Tíminn - 25.05.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.05.1982, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 25. mai 1982 9 á vettvangi dagsins frímerkjasafnarinn Konur þinga eftir Sólveigu Öldu Pétursdóttur ■ Kvenfélagasamband íslands hélt sinn 15. formannafund i Reykjavík dagana 16. 17. og 18. apríl 1982. Fundinn sátu 22 formenn jafnmargra Sambanda, auk stjómar K.Í., gesta og starfsfólks. Dagskrá fundarins var fjölbreytt: Erindi flutt, hugmyndir ræddar og samþykktar og tillögur gerðar. Skýrslur formanna fluttar. Erindi fluttu Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri, sem talaði um framkvæmdir á „Ári aldraðra”, Fríður Ólafsdóttir fatahönnuður, sem ræddi um starfsemi Leiðbeiningastöðvar um þjóðbúninga, Bima Bjamadóttir skólastjóri Bréfaskólans, er talaði um starf skólans, einnig sagði Sigurveig Sigurðardóttir frá starf- semi Skálholtsskóla. Sigriður Har- aldsdóttir deildarstjóri Verðlags- stofnunar,sagði frá verksviði Verð- lagsstofnunar og starfi sínu þar. Ragnhildur Helgadóttir og Vigdís Jónsdóttir ræddu hugmyndir um framtíðarverkefni K.í. Skýrslur vom fluttar og þá fyrst skýrsla stjórnar K.Í., sem Maria Pétursdóttir, formaður Kvenfélags- sambandsins, flutti. Mun skýrslan verða birt i heild i Húsfreyjunni siðar. Einnigflutti Maria Pétursdótt- ir skýrslu Norræna húsmæðrasamb- andsins. Sigriður Kristjánsdóttir, forstöðumaður Leiðbeiningastöðvar húsmæðra, flutti skýrslu stöðvarinn- ar. Sigriður Thorlacius, ritstjóri Húsfreyjunnar flutti skýrslu blaðsins, og ennfremur skýrslu Alþjóða húsmæðrasambandsins. Formenn héraðssambandanna gáfu greiðargóðar skýrslur og var það að vanda mikið og skemmtilegt mál. í Kvenfélagasambandi íslands em nú um 250 kvenfélög með um það bil 22.540 félaga, og er það með ólíkindum hvað þessi félög vinna mikið og leggja mikið af mörkum til umhverfis sins og þjóðfélagsins alls. Á ári fatlaðra gáfu konur stórar og miklar gjafir til heilbrigðismála. Þar má fyrst telja gjöf Bandalags kvenna í Reykjavík, Taugagreinir á endurhæfingardeild Borgarspita- lans. Ýmis félög úti á landi studdu Bandalagskonuri söfnuninni. Víðar vom gefin lækningatæki og rann- sóknartæki t.d. blóðrannsóknartæki, súrefniskassa fyrir ungabörn, kviðar- holsspegill, þrekþj álfunartæki, hj art- alinurita, smásjár, hvildarstóla og sjúkrarúm og ótal sjóðir fatlaðra og lamaðra vom styrktir og stofnaðir. í ár beinast kraftar þeirra „til heilla öldruðum á íslandi”. Fjáröflun til allra þessara gjafa er með ýmsu móti. Gefin eru út minngar- og tækifæriskort, haldnar kaffisölur, basarar, bingó, tombólur, kartöfl- uræktun og plöntusala og á einum stað báru konur fúavarnarefni á kindarétt og fengu kaup fyrir. Á þessum fundi var ákveðin ein alls herjar fjáröflunarleið og var þá haft að leiðarljósi það framtak Kvenfé- lags Bústaðasóknar að halda vinnuvöku helgina 22.-24. október 1982. Ekki þarf að óttast að konur verði í vandræðum að finna sér verkefni á væntanlegri vinnuvöku svo hugmyndaríkar sem kvenfélags- konur eru. Oftast er safnað i ákveðnum tilgangi, en eigi kvenfélagið óvæntan afgang er haldinn fundur í skyndi og ákveðið hvert ágóðinn skuli renna, því sjóðir kvenfélaga eru ekki digrir þó mikið sé aflað. Þrátt fyrir annriki við að afla fjár gefa konur sér tima til að auðga huga og hönd og haldin eru námskeið af ýmsu tagi, mætti þar nefna saumaskap margskonar, matreiðslunámskeið, notkun örbyl- gjuofna og annarra nýtísku matreiðslutækja. Þær læra erlend tungumál, bókfærslu, vélritun, æfa söng og hafa leiklistar-, framsagnar- og félagsmálanámskeið. Þær læra að skera út, mála á gler og tré, baka laufabrauð, móta leirker, flosa myndir, já og lífga úr dauðadái. Á þessum formannafundi voru gerðar ályktanir um atvinnumál aldraðra.ennfremur sendi fundurinn áskorun til Alþingis um að samþyk- kja á þessu þingi frumvarp til laga um þjónustu við aldraða. Eins og að framan segir stóð fundurinn i þrjá daga. Föstudag og laugardag var fundurinn haldinn í Nýja hjúkrunarskólanum og á sunnudag fyrir hádegi að Hallveigar- stöðum. En þó dagskrá fundarins væri ströng og fundarseta löng þá gleymdist ekki að krydda hana með heimsóknum og boðum. Á föstudag- inn tók forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir á móti fundarkonum á Bessastöðum og sama dag var setið kvöldverðarboð á heimili Unnar Ágústsdóttur, formanns Bandalags kvenna i Reykjavík. Á laugardag var hádegisverður í Ráðherrabúst- i aðnum, í boði menntamálaráðherra. Þessar siðbúnu fréttir af forma- nnafundinum eru engan veginn ; tæmandi um allt sem þar fór fram - og kannske er okkur konum ekki lagið að láta á okkur bera en vinnuglaðar og fórnfúsar hendur 22.540 félaga ættu að vera athygli verðar. Formaður Kvenfélagasambands íslands er Maria Pétursdóttir, Espigerði 2, Reykjavík, Sigurveig Sigurðardóttir Kirkjuvegi 3, Selfossi er varaformaður og Sólveig Alda Pétursdóttir, Heiðargerði 39, Reykj- avik, ritari. í varastjórn eru Þórunn Eiríksdóttir, Kaðalstöðum, Borgarf- irði, Sigurhanna Gunnarsdóttir, Læk, Ölfusi og Helga Guðmunds- dóttir, Klettahrauni 3, Hafnarfirði. Sólveig Alda Pétursdóttir menningarmál Beethoventónleikar ■ Siðustu reglulegu tónleikar Sin- fóniuhljómsveitarinnará þessum vetri voru helgaðir Ludwig van Beethoven: Jean-Pierre Jacquillat stjórnaði flutningi 4. sinfóniunnar og Messu í C-dúr op. 80. Fjórða sinfónian er fjörleg og falleg - hún þykir smáger og mannleg miðað við stórsleginn guðdómleik 3. og 5. Ég er einn þeirra sem tel að Jacquillat sé prýðilegur Beethoven-maður fyr- ir okkar hljómsveit, og að hans fremur fjörlegi og rösklegi flutning- ur eigi betur við fyrir hina fámennu sveit en þungur hátiðleiki. Frægar tónfléttur nutu sin vel i blásurunum, enda valinn maður i hverju rúmi, og sömuleiðis milli blásara og strengja. Söngsveitin Fílharmónía, sem Ró- bert A. Ottósson stofnaði einmitt i þeim tilgangi að flytja stórverk fyrir kór og hljómsveit, flutti C-dúr messuna ásamt einsöngvurunum Ólöfu K. Harðardóttur, Sigriði Ellu Magnúsdóttur, Halldóri Vilhelms- syni og Reyni Guðmundssyni. Kór- stjóri Fílharmóniu er núna Krystyna Cortes og kórinn í verulega finu formi að öðru leyti en þvi, að kvenraddirnar vilja bera hina ofur- liði svo sem víðar í heimi hér. Þetta er semsagt hreinn og lifandi flutning- ur. Allir einsöngvararnir utan einn eru alkunnir í tónlistarlifi bæjarins, og ekki sizt sópaði að þeim Sigríði Ellu og Ólöfu i einsöngsaríum þeirra. Reynir Guðmundsson hafði verið fluttur hingað alla leið frá Puerto Rico til að syngja tenórhlut- verkið og verður sú ráðstöfun varla skilin músikölskum skilningi, þvi hann hefur fremur óhreinan, háan baritón (þótt tenór væri kallaður), sem ekki naut sin vel í einsöng og átti þátt i vissum „kirkjukórs-biæ” kvartettsöngsins. Hins vegar gefur þetta litla sönghlutverk óglögga mynd af söngvaranum og væri ósk- andi að hann notaði ferðina, þessa eða aðra, til að halda tónleika hér Sigurður Steinþórsson skrifar um tónlist og sanna að „frægð i útlöndum” er ekki alltaf nafnið tómt. Þegar litið er til baka verður ekki annað sagt en að Sinfóníuhljómleik- amir hafi tekizt vel i vetur. Hins vegar er það misráðið að halda þá ekki reglulega annan hvern fimmtu- dag, fremur en að hafa þá ýmist i hverri viku um skeið og siðan lengri hlé á milli. Þótt ótrúlegt megi viröast eru fimmtudagarnir ennþá ásetnastir allra virkra daga um hvers kyns fundi og samkomur, og því er þetta óreglulega tónleikahald bagalegt. Því þrátt fyrir allt eru sinfóníutón- leikarnir hin músíkalska kjölfesta bæjarlifsins - á Sinfóníuhljómsveit í'slands hvilir nær þvi allt hitt, það| sem innlent er. 19.5. HAUPFÉIAO ÞINUF.YINGA l«0 jt*A • l*M-l*M ÍSLAND 1000 FU WHIfl VtíilANOS ÁfW «00 ÍSLAND 700 CESCHÖTCTEVÖGEL CESCHUTZTE vöcee I ÍSLAND400 Nýju frimerkin. NÝJAR ÚTGÁFUR ■ Þættinum hafa nú borist myndir af nokkrum væntanleg- um islenskum frimerkjum, sem hér fylgja með. Þetta eru afmælis- merki Bændaskólans á Hólum. Hestamennska - útiiþrótt og Ár aldraðra, Herðubreiðarmynd ís- leifs Konráðssonar. (Myndir úr Póst og Simafréttir). Þá hafa og verið sendar myndir af Evrópumerkjunum, húsdýrun- um og 100 ára afmæli Kaupfélags Þingeyinga. Þar sem áður hefir verið skrif- að um þessar útgáfur hér í þættinum, látum við nægja að þessu sinni að birta myndir merkjanna. Austur Þjóðverjar senda út 18. maf samstæðu merkja með myndum friðaðra fugla. Eru þetta tvær arnartegundir.Steink- ause og Uhus, teiknað af Hilmari Zill i Rostock, sem einnig hefir teiknað fyrstadagsumslag það sem notað verður. Þá hafa norðmenn sent myndir Evrópumerkja sinna, en þau bera að þessu sinni bæði myndir I úr lífi Hákonar Noregskonungs. Sú fyrri er frá landgöngu hans, er hann tók við konungdómi i Noregi. Fyrri myndin er af því er Hákon stigur á land úr Heimdal, 25. nóvember 1905 og tekur þá við hinu nýja konungsriki. Seinni myndin er hinsvegar af því er Ólafur, þá krónprins tekur á móti föður sínum úr útlegðinni í Englandi á striðsárunum. Þá kemur Hákon aftur til frjáls Noregs, 7. júni 1945. Kalla mætti þessi merki einnig landgöngur Hákonar Noregskon- ungs. Islensku Evrópumerkin túlka kannske líka hluti. Öndvegissúl- um varpað og landnám íslands 874. Þar er um að ræða land- göngu norðmannsins Ingólfs Amarsonar. Síðan verða islend- ingar til þess að finna og byggja Grænland. Svo finna grænlend- ingar Vinland. Eiginlega gætu grænlendingar gefið út Evrópu- merki með fundi Vinlands. Það og með sama rétti og rökum og við beitum er við segjum norð- mönnum að Eiríkur rauði og Leifur hafi verið íslcnskir en ekki norskir. Þeir voru báðir i raun grænlenskir. En i því hver hafi verið hverrar þjóðar á þeim árum, eru vist ekki alltaf greini- leg skil. Við risum upp á aftur- fótunum af hneykslan i hvert skipti er norðmenn eigna sér Leif eða Snorra. En hvar standa þau rök er við notum, efgrænlending- ar tækju að eigna sér Leif? Það er alltaf mikið rætt um hverjir geti verið einstaklingar þeir, sem sjást á íslenskum merkjum, sérstaklega vegna þess að oft heyrist að myndir lifandi manna megi ekki koma þar fram. Eru menn sammála um að þeir munu allir dánir, er sjást á merkinu með myndinni frá af- mæli Kaupfélags Þingeyinga. En um daginn hringdi maður til mín og spurði mig. „Hvers vegna er verið að hafa mynd af Gunnari ráðunaut þeysandi á hestafrí- merkinu? Er hann að fara á Hólahátíð?” Ég kem þessu hér með áleiðis til einhverra þeirra er svara kynnu. Sigurður H. Þorsteinsson Sigurður H. Þorsteinsson skrifar ISLEIFUR KONRAÐSSON HEROUBREJÐ DROTTNING ÖRÆFANNA AR ALDRAÐRA 1982 ISLAND 800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.