Fréttablaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 40
MENNING 12 Á þeim dögum þegar myndbandið var í hröð- um uppvexti urðu til á Norðurlöndum fjöldi fyrirtækja sem seild- ust hingað norður með kaupum á rétti fyrir Ísland. Eitt þeirra var Scanbox sem nú er í íslenskri eigu að stórum hluta. Þegar Sigurjón Sighvatsson kom sér upp starfs- stöð á Norðurlöndum keypti hann hlut í Scanbox. Eftir sem áður er framleiðsla hans í fullum gangi vestanhafs. Heimurinn er honum þorp - hafi hann síma. Undir stjórn Sigurjóns hefur Scanbox sótt fram og dreifir kvik- myndum á öllum Norðurlöndum: ?Kvikmyndaiðnaður heimsins gekk í gegnum miklar breytingar á fáum árum, meiri en aðrir ef frá er talinn bílaiðnaðurinn, alþjóða- væðingu, ný dreifingarform og nýja tökutækni. Umrótið var ekki yfirstaðið þegar vefurinn varð stjórnlaust dreifingarkerfi og niðurhalið fór að skerða tekju- stofna framleiðenda. Og sér ekki fyrir endann á því.? Sigurjón segir norræna markað- inn skiptast nú í ódýrari myndir fyrir heimamarkaði og dýrari verk sem ná dreifingu á öllum Norður- löndum og víðar. Hann nefnir Val- halla Rising eftir Nikulás Vinding Revn sem frumsýnd verður í ágúst á næsta ári og hann framleiðir ásamt Þóri Snæ syni sínum og kvikmyndafyrirtækinu Nimbus Film sem meðal annars framleiddi vinsælustu mynd Dana á þessu ári Flammen og Citronen. Valhalla Rising er þegar seld til 20 landa og á góða möguleika á Norðurlöndum þótt hún sé leikin á ensku. Mads Mikkelsen fer með aðalhlutverkið og er þetta fyrsta víkingamyndin sem kemur út á Norðurlöndum um langa hríð. Hún kostaði 7 miljónir dala og er ein dýrasta mynd sem gerð hefur verið þar um langt skeið. Meðal annarra verka sem nú eru í dreifingu á vegum Scanbox má nefna Mýrina sem nú er í sýning- um í Danmörku. Sigurjón segir þá hafa gert sér vonir um að Mýrin gengi betur: ?Það var okkar sök, við kunnum ekki að markaðssetja hana rétt, en nú er margt til að hjálpa okkur. Sögur Arnaldar eru vel þekktar og þegar sjónvarps- þáttaraðirnar íslensku komast í dreifingu á Norðurlöndum verður róðurinn auðveldari.? Hann er sannfærður um að Grafarþögn muni ganga betur þegar hún verður til. Sigurjón segir að í ódýrari myndum megi ráðast í danska, norska eða sænska útgáfu af sömu sögunni, nefnir Olsen-banden sem auðvelt sé að færa milli landa. Það sé mikilvægt að stefna á fram- leiðslu á Norðurlöndum utan styrkjakerfisins sem marki öll verk sem fara þá leið: ?Zentropa Lars von Trier framleiðir myndir í röðum en þær ná ekki til almenn- ings, hafa að undanförnu allar verið undir 50 þúsundum í aðsókn og eru nú farnar að skaða hags- muni danskra kvikmynda.? Scanbox getur ekki kvartað yfir aðsókn: Hin ósýnilegu eftir norska leikstjórann Erik Poppe gengur vel, hina geysivinsælu Far til fire hafa yfir fjögurhundruð þúsund danir séð á síðustu mánuðum, en hún byggir á gamanmyndum sem gerðar voru á sjötta og sjöunda áratugnum: ?Þær eru gamalt vín á nýjum belgjum. Sumar sögur búa yfir þeim gæðum að þær ná til allra samfélaga, krossa öll landa- mæri.? Gamanmyndin Blaa mænd var afar vinsæl í haust í Danmörku, gestir nálgast hálfa miljón. Önnur mynd sem gerir það gott er nork- ska unglingamyndin Fatso, sem nálgast nú 150 þúsund gesti í Nor- egi. Öllum þessum titlum dreifir Scanbox og á hlut í framleiðsl- unni. Margar myndir eru í undirbún- ingi: Pax er nú í eftirvinnslu en handritið að henni skrifar Lars Góðar sögur NÁ YFIR LANDA Nú þegar ríkisstjórnin hefur lýst þeirri ætlan sinni að verja fé til mannaflsfrekra framkvæmda þarf að gaumgæfa vel hvar best er að bera niður. ?Vegavinna og bygg- ingaframkvæmdir eru langt frá því að vera það eina sem til greina kemur.?. Kvikmyndagerð er mjög mann- aflsfrekur iðnaður. Langmestur hluti þess fjár sem fjárfest er í kvikmyndagerð fer í launa- greiðslur kvikmyndagerðar- manna, tæknifólks, leikara, höfunda, hönnuða og mikils fjölda ófaglærðs aðstoðar- fólks. Kvikmyndagerð getur því flestum öðrum fram- leiðslugreinum fremur kallast mannaflsfrek og fellur því sérstaklega vel að því markmiði ríkisstjórnar- innar að koma fjármun- um í vasa fólks en ekki auðmanna eða fyrir- tækja. En kvikmyndagerð hefur fleiri kosti en að vera mannaflsfrek og dreifa fjárfestingunni til mikils fjölda fólks. Í fyrsta lagi dregur hún til sín annað fjár- magn jafnt innan lands sem utan. Í öðru lagi seljast afurðirnar hér á landi og erlendis. Sem dæmi má nefna að allar sjón- varpsþáttaraðirnar sem hér hafa verið framleiddar á liðnu ári hafa fengið alþjóðlega dreifingu, sem hlýtur að teljast ótrúlegur árangur í ljósi þess að við erum að feta fyrstu skref okkar í framleiðslu á slíku efni. Í þriðja lagi er kvikmyndagerð þekkingariðnaður í þess orðs bestu merkingu; iðnfram- leiðsla sem byggir fyrst og fremst á skapandi hugmynd- um og frjórri hugsun. Ein- mitt sú tegund iðnaðar og framleiðslu sem stjórnmála- menn tala um að við þurfum að byggja á í framtíðinni. Kvikmyndagerð er raunar einkar vel til þess fallin að standa undir slíkum kröfum. Markaðir heimsins fyrir kvikmyndir og sjónvarps- efni eru nán- ast ótæmandi og taka auð- veldlega við öllu því efni sem við munum nokkru sinni geta framleitt. Efnið þarf auð- vitað að vera af tilskildum gæðum en engin ástæða er til að óttast að við stöndum ekki undir þeim kröfum, eins og dæmin sanna. Ríkisstjórnin með menntamála- ráðherra í broddi fylkingar ætti nú þegar að veita verulega auknu fé til Kvikmyndmiðstöðvar til að stórefla hér framleiðslu kvikmynda og sjón- varpsefnis. Við eigum nóg af fólki og fyrirtækjum sem geta unnið þetta verk með sóma. Jafnframt er nauðsynlegt að iðn- aðarráðherra hækki endurgreiðslu- prósentu vegna kvikmyndagerðar úr 14 í 20%. Þá værum við komin á sambærilegan stað og flest ríki Evr- ópu sem reyna að laða til sín erlend kvikmyndaverkefni. Það hefur verið sýnt fram á, bæði hér og erlendis, að slík aðgerð skilar rík- inu meiru en hún kostar, fyrir utan hin jákvæðu áhrif á kvikmyndagerð heimalandsins og ferðaþjónustuna. Kvikmyndaframleiðsla hefur alla burði til að skapa samfélaginu veru- legar tekjur þegar fram í sækir. En til að svo geti orðið þurfa stjórn- málamenn að láta athafnir fylgja orðum sínum um eflingu þekking- ariðnaðar á Íslandi. Margar þjóðir hafa farið þessa leið með góðum árangri. Okkur mun ekki leiðast það að innan fárra ára verði Ísland þekkt fyrir framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis. Áhrif þess munu líka verða mikil og jákvæð á mörg- um sviðum samfélagsins. Við höfum áður sagt heiminum sögur og nú er kominn tími til að við látum í okkur heyra að nýju. Björn Brynjólfur Björnsson Mannaflsfrekar framkvæmdir Björn Brynjólfur leik- stjóri heldur fram hlut kvikmyndaiðnaðarins í grein sinni. Eitt dreifi ngarfyrirtæki á Norðurlöndum er í íslenskri eigu. Sigurjón Sighvatsson eignaðist hlut í Scanbox fyrir fáum misserum og eiga kvikmyndir þess góðu gengi að fagna í Skandinavíu um þessar mundir. KVIKMYNDIR PÁLL BALDVIN BALDVINSSON bergvík ehf. - Nethyl 2D - 110 Reykjavík - S: 577 1777 - bergvik@bergvik.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.