Kristján Thorlacius, formaður BSRB og ávarp flutti Pálmar Hall- dórsson formaður INSl. Fundar- stjóri var Ragna Bergmann, for- maður Verkakvennafélagsins Framsóknar. Þá flutti sönghópur- inn „Hálft i hvoru” baráttulög. Asmundur Stefánsson sagöi að kaupmætti hefði hrakað mikið sl. ár og að ekki hefði tekist að halda í horfinu gegn verðbótaskerðingu stjórnvalda. Svo hefði verið um samið að viðræður skyldu hefjast 15. mars, en raunverulegar við- ræður væru ekki enn hafnar. „Við mætum þvermóðsku og óbilgirni Vinnuveitendasambandsins,” sagði Asmundur. „Með hverju sjónarspilinu á fætur öðru er allt gert til þess að draga viðræður á langinn. Þó það gleymist stundum í umræðum er ljóst að samningsaðil- ar eru tveir. Lausn kjaradeilu er ekki fengin með þvi einu að setja fram kröfur. Samningamenn ASÍ eða annarra samtaka semja ekki við sjálfa sig. Þeir verða að fá at- vinnurekendur til að skrifa undir. Af hálfu verkalýðssamtakanna er samningsvilji. Það strandar á þrá- kelkni Vinnuveitendasambands Is- lands sem krefst 20-30% kjara- skerðingar.” —AM Frá hátíðarhöldunum á Akranesi. (Timamynd Róbert). Asmundur Stefánsson forseti ASl. (Tlmamynd ELLA) f ram boðslistar ■ ■ Kröfuganga Fulltrúará&sins gengur niöur Bankastræti á Lækjartorg. A fundinum voru 4-5 þúsund manns. (Timamynd ELLA) Kristinn Gamallelsson Bjami Andrésson Gunnar Vilbergsson Halldór Ingvason Fra m boðsl i st i framsóknarmama f Grindavík ■ Framboöslisti fram- sóknarmanna við bæjar- stjórnarkosningarnar i Grindavfk 22. mai næst kom- andi er þannig skipaður: 1. Kristinn Gamalielsson, alifuglabóndi, Borgar- hrauni 18 2. Bjarni Andrésson, sjó- maöur, Staðarhrauni 11 3. Gunnar Vilbergsson, lög- reglumaður, Heiðar- hrauni 10 4. Halldór Ingvason, yfir- kennari, Ásabraut 2 Guðmundur Karl Tómas son Salbjörg Jónsdóttir Gylfi Halldórsson 5. Guömundur Karl Tómas- son, rafvirki, Efsta- hrauni 5 6. Salbjörg Jónsdóttir, hús- móöir, Mánagerði 5 7. Gylfi Halldórsson, verk- stjóri Borgarhrauni 14 8. Gunnlaugur Hreinsson múrari, Selsvöllum 21 9. Kristján Finnbogason, útgeröarmaöur, Staöar- hrauni 9 10. Helga Jóhannsdóttir, húsmóöir, Suöurvör 4 11. Þórarinn Guölaugsson, húsasmiöur, Staöar- hrauni 21 12. Ragnheiöur Bergmunds- dóttir, húsmóöir, Mána- sundi 4 13. Hallgrfmur Bogason, bankastarfsmaöur, Heiöarhrauni 28 13. Willard Olason, skipstjóri, Efstahrauni 11 Bifiöst, sumarheimili allrar fjölskyldunnar ORLOFSTÍMAR SUMARI& 82 2ja manna herbergi 53 4—8 4 daga orlof 795.- 8—15 viku orlof 1.395,- 15—22 " orlof 1.395,- 26—2.8 " orlof 1.550 - á 2—9 ” orlof 1.550,- / 9—16 ” orlof 1.550.-1 16—23 ” orlof 1.550.-1 Aðstaða. Á 2ja manna herb. með handlaug og útvarpi. Bókasafn, verslun og setustofa. Sturtur, gufubað og íþróttasalur. Stutt í sund. Dagblöð og sími. Rómuð náttúrufegurð. Fæði. Stakar máltíðir eða afsláttar matarkort, hálft eða fullt fæði. Sjálfsafgreiðsla. Börn. Frítt fæði með gistingu fyrir börn orlofsgesta til 8 ára aldurs. Matur á hálfvirði fyrir 8—12 ára. Matur og kaffi. Fyrir einstaklinga, starfshópa, fjölskyldufagnaði og hópferðir. Pantið með fyrirvara. Ráðstefnur— fundir — námskeið. Fyrir allt að 90 manns. Leitið upplýsinga og verðtilboða. ISLENSKUR ORLOFSSTA Pantanir og upplýsingar. 93-7500 Bifröst. Ollum opinn! borgarmál ! iuiiiitl ma Þad sem gert hefur verid þarf ■ Framsóknarflokkurinn gengur einbeittur og ákveöinn til næstu borgarstjórnar- kosninga i Reykjavik. Stefnu- skrá hefur veriö samþykkt og henni dreift meöal borgarbúa. Þar eru helstu markmiö flokksins i' borgarmálum sett fram á skýran og glöggan hátt, þannig aö þeir sem kynna sér stefnuskrána þurfa ekki aö vera i vafa um fyrir hvaöa málum flokkurinn mun beitasérá næsta kjörtlmabili. Nú er þaö svo aö kosningar marka timamdt. Þá lýkur ákveönu stjómunartimabili og annaö tekur viö. Framsóknarflokkurinn I Reykjavlk gengur til næstu kosninga óbundinn af ööru en stefnuskrá sinni. Hann mun eftir kosningarnar vinna meö þeim, sem best tryggja aö þau málefni sem flokkurinn leggur mesta áherslu á nái fram aö ganga. ■ Þar er um aö ræöa eflingu atvinnustarfsemi i borginni og aö tryggö veröi atvinna fyrir alla sem vilja og geta unniö. ■ Þar er um aö ræöa lækkun fasteignaskatts á ibúöarhús- næöi um 20% og lækkun aö- stööugjalds á iönaö um þriöjung. ■ Þarerum aöræða aö auka áhrif almennings með þvi aö setja ákvæöi I samþykktir borgarinnar, sem heimili aö haföar verði skoöanakannanir meöal almennings þegar stór- mál eru á döfinni. ■ Þar er um aö ræöa aö samskipti Reykjavikurborgar viö nágrannasveitarfélögin veröi á jafnréttisgrundvelli, þannig aö hver greiöi þaö sem honum ber i sameiginlegum verkefnum og fýrir sameigin- lega þjónustu. ■ Þar er um þaö aö ræöa, aö rikiö taki viö rekstri Borgar- spítalans og hætt veröi aö skattleggja Reykvikinga sér- staklega umfram aöra lands- menn vegna stofnkostnaöar og reksturs þessa landsspftala. ■ Þarerumaöræöa aöEgiIl Skúli Ingibergsson veröi áfram borgarstjóri. Illa spáð fyrir stjórn núverandi flokka Fyrir siöustu kosningar var þvi spáö að ef Sjálfstæðis- flokkurinn missti meirihlut- ann og andstæöingar hans tækju viö stjórninni mundi allt fara til f jandans á skömmum tima. Þetta var reyndar spá- dómur sjálfstæöismanna. Sagt var aö borgarsjóöur yröi gjaldþrota á skömmum tima. Sagt var aö enginn almenni- legur maöur mundi fást til aö vera borgarstjóri. Sagt var að glundroöi og ósamkomulag mundi ein- kenna stjörnina á borginni. Hefur þetta ræst? Þvi getur hver Reykvikingur svarað fyrir sig, en mitt svar er nei. Margt tekist vel Þannig hefur lifiö i borginni gengið sinn vanagang og allt verið með eölilegum hætti þrátt fyrir aö Sjálfstæöis- flokkurinn hafi ekki haldiö um stjórnartaumana sl. 4 ár. Þetta vita auðvitað allir borgarbúar. En margt hefur lika tekiö breytingum til hins betra. Þannig er fjárhagur borgar- innar traustari en nokkru sinni áöur. Búið er aö láta vinna og fá staöfest nýtt aðalskipulag. Félagsleg aöstoö einkum viö aldraöa hefur veriö aukin og starfsemi Félagsmálastofn- unar endurskipulögð. Atvinnustarfsemi hefur veriö efld og Bæjarútgerð Reykjavikur gerö aö nýju að forystufýrirtæki 1 sinni grein. Embættismenn og aðrir starfsmenn hjá borginni hafa verið ráönir meö tilliti til hæfi- leika en ekki stjórnmálaskoö- ana. Þá hefur starfsfólki veriö gefinn kostur á aö tilnefna fuUtrúa úr sinum hópi til setu i stjórnum borgarfyrirtækja meö málfrelsi og tillögurétti. Þannig mætti margt fleira nefna. Eins skal þö getiö aö lokum. Borgarstjóri hefur veriö ráöinn sem embættismaöur og framkvæmdastjdri borgarinn- ar og sinnt þvi verkefni gagn- stætt þvi sem oft vildi brenna viö áöur, meöan um pólitiskan borgarstjóra var aö ræöa. Kristján Benediktsson Kristján Benediktsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.