Tíminn - 25.05.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.05.1982, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 25. mal 1982 99 99 Segir Gerður Steinþórsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins ■ , ,Ég fagna þvi að Fram- sóknarflokkurinn náði tveimur borgarfulltrúum,” sagði Gerður Steinþórsdóttir, annar borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins, en Gerður er jafnframt fyrsta konan sem kjörin er i borgarstjórn fyrir Framsóknarflokkinn sem aðal- fulltrúi. „Við getum verið sæmilega á- nægð með árangurinn,” sagði Gerður, „það er að segja að Framsóknarflokkurinn tapaði ekki fylgi frá þvi siðast, þó að flokkurinn hafi verið i rikisstjórn. Það er hins vegar ljóst að við þurfum að byggja flokkinn upp betur. Ég vil hins vegar harma það að meirihlutinn hafi tapast i þessum kosningum, og tel að það verði horfið frá þeirri upp- byggingu sem hafin var af vinstri meirihlutanum á siðasta kjör- timabili.” Gerður sagðist jafnframt gleðjast yfir fjölgun kvenna i borgarstjórn, en benti jafnframt á að fjölgun kvenna i meirihlut- anum væri engin, þvi þrjár konur heföu setið i vinstri meirihlutan- um og af 12 borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins væru aðeins þrjár konur. Gerður flutti þeim sem unnu fyrir Framsóknar- flokkinn i borgar- og bæjar- stjórnarkosningunum nú þakk- læti fyrir vel unnið starf, og sagði að starfið hefði skilað sér i á- rangri. Aðspurð um samstarf minni- hlutans varðandi kosningar i nefndir og fleira sagði Gerður: „Það hefur ekki verið rætt sér- staklega enn, en eins og þetta hefur verið, þá er það þannig að meirihlutinn hefur haft fjóra i sjömanna nefndum og þrjá i fimm manna nefndum og ég hef heyrt að það muni ekki breytast, enda finnst mér eðlilegt að þessu verði skipt eftir hlutföllum. —AB Gerður Steinþórsdóttir. „Lít úrslitin mjög alvarlegum augum” Segir Guðmundur Þ. Jónsson, borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins Guðmundur Þ. Jónsson. ■ ,,Ég lit þessi úrslit mjög alvarlegum augum, eins og reyndar fleiri,” sagði Guðmundur Þ. Jónsson, 4. borgarfulltrúi Alþýðubandalags- ins. „Sigur Sjálfstæðisflokksins er hér óneitanlega talsvert stór,” sagði Guðmundur, ,,og það sem ég varaði nú við á vinnustaða- fundum, var að þar væru sömu öflin og réðu hér i kringum okkur, t.d. i Bretlandi og Bandarikj- unum, þar sem 10% vinnufærra manna ganga atvinnulausir. Auk þess er full ástæða til þess að ótastað leiftursóknarstefna verði „Úrslitin í samræmi við það sem við reiknuðum með” Segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, annar borgarfulltrúi Kvennaframboðsins ■ „Þessi úrslit eru mjög i sam- ræmi við það sem við höfðum reiknað með,” sagði Ingibjörg Sólrún Gisladóttir, annar borgar- fulltrúi Kvennaframboðsins. „Ég hafði ekki gengið út frá þvi að við fengjum meira en tvo full- trúa.þvivið erumbúnarað starfa i aðeins fimm mánuði, við eigum ekkert málgagn og eigum þvi ekki eins greiðan aðgang að fjöl- miðlum og stjórnmálaflokkarnir. Þar að auki höfum við ekki þetta flokksapparat á bak við okkur, sem stjórnmálaflokkarnir hafa verið að þróa undanfarna ára- tugi. Það hefði þvi verið óskapleg bjartsýni að ætla að við næðum inn fleiri fulltrúum.” Ingibjörg Sólrún sagði að Kvennaframboðið myndi nú næstu daga taka ákvarðanir um það á hvaða nefndir það legöi á- herslu á að eiga fulltrúa i. Sagði hún að ekki hefði verið tekin nein afstaða hjá Kvennalistanum um samstarf við minnihlutalistana varðandi uppstillingu i nefndir. Það væri verið að skoða á hvað þærvildu leggja áhersluogað þvi loknu væri hægt að fara að ræða við aðra. Ingibjörg Sólrún sagði ■ Ingibjörg Sóirún Gisladóttir. jafnframt að það væri ekki rétt eftir sér haft i Dagblaðinu og Visi i gær, þar sem sagði i fyrirsögn: „Flokkarnir neyða okkur i þing- kosningar”. Sagði hún aö það ekkert farið að ræða þann mögu- leika af neinni alvöru innan Kvennaframboðsins. —AB ofan á hjá Sjálfstæðisflokknum, nú þegar hann hefur svona sterka valdaaðstöðu. Þar fyrir utan óttast ég að ýmislegt félagsleg verkefnisem vinstri meirihlutinn hefur verið að vinna að undanfar- in fjögur ár lendi nú á hakanum og vilég þar fyrst nefna átak það sem við vorum byrjaðir að gera i húsnæðismálum. Það er full á- stæða til þess að ætla að Sjálf- stæðisflokkurinn dragi úr úthlut- un lóða til félagslegra ibúða- bygginga.” Guðmundur var að þvi spurður hvort minnihlutalistarnir hefðu eitthvað rætt það sin á milli að sameinast um menn i hinar ýmsu nefndir borgarinnar, þar sem ljóst væri að allir aðilar i borgar- stjórn gætu ekki átt menn i öllum nefndum. Guðmundur sagði að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um þetta mál, en sagði jafnframt ,,Ég geri ráð fyrir þvi að i minnihlutanum verði sam- starf og tel það sjálfsagt að i þess- um efnum sem og fleirum verði um samstarf að ræða.” —AB _____________________Bt . __Méi&' Ml A Ingi R. Helgason, formaöur kjörstjórnar, les fyrstu tölur úr Reykjavík. Tfmamynd: GE. Message rafmagns- ritvélar Litla Message 860 ST rafmagnsritvélin er alvöru ritvél. Letur- borðið er fullkomið með dálkastilli. Vélin erstöðug og traust, en tekur þó sáralítið pláss. Message 990CR er eins byggð og 860 ST vélin en hefur leið- réttingarborða að auki. Message 860 ST eða 990 CR er tilvalin ritvél fyrir minni fyrir- tæki, í skólann eða á heimilið. Verðið er ótrúlega hagstætt. SKRIFST* OFUVÉLAR H.F. Hverfisgötu 33 — Sími 20560 — Pósthólf 377 Reykjavík ÓSA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.