Fréttablaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 50
26 14. desember 2008 SUNNUDAGUR folk@frettabladid.is > HAMINGJUSÖM Scarlett Johansson segir lífið eftir brúðkaup vera „fallegan tíma“. Hin 24 ára gamla leikkona giftist leikaran- um Ryan Reynolds 32 ára í september og kann vel við breytinguna sem hefur orðið á sambandi þeirra eftir að þau gengu í hjónaband. Scarlett segir að þau Ryan séu yfir sig ástfangin og njóti að þróa samband sitt. Hún segir það ekki sjálfgefið að hitta rétta manneskju á réttum tíma og það sé mikilvægt að þekkja sjálfan sig áður byrjað er í sam- bandi. Guillermo del Toro segir það ólíklegt að hann kvikmyndi á nýjan leik í heimalandi sínu Mexíkó. Ástæðan er öryggisleysi eftir að föður hans var rænt þar í landi fyrir tíu árum. Honum var á endanum sleppt en fjölskylda leikstjórans segir að henni hafi borist dauðahótanir eftir atvikið. Del Toro, sem er þekktastur fyrir Hellboy-myndirnar og Pan´s Labyrinth, finnur fyrir óöryggi sem leikstjóri í landinu vegna þess að hans daglega rútína fer fram fyrir opnum tjöldum. „Ekki allir þeir sem tóku þátt í mannráninu voru hand- teknir,“ sagði del Toro, sem leiðist mjög að geta ekki starfað í heimalandinu. Um þessari mundir býr hann í Nýja Sjálandi þar sem tökur á Hobbitanum hefjast á næstunni. Einna flest mannrán í heiminum eiga sér stað í Mexíkó, eða 72 á mánuði að meðaltali. Eitthvað hefur þó dregið úr þeim síðan í ágúst eftir að stjórnvöld ákváðu að taka betur á þessu alvarlega vandamáli. Leikstýrir ekki aftur í Mexíkó GÓÐIR SAMAN Guillermo del Toro, lengst til hægri, ásamt kollegum sínum Alejandro Inárritu og Alfonso Cuarón. Svo óvenjulega vill til að all- ir íbúar hússins að Starhaga 5 eru samkynhneigðir. Felix Bergsson og Baldur Þór- hallsson munu þó brátt sjá á eftir leigjendum sínum, þeim Ólínu Viðarsdóttur og Eddu Garðarsdóttur. „Þetta eru miklir heimsborgarar, þeir Baldur og Felix,“ segir Edda Garðarsdóttir, landsliðskona í fót- bolta og verðandi leikmaður sænska liðsins Örebro. Hún leigir ásamt unnustu sinni, Ólínu Guðbjörgu Við- arsdóttur, stúdíóíbúð af þeim Baldri Þórhallssyni og Felix Bergssyni á Starhaga í Vesturbænum. Sambúð paranna tveggja hefur gengið ágæt- lega fyrir sig en samneytið hefur reyndar ekki verið mikið. „Við erum náttúrulega öll mjög önnum kafið fólk og höfum því ekkert haft neitt sérstaklega mikinn tíma til að kynn- ast náið,“ segir Felix. Þó var þeim Eddu og Ólínu Guð- björgu boðið í úrvals lambalæri í vikunni og þær fengu forláta plöntu að gjöf nýverið fyrir árangurinn með landsliðinu. Það tryggði sér, eins og öllum ætti að vera kunnugt um, sæti á Evrópumótinu næsta sumar. Hins vegar upplýsir Edda, með nokkrum trega í röddinni, að plantan hafi því miður drepist enda hefur verið í nægu að snúast. „Þeir voru síðan svo góðir að lána okkur bók um París þegar við fórum þang- að og leiðbeindu okkur hvaða staði maður ætti að skoða þar,“ segir Edda og ekki laust við að hún eigi eftir að sakna Baldurs og Felix þegar þær halda utan í atvinnu- mennsku. „Við höldum samt ekkert út fyrr en í febrúar,“ segir Edda. Hún viðurkennir að það sé smá kvíði yfir því að vera að halda utan í atvinnumennskuna. „Nú ríður bara á að standa sig, það þýðir ekk- ert að kaupa árskort í ræktina og mæta síðan ekki.“ Samlíking sem margir kannast við. Felix viðurkennir að hann sjá mikið eftir þeim stúlkum. Þær hafi verið frábærir leigjendur. „Þetta er nú það góða við að hafa íþrótta- fólk sem leigjendur, þær eru svo reglusamar og skilvirkar,“ segir Felix sem sýtir það kannski helst að Edda og Ólína hafa verið í fremstu víglínu KR og leitt liðið til ófárra meistaratitla. Felix er nefni- lega dyggur stuðningsmaður KR. „Við verðum bara að styðja þær í gegnum landsliðið í sumar,“ segir Felix sem er nú á að leika í sinni árlegu jólasýningu, Ævintýri um Augastein, en það er sýnt í Hafnar- fjarðarleikhúsinu. Þetta er sjöunda árið í röð sem Felix er með þessa sýningu. „Svo erum við Gunnar [Helgason] að gefa út allt efnið okkar frá Stundinni okkar þannig að það er í nægu að snúast.“ Bald- ur, sem er stjórnmálafræðingur, hefur væntanlega líka haft í nægu að snúast enda hefur sjaldan eða aldrei gengið jafnmikið á í heimi stjórnmálanna og nú. freyrgigja@frettblaðið.is Hýrt hús í Vesturbænum SÁTT OG SAMLYNDI Þeir Baldur og Felix bera þeim Eddu og Ólínu vel söguna. Pörin snæddu meðal annars úrvals lambalæri á dögunum auk þess sem landsliðskonurnar fengu plöntu að gjöf fyrir framúrskarandi árangur með lands- liðinu. Hún er hins vegar dauð. Dúettinn Pikknikk, sem er skipaður parinu Þor- steini Einarsyni úr Hjálmum og Sigríði Eyþórs- dóttur, hefur gefið út plötuna Galdur. Útgáfu- fyrirtækið Kimi Records dreifir plötunni sem hefur að geyma túlkun þeirra á blússkotinni þjóð- lagatónlist. Útgáfutónleikar vegna plötunnar verða haldnir í Fríkirkjunni kl 21 í kvöld og er miðaverð 500 krónur. Miðar verða seldir við innganginn og verður platan á tilboðsverði. Nálgast má frekari upplýsingar um Pikknikk á heimasíðunni www. myspace.com/pikknikk. Spila í Fríkirkjunni PIKKNIKK Dúett- inn Pikknikk heldur útgáfutónleika í kvöld til að fagna plötu sinni Galdur. w w w .h ir zl an .i s Smiðsbúð 6 210 Garðabæ Sími 564 5040 Jólatilboð 20% afsláttur af öllum skrifborðsstólum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.