Fréttablaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 22
MENNING 2 H vað ég er að gera?? étur Hilmar eftir blaðamanni og verður hugsi. Við sitjum uppi á gamla danssalnum í Þjóðleikhúsinu og ræstingakona, sem er að burðast um með svarta ruslapoka fulla, spyr hvort hún megi bíða eftir lyftunni. Hilmar hefur frá því snemma vors verið að sýsla við undursamlega sögu Jóns Kalmans um margslungið líf í litlu þorpi á vesturströndinni, sem er ekki fjarlægt mörgum öðrum smærri þorpum hér á landi: ?Að mörgu leyti reyndist flókið að brjóta söguna upp og koma henni í dramatískt form. Þetta eru sögur úr þorpi og sveitunum þar í kring. Það sem ég geri er að ég tek þessar sögur, slít þær í sundur og skara þeim, en persónur verksins halda utanum framvinduna. Þarna eru persónur sem eru aukapersónur í einhverri atburðarás en koma svo fyrir síðar og verða þá aðalpersón- ur í sinni eigin sögu. Við höfum verið að vinna við að flétta saman, sögurnar sem við erum að segja og mér sýnist eins og þetta bara hangi mjög vel saman hjá okkur.? Sumarljós er stór sýning, fjölda litríkra persóna í litlu íslensku þorpi, sextán leikarar. Hljóðmynd og tónlist eftir Ragnhildi Gísladótt- ur, búninga gerir Þórunn María Jónsdóttir, leikmynd Finnur Arnar Arnarson en þau eru bæði reyndir samstarfsmenn Hilmars, lýsingu annast Lárus Björnsson en Jón Atli Jónasson er leikstjóranum innan handar. Sveinbjörg Þórhallsdóttir annast hreyfingar og dansa. Frum- sýning verður á Stóra sviðinu 26. desember, hinum hefðbundna frum- sýningardegi Þjóðleikhússins um jól. Nú er vinnan komin á svið. Það er enn unnið í að klippa og bæta, auka og stytta. Sviðin í sögunni eru mörg, atburðir dreifast um þorp og sveit, á nóttu sem degi, sumarnóttu sem degi. Tíminn er óræður nútími en sagan leiðir fram forsögu allt að tvo áratugi aftur í tímann: ?Sagan ger- ist einhvern tíma á níunda áratugn- um. það er eins og gengur þegar maður leggur af stað með ný verk byggð á skáldsögum eða ný leikrit. Maður er fram á síðustu stundu að skoða, vega og meta þegar maður er með svona mikið efni. Það er smám saman að snikkast utan af því. Ég lagði af stað með löngunina að ná andrúmi sögunnar, reyna að fanga andrúm, einhverja snilld sem Kalman hefur tekist að kalla fram í sögunni. Svo kemur maður með þetta inn í leikhúsið og smám saman tekur leiksýningin sem form við. Leikhúsformið hefur þörf fyrir að slíta sig frá sögunni sem þá fjar- lægist í vinnunni.? Hilmar hefur jafnan sótt í hið sjónræna í sviðsetningum sínum. Hann segir verkefni býsna krefj- andi og nú sé að koma í ljós í svið- svinnunni hvernig ljós og hljóð dragi verkið saman: Ragnhildur Gísladóttir sé að vinna með leik- hópnum að hljóðmyndinni sem leik- ararnir flytja að hluta: ?Við erum að skapa andrúm sem er sögunni trútt, heim sem þetta fólk býr í. Það er glíma að halda utan um þorpið og sveitirnar í kring. Þetta er lítið sam- félag. Ég upplifi þetta sem hluta fyrir heild. Er lífið í litlu þorpi ekki það sama og í 101, London París Róm. Fegurðin í þessu verki fyrir mér er það hvernig fólk vaknar morgun hvern til lífsbaráttunnar, hvernig það reynir að vera mann- eskjur allan daginn, það skiptir ekki máli hvar þú ert staddur. Ástin er ekkert sterkari, sorgin ekkert dýpri í litlu þorpi en alls staðar. Það er einhver fegurð í því hvernig við vöknum og tökumst á við hversdag- inn. Það er fegurð í því hvað lífið er alls konar, stundum erfitt, það eru litlir hlutir sem einstaklingar eru að glíma við sem hafa lítið að gera við alheimssamhengi heimsstjórn- málanna sem eru stór mál fyrir þann sem í því lendir. Og í samhengi við það sem er að gerast í dag, það er ólgusjór, það er havarí, samt þarf fólk að vakna á morgnana og fara með börnin í skólann, reyna að elska maka sinn, sýna samviskusemi og dugnað í starfi, finna einhverja leið til að vera góð manneskja.? Hilmar hefur lengi deilt starfs- kröftum sínum milli þess að leiða Hafnarfjarðarleikhúsið ásamt Erling Jóhannessyni og leikstjórn í stærri leikhúsum heima og heiman. Hann hefur leikið í kvikmyndum og var í fyrra í hlutverki norður á Akureyri, í verki eftir Björn Hlyn Haraldsson, sem kemur á fjalirnar í Hafnarfirðinum eftir áramót. Reyndar hefur aðsókn í Hafnarfirð- inum og ásókn frjálsra hópa þangað verið óvenju mikil á þessu hausti. Hann þekkir því til beggja heima: ?Í sjálfstæðu leikhúsunum kunna menn að vera fátækir. Allur sá geiri er rekinn undir áætlun og hefur alltaf verið. Núna eru minni pening- ar og þá eru hóparnir betur staddir en stofnanir sem hafa verið með fjármagn sem hefur varla dugað, en vél sem er stór og umfangsmikil. Ég hugsa að það sé erfiðara í fram- kvæmd að taka niðurskurði þar ef það verður. Maður veit svo sem ekki hvað hangir á spýtunni, en leik- húsið hefur hlutverk á öllum tímum. Svo er bara spurningin hvað menn velja sér, hvað er viðfangsefnið, til dæmis núna í þessum ólgusjó. Ég byrjaði að vinna að þessu í mars, hér voru fundir í sumarbyrjun og svo fórum við að æfa í haust en þá hafði allt breyst. Ég áttaði mig á því að fólkið sem kæmi á þessa sýningu í byrjun næsta árs yrði annað fólk en það sem ég þóttist ætla að tala við í sumar. Verkið talar til okkar með öðrum hætti, við mætum því með breytta lífssýn. Það eru tíu þúsund manns sem keyrðu þjóðfélagið á þennan stað, það eru önnur tíu þúsund sem eru að mót- mæla á götum og torgum, en svo eru þrjúhundruð og tíu þúsund sem vakna á morgnana, reyna að vera góðar manneskjur og þreyja þetta líf. þetta skrítna og margslungna bil milli lífs og dauða. Þetta leikrit fjallar svolítið um það fólk.? Að vakna til Sumarljós, og svo kemur nóttin, ljóðræn skáld- saga Jóns Kalmans frá 2005, vakti mikla athygli á sínum tíma. Fram að jólum verður stór vinnu- hópur leikara og annarra starfsmann Þjóðleikhúss- ins önnum kafi nn við að koma heimi og andblæ skáldsögunnar á svið. Sumarljós er jólaverkefni Þjóðleikhússins. Höf- undur leikgerðarinnar og leikstjóri er Hilmar Jónsson. LEIKLIST PÁLL BALDVIN BALDVINSSON Ég lagði af stað með löngunina að ná andrúmi sögunnar, reyna að fanga and- rúm, einhverja snilld sem Kalman hefur tekist að kalla fram í sögunni. Svo kemur maður með þetta inn í leikhúsið ? LÍFSBARÁTTUNNAR Hilmar á sviði Þjóðleikhússins þar sem æfingar á Sumarlandinu eru á lokasprettinum. MY ND FRE T T ABLAÐIÐ ARNÞÓR Suðurgata 41 · 101 Reykjavík · sími 530 2200 · www.thjodminjasafn.isSuðurgata 41 · 101 Reykjavík · sími 530 2200 · www.thjodminjasafn.is Opið alla daga vikunnar nema mánudaga kl. 11-17 safnbúð þjóðminjasafnsins Samstæðuspil Sérpakkað súkkulaði njasafn.is i Rósavettlingar Fallegir minjagripir, íslensk hönnun, handverk og fróðlegar bækur Safnbúð Þjóðminjasafnsins framleiðir vandaða minjagripi, leikföng og gjafavöru. Ný og fersk hönnun sem færir muni, ljósmyndir, myndlist og handverk safnsins í nútímalegan og fallegan búning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.