Fréttablaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 28
MENNING 8 fullt ástand. Það veit enginn orsak- ir fyrir einhverfu, engin lyf eru til við henni. Þetta var eitthvað sem ág ætlaði alltaf að stúdera. Ég fékk áhuga á henni í kringum Niceland. Það var yfirborðsbragur á þekking- arleitinni. Ég er latur, mér gengur illa að fara inn í einhvern hlut. Að stúdera er svolítið átak. Ég var heillaður af krökkunum sem voru sum einhverf sem léku í fyrstu atriðunum í Niceland og fann á mér að ég ætti eftir að gera eitthvað um einhverfu, ætlaði að gera sögu sjálfur um einhverfu. það er svo margt sem kemur bara til manns þegar maður á síst von á því. Ég fékk ekki brennandi áhuga á þessu fyrr en mér var boðið að gera þessa heimildarmynd sem Margret Dag- mar Ericsdóttir er hvatamaður að og framleiðir ásamt Kristínu Ólafs- dóttur. Ég hef orðað það þannig að galdralæknir í Afríku veit jafn mikið um einhverfu og hinn vest- ræni læknir. Fáviska fólks og for- dómar. Það eru allir góðir við þetta fólk og ýmislegt gert fyrir það á Vesturlöndum, búin til falleg sam- býli og svona, en það er fullt af þessu fólki sem er ekki tekið út úr einhverfunni og reynt að gera líf þess bærilegra til dæmis með því að kenna því að tjá sig. Það er svo rosalega margt hægt að gera fyrir þetta fólk. Þetta bitnar aðallega á ættingjunum og þeim nánustu sem vita því miður oft svo lítið hvaða möguleikar eru í stöðunni. Það eru miklu fleiri möguleikar en boðið er uppá.? Utangarðs ?Vegna veikinda Pálma Guðmunds- sonar sem hafði verið vinur minn síðan við vorum níu ára hafði maður á tímabili haft áhuga á helstu höf- undum anti-sálarfræðinnar, las Cooper og Laing og sýndi myndir í Fjalakettinum um þá. Þó það sé búið að sanna þær kenningar rang- ar um flest þá er margt líkt með einhverfunni og geðsýkinni að því leyti hvernig samfélagið höndlar þetta. Geðveikum eru gefin lyf og þá er hægt að geyma fólkið. Og reyndar gamalt fólk líka. Alzheim- er-sjúklingar eru bara geymdir, þeir eru afskrifaðir. Það er eins með einhverfa liðið, það er sett í ákveðið hólf. Í Englandi kom ég á elsta starfandi heimili fyrir ein- hverfa. Þar var ekkert verið að kenna eitthvað af viti. það var frið- þæging samfélagsins, stofnað af foreldrum, staður þar sem fólkinu leið greinilega mjög vel, en það var fjarri lagi að það væri reynt að koma fólki út úr þessu ástandi. Þarna var fullt af fólki á mínum aldri sem gat varla tjáð sig, en maður sá eftir að hafa verið í Amer- íku að það var lítið mál að hjálpa þessu fólki til að tjá sig. Og er lík- lega ennþá hægt. Bandaríkjamenn eru langfremst- ir í rannsóknum á einhverfu, og alzheimer líka. Báðar finnast í sömu heilaflögunni en eiga annars ekkert sameiginlegt. Allar rann- sóknir á einhverfu koma alzheimer- rannsóknum til góða og öfugt. Og það sorglega er að Íraksstríðið, sögðu vísindamenn mér vestan- hafs, kom í veg fyrir að alzheimer færi út af sjúkdómalista með betri lyfjum. það er bara tímaspursmál hvenær alzheimer verður höndlað- ur með lyfjum. Þannig hafa styrj- aldir áhrif á framfarir í baráttu við sjúkdóma.? Fimm daga þvæla Friðrik segist einhverju sinni hafa reiknað það út að hann hafi verið í flugvélum samanlagt í þrjú ár í þeim tilgangi að kynna íslenskar kvikmyndir. Hann segir slík ferða- lög nauðsynleg til að tryggja kynn- ingu á myndunum á erlendum vett- vangi. ?Sérstaklega fyrir unga leikstjóra. Maður er ánægður ef tíu þúsund koma í bíó að sjá íslenska mynd á hverju Norðurlandanna, hundrað þúsund í Þýskalandi. Öll viðtöl eru við leikstjóra, það er fullt af fólki sem hefur áhuga á kvik- myndahöfundum. Hollywood-kerf- ið byggir á að talað sé við stjörnurn- ar. Það er algerlega nauðsynlegt fyrir leikstjórann að ferðast með mynd sinni. Fólk er að borga allt upp í 30 milljónir fyrir sýningarrétt á mynd í sumum löndum og maður vill hjálpa því eins og hægt er. Það er dónaskapur að mæta ekki í viðtöl. Þetta er bæði erfitt og leiðinlegt, til dæmis á stöðum eins og Japan þar sem þú ert í viku og í fimm daga ertu í viðtölum frá morgni til kvölds og ert alltaf að segja sömu söguna. Færð smám saman fyrirlitningu á sjálfum þér því það er alltaf talað við þig sem höfund en þú veist innst inni að þú ert vörumerki fyrir starf fimmtíu manna. Þú tekur allan heið- urinn og verður einhvers konar holdgervingur þessara mynda. Og það er eina leiðin til að fá áhorfend- ur á myndina, hvetja þá til þess að koma. Og þá fer maður að bullsjitta um land og þjóð, álfa, tröll og drauga og allar þessar klisjur. Það er ansi þreytt þegar maður er að tala við fimmtíu blaðamenn í marga daga.? Glópalán Fyrir rúmri viku voru Evrópsku kvikmyndaverðlaunin veitt í Kaup- mannahöfn. Til álita komu yfir eitt þúsund evrópskar kvikmyndir. Friðrik hefur verið ódeigur að rekja hvernig Marshall-hjálpin eftir stríðið hratt innlendri kvikmynda- gerð álfunnar út í horn og hvernig kvikmyndahúsum hér á landi var úthlutað umboði fyrir hvert hinna stóru kvikmyndavera sem fengu þar og víðar um Evrópu beinan aðgang að almenningi. Ekki síst til að breiða út amerísk gildi, amer- íska tjáningu í kvikmyndum sem Halldór Laxness hafði fáum árum áður lýst sem ?mannhatri mestan- part?. Friðrik segir afar erfitt að fjármagna evrópskar kvikmyndir, raunar hafi lengið staðið slagur í GATT-viðræðunum milli Evrópu og Ameríku þar sem franskir stjórn- málamenn hafi staðið vörð um kvik- myndagerð álfunnar og varið styrki til hennar: ?Emil Kusturica sagði mér,? hefur Friðrik eftir, ?að fyrstu mennirnir sem komu til Júgóslavíu eftir fall kommúnismans hafi komið þangað til að kaupa upp bíóin fyrir stóru dreifingarfyrirtækin sem flest eru í eigu kvikmyndafyrir- tækjanna amerísku eða tengd. þetta eru bara staðreyndir sem erfitt er að lifa við.? Hann segir lán ráða miklu um framgang mynda frá jaðri Evrópu: ?Margt í kvikmyndagerð er bara hrein tilviljun. Að komast inn á hátíð, komast inn í keppni. Hvort sem menn hafa nafn eða ekki. Þegar Skytturnar komust inn í keppnina í Locarno þá var það fyrir hreina til- viljun. Það var maður í valnefndinni sem var að fara að veiða á Íslandi, hann sagði mér það seinna, og þess vegna stakk hann Skyttunum í tækið og þar voru þessir rosalega stóru fiskar sem verið var að veiða og þess vegna horfði hann á myndina til enda. Og hann var ánægður með hana og hún komst í keppnina. En ef maðurinn hefði ekki verið á leið hingað í veiði hefði hann líklega ekki litið á hana.? Í kreppunni Friðriki líst vel á framtíðina. Í gjald- þrotameðferðinni var Friðrik alltaf að vinna við að koma Óvinafagnaði eftir Einar Kárason á koppinn: Myndin kostaði þá tvo milljarða, en í dag kostar hún bara einn miljarð: ?Kannski fer maður aftur að reyna að koma henni á flot, henni var ýtt tvisvar á flot. Nú er miklu hag- kvæmara að gera þá mynd út af gengisþróun. það er að vísu þver- sögn í því, ef gengið kemst ekki í lag verður ólifandi í þessu landi. En þá verður líka mjög hagstætt að gera slíka stórmynd hér. Kvikmyndin hefur alltaf blómstrað vel í kreppu. þetta er ódýr skemmtun. Kreppan er bara eitthvað til þess að vinna úr. Þó persónulegur fjárhagur verði í rúst ef gengið verður svona, en ef maður lítur á kvikmyndagerðina þá er mjög áhugavert fyrir fjárfesta og fyrirtæki að koma hingað. Þetta er orðin ódýrasta borg í Evrópu.? Þannig að Friðrik er enn til í að reyna á gæfuna og næstu vikur, næsta misseri ráða úrslitum um hvort að hann rís eina ferðina enn upp eftir fall í snarpri snerru. Friðrik Þór Friðriksson: Þetta er búinn að vera lífróður lengi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Framhald af bls. 6 Þar er brýnt að við fáum að vita hvað ríkið ætlar sér með menn- ingu og listir í landinu og ekki síður hver stefna sveitarfélaganna verður,? segir Karen María Jónsdóttir, formaður Félags íslenskra listdansara og stjórnarmaður í Bandalagi íslenskra listamanna, spurð um stöðuna á markaðinum. Menning og listir eru ekki hluti að aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar en þær munu hinsvegar gegna lykilhlutverki í uppbyggingu þjóðarinnar á ný, hérlendis og á erlendum vettvangi. Því er afar brýnt að halda vél hennar gangandi. ?Verkefnastaða er orðin verulega slæm á mörgum stöðum. Eins og staðan er núna eru margir listamenn að stöðva framleiðslu á verkefnum þar sem fjármögnun þeirra er ómöguleg,? segir Karen. ?Einnig er svo komið að sýningahald og tónleikahald er að stöðvast á mörgum stöðum út af fjármagnsskorti. Þetta þýðir að listamenn eiga erfitt með að skapa sér og öðrum atvinnu lengur. Við munum ekki heyra tölur af hópuppsögnum þar sem listamenn reka sig flestir sjálfir en atvinnuleys- ið í þessum geira sökum verkefna- skorts er að stóraukast. Það er mikið áhyggjuefni.? Í auknu mæli eru menning og listir notuð til þess að endurreisa og endurnæra samfélög með góðum árangri. ?Mörg sveitarfélög eru hins vegar að skera niður verkefni og fjármagn til lista- og menningarstarfsemi og sömuleiðis bendir margt til þess að ríkið muni beita listastofnanir landsins niðurkur- skurði á nýjum fjárlögum. Ég tel hins vegar að einmitt núna ættu sveitarfélögin og ríkið að koma sterkt inn með fjármagn til verkefna, nú þegar einkaframtakið er horfið á brott.? Verkefnastaða listamanna óljós Karen María Jónsdóttir dans- fræðingur hefur áhyggjur af stöðu listanna í niðurskurðinum. MYND FRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.