Fréttablaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 42
MENNING 14 Guðrúnu Helgadóttur þarf ekki að kynna fyrir lesendum íslenskra barnabóka. Í rúm þrjátíu ár hefur hún glatt lesendur sína með hátt á þriðja tug bóka. Hún lætur ekki standa á sér þessi jólin og sendir frá sér nýja bók með nýjum söguhetj- um. Eins og stundum áður er það systkinahópur sem myndar aðal- söguhetjurnar. Þar fer fremstur í flokki Tumi, níu ára ráðagóður strákur, sem lítur á að það sem for- gangsverkefni að finna móður sinni nýjan mann. Hann hefur áhyggjur af því að henni leiðist á kvöldin, eftir að þau systkinin eru sofnuð. Systur hans eiga líka stóran þátt í sögunni, Vala litla sem er uppá- tækjasamt lítið stýri og Vildís sem er ári yngri en Tumi, ábyrga miðju- barnið. Sagan er hressileg og fátt sem skyggir á gleðina á heimilinu. Glaðlegar myndir Höllu Sólveigar Þorgeirsdóttur, sem hefur getið sér gott orð fyrir myndskreytingar barnabóka, ýta enn undir hressi- leikann í sögunni. Bókin fellur afar vel að barna- bókahefð Norðurlandanna, sam- setning systkinahópsins minnir nokkuð á hópinn hennar Astrid Lindgren í Ólátagötu sem seinna hét Skarkalagata og húsið sem þau búa í minnir á húsið sem áfram stendur úti fyrir blokkinni hans Óla Alexanders, þegar öll hin húsin eru ný. En þrátt fyrir að við lestur bók- arinnar vakni minningar um aðra norræna höfunda þá minnir Guðrún mest á sjálfa sig. Bara gaman, er bók í anda fyrri raunsærra bóka Guðrúnar. Milli línanna vegur hún að auðvaldinu sem lætur falleg gömul hús víkja fyrir húsum sem öll eru eins og íbúarnir geta sjaldn- ast verið í því það þarf að vinna svo mikið til þess borga húsin. Hún veltir fyrir sér hlutverki foreldra sem ekki búa saman en deila þó uppeldi barna sinna. Allur boðskap- ur er þó umvafinn gleðinni sem ríkir í Bakkabæ, þar sem börn eru ráðagóð og geta komið góðu til leið- ar. Bara gaman, er nútímasaga sem minnir lesendur sína á mikilvægi þess að finnast bara gaman að lifa. Hildur Heimisdóttir Ráðagóðir krakkar SJÁÐU FEGURÐ ÞÍNA Kristín Ómarsdóttir Uppheimar ★★★★ Sérkenni bókarinnar er háð hennar og spott, nakin skopádeilan. Tónninn er mein- yrtur og kýnískur, skáldið sigar napri íróníu á sögulegar tuggur og sígild tabú, afhjúpar einnig „nýjar“ klisjur umvörp- um og tætir þær síðan í sig eins og spaugsöm en blóðþyrst ærslanorn. Húm- orinn er kolsvartur, angar af listaukandi nálykt, ferðalag frá Rabelais til Fargo. Beitt, blóðugt og kvikindislega skemmti- legt. Eins konar paródía um eyðipussu- komplex og þess háttar sem enginn þorir að spyrja um. Afbrigðið í öndvegi. Maður veinar þegar hæst stendur. Sagt hefur verið að fast efni í síung- um skáldskap sé oftar en ekki karlkyns en fljótandi kvenkyns. Hér flýtur djús- inn sem aldrei fyrr: Blóð, mjólk, blek og sæði, vatn og vín. Breyting þess sem flýtur og samsullið sem þá kviknar er lifandi sköpun í þessari bók, eina svarið við stöðnun, rotnun og drápum. Klifun bókarinnar er þó einkar klassísk: Fegurð, nekt, vömb, ást, trú, tími, aldur, elli, kynlíf, dauði, lík, gröf og skáldskapur. Þó ekki í þessari röð því skáldið fer hins- eginhring um sígilt viðfangið og berar jafnan myrku hliðina án þess að blygðast sín. Kemur náttúrunni og tunglum hennar stöðugt að óvörum þar sem þau fitla við sig í leyni og lofa vitlausa guði slefandi. Kristbrúð- arljóðið í blákokin er t.d. bæði opinberun og heimsslit, rammheiðinn álagagaldur. „Jesús minn!” Leynimyndum í skáldskap hinnar óviðjafnanlegu Emily Dickinson hefur verið líkt við hausaveiðar og mannlegt kjötkveðjuát en hún er fræg fyrir aflimanir í ljóðum sínum og litfagrar sláturafurðir mannslíkam- ans undir rós. Aflimun er skáldinu okkar hugleikin og streymir í nokkrum kvíslum með frjósömum tungum á milli. Ein þessara kvísla er bókstafleg og minnir á þegar Emily hjó hægri höndina af drottni allsherjar, önnur er leyndarlimur sem skýtur höglum og sprautar bleki, hin þriðja er skáldleg og yfirfærð, grafin í jörð undir steinstyttu, hætt að hvísla. En bókin gefur dauðanum óvænta von og reisn, „bakvið hinn hlutgerða heim” (17), líkin í bókinni eru nefni- lega til fyrirmyndar og leikfangaland- ið er seiðandi, „auðvitað vel ég dauð- ann” (8). En þá er sú von vitaskuld skorin líka, hún er þá einnig lygi og skáldskapur. Tíminn myrðir, það er utanaðkomandi ósk. Ekkert fær staðist meinfyndnina, hún er lögmál bókarinn- ar og sjálfspynding, þyrmir hvorki sjálfri sér, skáldi sínu, mælanda, per- sónum né lesanda. Að ekki sé minnst á „gagnrýnanda” (25). Það er vandratað að lifa þessa bók af, gildra við sérhvert fótmál. Bókin er engu að síður rík af fólki, per- sónum og leikendum með mjög áþreif- anlegt hold. Skáldið er spart á höfund sinn og málpípu hans í eigin líki en þeim mun örlátara á skuggaverur hans í líki annarra. Mælandinn er þá hver sem er. Kynlegar sviðsetningar karls og konu / pilts og stúlku (og öfugt vitaskuld) með dramatískri ógn og holdlegri spennu eru tíðar og víða alveg mer- gjaðar. Háðið afhjúpar þá hvað eftir annað pínlegar meinlokur sem lesandinn á bæði hlut í og sök á – orð- heppni skáldsins sparkar t.d. víða undan karl-lesandan- um öllum þremur svo maður beinlínis ýlfrar. En mynd- málið er blátt áfram, engir stælar, stríð og sérstæð mælska, hrollköld kímnigáfa sem á sér vart hliðstæðu. Bókin er bæði fyndin og hvöss, tárin eru beggja orð. Sigurður Hróarsson Fyndin og beitt, háð og spott BARA GAMAN Guðrún Helgadóttir ✶✶✶ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Frumsýning 26. desember. Höfundur: Jón Kalman Stefánsson Leikgerð og leikstjórn: Hilmar Jónsson Miðasala í fullum gangi www.leikhusid.is H j ö r t u n s l á h r a ð a r . . . J ó l a s ý n i n g i n 2 0 0 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.