Fréttablaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 6
6 14. desember 2008 SUNNUDAGUR VIÐSKIPTI ?Það er fáránlegt að fólk láti bílana standa á sölu á fullri tryggingu og bifreiðagjöldum,? segir Trausti Jónsson, löggiltur bifreiðasali í Bílfangi. Trausti telur það vera bæði hag bíleigenda og bílasala að bílar í sölumeðferð séu teknir af númer- um. Að sögn Trausta er algengt um þessar mundir að bílar standi um það bil þrjá mánuði á sölu. Í því til- felli sé hægt að spara allt að 40 til 50 þúsund krónur í bifreiðagjöld og tryggingar með því að skila númerunum inn til Umferðar- stofu. ?Á meðan gætu bílasalarnir gegn vægu gjaldi lagt til sérstök rauð númer sem eru til reynslu- aksturs og eru með kaskótrygg- ingu,? segir hann. Trausti viðurkennir að það þyki ef til vill ekki sölulegt ef bílar eru númerslausir. Þess vegna þurfi bílaumboð og bílasölur að ná víð- tækri samstöðu um breytinguna að erlendri fyrirmynd en þar tíðk- ist ekki að bílar séu á númerum á sölu. ?Þannig gætu seljendurnir spar- að og strangari reglur myndu gilda um reynsluakstur en nú við- gengst. Menn gætu þá kannski fengið að prófa bílana í tvær eða þrjár mínútur og farið síðan með þá í ástandsskoðun ef þeir hafa áhuga á að kaupa. Þetta er vissu- lega bæði gerlegt og mögulegt.? - gar Löggiltur bifreiðasali leggur til nýja siði við sölu á notuðum bílum: Takið bílnúmerin af og sparið TRAUSTI JÓNSSON ?Þetta er mitt innlegg í allt krepputalið,? segir bílasali um sparnaðartillögur sínar fyrir seljendur notaðra bíla. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HÖNNUN Arkitektafélag Íslands vill annast sýningu á tillögum úr sam- keppni um höfuðstöðvar Lands- bankans. Úrslit liggja fyrir en eru óbirt. ?Venjan er sú í samkeppnum að verkkaupi sér alfarið um að til- kynna úrslit opinberlega, halda sýningu á innsendum tillögum og gefa út samantekt á niðurstöðum samkeppninnar. Vegna þeirrar óvenjulegu aðstöðu sem komin er upp treystir Landsbankinn sér ekki til að standa þannig að málum,? segir Í bréfi Sigríðar Magnúsdóttur, formanns Arki- tektafélagsins til Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra. Sigríður segir Arkitektafélagið hafa átt aðild að samkeppni Lands- bankans og vilja standa að kynn- ingu á niðurstöðum hennar í sam- vinnu við borgaryfirvöld. Heimsfrægar arkitektastofur voru meðal 21 stofu sem valdar voru til þátttöku. Björgólfur Guð- mundsson, aðaleigandi Landsbank- ans, var sjálfur formaður dóm- nefndarinnar og lágu niðurstöður hennar fyrir í júní, að því er Sigríður segir Fréttablaðinu. Kveður hún mjög brýnt að þagn- arskyldu á samkeppninni verði aflétt og að til þess verði séð að til- lögurnar komi fyrir almennings- sjónir. ?Úrslitin voru kynnt í kyrrþey en hafa ekki verið opinberuð og um þær er enn þagnarskylda. En við viljum endilega að haldin verði sýning á þessum tillögum því þarna er 21 tillaga um það hvernig hægt er að nýta þetta svæði í hjarta borgarinnar,? útskýrir Sig- ríður. Arkitektastofurnar 21 fengu greiddar 50 þúsund evrur hver fyrir þátttöku í fyrsta þrepi sam- keppninnar. Fimm stofur voru valdar inn á síðara þrepið og skiptu þær með sér 300 þúsunda evra verðlaunum. Þátttökuþóknanir og verðlaunafé nemur þannig um 150 milljónum króna að núvirði. Það og annar kostnaður hefur þegar verið greitt. Samanlagt má gera ráð fyrir að kostnaður við sam- keppnina hafi hlaupið á hundruð- um milljóna króna. Í ljósi gjör- breyttra aðstæðna blasir við að ekki verði byggt eftir tillögunni sem hreppti fyrsta sætið. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins var vinningstillagan unnin í sam- starfi íslenskra og útlenskra arki- tekta. Borgarstjóri vísaði erindi Arki- tektafélagsins til umfjöllunar hjá skipulagsfulltrúa borgarinnar. gar@frettabladid.is Leynd verði aflétt af Landsbankatillögum Arkitektar vilja liðstyrk borgarinnar til að sýna tillögur í samkeppni upp á hundruð milljóna um höfuðstöðvar Landsbankans. Niðurstöður lágu fyrir í júní en bankinn treystir sér ekki til að birta þær. Úrslitin eru enn trúnaðarmál. HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDSSON AUSTURBAKKI Höfuðstöðvar Landsbankans voru fyrirhugaðar við austurendann á Tollhúsinu þar sem hvíta líkanið er sýnt lengst til vinstri á myndinni. Ertu sátt(ur) við skattahækkun ríkisstjórnarinnar? Já 13,3% Nei 86,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlar þú að flytja af landi brott vegna kreppunnar? Segðu skoðun þína á vísir.is MEXÍKÓ, AP Umhverfisráðherra Mexíkó lýsti því yfir á loftslags- ráðstefnu SÞ í Poznan í Póllandi að mexíkósk stjórnvöld hefðu ákveðið að setja sér það markmið að helminga losun gróðurhúsa- lofttegunda fyrir árið 2050, miðað við losun ársins 2002. Mexíkó er eitt fárra þróunarlanda sem hefur lýst sig reiðubúið að taka á sig bindandi markmið af þessu tagi. Umhverfisráðherra Mexíkó sagðist vonast til að áætlunin yrði öðrum löndum hvatning til dáða, og til að hjálpa Mexíkóum með þær fjárfestingar í umhverfis- vænni tækni sem þarf til að markmiðið náist. - aa Loftslagsstefna Mexíkó: Helmingslækk- un losunar STJÓRNMÁL ?Mér sýnist málin liggja þannig að aðild að ESB er sú lausn sem Samfylkingin hafi boðið upp á og í raun sé hún að bíða eftir Sjálfstæðisflokknum,? segir Eiríkur Bergmann, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. ?Og ef Sjálfsstæðisflokkurinn klárar ekki málið þá líti Samfylkingin til annarra kosta.? Er hann þar að vísa til ummæla Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingar, sem sagði í gær að stjórnarsamstarfinu yrði sjálfhætt ef Sjálfstæðisflokkurinn ákvæði á landsfundi í janúar að sækja ekki um aðild að ESB. Hann segir jafnframt að Sjálf- stæðisflokkurinn sé í raun að reyna að breyta afstöðu sinni í Evrópu- málum án þess að koma við kaunin á andstæðingum aðildar og vísar þar til dæmis til greinar Illuga Gunnarssonar og Bjarna Benediktssonar í Fréttablað- inu í gær. ?Það er stórmerkileg yfirlýsing að sækja um aðild og leggja síðan samninginn í þjóðaratkvæða- greiðslu,? segir hann. ?Þeir eru í raun að segja að það eigi ekkert að hlusta á það sem kemur út úr landsfund- inum í janúar. Stjórnmálamenn eiga yfirleitt erfitt með það að segjast hafa skipt um skoðun en það er einmitt það sem menn virðast vera að gera hér en nota þessi orð til þess.? Hann segir að nú heyrist mun meira í þeim sjálf- stæðismönnum sem eru jákvæðir í garð ESB en minna í þeim sem séu því andvígir. Áður hafi því verið öfugt farið. - jse Stjórnmálafræðingur segir ESB-sinna í Sjálfstæðisflokknum hafa tekið yfir: Breyta stefnunni lymskulega EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON FORSÆTISRÁÐHERRANN OG FORSETINN Geir H. Haarde er hér ásamt José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB. KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.