Fréttablaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 10
10 14. desember 2008 SUNNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Þ að er vaxandi þungi í umræð- unni um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Stjórnmálaflokkar og hagsmuna- samtök á Íslandi eru að endurmeta sína afstöðu til Evrópusambands- ins og hefur Sjálfstæðisflokkurinn ákveðið að taka málið til athugun- ar á komandi landsfundi í janúar. Í því felst ekki að flokkurinn hafi nú þegar ákveðið að breyta sinni stefnu. Í þessu felst fyrst og fremst það, að flokkurinn telur ástæðu til þess að fram fari að nýju pólitískt mat á því, hvort hagsmunum þjóðarinnar sé betur borgið innan ESB eða utan. Mikilvægt er að kjörnir fulltrúar flokksins velti fyrir sér þessu máli í aðdraganda lands- fundarins þannig að sem flest sjónarmið í málinu komi fram tímanlega til þess að flokksmenn geti vegið rök með og á móti aðild að sambandinu. Það eru einkum tvö sjónarmið sem takast á í umræðu um ESB, gjaldmiðillinn og auðlindirnar. Ég tel að menn hafi horft alveg framhjá þriðja sjónarmiðinu, sem er gjörbreytt staða Íslands eftir brotthvarf hersins. Framtíð krónunnar Það er grundvallaratriði, að menn geri sér grein fyrir því, að umsókn um aðild að Evrópusambandinu kemur okkur ekki undan því að takast á við þann alvarlega vanda sem nú blasir við íslenskri þjóð. Við þennan vanda verðum við að glíma sjálf og að mínu áliti verðum við gera það á grunni þess gjaldmiðils sem við nú höfum, krónunnar. Hvað við ákveðum að sé fyrir bestu fyrir þjóðina til lengri tíma, er svo annað mál. Krónan hefur reynst okkur vandmeðfarinn gjaldmiðill, ekki síst á liðnum árum, þegar útrás og þensla fjármálakerfisins var í algleymingi. Seðlabanki Íslands hefur átt erfitt með að nýta stýritæki sín til að halda aftur af vanda hagkerfisins og það er ljóst, að aðhald í ríkisfjármálum á liðnum árum var ekki fullnægj- andi. Til þess að hægt sé að halda úti ábyrgri peningamálastefnu þarf ríki og Seðlabanki að ganga í takt og því miður voru yfirboðin á hinu pólitíska sviði ríkisfjármála of mikil. Þar verða stjórnmála- menn að horfa í eigin barm. Þar til viðbótar kemur, að þótt regluverk okkar á sviði verðbréfaviðskipta og fjármálamarkaðs hafi verið byggt á grunni ESB, vorum við Íslendingar að taka langtum stærri skref í einu á þessum mark- aði en aðrar þjóðir, enda afar stutt síðan að viðskipti í kauphöll hófust hér á landi í samanburði við nálæg lönd. Slíku fylgja verulegir vaxtarverkir og þá skapast hætta á því að eftirlitið fylgi ekki hraða markaðarins. Margt bendir til þess að við getum ekki búið við eigin gjald- miðil þegar til lengri tíma er litið. Staða krónunnar getur ekki ein ráðið því hvort ráðist verði í aðildarviðræður við ESB heldur tel ég að horfa verði sérstaklega til hagsmuna sjávarútvegsins en þó ekki síður hættu á vaxandi einangrun Íslands í samfélagi þjóða. Samband við umheiminn Með brotthvarfi varnarliðsins árið 2006 lauk nánu utanríkissamstarfi milli Íslands og Bandaríkjanna sem staðið hafði frá því í seinna stríði. Við Íslendingar nutum góðs af þessu samstarfi með verulegri uppbyggingu hér heima með hjálp Bandaríkjamanna. Bandaríkja- menn reyndust okkur einnig góðir stuðningsmenn og vinir á vett- vangi alþjóðastjórnmála og er vafalaust að þeir veittu okkur ágætt skjól á fyrstu árum lýðveldisins Íslands. Í kjölfar seinna stríðs tókum við veigamikil skref á sviði utanríkismála með þátttöku í ýmsum alþjóðastofnun- um. Þau skref hafa reynst okkur heilladrjúg allar götur síðan. Seinna gerðumst við aðilar að EFTA og svo loks EES samningn- um. Við gerð þess samnings bjó Ísland við kjöraðstæður á alþjóðlegum vettvangi, með gott samband við Bandaríkin annars vegar og mjög eftirsóknarverðan samning við Evrópusambandið hins vegar. Þarna skapaðist ágætt jafnvægi fyrir þjóð norður í Dumbshafi sem hefur viðskipta- hagsmuni beggja vegna Atlantsála. Ég tel raunar að Bandaríkja- menn hafi verið fullfljótir á sér að hverfa á brott með herlið sitt frá Íslandi. Þeir telja sig ekki lengur hafa beina hagsmuni af því, hvern- ig mál skipast hér heima á Íslandi. Afleiðingar brotthvarfs þeirra fyrir okkur Íslendinga eru þó verulegar, enda hefur samband okkar við þá á alþjóðavettvangi trosnað nokkuð, sérstaklega þegar litið er til viðbragða bandaríska Seðlabankans í kjölfar banka- hrunsins. Látum reyna á aðildarviðræður Raunar sýndi bankahrunið hér mjög skýrt hver staða Íslands í alþjóðasamfélaginu er. Það virðist jafnvel sem nágrannaþjóðir okkar og vinir hafi fyrst tekið við sér í kjölfar vilyrðis lánafyrirgreiðslu frá Rússlandi og þá ákveðið að rétta okkur hjálparhönd. Þegar deilur vegna IceSave reikning- anna mögnuðust kom berlega fram hve samstaða Evrópuþjóð- anna er mikil gagnvart þeim sem utan við standa. Okkar staða reyndist því mun veikari en við áttum von á. Ég tel að hag Íslendinga sé best borgið með því að vera í nánu sambandi við okkar nágrannaþjóð- ir. Þess vegna held ég, að til lengri tíma verði ekki hjá því komist að láta á það reyna, hvort aðildarvið- ræður að Evrópusambandinu geti skilað okkur þeim árangri að ná fram nauðsynlegu skjóli á alþjóðlegum vettvangi og ásættan- legum samningum vegna okkar brýnu hagsmuna í auðlindanýt- ingu. Ef slík niðurstaða fæst, er ég óhrædd við að leggja slíkan samning í dóm íslenskra kjósenda. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. ÓLÖF NORDAL Í DAG | Ísland á alþjóða- vettvangi Staða Íslands í samfélagi þjóðanna Staða krónunnar getur ekki ein ráðið því hvort ráðist verði í aðildarviðræður við ESB held- ur tel ég að horfa verði sérstak- lega til hagsmuna sjávarút- vegsins en þó ekki síður hættu á vaxandi einangrun Íslands í samfélagi þjóða. SPÁÐU Í HVAÐ ÞÚ SPARAR! Nýr Orkulykill NÝ JUNG 5 kr. afsláttur þegar þú notar Orkulykilinn í fyrsta sinn! Alltaf 2 kr. afsláttur af dæluverði Bensínorkunnar sem kannanir sýna að er lægra en hjá öðrum! www.orkan.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Ísland úr Nató og sendiherr- ann burt! Guðni Ágústsson kveður sér hljóðs eftir að hafa yfirgefið pólitíkina með miklum látum sem aðeins framsókn- armenn urðu vitni að. Ísland úr Nató og breska sendiherrann burt, segir hann þá. Menn hefðu haldið að honum hefði runnið reiðin á Kanaríeyjum en það virðist öðru nær. Í Moggaviðtalinu var ekki annað á honum að skilja en að hann hafi saknað þess að hafa mann eins og Davíð Oddsson við stjórnvölin þegar til rimmunnar kom við Breta því hann hefði tekið hart á móti. Sem sagt réttur maður á röngum stað. Kanarífuglinn í námunni En meira af Kanarí og Davíð því þingmenn, eins og til dæmis Kolbrún Halldórsdóttir frá Vinstri grænum, og spekúlantar hafa tala um að Ísland hafi verið eins og kanarífuglinn í námunni. Hinn alþjóðlegi fjármála- geiri fylgdist með og komst síðan að því á haustmánuðum að kanarífuglinn afbar ekki súrefnisleysið í námunni og dó. Það skyldi þó ekki vera að svipuð rann- sókn sé í gangi og einhvers staðar fylgist menn grannt með því hversu lengi umdeild- ur stjórnmálamaður geti verið seðlabankastjóri. Brosað í borgarstjórn Ísland hefur breyst býsna mikið síðustu mánuðina. Nýlega voru fréttir á sjónvarpsstöðvunum frá Ráðhúsi Reykjavíkur og með þeim fylgdu myndir af borgarfulltrúunum. Allir voru brosandi, jafnvel hlæjandi og undu sér greinilega hið besta. Já, þjóðfélagið hefur breyst. jse@frettabladid.is S mám saman eru afleiðingar bankahruns og fjármála- kreppu á kjör almennings að verða ljósari. Atvinnuleys- ið eykst dag frá degi og ljóst er að atvinnulausum mun áfram fjölga verulega. Almenningur stendur frammi fyrir skattahækkunum þar sem þeir sem hæstar tekj- ur hafa munu ekki taka meira á sig en sem hlutfalli af tekjum nemur, útsvar hækkar, bensíngjöld og áfengi einnig, svo og allar innfluttar vörur vegna lágs gengis krónunnar og hefur þá fátt eitt verið nefnt. Fyrir liggur einnig að þetta mun leiða til verð- bólgu sem skilar sér í hærri afborgunum af vísitölutryggðum lánum á sama tíma og launahækkanir verða í algeru lágmarki. Þannig er mynd almennings af því á hvern hátt hann mun axla afleiðingar bankahrunsins í eigin heimilisrekstri smám saman að skýrast. Á sama tíma stendur yfir umræðan um framtíðina eða það sem kallað hefur verið hið nýja Ísland. Gildi sem hafa verið ráðandi síðustu misseri eru til endurskoðunar og margir eru á því að nú skuli hin gömlu og góðu gildi endurreist. Eðlilegt er að fólk velti því fyrir sér hverjir eigi að halda um stjórnartauma í uppbyggingarstarfinu. Strax í kjölfar banka- hrunsins varð sterk krafan um að þeir sem augljóslega hefðu brugðist skyldum sínum myndu víkja; stjórn Seðlabanka og Fjármálaeftirlits og ráðherrar fjármála og bankamála. Seinna tók við enn háværari krafa um að efnt yrði til kosninga fljótt og í síðasta lagi í vor. Ljóst er að innan ríkisstjórnarinnar ríkir ágreiningur um það hvort einstaklingar eigi að axla ábyrgð á bankahruninu. Sjálf- stæðismenn eru ekki þeirrar skoðunar en í Samfylkingunni er það sjónarmið ríkjandi. Nú um helgina hafa mismunandi sjónarmið stjórnarflokkanna komið fram hjá formönnum þeirra. ?Það má eflaust finna dæmi um einhver mistök,? segir Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðis- flokksins, í viðtali við Fréttablaðið í dag. ?Ég held samt að stjórn- völdum verði ekki kennt um það hvernig fór.? Geir útilokar þó ekki mannabreytingar í ríkisstjórn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, kvað skýrar að orði í Vikulokunum á Rás 1 í gær og sagði að ríkis- stjórnin yrði að svara kalli almennings um mannabreytingar í ríkisstjórn, Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu. Nú þegar almenningi er að verða ljóst á hvern hátt hann mun færa fórnir með lakari lífskjörum til þess að byggja upp nýtt Ísland þá á hann heimtingu á að stjórnvöld í landinu sýni honum þann sóma að einstaklingar sem ábyrgir eru á sviðum sem greini- lega brugðust í aðdraganda bankahrunsins axli einnig ábyrgð. Hér á landi er ekki hefð fyrir því að stjórnmálamenn taki ábyrgð á því sem misferst með afsögn. Ef traust á að ríkja milli almennings og stjórnvalda verður hins vegar að koma til þess. Það traust skiptir sköpum þegar byggja á upp nýtt Ísland. Hér skiptir hver dagur máli þannig að krafan um afsagnir er jafn sterk hvort sem efnt verður til kosninga á fyrri hluta næsta árs eða ekki. Einstakir ráðamenn verða að axla ábyrgð með því að segja af sér. Kalli verði svarað STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.