Tíminn - 25.05.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 25.05.1982, Blaðsíða 10
10 fréttir Þriðjudagur 25. mai 1982 Sjálfstædisflokkur fékk meirihluta í Njarðvík: „Medbyr flokksins og vel unnið ; kosninga- ^ ^vik, en þar fékk flokkurinn fjóra menn kjörna og þar meö hreinan meirihluta. „Þótt i sjálfu sér hafi kosning nýs meirihluta ekki mjög miklar breytingar i för með sér þá mun- um viö sjálfstæðismenn leggja kapp á að efna okkar kosningalof- orð. Þá sérstaklega i umhverfis- málum og atvinnumálum,” sagði Aki. — Sjó. 9U1I I ■ „Þaö er tvennt sem við getum þakkaö þennan mikla sigur okkar sjálfstæðismanna hér i Njarðvik- um, i fyrsta lagi sá mikli meðbyr sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur um allt land og svo mikið og vel unniö kosningastarf i bnum,” sagði Aki Granz, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins i Njarð- Stórsigur framsóknarmanna á Akranesi: „Mjög ánægð og þakklát” B „Viö erum auðvitað mjög ánægð og þakklát meö þessi úr- slit” sagði Jón Sveinsson, sem skipaði efsta sæti á framboðslista framsóknarmanna á Akranesi, þar sem flokkurinn fékk nú 3 full- trúa kosna og meira en tvöfaldaði atkvæðatölu flokksins frá 1978. En hverju þakka þau þetta? „Það eru ýmsar ástæður, sem maöur veltir fyrir sér þegar upp er staðið. 1 fyrsta lagi get ég nefnt góða málefnastööu okkar fyrir þessar kosningar. f öðru lagi virðist flokkurinn njóta góðs af þvi aö vera einn i minnihluta siö- asta kjörtimabil. 1 þriðja lagi er þetta eini flokkurinn sem bauð upp á verulegar breytingar, 5 efstu menn nýir ungir menn. I fjórða lagi var kona i öruggu sæti og önnur ung kona i baráttusæt- inu lika,” sagði Jón. Aðspurður sagði hann fram- sóknarmenn reiðubúna til aö standa að myndun meirihluta á Akranesi, eða til samstarfs viö aðra ef þvi er að skipta. „Hins vegar er spurning hver á að sýna frumkvæöi i þvi. Meirihlutinn hélt sinum meirihluta”. — IIEI Framsóknarflokkurinn bætti við sig tveimur fulltrúum í Grindavík: „Stöndum nánast á öndinni” ® „Viöstöndumnánastá öndinni yfir þessu ennþá, við uröum svo hissa aö vinna 3 sæti. En við er- um jafnframt ákafiega ánægöir og þökkum okkar stuönings- mönnum þetta traust. Það verður okkar kappsmál að gera okkar besta i bæjarstjórninn”, svaraði Gunnar Vilbergsson, lögreglu- þjónn i Grindavik sem komst nú þar i bæjarstjórn sem 3. maður á lista framsóknarmanna, en þeir i höfðu áður aðeins einn fulltrúa i Grindavik. Gunnar bað jafnframt fyrir þakkir til Boga Hallgrimssonar sem setiö hefur 16 ár i bæjar- stjórn Grindavikur, fyrir mjög góö störf. „Við teljum að þau eigi sinn þátt i þessum góða árangri, enda munum við leita til hans ráölegginga og leiðbeininga”, sagði Gunnar. — HEI Framsóknarmenn náðu meirihlutanum á Dalvfk: „Vorum með góðan lista” ■ „Viö vorum með góðan lista og hér er mikiö af óráðnum atkvæð- um. Eg held að þetta óráöna fólk kjósi frekar eftir þvi hvernig þaö treystir frambjóðendum til að stjórna, heldur en eftir flokkslin- um. Þetta fólk kaus okkur.” Þetta sagöi Óskar Pálmason bygginga- meistari á Dalvik, en hann var fjórði maður á lista framsóknar- manna þar og komst i bæjar- stjórn. Þar með tryggði flokkur- inn sér meirihluta i bæjarstjórn, en haföi meirihlutasamstarf við Alþýðubandalagið siðasta kjör- timabil. Við spurðum Óskar hvaö hann heföi haft mikil afskipti af bæjar- málapólitik áður og þá kom i ljós að hann hefur starfað f skipuiags- nefnd, bygginganefnd og atvinnu- málanefnd áður. — Fyrir hvaða málum ætlar þú að beita þér sérstaklega? „öllum góðum málum, sem verða byggðarlaginu til hagsæld- ar. Helst nefni ég iþróttamálin sem min uppáhaldsmál. Við stefnum að þvi að vinna vel og halda þessu fylgi,” sagði Óskar i lokin. SV Hafnir Þrír listar, H, I og S listi voru i kjöri við kosningarnar i Höfnum (Hafnarhreppi) viö kosningarnar nú, en voru aðeins tveir 1978, H og K listi. H lista nú báru fram Þórarinn St. Sigurðsson og Krist- inn Rúnar Hartmannsson sem báru fram K lista við siðustu kosningar. I var listi fráfarandi meirihluta og S listi framfara- sinnaðra. Úrslit urðu þessi: H listi 44 atkvæöi og 3 menn kjörnir. I listi 31 atkvæði og 2 menn kjörn- ir. S listi 10 atkvæði og enginn maður kjörinn. Þeir sem kosningu náðu eru þvi af H lista: Kristinn Riinar Hart- mannsson, Magnús B. Guömundsson og Þórarinn St. Sigurðsson. Af I lista náðu kjöri Sigrún D. Jónsdóttir og Guö- mundur Brynjólfsson. —AM Sandgerði Við kosningarnar að þessu sinni var hreppsnefndarmönnum i Sandgeröi fjölgað i sjö, en voru fimm áöur. Urðu þær breytingar helstar að hér unnu Alþýöuflokks- menn einn fulltrua og hefur flokk- urinn nú 3 fulltrúa í staö 2ja áður. Bornir voru fram listar Sjálf- stæðismanna (D listi), listi Frjálslyndrakjósenda (Hlisti) og listi Óháðra borgara og Alþýðu- flokks (K listi). Úrslit urðu: D listi 177 atkv. og 2 menn kjörnir (bæta við einum manni). H listi 187 atkv. og 2 menn kjörnir. K listi 285 atkv. og 3 menn kjörnir. I bæjarstjórn sitja þvi af D lista Jón H. Júlíusson og Gunnar J. Sigtryggsson, af H lista Magnús Sigfússon og Elsa Kristjánsdóttir og af K lista Jón Norðfjörð, Sigurður Friðriksson og Jóhann G. Jónsson. —AM Garður t Garðinum (Gerðahreppi) voru bornir fram sömu tveir listar aö þessu sinni og viö kosningarnar 1978, þ.e. H listi Sjáifstæðismanna og I listi óháðra borgara. Töpuðu Óháöir borgarar manni yfir til Sjálf- stæöismanna viö kosningarnar nú, þannig aö þeir siðamefndu hafa nú þrjá fulltrúa í stað þriggja áöur en Óhdðir borgarar hafa tvo fulltrúa i stað þriggja. Úrslitatölur voru: H listi 285 atkv. og þrir menn kjörnir. I listi 263 atkv. og tveir menn kjörnir. Af H lista skipa þvi I hreppsnefnd Finnbogi Björnsson, Siguröur Ingvarsson og Ingi- mundur Þ. Guðnason, enaf I lista þeir Erikur Sigurðsson og Viggó l Benediktsson. —AM f Vogum (Vatnsleysu- strandarhreppi) voru bomir fram listar Óháöra kjósenda (H listi) og listi áhugafólks um hreppsmál (L listi). Við kosningarnar 1978 voru bornir fram þrir listar, listar Óháöra (H), Sjálfstæðismanna (I) og Lýöræöissinnaðra kjósenda (J) . Héldu Óháöir fulltrúatölu sinninú, þrem mönnum, en L list- inn hlaut tvo fulltrúa. úrslitatölur voru: Hlisti 166 atkv. og 3 menn kjörnir. Llisti 155 atkv. og 2 menn kjömir. Af H lista skipa þvi hrepps- nefnd þeir Kristján Einarsson, Vilhjálmur Þorbergsson og Sæmundur Þórðarson og af L lista þeir Guðlaugur R. , Guðmundsson og Ragnar Karl Þorgimsson. —AM Mosfellshreppur Sameiginlegt framboð Fram- sóknarflokks og Alþýöubanda- lags i Mosfellshreppi þ.e. M listi félagshyggjumanna hlaut tvo menn kjörna viö kosningarnar nú, en hvor flokkurinn um sig haföi einn mann eftir kosningarnar 1978. Sjálfstæöis- flokkur hélt sinum fjórum fulltrú- um, svo og Alþýðuflokkur þeim eina manni sem hann hafði. Úr- slitatölur voru nú: A listi 212 atkv. og einn maður kjörinn. Dlisti797atkv.og4mennkjörnir. M listi 487 atkv. og 2 menn kjörnir: f hreppsnefnd sitja þvi af A lista Gréta Aðalsteinsdóttir, af D lista Magnús Sigsteinsson, Helga Richter, Bernhard Linn og Hilmar Sigurðsson. Af M lista skipa hreppsnefnd þeri Sturlaug- ur Tómasson og Pe'tur Bjarna- son. Borgarnes 1 Borgarnesi buðu fram listar gömlu flokkanna fjögurra og varö engin breyting á fulltrúatölu þeirra frá kosningunum 1978 Úr- slit voru: A listi hlaut 169 atkv. og 1 mann kjörinn. B listi hlaut 339 atkv. og 3 menn kjörna. D listi hlaut 248 atkv. og 2 menn kjörna. G listi hlaut 144 atkv. og einn mann kjörinn. f hreppsnefnd eiga þvi sæti af A lista Ingigeröur Jónsdóttir, af B lista Georg Hermannsson, Guömundur Guðmarsson og Jón Agnar Eggertsson. Af D lista Gisli Kjartansson og Jóhann Kjartansson og af G lista Halldór Brynjúlfsson. —AM Hellissandur — Rif A Hellissandi og Rifi (Nes- hreppur utan Ennis) buðu fram B, D og G listi og loks H listi óháðra kjósenda. Framsóknar- flokkurinn bauö ekki fram sér- staklega við kosningarnar 1978 og hiaut flokkurinn nú einn mann kjörinn, en Sjálfstæöisflokkur, sem var með einn fulltrúa 1978 hlaut tvo nú. G listi og listi Óháöra töpuðu báðir einum manni og fengu einn fulltrúa i stað tveggja áöur. Úrslit urðu: B listi hlaut 49 atkv. og 1 mann kjörinn. D listi hlaut 114 atkv. og 2 menn kjörna. G listi hlaut 74 atkv. og 1 mann kjörinn. H listi hlaut 67 atkv. og 1 mann kjörinn. 1 hreppsnefnd sitja þvi fyrir B lista ómar V. Lúöviksson, fyrir D lista Hákon Erlendsson og ólafur Rögnvaldsson, fyrir G lista Kristinn Jón Friðþjófsson og af H lista Gunnar Már Kristófersson. —AM Ólafsvik 1 ólafsvik var nú fulltrúum fjölgað i 7 úr 5 áður og borinn fram nýr listi lýðræðissinnaðra kjósenda, L listi og hlaut hann 2 menn kjörna. H listi Almennra borgara missti 1 mann, hlaut þrjá i stað fjögurra 1978 en Sjálf- stæðismenn bættu við sig einum manni. Úrslit voru: D listi 206atkv. og 2menn kjörnir. H listi 261 atkv. og 3 menn kjörnir. Llisti 154 atkv. og 2 menn kjrönir. Hreppsnefnd skipa þvi af D lista Kristófer Þorleifsson og Helgi Kristjánsson, af H lista Stefán J. Sigurösson, Gylfi Magnússon og Sigriður Þ. Eggertsdóttir og af L lista Jenný Guðmundsdóttir og Kristján Páisson. —AM Grundarfjörður Alþýðuflokkur bauð ekki fram að þessu sinni við kosningarnar á Grundarfirði. Þar vann nú Alþýðubandalagiö einn fulltrúa og hlaut 2 f staðinn fyrir einn áöur, en Sjálfstæöisflokkurinn tapaði einum manni og fékk tvo fulltrúa f s tað þriggja 1978. Fram- sóknarflokkur hélt sfnum eina fulltrúa. Úrslit voru: B listi 131 atkv. og 1 mann kjör- inn. Dlisti 159atkv.og 2mennkjörna. G listi 140 atkv. og 2 menn kjörna. 1 hreppsnefnd sitja þvi af hálfu Blista GuöniE. Hallgrimsson, af D lista Arni M. Emilsson og Sig- riður A. Þórðardóttir og af G lista Ragnar Engilbertsson og Elfsa- bet Arnadóttir. —AM Stykkishólmur I Stykkishólmi var að þessu sinni borinn fram S listi samvinnumanna og félags- hyggjufölks i stað sérstaks fram- boðs Framsóknarflokks og hlaut hann einn mann kjörinn. G listi tapaði þeim eina fulltrúa sem Vogar hann hafði en D listi hélt sinum 5 mönnum. Alþýðuflokkur bauð fram nú en ekki 1978 og hlaut flokkurinn einn mann kjörinn. Úrslit voru: A listi 89 atkv. og 1 mann kjörinn. D listi 405 atkv. og 5 menn kjörna. G listi 76 atkv. og engan mann kjörinn. S listi 89 atkv. og einn mann kjör- inn. 1 hreppsnefnd sitja þvi af A lista Guðmundur Lárusson, af D lista Eilert Kristjánsson, Finnur Jónsson, Gissur Tryggvason, Kristin Björnsdóttir og Pétur Agústsson. Af S lista Dagbjört Höskuldsdóttir. —AM Patreksfiörður A Patreksfirði hlaut Fram- sóknarflokkur tvo menn kjörna en var með einn 1978. S listi Framfarasinna sem buðu fram 1978 undir bókstafnum I hlaut nú einn mann f stað 2ja. I listi Óháðra kjósenda fékk engan mann kjörinn. A og D listi héldu sinum 2 fulltrúum. Úrslitatölur voru: A listi 122 atkv. og 2 menn kjörnir. B listi 125 atkv. og 2 menn kjörnir. Dlisti 142 atkv. og 2menn kjörnir. S listi 101 atkv. og 1 maöur kjör- inn. I listi hlaut 59 atkv. og engan mann kjörinn. I hreppsnefnd sitja fyrir A lista Hjörleifur Guðmundsson, og Björn Gfslason, fyrir B lista Siguröur Viggósson og Magnús Gunnarsson, fyrir D lista Hilmar Jónssonog Erna Aradóttirog fyr- ir S lista Stefán Skarphéðinsson. —AM Tálknafjörður Allmiklar sviptingar urðu á Tálknafirði. Þar buðu tveir listar fram i kosningunum 1978 og fékk H listinn þá fjóra fulltrúa kjörna en I listinn einn. Nú bættist Alþýðubandalagið við meö fram- boð, en kom ekki manni að. Hins- vegar breyttust hlutföllin á milli hinna þannig að nú fékk I listinn þrjá menn kjörna og þar með meirihluta, en H listinn kom ekki nema tveimur að. Atkvæðin féllu þannig: G listi fékk 18 atkv. og engan mann kjörinn. H listi fétít 73 atkv. og tvo menn kjörna. I listi 81 atkv. og þrjá menn kjörna. Nú eiga eftirtaldir menn sæti I hreppsnefndinni: Björgvin Sigur- björnsson, Jón H. Gislason, Sævar Herbertsson, Sigurður Friöriksson og Höskuldur Daviðsson. Meirihlutinn á Tálknafiröi er þvf skipaður nýjum hrepps- nefndarmönnum. -SV Bfldudalur A Bildudal buðu tveir listar fram og fékk listi óháðra kjósenda þrjá menn kjörna og tapaði einum. Sjálfstæðismenn fengu tvo menn f hreppsnefnd. Sfðast buðu einnig tveir listar fram á Bildudal, K-listi eins og nú, og J listi lýðræðissinnaðra kjósenda. Núna fóru leikar þannig: K listi, óháðra kjósenda fékk 114 atkvæði og þrjá menn kjörna. S- listi Sjálfstæðismanna fékk 88 atkvæði og tvo menn kjörna. I hreppsnefnd á Bildudal eru nú: Magnús Björnsson, Jakob Kristinsson Halldór Jónsson, Guðmundur S. Guöjónsson og Bjarney Gisladóttir. SV Þingeyri Litlar breytingar urðu á Þing- eyri, þó unnu Sjálfstæðismenn einn hreppsnefndarmann af óháöum. Þrátt fyrir aö fjórir listar hafi boðiö fram á Þingeyri og þrir þeirra fengið menn kjörna, hefur ekki verið myndaður þar meirihluti, heldur starfa hreppsnefndarmenn allir saman f besta bróðerni. Núna féllu atkvæöin svona: B listi Framsóknarflokksins, 75 atkvæði og tvo menn kjöma. D listiSjálfstæöismanna, 69 atkvæði og tvo menn kjörna. H listi ó- háðra, 61 atkvæði og einn mann kjörinn. V listi vinstri manna 25

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.