Fréttablaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 24
MENNING 4 Í Kópavoginum var einu sinni maður sem fannst svo gaman að fá bílprófið að kann keyrði samfleytt í þrjá sólarhringa. Á þessum tíma var bensín ódýrara en í dag. Á þriðja sólarhring stoppaði löggan hann hjá Kópavogslæk og ?spraut- aði hann niður?, eins og það var kallað. Hugleikur hefur verið í svipuðu æði en er ekki með bíl- próf svo hann teiknar. Auk þess að teikna í þrjár teiknimyndabækur á árinu teiknaði hann líka síma- skrána. Það eru þokkaleg afköst. Auðvitað skilar hamhleypnin sér í slöppu stöffi inn á milli og það er bara þannig. Það er ekki hægt að ætlast til að allt sem Hugleikur gerir sé gott. Ég ætla að hlífa lesendum við tuggunni um að teiknimyndasögur séu ekki bara fyrir börn og ungl- inga. Íslensk teiknimyndasagna- gerð er blessunarlega ekki lengur eitthvert jaðarsport því bæði Hug- leikur og Halldór Baldursson hafa teiknað sig upp úr jaðrinum. Þeir standa fremstir íslenskra teikni- myndakarla í dag. Jarðið okkur er áttunda og síð- asta ?okkur? bókin. Okkur-bæk- urnar eru það sem kom Hulla á kortið. Sú fyrsta kom 2002 og heit- ir Elskið okkur. Síðan er Hugleik- ur búinn að drepa, ríða, bjarga, ferma, fylgja og kaupa okkur. Bækurnar eiga það sameiginlegt að þær eru með einum Óla prik- kalla brandara á hverri síðu. Lest- ur þeirra fer þannig fram að maður les og flettir og glottir skömmustulega og hlær annað slagið annað hvort inn í sig eða upphátt. Það er engin tilviljun að ein safnbók Hugleiks á ensku hafi heitið Should you be laughing at this? Maður spyr sig, er ég algjör drulluhali fyrir að finnast þetta fyndið? Um höfundinn hefur verið sett fram sú tilgáta að þar fari kolvit- laus sækópati sem stundi líklega mannát í leynum og sé með pynt- ingaklefa í kjallaranum. Hvernig er annars hægt að láta sér detta svona ógeð í hug? Hugleikur er auðvitað enginn sækópati þótt hann eigi gaddadildó. Nei, grín. Mér finnst hann satt að segja fara snyrtilega með þennan húmor. Hann er næstum því alltaf gáfu- legur í klóakinu. Þessi ósvífni og mannkynshatandi húmor er svo sem ekkert einsdæmi í skemmt- anaheiminum. Aðdáendur þess ágæta sjónvarpsþáttar South Park og þess ömurlega Family Guy eru sigldir á þessum miðum. Ég nenni ekki að setja mig í gáfulegar stellingar og tuða eins og eitthvert háskólagengið frík um djúpan boðskap skrípósins. Að þar sé deilt á yfirborðskenndan og guðlausan veruleika nútíma- mannsins og jadda jadda. Ég nenni hreinlega ekki að leggja dýpri meiningu í stöffið en að annað hvort sé það fyndið eða ekki. Hvað fólki finnst fyndið er náttúrulega gríðarlega persónubundið svo ég get bara talað fyrir sjálfan mig. Og Jarðið okkur er ófyndnasta okkur-bók Hugleiks. Alltof oft hugsar maður: Nei andskotinn, þetta var nú einum of slappur kúk- eða typpa-brandari. Hugleikur gerir sér grein fyrir slappleikan- um, að hann sé orðinn tæpur á innistæðunni, og ?feidar? bókina út í sífellt ruglingslegri djókum, eins og illa haldinn Tourette- sjúklingur að sofna. Bókin er þó full af fínu stöffi, jafnvel frábæru, svo endilega komplíterið safnið með henni. Í Ókei bæ 2 fær Hugleikur víð- ari ramma til að fylla út í þótt enn séu Óla prik-kallarnir aðal. Hug- leikur getur gert það sem hann vill og gerir það. Hann veður úr einu í annað og er í miklu stuði, bráðskemmtilegur og frjór. Bókin löðrar í hugmyndaauðgi. Bókin er eins og smásagnasafn, ef til vill eins og Ástir samlyndra hjóna Guðbergs Bergssonar í teikni- myndaformi. Hugleikur sjálfur kemur meira að segja fyrir í henni, í kúkaviðræðum við útgefanda sinn. Hugleikur ætti endilega að troða sér meira inn í bækurnar sínar. Ókeiið er besta verk Hug- leiks á árinu. Ókei bæ 3, takk, sem fyrst. Sögurnar um Eineygða köttinn Kisa finnst mér frekar slappar, alltof unglingalegar eitthvað, eins og útgáfa frá Hinu húsinu, með fullri virðingu fyrir þeirri stofnun. Eineygði kötturinn Kisi og ástandið er þriðja bókin í seríunni og þar leitast Hugleikur við að kryfja kreppuna og aðdraganda hennar. Krufningin ristir varla í gegnum húðina. Kisi og hin sögudýrin eru 101-listakrakkar og Davíð Oddsson er að því er virðist eini vondi karl- inn. Bókin endar með því að ungi grínistinn Davíð kallar á hjálp innan úr gamla vonda Davíð. Síðari hluti sögunnar er á leiðinni svo það gæti eitthvað ferskt og spennandi gerst í uppgjöri Hugleiks við ástandið. Hann, líkt og aðrir listamenn, hefur að minnsta kosti helling um að hugsa í svona fokkt samtíma. Dr. Gunni Verk Satans. Það má lengi kenna Satani ræflinum um allt. Úr Ókei bæ 2. Gáfulegur í klóakinu JARÐIÐ OKKUR Hugleikur Dagsson ??? ÓKEI BÆ 2 Hugleikur Dagsson ???? EINEYGÐI KÖTTURINN KISI OG ÁSTANDIÐ Hugleikur Dagsson ?? ÞÓR Í HELJARGREIPUM Friðrik Erlingsson Teikningar: Gunnar Karlsson ???? Þór í heljargreipum segir frá upp- hafi funda Þórs þrumuguðs við hamarinn Mjölni. Þór er alinn upp í mannheimum, dugmikill ungur járnsmiður. Hann langar þó að verða mikill stríðsmaður þvert gegn vilja móður hans, sem leggur sig fram við að vernda strákinn gagnvart örlögunum sem hljóta að fylgja því að vera sonur Óðins. Þór og Mjölnir lenda saman í sínum fyrstu ævintýrum og kynn- ast heimsmynd ásatrúarinnar. Ævintýraheimur sá sem Snorri Sturluson lýsti af mikilli snilld í Eddu er engu líkur og ekki nokkur ástæða til þess að skapa nýjan. Höfundur hleypir nýju lífi í goða- fræðina, söguheiminn og persón- urnar þekkjum við en atburðirnir sem hér segir frá eru hvergi ann- ars staðar skráðir. Friðrik er þjálf- aður penni og sagan rennur áreynslulaust með nákvæmum lýsingum á umhverfi og atburð- um. Á köflum beitir hann ritbrögð- um til þess að gera söguna senni- legri og lætur sem heimildum beri ekki saman um hvað hafi nákvæm- lega gerst við hinar og aðrar aðstæður. Með því að vera skrá- setjari frekar en höfundur á titil- síðu leikur hann enn frekar á þá strengi. Það verður að teljast frek- ar óvanalegt að við útgáfu bókar hafi þegar verið unnið að gerð myndarinnar í fjögur ár. Friðrik er höfundur handrits að alþjóð- legri tölvuteiknimynd sem byggir á sömu sögu og hér kemur fyrir sjónir lesenda. Í ljósi þess kemur ekki á óvart að örlagaríkustu þætt- ir bókarinnar eru eins og hasar- senur í tölvuleik. Gunnar Karlsson á heiðurinn af teikningunum í bókinni og er aðal- hönnuður útlits og karaktera í myndinni, bók og mynd virðast því haldast alveg í hendur þó það verði ekki ljóst fyrr en að ein- hverjum árum liðnum. Þór í heljargreipum er æsi- spennandi saga sem vekur goða- fræðina til lífs og segir frá baráttu góðs og ills, til síðasta blóðdropa. Hildur Heimisdóttir Úr öskustónni Friðrik Erlingsson vinnur upp sögur af vandræðadrengnum Þór. Bætum samskiptin! Gary Chapman hefur áratuga reynslu af því að leiðbeina hjónum um það hvernig best sé að tjá ást sína. Vegna þess hve ólík við erum þurfum við að læra og nota ástartáknmál maka okkar. Hagnýt ráð og fjöldi dæma um góðan árangur við rétta tjáningu ástar! Alþjóðleg metsölubók. Von þess sem misst hefur Höfundur missti heila fjölskyldu í flóðbylgjunni um jólin 2004. Sorgin helltist yfir, efinn fyllti hugann, spurningarnar urðu ágengar. Hvernig getur vonin komið til hjálpar við slíkar aðstæður? Bókin hefur komið út í mörgum upplögum í Danmörku. Fimm táknmál ástarinnar Gary Chapman Fimm leiðir til að tjá maka sínum einlæga ást Dauðinn, sorgin og vonin F lem mi ng K ofo d-Sv end sen Bókaútgáfan Salt ehf. saltforlag.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.