Fréttablaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 SUNNUDAGUR 14. desember 2008 — 342. tölublað — 8. árgangur dagar til jóla Opið til 22 10 SJÓNVARP Leikstjórinn Óskar Jónasson er með nýja sjónvarps- mynd í burðarliðnum sem verður byggð á skáldsögu Braga Ólafssonar, Gæludýrin. Ólafur Darri Ólafsson mun fara með hlutverk aðalpers- ónunnar Emils en óvíst er hvenær tökur hefjast. „Þetta er virkilega vel skrifuð og skemmtileg saga sem á fullt erindi í sjónvarp,“ segir Óskar. Hann hefur átt í viðræðum við Ríkissjónvarpið um að sýna myndina og er handritið komið langt á veg. „Við höfum átt samtal við þá um að koma þessu á koppinn en það eru blikur á lofti þarna upp frá, maður veit ekki hvað verður,“ segir hann. - fb / sjá síðu 38 Óskar Jónasson leikstjóri: Sjónvarpsmynd um Gæludýrin ÓSKAR JÓNASSON BLESS, BLESS, BRUÐL! Fréttablaðið tekur saman sparnaðar- ráð hagsýnu húsmóðurinnar 20 -3 -4 -3 -5-3 BJART MEÐ KÖFLUM Í dag verður víðast hæg suðlæg átt en heldur stífari vestan til eftir hádegi. Víða bjart með köflum en þykknar upp með éljum sunnanlands og vestan síðdegis. Áfram fremur kalt í veðri. VEÐUR 4 FY LG IR Í D A G [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ]menning desember 2008 STJÓRNMÁL „Miðað við hvernig ástandið er getur verið skynsam- legt að gera meira núna,“ segir Geir H. Haarde forsætisráðherra um niðurskurð í endurskoðuðu fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2009. Hann útilokar ekki hrókeringar í ráðherrastólum um áramótin og boðar að kjarabóta á almennum vinnumarkaði og hjá ríkinu sé ekki að vænta á næstunni. Ríkisstjórnin hefur ekki kom- ist að niðurstöðu um það hvort 45 milljarða niðurskurður á fjár- lögum ársins 2009 sé endanleg niðurstaða. Geir segir það geta verið skynsamlegt að ganga lengra og tekur þar undir orð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráð- herra frá því á fimmtudag þegar breytingartillögur við frumvarpið voru kynntar. Í viðtali við Fréttablaðið ræðir Geir um mögulega uppstokkun í ráðherraliði ríkisstjórnarinnar og um Evrópumál. Hann segist gera sér vonir um málamiðlun and- stæðra sjónarmiða í afstöðu til Evr- ópusambandsins á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins í janúar en óttast ekki klofning í framhaldinu. „Ef menn [...] eru ekki sáttir við niður- stöðu Sjálfstæðisflokksins, ef hún er þeim á móti skapi, þá eiga þeir ekki aðra kosti en að ganga til liðs við Vinstri græn og það eru nú ekki margir sjálfstæðismenn held ég sem færu rakleiðis yfir í Vinstri græn.“ Ingibjörg Sólrún sagði í þættin- um Vikulokin á Rás 1 í gærmorg- un að stjórnarsamstarfinu væri sjálfhætt ef sjálfstæðismenn lok- uðu á Evrópusambandsaðild á komandi landsfundi. Geir vildi ekki tjá sig um þessi ummæli Ingi- bjargar þegar eftir því var leitað í gær. - ss, shá / sjá síðu 16 Geir útilokar ekki frekari niðurskurð Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að í ljósi efnahagsástandsins geti verið skynsamlegt að ganga lengra í niðurskurði í ríkisfjármálum en tillögur gera ráð fyrir. Hann útilokar ekki uppstokkun í ríkisstjórninni strax um áramótin. FÓLK 38 UPPLIFIR DRAUMINN Egill Störe Einarsson er á leið á pókermót í Portúgal. SKÓGRÆKT Um 1.600 manns lögðu leið sína í Jólaskóginn í Heiðmörk í gær til að velja sér jólatré. „Þetta er það mesta sem hefur verið á einum degi síðan við byrjuðum með þetta fyrir fjórum eða fimm árum síðan,“ segir Helgi Gíslason, framkvæmda- stjóri Skógræktarfélags Reykja- víkur. „Það var gríðarleg stemning og svo gott og fallegt veður. Það var svo gaman að sjá fjölskyldurnar koma. Þarna voru oft stórfjölskyldur, þjár kynslóðir gjarnan saman og menn áttu þarna alveg gríðarlega notalega stund,“ segir hann. Skógurinn var sérlega jólaleg- ur í gær enda snævi þakinn og vinalegur. Jólasveinar voru á stjái, varðeldur logaði og boðið var upp á heitt kakó og piparkök- ur. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri kom ásamt fjöl- skyldu sinni og valdi sér fyrsta jólatréð. -fb Jólastemning í Heiðmörk: 1.600 manns völdu jólatré MEÐ RISAJÓLATRÉ Þessir tveir kumpánar voru afar lukkulegir með þetta risastóra jólatré sem þeir fundu í Heiðmörk. Hvort tréð hafi síðan komist fyrir í stofunni er aftur á móti annað mál. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK SAMGÖNGUR Herjólfur varð vélar- vana í um hálfa klukkustund þegar hann var á siglingu frá Þorláks- höfn til Vestmannaeyja í gær. Þar að auki var skipið fjórum og hálf- um klukkutíma lengur á ferð sinni fram og til baka frá Eyjum vegna vélarbilunar. „Það var aldrei nein hætta, það var gott í sjóinn og við vorum svo langt frá landi og í raun rak okkur lengra frá því,“ segir Hafsteinn Hafsteinsson skipstjóri. Hann segir að þegar skipið hafi lagt af stað frá Eyjum hafi komið í ljós bilun í varavél skipsins sem síðan reyndist meiri en talið var í fyrstu. Þegar komið var til Þor- lákshafnar var kallað á viðgerð- armenn frá Reykjavík sem gátu ekki komist fyrr en um 15 mínút- ur í þrjú eða 45 mínútum eftir að skipið átti að vera lagt af stað aftur til Eyja. Ekki tókst að fá varavél í gang en á miðri leið bil- aði síðan aðalvélin eins og fyrr segir. Auk þess tafðist ferð skips- ins þar sem það er hægfara þegar það gengur á einni vél. Hafsteinn segir að farþegar hafi tekið því með mikilli rósemd að koma í land fjórum og hálfum tíma á eftir áætlun. „Auðvitað er þetta alltaf leiðinlegt en allir far- þegar sýndu þessu mikinn skiln- ing,“ segir hann. - jse Farþegar um borð í Herjólfi tóku vélarbilun og seinkun með jafnaðargeði: Hægfara Herjólfur gekk á einni vél VEÐRIÐ Í DAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.