Tíminn - 04.05.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.05.1982, Blaðsíða 8
8 Þriðjudagur 4. mal 1982 utaptandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson.Augiýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfs- son. Ritstjórar: Þorarinn Þorarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. olafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tim- ans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghild- ur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Aug- lýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 7.00, en 9.00 um helgar. Askriftargjald á mánuði: kr. 110.00. — Prentun: Blaöaprent hf. Aldrei aftur alræði íhaldsins ■ Við siðustu borgarstjórnarkosningar fyrir fjórumárum var 50ára alræði ihaldsmeiri- hluta Sjálfstæðisflokksins loksins hnekkt. Borgarbúar höfnuðu áframhaldandi forsjá eins stjórnmálaflokks, sáu i gegnum glundroðagrýl- una og fólu núverandi meirihlutaflokkum stjórn borgarinnar. Þegar litið er yfir liðið kjörtimabil og það borið saman við næstu fjögur árin þar á undan —. siðasta kjörtimabil ihaldsmeirihlutans — kemur glögglega i ljós, að sú ákvörðun kjósenda við siðustu borgarstjórnarkosningar að setja Sjálf- stæðisflokkinn i stjórnarandstöðu, hefur leitt til betri stjórnar á málefnum borgarinnar. I ávarpi, sem frambjóðendur Framsóknar- flokksins við borgarstjórnarkosningarnar 22. mai næstkomandi hafa sent til kjósenda, er dregin upp skýr mynd af þessum mismun á verkum nú- verandi meirihluta og ihaldsins. Þar kemur fram að þegar Sjálfstæðisflokkur- inn fór frá völdum fyrir fjórum árum var fjár- hagur Reykjavikur slæmur. Fyrirtæki og fjöl- skyldur vildu heldur setjast að i nágranna- sveitarfélögunum en i höfuðborginni. Dýrkeypt skipulagsmistök höfðu verið gerð. Pólitiskur klikuskapur viðgekkst við lóðaúthlutanir svo sem alræmt var. Sama var að segja um ráðningar i störf hjá borginni, enda var óglögg skipting á milli pólitisks valdakerfis Sjálfstæðisflokksins og embættismannakerfis borgarinnar. Það segir einnig fleira en langar ræður um stjórn sjálf- stæðismanna, að á siðustu valdaárum þeirra i Reykjavik, 1976-1978, fækkaði Reykvikingum um 1500 manns. Þegar litið er yfir siðustu fjögur árin blasir annað og betra ástand við. Fjárhagur borgarinn- ar er mun traustari en áður, nýtt og hagkvæmt borgarskipulag hefur verið samþykkt, miðbær- inn vakinn til lifsins á ný, félagsleg aðstoð aukin og endurskipulögð, hlúð að atvinnurekstri, póli- tiskur klikuskapur við lóðaúthlutanir afnuminn, stjórnkerfi borgarinnar endurbætt og borgar- stjóri ráðinn sem embættismaður en ekki sem pólitiskur fulltrúi. Á þessum árum hefur Reyk- vikingum lika fjölgað um 1200 manns. Borgarstjórnarkosningarnar 22. mai næstkom- andi geta ráðið úrslitum, um hvort áfram verði haldið á þeirri braut, sem mörkuð hefur verið. Það yrði svo sannarlega ekki borgarbúum til framdráttar, ef Sjálfstæðisflokknum gæfist á nýjan leik tækifæri til að blanda saman eigin valdakerfi og stjórnkerfi borgarinnar með þeim hætti, sem áður var, og yfirleitt að stjórna borg- inni eins og einkaeign sinni. Framsóknarflokkurinn hvetur kjósendur til að kynna sér rækilega störf og stefnur flokkanna i borgarmálum, þvi það mun leiða i ljós, að fram- sóknarmönnum er best treystandi til þess að stjórna borginni með hagsmuni almennings að leiðarljósi. —ESJ á vettvangi dagsins ■ Við eldhúsdagsumræður er venja að gefa þjóðinni nokkuð yf- irlit yfir þingstörfin. Það mun ég leitast við að gera, en fjalla þó jafnframt um nokkur önnur mik- ilvæg mál, sem að hefur verið unnið á vegum stjórnvalda. Margt hefur tekist vel, en annað verr. Er að sjálfsögðu engin ástæða til þess að draga fjöður yf- ir það. Við framsóknarmenn höfum enn sem fyrr lagt höfuð áherslu á efnahagsmálin. Við teljum ekkert mikilvægara fyrir atvinnuöryggi og hagsæld islensku þjóðarinnar, en að koma efnahagsmálunum i viðunandi horf. 1 þvi sambandi er mikilvægast að draga jafnt og þétt úr þeirri verðbólgu, sem ógn- ar öllu heilbrigðu atvinnulifi og afkomu einstaklingsins. 1 siðustu kosningum til Alþingis höfnuðum við framsóknarmenn leiftursókn sjálfstæðismanna og þvi atvinnu- leysi, sem slikum aðgerðum hlaut að fylgja. Við teljum atvinnuleysi hið versta böl, sem yfir þjóðina gæti gengið. Við lögðum til, að dregið yrði úr verðbólgu með þvi að hafa hemil á hinum ýmsu þátt- um i efnahagslifinu, sem áhrif hafa á verðbólgustigið. Þessi leið hiaut nafnið „niðurtalning verð- bólgu”. Hún hlaut þegar mikið fylgi með þjóðinni og var lögð til grundvallar við myndun þeirrar rikisstjórnar, sem nú situr. A þessa stefnu reyndi fyrst á siðast- liðnu ári. Þá setti rikisstjórnin sér það markmið að ná með niður- talningu, verðbólgunni i um það bil fjörtiu af hundraði á árinu 1981. Þetta tókst. Það viðurkenna allir, sem á þessi mál vilja lita af einhverri sanngirni. Um það seg- ir m.a. dr. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, eftirfarandi, i ræöu sinni á aöalfundi Seðlabank- ans nýlega: „Megin markmiðið þeirrar efnahagsstefnu, sem fylgt var á árinu og fram kom i efnahags- áætlun rikisstjórnarinnar i upp- hafi ársins, fólst hins vegar i þvi að koma fram verulegri lækkun verðbólgu jafnframt þvi, sem full atvinna yröi tryggð. Þótt ný vandamál kæmu fram á öðrum sviðum efnahagsmála,erljóst, að ótviræður árangur náðist i þessu hvort tveggja, atvinnustig hélst hátt allt árið og verulega dró úr verðbólgu”. Kjarasamn- ingarnir Á framhald þessarar stefnu leggjum við framsóknarmenn höfuð áherslu. Um það er sam- komulag innan rikisstjórnarinn- ar, eins og fram kemur i efna- hagsáætlun hennar l'rá siðastliðn- um áramótum. Þar er það mark- mið ákveðið að koma verðbólgu á þessu ári i um þrjátiu og fimm af hundraði og verðbólguhraðanum i þrjátiu af hundraði. I þeirri efnahagsáætlun eru hins vegar ekki ákveðnar aðrar aðgerðir en þær, sem nefna mætti „viðnám gegn verðbólgu” og er ætlað að halda verðbólgunni i skefjum. Fleira er tvimælalaust nauðsyn- legt, ef ná á ofangreindum mark- miðum. Akvarðanir um slikt biða eftir niðurstöðu þeirra viðræðna, sem nú fara fram á vegum rikis- stjórnarinnar og aðila vinnu- markaðarins um visitölukerfið og eftir samningum um kaup og kjör. Þvi miður blæs ekki byrlega nú fyrir miklum kauphækkunum. Þjóðhagsstofnun telur, að þjóðar- framleiðslan muni dragast sam- an á þessu ári. Við minnkandi þjóðarframleiðslu ætti öllum að vera ljóst, að grunnkaupshækk- anir, að einhverju marki, eru úti- lokaðar. Tiltölulega hófsamir samningar við starfsmenn i rikis- verksmiðjum, sem nýlega eru frá gengnir, gefa til kynna, að á þessu sé skilningur. Það er von okkar.að i þeim samningum, sem nú er að unnið, verði áhersla lögð á að bæta kjör þeirra lægst laun- uðu. Hættumerki Við framsóknarmenn munum leggja á það höfuð áherslu, að við ofangreint markmið rikisstjórn- arinnar um þrjátiu og fimm af hundraði verðbólgu á þessu ári verði staðið með öllum ráðum. Við munum jafnframt leggja á það áherslu, eins og fyrr, að að- gerðir i efnahagsmálum skerði ekki kaupmátt lægri launa. Þrátt fyrir þann ótviræða árangur, sem náðst hefur i viður- eigninni við verðbólguna, verður þvi ekki neitað, að ýmis hættu- merki eru augljós. Staða rikissjóðs er góð og er það að sjálfsögðu fagnaðarefni. Hins vegar er erlend lántaka iskyggilega mikil. Greiðslubyrði þjóðarinnar af erlendum lánum má ekki verða hærri. Við höfum ekkert á móti þvi, að erlend lán séu tekin til arðbærra fram- kvæmda, sem auka þjóðartekj- urnar og standa þannig sjálfar undirslikri lántöku, en þvi miður hafa ekki allar þær framkvæmd- ir, sem i hefur verið ráðist, reynst nægilega arðbærar. Til sliks þarf þvi að vanda betur en gert hefur verið. Um það bil fimm af hundraði aukning á einkaneyslu á siðast- liðnu ári ber vott um mikla eyðslu. Það sem af er þessu ári hefur einkaneyslan enn aukist. Þetta gefur að visu til kynna góða afkomu almennings og mikil f jár- ráð, en það gefur einnig til kynna vantrú á áframhaldandi hjöðnun verðbólgu. Verðbólguhugsunar- hátturinn virðist enn mjög rikur. Oruggasta leiðin til þess að snúa við slikri þróun er tvimælalaust að sýna i verki marktækan árangur i efnahags- og verð- bólgumálum. Sjávarútvegur Núeraöljúka vertið Vestan-og Sunnanlands. Vertiðin hefur verið erfið vegna stöðugra ógæfta, en takast mun þó að standa nokkurn vegin við það markmið, sem sett var um aflann. Þá sem öfundast yfir tekjum sjómanna get ég þó fullvissað um að þær eru ekki neitt til að öfundast yfir, vinnu- timinn er langur og aðstæöur oft erfiðar. Annað áriö 1 röð var stefnan i þorskveiöum fyrir árið i heild ákveðin og birt i desember- mánuði árið áður. Um þá stefnu náðist enn ágæt samstaða við hagsmunaaðila. Nokkrar breyt- ingar voru geröar, sem ég hygg að verði til góðs. Enn eru þó nauð- synlegar ýmsar endurbætur á þorskveiðum, sérstaklega til að bæta gæði aflans, vernda smáfisk og auka hagkvæmni. Hér vinnst ekki timi til þess að rekja itarlega ástand og horfur i sjávarútvegi og fiskvinnslu. Mun ég þvi láta nægja að minna á nokkur atriði, sem að er sérstak- lega unnið. Gæði aflans og framleiðslunnar hafa verið mikið til umræðu. A fyrsta flokks framleiðslu verður að leggja höfuð áherslu. Það er okkar besta vopn i harðnandi samkeppni viö niðurgreidda framleiðslu annarra þjóða. Þvi miður er viða pottur brotinn. Framleiðslueftirlitið hefur verið gagnrýnt i þessu sambandi. Vafa- laust þarf að bæta það, en slikt gæðaeftirlit er af ýmsum ástæð- um erfitt og oft vanþakkað. Til þess að vinna að endurbótum hef ég nýlega skipað 5 manna fram- leiðslueftirlitsráð, sem á að vera til ráðuneytis og gera tillögur til úrbóta. Gagnrýnt hefur verið, að ýmsir hagsmunaaðilar eigi ekki fulltrúa i ráðinu. Sú gagnrýni er á misskilningi byggð. 1 ráðinu eru ekki fulltrúar neinna hagsmuna- aðila, heldur valdir 5 einstakling- ar með þekkingu á hinum ýmsu sviðum framleiðslunnar. Eflaust er hrun loðnustofnsins það stærsta vandamál, sem að sjávarútveginum steðjar nú. Um ástand og horfur þar er hins veg- ar litið hægt að segja fyrr en mæl- ingar hafa farið fram n.k. haust. A það vil ég þó leggja áherslu, að i þær veiðar verður að fara af mik- illi varúð. Þótt þetta sé gifurlegt vandamál fyrir loðnuflotann og þá sem við loðnuveiðar og vinnslu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.