Fréttablaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 26
MENNING 6 Þ að eru fjögur ár síðan Friðrik Þór Friðriksson gerði síðast mynd í fullri lengd með leikurum. Í þessum mánuði hefur hann töku á nýrri kvikmynd í fullri lengd, Mömmu Gógó, sem hann framleiðir sjálfur. Þá er hann að sjá fyrir endann á heimildarmynd í fullri lengd, Sólkskinsdrengnum, sem verður frumsýnd í janúar. Þar vitjar hann þess forms kvikmynda sem hann tókst á við í byrjun með verkum á borð við Eldsmiðinn, Rokk í Reykjavík og Kúreka norð- ursins. Eftir langt hlé sem hefur verið markað gjaldþroti og per- sónulegum vandræðum er hann því að komast á skrið á ný og er hvergi banginn: „Já, það eru fjögur ár síðan. það var líka fjögurra ára hlé frá Skyttunum til Barna náttúr- unnar.“ Friðrik segir ástæðurnar fyrir þessum hléum þær sömu: „Það var bara peningaskortur. Tilurð kvik- mynda á Íslandi snýst bara um það að til séu peningar til að hefjast handa. Menn fara ekki alveg jafn bratt út í sjálfsmorðið eins og þeir gerðu. Ég sé ekki ástæðu til að fara út í kvikmynd í dag nema ég sé með hana fullfjármagnaða. Áður gerði maður það og brenndi sig svolítið á því, sem er kannski ástæðan fyrir þessum hléum. Síðasta hlé var þyngra. Niceland var gerð um svip- að leyti og Samsteypan verður gjaldþrota. Ég framleiddi ekki Niceland. Það eru alger forréttindi að framleiða sjálfur. Munurinn á því að framleiða sjálfur er að þú þarft aldrei að spyrja hvort það séu til peningar, þú gerir bara myndina eins og þú hefur séð hana fyrir þér. Hjá öðrum er verið að horfa í aur- inn og jafnvel skera niður atriði sem þú hafðir séð fyrir þér. Það var ekkert mikið um það í Niceland en samt sem áður svona smáatriði sem var sleppt.“ Ákveðið stress Friðrik viðurkennir að þessi tími hafi tekið á þegar hann er spurður hvort kvikmyndabransinn kalli á einstaklinga sem eru samvisku- lausir: „Því er til að svara af því ég vann einu sinni í kirkjugarði við að reisa fallna legsteina, svo við vitn- um í fallega þýðingu Helga Hálf- danarsonar á grafarasenunni í Hamlet þegar spurt er af hverju þeir hlæja grafararnir: „það er af því þeir hafa sigg á sálinni.“ Maður fær svona sigg á sálina við að standa í þessu rugli. Þegar það eru svona uppboðshaldarar og lögfræð- ingaskari hérna á tröppunum á kvöldin með útburðarbréf og skeyti, þá er svona ákveðið stress. Það fer ekkert mikið af skapandi hugsun í gegnum hausinn á manni í svoleiðis ástandi. Þetta hefur allt frá Rokk í Reykja- vík verið ákveðinn lífróður þótt það hafi gengið vel í kringum Börn nátt- úrunnar og Bíódaga sem var vel fjármögnuð mynd. Þetta var orðið erfitt strax í kringum Djöflaeyju í bönkunum. Þetta voru dýrar mynd- ir. Í Djöflaeyjunni þurfti maður að byrja ári fyrr að byggja leikmynd en styrkinn fær maður ekki fyrr en á fyrsta tökudegi þannig að fjár- magnskostnaður hefur verið undar- lega dýr í því umhverfi sem við höfum lifað í undanfarin ár. Og það er ekki að batna. Hann er að nálgast 30 prósent.“ Helvítis þökin Hefur Friðrik eitthvað að segja við þann fjölda sem nú horfir uppá að missa lífssparnað sinni í húseign- um í kjaft dýrra lána: „Ég get ekki sagt þetta reddast einhvern veg- inn. Maður stendur aftur í þessu enn eina ferðina: til að ná myndun- um mínum aftur og húsinu þurfti ég að taka lán svo þetta er komið upp aftur enn eina ferðina. Maður segir bara eins og Magga Vilhjálms segir í Fálkum: It´s only money, honey. Það er svo margt annað merkilegra í lífinu en helvítis þökin. Það er bara að einblína meira á það en stressa sig á þakinu.“ Fjármagnið í Mömmu Gógó kemur frá Kvikmyndamiðstöð, Norræna sjónvarps- og kvikmynda- sjóðnum, Eurimage, norskum með- framleiðanda og þýskum og íslensk- um fjárfestum. Kostnaður við verkið er um 200 milljónir. Við spyrjum af hverju myndin sé þetta dýr, hún gerist í samtíma okkar, persónur eru fáar: „Það er bara svo hrikalega dýrt að komast af stað. Fjármagnskostnaðurinn maður.“ Besti tíminn Friðrik klárar tökur á Mömmu Gógó fyrir sumarbyrjun og ætlar að frumsýna í haust. Hann segir haustið besta tímann til frumsýn- inga hér á landi: „Ég hef vitað það síðan í kvikmyndaklúbbnum að kvikmyndaáhuginn er mestur þegar saman fer rökkrið er kvölda tekur og rökkrið í kvikmyndasaln- um. Þegar dimmir svona hratt eins og í september og maður verður var við myrkrið eins og þegar fer að dimma í bíósal og lífið fer að vakna á tjaldinu.“ Friðrik segir Mömmu Gógó ekki vera alveg sjálfsævisögulegt verk, það tengist Bíódögum og Börnum náttúrunnar mikið: „Það sem er sjálfsævisögu- legt er að móðir mín fékk alzheim- er og er með alzheimer, hefur verið greindur alzheimer-sjúklingur í tíu ár, en ég nota mikið af sögum af henni, en eins og ég gerði í Bíódög- um þá þjappa ég saman raunveru- leikanum, þær sögur sem ég nota í handritinu gerðust ekki eins þétt í raunverulegu lífi. Ég nota þessi samskipti, sumt sem bróðir minn hefur upplifað, annað skálda ég alveg, annað eru alzheimer-sögur sem mér hafa verið sagðar. Svo gerist myndin í nútíma, en samt er leikstjórinn í myndinni, sonur konunnar, að frumsýna Börn Náttúrunnar og koma mömmu sinni á elliheimili á sama tíma. Ég nota svona tilfinn- ingar sem spruttu upp úr gjaldþrot- inu, vörslusviftingar á bílum og svona. Við erum samt að sjá húm- orísku hliðina á svona málum þó þetta séu alveg grafalvarleg mál: gjaldþrot og alzheimer. Vonandi skemmtir fólk sér samt á mynd- inni. Alveg eins og í Börnum nátt- úrunnar, það var mikið hlegið á henni út um allan heim. Sólskinsdrengurinn Þegar Friðrik frumsýnir heimild- armyndina um sólskinsdrenginn segist hann vera búinn að vera upp á viku tvö ár í einhverfunni: „Það er ansi fróðlegur og skemmtilegur tími. Mikill ævintýrabragur yfir öllu kringum einhverfuna, eins og einhverfan er. Hún er mjög dular- AÐ STRESSA SIG á þakinu Friðrik í snjódrífunni milli funda í síðustu viku. M Y N D F R É T TA B L A Ð IÐ / A R N Þ Ó R Mamma Gógó fer í tökur síðar í mánuðinum. Í janúar verður Sólskins- drengurinn frumsýndur. Leikstjórinn og fram- leiðandinn Friðrik Þór Friðriksson er kominn á ról snemma dags í desembersnjónum og er brattur. KVIKMYNDIR PÁLL BALDVIN BALDVINSSON Framhald á bls. 8 Friðrik við tökur á sólskinsdrengnum ásamt gömlum samverkamanni sínum Jóni Karli Helgasyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.