Fréttablaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 53
SUNNUDAGUR 14. desember 2008 29 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Sunnudagur 14. desember ➜ Tónleikar 16.00 Jólatónleikar verða í Grafar- vogskirkju þar sem Barnakórar, Ungl- ingakór og Kór Grafarvogskirkju ásamt Vox populi flytja jóla- og aðventulög. 16.00 Tónlistarhópurinn Mandal flytur íslensk og ensk jóla- og nýárs- lög í Friðrikskapellu hjá Valsheimilinu (Vodafone höllinni) á Hlíðarenda. Auk þess að syngja spilar hópurinn á gítar, langspil, búsúkí og kjöltuhörpu. 16.30 Kór Átthagafélags Stranda- manna heldur aðventuhátíð í Bústaða- kirkju við Tunguveg. Stjórnandi kórsins er Krisztína Szklenár. Allir velkomnir. 17.00 Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur verða haldnir í Áskirkju við Vesturbrún en þar verða flutt verk eftir tónskáldið Jan Dismal Zelenka. 20.30 KK og Ellen Kristjánsdóttir verða með tónleika í Bæjarbíói við Strandgötu í Hafnarfirði. Húsið opnar kl. 20. Karlakór Reykjavíkur heldur tvenna aðventutónleika í Hallgrímskirkju við Skólavörðuholt. Þeir fyrri eru kl. 17 en þeir seinni kl. 20. Tónlistarskólinn á Akureyri og Leik- félag Akureyrar halda tvenna hátíð- artónleika í húsnæði Leikfélagsins (Samkomuhúsinu) við Hafnarstræti 57. Þeir fyrri eru kl. 14 en þeir seinni kl. 17. Aðgangur er ókeypis en tekið verður við frjálsum framlögum sem munu renna til Hjálpræðishers- ins. Kór Akureyr- arkirkju verður með tvenna tónleika, þá fyrri kl. 17 en þá seinni kl. 20. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. ➜ Sýningar Jólasýning Árbæjarsafns v. Kistuhyl, stendur nú yfir. Opið í dag frá kl. 13-17. Nánari upplýsingar á www.minjasafn- reykjavikur.is ➜ Listamannsspjall 11.00 Arna Valsdóttir verður með listamannaspjall kl. 11-13 um sýningu sína Heimilisverk sem stendur yfir í Kunstraum Wohnraum, Ásabyggð 2 á Akureyri. 15.00 Andrea Maack verður með listamannaspjall þar sem hún fjallar um aðdraganda sýningarinnar CRAFT og feril sinn. Listasafn Reykjavíkur við Tryggvagötu. ➜ Upplestur 16.00 Lesið verður úr nýjum bókum í stofunni á Gljúfra- steini. Sjón, Guðrún Eva Mínervudóttir, Ármann Jakobsson og Guðmundur Andri Thorsson lesa úr verkum sínum. Aðgangur ókeypis. ➜ Uppákomur 11.00 Jólasveinarnir koma við á Þjóð- minjasafninu við Suðurgötu, alla daga fram að jólum. Í dag kemur Stúfur til byggða. Aðgangur ókeypis. Jólaþorpið á Thorsplani við Strandgötu í Hafnarfirði er opið 13-18. Fjölbreyttur varningur í jólahúsum og skemmtidag- skrá. ➜ Dagskrá Norræna húsið við Sturlugötu. Aðgangur ókeypis. 12.34 Lifandi jóladagatal 13.30 Ævintýrið um álfabörnin Þorra og Þuru verður sýnt. ➜ Myndlist Listasmiðja verður fyrir börn og for- eldra kl. 14-16 í Hafnarborg við Strand- götu í Hafnarfirði þar sem sýningin Sjórinn og sjávarplássið verður skoðuð og notuð sem innblástur. Í kaffistofunni stendur yfir sýning á myndskreytingum Brians Pilkington af jólasveinum, Grýlu og Leppalúða. Aðgangur ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Íslandsbókin 12. hefti eftir Gunn- laug Inga Ingimarsson er komin út. Gunnlaugur er betur þekktur sem Gulli sendill og er afkasta- mikill og vinsæll höfundur. „Ég er búinn að gefa út eina bók á ári í mörg ár, stundum fleiri,“ segir Gulli. „Ég kem oftast með mínar bækur á sama tíma og hinir höf- undarnir, í byrjun nóvember, og ég er alltaf ódýrastur. Mín bók kostar þúsund kall á meðan aðrar eru á þetta 3-4 þúsund, eða jafnvel meira.“ Gulli segist fylgjast vel með kol- legum sínum. Í ár langar hann einna mest í bókina um forsetann. „Ég bjó á Ísafirði og þar hóf ég rit- höfundarferil minn fyrir langa löngu. Ólafur Ragnar er einmitt ættaður frá Ísafirði, en sjálfur er ég ættaður frá Þingeyri.“ Í nýjasta verki sínu fjallar Gulli að vanda um atburði í lífi sínu og um fólk sem verður á vegi hans. „Ég er hættur hjá Ikea og vinn í Nettó í Salahverfi núna. Afgreiði á kassa. Ég sel bókina þar, en einnig er hún til í 12 tónum á Skólavörðu- stíg. Það gengur mjög vel, ég fór með tvo kassa til þeirra í vik- unni.“ Gunnlaugar áritar bók sína í 12 tónum í dag á milli kl. 14 og 15. - drg Gulli sendill er ódýrastur GEFUR ÚT ÍSLANDSBÓKINA 12. HEFTI Gunnlaug Inga langar mest í bókina um forsetann. Nýsköpun í byggingariðnaði Morgunverðar fundur 17 . desember k l . 9 :00 – 11 :00 í Orkuvei tu Reyk jav íkur Ný aðferðafræði er að ryðja sér til rúms á sviði mann- virkjagerðar, en það er notkun upplýsingalíkana við undirbúning, hönnun, byggingu og rekstur mannvirkja. Markmiðið er að auka framleiðni, bæta gæði í bygging- ariðnaði og ná fram sparnaði í rekstri mannvirkja. Að- ferðafræðin hefur á ensku fengið heitið Building Infor- mation Modeling, BIM. Íbúðalánasjóður hefur veitt Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Framkvæmdasýslu ríkisins styrki til að vinna að inn- leiðingu aðferðafræðinnar á Íslandi og myndast hefur kjarni bakhjarla sem styðja verkefnið. Þessir aðilar boða nú til almenns kynningarfundar um BIM. M o r g u n v e r ð a r f u n d u r i n n v e r ð u r h a l d i n n í O r k u v e i t u R e y k j a v í k u r, B æ j a r h á l s i 1 m i ð v i k u d a g i n n 1 7 . d e s . k l . 0 9 : 0 0 t i l 1 1 : 0 0 o g e r a ð g a n g u r ó k e y p i s . V e i t i n g a r í b o ð i O r k u v e i t u R e y k j a v í k u r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.