Fréttablaðið - 14.12.2008, Page 53

Fréttablaðið - 14.12.2008, Page 53
SUNNUDAGUR 14. desember 2008 29 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Sunnudagur 14. desember ➜ Tónleikar 16.00 Jólatónleikar verða í Grafar- vogskirkju þar sem Barnakórar, Ungl- ingakór og Kór Grafarvogskirkju ásamt Vox populi flytja jóla- og aðventulög. 16.00 Tónlistarhópurinn Mandal flytur íslensk og ensk jóla- og nýárs- lög í Friðrikskapellu hjá Valsheimilinu (Vodafone höllinni) á Hlíðarenda. Auk þess að syngja spilar hópurinn á gítar, langspil, búsúkí og kjöltuhörpu. 16.30 Kór Átthagafélags Stranda- manna heldur aðventuhátíð í Bústaða- kirkju við Tunguveg. Stjórnandi kórsins er Krisztína Szklenár. Allir velkomnir. 17.00 Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur verða haldnir í Áskirkju við Vesturbrún en þar verða flutt verk eftir tónskáldið Jan Dismal Zelenka. 20.30 KK og Ellen Kristjánsdóttir verða með tónleika í Bæjarbíói við Strandgötu í Hafnarfirði. Húsið opnar kl. 20. Karlakór Reykjavíkur heldur tvenna aðventutónleika í Hallgrímskirkju við Skólavörðuholt. Þeir fyrri eru kl. 17 en þeir seinni kl. 20. Tónlistarskólinn á Akureyri og Leik- félag Akureyrar halda tvenna hátíð- artónleika í húsnæði Leikfélagsins (Samkomuhúsinu) við Hafnarstræti 57. Þeir fyrri eru kl. 14 en þeir seinni kl. 17. Aðgangur er ókeypis en tekið verður við frjálsum framlögum sem munu renna til Hjálpræðishers- ins. Kór Akureyr- arkirkju verður með tvenna tónleika, þá fyrri kl. 17 en þá seinni kl. 20. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. ➜ Sýningar Jólasýning Árbæjarsafns v. Kistuhyl, stendur nú yfir. Opið í dag frá kl. 13-17. Nánari upplýsingar á www.minjasafn- reykjavikur.is ➜ Listamannsspjall 11.00 Arna Valsdóttir verður með listamannaspjall kl. 11-13 um sýningu sína Heimilisverk sem stendur yfir í Kunstraum Wohnraum, Ásabyggð 2 á Akureyri. 15.00 Andrea Maack verður með listamannaspjall þar sem hún fjallar um aðdraganda sýningarinnar CRAFT og feril sinn. Listasafn Reykjavíkur við Tryggvagötu. ➜ Upplestur 16.00 Lesið verður úr nýjum bókum í stofunni á Gljúfra- steini. Sjón, Guðrún Eva Mínervudóttir, Ármann Jakobsson og Guðmundur Andri Thorsson lesa úr verkum sínum. Aðgangur ókeypis. ➜ Uppákomur 11.00 Jólasveinarnir koma við á Þjóð- minjasafninu við Suðurgötu, alla daga fram að jólum. Í dag kemur Stúfur til byggða. Aðgangur ókeypis. Jólaþorpið á Thorsplani við Strandgötu í Hafnarfirði er opið 13-18. Fjölbreyttur varningur í jólahúsum og skemmtidag- skrá. ➜ Dagskrá Norræna húsið við Sturlugötu. Aðgangur ókeypis. 12.34 Lifandi jóladagatal 13.30 Ævintýrið um álfabörnin Þorra og Þuru verður sýnt. ➜ Myndlist Listasmiðja verður fyrir börn og for- eldra kl. 14-16 í Hafnarborg við Strand- götu í Hafnarfirði þar sem sýningin Sjórinn og sjávarplássið verður skoðuð og notuð sem innblástur. Í kaffistofunni stendur yfir sýning á myndskreytingum Brians Pilkington af jólasveinum, Grýlu og Leppalúða. Aðgangur ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Íslandsbókin 12. hefti eftir Gunn- laug Inga Ingimarsson er komin út. Gunnlaugur er betur þekktur sem Gulli sendill og er afkasta- mikill og vinsæll höfundur. „Ég er búinn að gefa út eina bók á ári í mörg ár, stundum fleiri,“ segir Gulli. „Ég kem oftast með mínar bækur á sama tíma og hinir höf- undarnir, í byrjun nóvember, og ég er alltaf ódýrastur. Mín bók kostar þúsund kall á meðan aðrar eru á þetta 3-4 þúsund, eða jafnvel meira.“ Gulli segist fylgjast vel með kol- legum sínum. Í ár langar hann einna mest í bókina um forsetann. „Ég bjó á Ísafirði og þar hóf ég rit- höfundarferil minn fyrir langa löngu. Ólafur Ragnar er einmitt ættaður frá Ísafirði, en sjálfur er ég ættaður frá Þingeyri.“ Í nýjasta verki sínu fjallar Gulli að vanda um atburði í lífi sínu og um fólk sem verður á vegi hans. „Ég er hættur hjá Ikea og vinn í Nettó í Salahverfi núna. Afgreiði á kassa. Ég sel bókina þar, en einnig er hún til í 12 tónum á Skólavörðu- stíg. Það gengur mjög vel, ég fór með tvo kassa til þeirra í vik- unni.“ Gunnlaugar áritar bók sína í 12 tónum í dag á milli kl. 14 og 15. - drg Gulli sendill er ódýrastur GEFUR ÚT ÍSLANDSBÓKINA 12. HEFTI Gunnlaug Inga langar mest í bókina um forsetann. Nýsköpun í byggingariðnaði Morgunverðar fundur 17 . desember k l . 9 :00 – 11 :00 í Orkuvei tu Reyk jav íkur Ný aðferðafræði er að ryðja sér til rúms á sviði mann- virkjagerðar, en það er notkun upplýsingalíkana við undirbúning, hönnun, byggingu og rekstur mannvirkja. Markmiðið er að auka framleiðni, bæta gæði í bygging- ariðnaði og ná fram sparnaði í rekstri mannvirkja. Að- ferðafræðin hefur á ensku fengið heitið Building Infor- mation Modeling, BIM. Íbúðalánasjóður hefur veitt Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Framkvæmdasýslu ríkisins styrki til að vinna að inn- leiðingu aðferðafræðinnar á Íslandi og myndast hefur kjarni bakhjarla sem styðja verkefnið. Þessir aðilar boða nú til almenns kynningarfundar um BIM. M o r g u n v e r ð a r f u n d u r i n n v e r ð u r h a l d i n n í O r k u v e i t u R e y k j a v í k u r, B æ j a r h á l s i 1 m i ð v i k u d a g i n n 1 7 . d e s . k l . 0 9 : 0 0 t i l 1 1 : 0 0 o g e r a ð g a n g u r ó k e y p i s . V e i t i n g a r í b o ð i O r k u v e i t u R e y k j a v í k u r

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.