Fréttablaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 54
30 14. desember 2008 SUNNUDAGUR sport@frettabladid.is > Met hjá sundstelpunum Íslensku sundkonurnar Sigrún Brá Sverrisdóttir og Hrafn- hildur Lúthersdóttir eru einu íslensku keppendurnir á EM í 25 metra laug. Báðar settu þær met í gær. Sigrún Brá bætti Íslandsmetið í 400 metra skriðsundi er hún kom í mark á 4:17,09 mínútum en hún átt gamla metið sjálf sem var 4:17,35 mínútur. Hrafnhildur tók þátt í 100 metra bringusundi og kom í mark á 1:09,07 mínútum og bætti eigið stúlknamet um 8/100 úr sekúndu. Hvorug þeirra komst þó áfram, Hrafnhildur varð í 27. sæti af 38 keppendum en Sigrún hafnaði í 28. sæti af 38 keppendum. HANDBOLTI Valur og FH áttust við í N1-deild kvenna í handknattleik í gærkvöldi. Flestir áttu von á sigri Valsstúlkna en það voru hins vegar stúlkurnar úr Hafnarfirði sem fóru með öruggan sigur af hólmi í leik þar sem Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir fór hamförum í liði FH. Lokatölur voru 32-30. Það var í raun í fyrri hálfleik sem FH lagði grunninn að sigri sínum. Þær mættu gríðarlega ákveðnar til leiks á meðan leikur Valsstúlkna var skelfilegur. FH komst fljótlega í fimm marka for- ystu og í hálfleik var staðan orðin 17-9 þeim í vil. Eins og tölurnar gefa til kynna var varnarleikur Vals mjög slakur og Berglind Íris Hansdóttir í markinu ekki sjálfri sér lík. Stefán Arnarson, þjálfari Vals, breytti vörn liðsins í leikhléi, þær komu framar á móti FH stúlkum og freistuðu þess að koma þeim á óvart og fá hraðaupphlaup. Það gekk hins vegar ekki, FH lék skyn- samlega í sóknarleik sínum og Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir var hreint frábær. FH hélt munin- um í 5-7 mörkum lengst af og þó svo að Valsstúlkur næðu aðeins að klóra í bakkann undir lokin var sigur FH öruggur, lokatölur 32-30. ?Við höfðum trú á því að við gætum unnið sigur í þessum leik. Við áttum slakan leik á móti HK og skoðuðum aðeins leik okkar eftir það. Við ákváðum einfaldlega að sýna hvað við getum og ég held að við höfum gert það,? sagði Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir í leikslok. ?Við áttum ágætt síðasta korter á móti Fylki og ákváðum að taka það sem við vorum að gera þar með okkur í leikinn í dag. Þegar við spilum okkar leik þá jöfnumst við fyllilega á við bestu liðin í deildinni. Nú liggur leiðin einfald- lega upp á við fyrir okkur,? sagði Ragnhildur að lokum. - sjj Valsstúlkur áttu engin svör við stórleik Ragnhildar Rósu Guðmundsdóttur: Ragnhildur afgreiddi Valsstúlkur FÓR HAMFÖRUM Ragnhildur Rósa Guð- mundsdóttir skoraði 17 mörk í gær. HANDBOLTI Þýskalandsmeistarar Kiel og Lemgo virðast vera að stinga af í þýsku deildinni. Kiel er efst með 29 stig eftir stórsigur á Essen, 43-25, í gær og hefur unnið rúmlega 20 leiki í röð. Lemgo er tveimur stigum á eftir en liðið vann góðan sigur á Minden, 24-21, í gær. Vignir Svavarsson skoraði eitt mark fyrir Lemgo en Gylfi Gylfason fimm fyrir Minden og Ingimund- ur Ingimundarson eitt. Logi Geirsson er veikur og gat ekki leikið. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sjö mörk, þar af fjögur úr vítum, er Rhein-Neckr Löwen lagði Dormagen örugglega, 23-35. Löwen komst í sjöunda sætið með sigrinum en er heilum ellefu stigum á eftir Kiel. Flensburg varð síðan af mikilvægum stigum er liðið tapaði gegn Nordhorn, 31-30. - hbg Þýski handboltinn: Kiel og Lemgo að stinga af VEIKUR Logi Geirsson nældi sér í flensu og gat ekki leikið í gær. NORDIC PHOTOS/BONGARTS Leikmönnum handknattleiksliðs Stjörnunnar var tjáð á fundi á föstu- dagskvöldið að forsendur launasamninga væru brostnar og því myndi félagið ekki efna samninga við leikmenn. Það væru einfaldlega ekki til peningar fyrir launum frekar en varabúningum. Í raun hefur Stjarnan ekki átt neitt í kassanum síðustu mánuði og því hafa launasamningar ekki verið efndir síðan í haust. ?Ég tel okkur ekkert vera í verri stöðu en flest félög. Munurinn á okkur og hinum er að við komum út með það. Við vildum vera, og höfum alltaf verið, heiðarlegir við okkar leikmenn og þeir hafa allan tímann vitað hver staðan er og haft skilning á því. Þeir hafa spilað án þess að fá greitt og gerðu það síðan líka gegn Fram,? sagði Þór Jónsson, for- maður handknattleiksdeildar Stjörnunnar, en hann segir ekki alla leikmenn félagsins vera á launum. Aðspurður um hversu margir væru á launasamningi sagði Þór það vera trúnaðarmál. Leikmönnum félagsins stendur því til boða að spila áfram með félaginu á núverandi forsendum án launa. Kjósi einhverjir að leita á önnur mið verður ekki staðið í vegi þeirra. Þór segist bjartsýnn á að Patrekur Jóhannesson haldi áfram að þjálfa karlaliðið. ?Ég er nokkuð bjartsýnn á það en við erum að ræða saman. Hann hefur lent í því sama og leikmenn sem eru á launasamningum að hafa aðeins fengið greitt að hluta þegar einhverjar tekjur hafa skilað sér inn,? sagði Þór. Stjarnan lenti í því fyrir sumarið að aðalstyrktaraðili félagsins hætti að styrkja félagið og hefur ekki tekist að finna annan aðalstyrktaraðila. Ný stjórn tók því við síðasta sumar án styrkt- araðila og þar af leiðandi án fjárstreymis en með samninga sem voru gerðir á meðan það var enn fjárstreymi inn í rekstur deildarinnar. Tveir útlendingar eru enn í kvennaliði félagsins ? Florentina Stanciu og Alina Petrache ? og þær munu líklega klára tímabilið að sögn Þórs þó svo þær séu ekki að fá greitt nema að hluta. ?Alina sagði að það hefði ekkert upp á sig að fara til Rúmeníu þar sem ástandið þar væri svip- að og á Íslandi,? sagði Þór sem engu að síður horfir björtum augum til framtíðar. HANDKNATTLEIKSDEILD STJÖRNUNNAR: ENGAR TEKJUR OG ÞVÍ EKKI HÆGT AÐ EFNA SAMNINGA VIÐ LEIKMENN Tel okkur ekki í verri stöðu en önnur félög N1-deild karla: Fram-Stjarnan 27-22 (10-10) Mörk Fram (skot): Guðjón Drengsson 8 (13), Halldór Sigfússon 6/3 (10/4), Magnús Einarsson 5 (7), Haraldur Þorvarðarson 3 (5), Guðmundur Hermannsson 3 (5/1), Andri Berg Haraldsson 2/1 (5/2), Björn Guðmundsson (1) Varin skot: Davíð Svansson 17 (39/2 43,6%) Hraðaupphlaup: 6 (Guðjón 2, Haraldur 2, Magnús, Halldór) Fiskuð víti: 7 (Magnús 2, Brjánn 2, Haraldur 2, Halldór) Utan vallar: 6 mínútur Mörk Stjörnunnar (skot): Guðmundur Guð- mundsson 6/2 (15/2), Daníel Einarsson 4 (5), Vilhjálmur Ingi Halldórsson 4 (11), Jón Steinar Þórarinsson 2 (4), Björgvin Hólmgeirsson 2 (8/1), Fannar Þorbjörnsson 1 (1), Jón Gunnarsson 1 (2), Eyþór Magnússon 1 (2), Hermann Björnsson 1 (7), Ragnar Helgason (2), Hrafn Ingvarsson (2) Varin skot: Svavar Ólafsson 16/1 (42/4 38,1%), Styrmir Sigurðsson (1/1) Hraðaupphlaup: 11 (Daníel 4, Jón Steinar 2, Guðmundur 2, Jón Heiðar, Björgvin, Fannar) Fiskuð víti: 3 (Fannar, Guðmundur, Jón Heiðar) Utan vallar: 4 mínútur STAÐAN: 1. Valur 11 6 3 2 307:263 15 2. Fram 10 6 2 2 281:267 14 3. HK 11 5 2 4 292:299 12 4. Haukar 10 6 0 4 288:260 12 5. Akureyri 11 6 0 5 288:299 12 6. FH 11 5 2 4 322:322 12 7. Stjarnan 10 2 2 6 247:264 6 8. Víkingur 10 0 1 9 257:308 1 N1-deild kvenna: Valur-FH 30-32 (9-17) Mörk Vals (skot) : Dagný Skúladóttir 6 (7), Hrafn- hildur Skúladóttir 6/2 (8/3), Íris Ásta Pétursdóttir 5 (7), Eva Barna 4 (11), Guðrún Drífa Hólmgeirs- dóttir 3 (3), Hildigunnur Einarsdóttir 3 (3), Drífa Skúladóttir 2 (5), Kristín Guðmundsdóttir 1 (3), Berglind Íris Hansdóttir (1) Varin skot : Berglind Íris Hansdóttir 16 (48/6) 33% Hraðaupphlaup : 11 (Dagný 5, Guðrún Drífa 2, Íris Ásta 2, Eva 2) Fiskuð víti : 3 (Hildigunnur 2, Eva) Mörk FH (skot) : Ragnhildur Rósa Guðmunds- dóttir 17/6 (25/6), Hildur Þorgeirsdóttir 4 (6), Ebba Særún Brynjarsdóttir 2 (3), Guðrún Helga Tryggvadóttir 2 (3), Ásdís Sigurðardóttir 2 (3), Gunnur Sveinsdóttir 2 (7), Ingibjörg Pálmadóttir 1 (4), Hafdís Hinriksdóttir 1 (5), Líney Guðmunds- dóttir 1 (1) Varin skot : Helga Vala Jónsdóttir 15 (45/3) Hraðaupphlaup : 3 (Guðrún, Ebba, Ingibjörg) Fiskuð víti : 5 (Guðrún, Hildur, Ingibjörg, Ásdís, Birna Íris Helgadóttir) Fylkir-Haukar 30-39 HK-Grótta 20-27 ÚRSLIT HANDBOLTI Toppsæti N1-deildar karla blasir við Fram eftir næsta auðveldan sigur á Stjörnunni, 27- 21, í Safamýrinni í gær. Fyrstu 20 mínútur leiksins eru líklega þær lélegustu sem Fram hefur sýnt á þessari leiktíð. Sóknarleikur liðs- ins var í molum og Stjörnumenn voru klaufar að vera aðeins þrem- ur mörkum yfir, 3-6. Tvö mörk í röð manni færri kveiktu í heima- mönnum og þeir náðu að jafna fyrir leikhlé, 10-10. ?Fyrri hálfleikur var mjög góður miðað við aðstæður. Við spiluðum grimma vörn og náðum hraðaupphlaupum. Sókninni var ágætlega stjórnað en við vorum ekki með nógu mikil gæði í skot- unum okkar,? sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, í leikslok. Stjarnan varð andlega gjald- þrota í hálfleik. Framarar skor- uðu fjögur fyrstu mörk síðari hálfleiks og eftirleikurinn var auðveldur. ?Síðan dettur allur botninn úr þessu fyrstu þrjár mínúturnar í seinni hálfleik. Menn misstu trúna og það er mjög dapurt að lenda þremur mörkum undir þegar það eru 27 mínútur eftir og gefast upp. Þetta var formsatriði fyrir þá að klára leik- inn. Mér fannst þetta mjög lélegt,? sagði Patrekur. Stjarnan sagði upp samningum allra leikmanna liðsins daginn fyrir leikinn en Patrekur segir það ekki hafa haft nein áhrif á sitt lið í leiknum. ?Þetta hefur verið hangandi yfir liðinu í marga mán- uði og nú er þetta endanlegt. Ég held að menn hafi ekki verið að spá í þetta. Ég trúi því í að það minnsta ekki. Ég verð með nægan mannskap á miðvikudaginn á móti Haukum og hvað gerist eftir það verður bara að koma í ljós,? sagði Patrekur í leikslok. Guðjón Finnur Drengsson fór mikinn í liði Fram og átti, ásamt Davíð Svanssyni markverði liðs- ins, stóran þátt í því að liðið fór með jafna stöðu inn í hálfleik. Hlutirnir fóru að ganga betur fyrir Fram þegar Guðjón fann netmöskvana. ?Þetta lagaðist þegar ég fór í mitt horn, sagði Guðjón í léttum dúr. ?Við byrjuðum herfilega illa þrátt fyrir að hafa talað sérstak- lega um það fyrir leikinn að ætla ekki að byrja svona. Við ætluðum að byrja á fullu en það gekk ekki eftir. Þetta var vandræðalegt í sókninni. Við fundum ekki hver annan þar til við breyttum aðeins til í sókninni og þá fór þetta að ganga aðeins betur, vörn small saman og við fengum hraðaupp- hlaupin og það er það sem skiptir máli í þessu.? - gmi Toppsætið blasir við Fram Framarar unnu þægilegan sigur á gjaldþrotaliði Stjörnunnar í gær. Fram á eftir að mæta Víkingi fyrir jól og vinnist sá leikur fer liðið á topp deildarinnar. HEITUR Guðjón Finnur Drengsson var markahæstur í liði Fram og frammistaða hans kom liðinu almennilega í gang. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.