Fréttablaðið - 21.12.2008, Page 4
4 21. desember 2008 SUNNUDAGUR
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Osló
París
Róm
Stokkhólmur
17°
10°
6°
7°
10°
11°
10°
5°
8°
9°
19°
11°
3°
25°
3°
10°
13°
3°
BREYTINGA AÐ VÆNTA
Eftir langvarandi frosta-
kafl a horfi r nú til breyt-
inga. Strax á morgun
hlýnar talsvert á landinu
sunnan- og vestanverðu
með reyndar allhvöss-
um eða hvössum
vindi og á þriðjudag,
á Þorláksmessu verða
hlýindin komin yfi r
meginhluta landsins.
Aðfangadagur verður
hlýr en eitthvað kólnar
á Jóladag. Það eru því
afgerandi breytingar í
kortunum eftir daginn
í dag.
-2
1
0
3
0
0
-5
10
10
6
8
10
18
8
13
8
13 15
0
-2
-3
-1
ÞRIÐJUDAGUR
13-20 m/s, hvassast
á vesturhluta landsins.
6
6
67
2
-2
-2
5
6
8
Á MORGUN
13-20 m/s sunnan og
vestan til annars 8-13.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veður-
fræðingur
ALÞINGI Alþingi samþykkti í gær-
morgun að fela kjararáði að
úrskurða að nýju um 5 til 15 pró-
senta launalækkun þingmanna og
ráðherra. Ráðinu er ætlað að kveða
upp úrskurð sinn fyrir áramót og
skal lækkunin taka gildi 1. janúar
næstkomandi. Þá er kjararáði
óheimilt að hækka laun ráðamanna
á næsta ári.
Samkvæmt lagabreytingunni er
kjararáði jafnframt ætlað að
endurskoða sem fyrst, kjör annarra
sem undir það heyra. Endurskoð-
unin nær þó ekki til forseta
Íslands.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins mun kjararáð funda um
málið á mánudaginn.
Kjararáð ákvað á fundi sínum 27.
ágúst síðastliðinn að hækka mánað-
arlaun þeirra sem ákvörðunarvald
ráðsins nær til um 20.300 krónur á
mánuði. Hækkunin var afturvirk
frá 1. maí 2008 og var hún meðal
annars rökstudd með því að veru-
legar breytingar hefðu orðið á þeim
launum í þjóðfélaginu sem ráðið
ætti að miða við í úrskurðum sínum.
Á árinu hefði meðal annars verið
samið um laun og starfskjör á
almennum vinnumarkaði og við
opinbera starfsmenn.
Alls 49 þingmenn samþykktu
lögin í gær, 12 voru fjarverandi en
þingmennirnir Guðjón Arnar
Kristjánsson og Jón Magnússon
sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
- ovd
Þingmenn samþykktu að fela kjararáði að úrskurða að nýju um launalækkanir:
Laun ráðamanna lækka um áramót
FRÁ ALÞINGI Laun þingmanna hækkuðu
um 20.300 krónur 1. maí síðastliðinn
en í gær ákváðu þeir að fela kjararáði
að úrskurða að nýju um launalækkanir
æðstu ráðamanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
EFNAHAGSMÁL „Við erum búin að
vera að kaupa ávísanir, viðskipta-
tékka og ferðatékka en á fimmtu-
daginn byrjuðum við að selja
viðskiptatékka,“ segir Anna
Þórunn Reynis, framkvæmdastjóri
viðskiptaþjónustu Sparisjóðabank-
ans. Hún segir sparisjóðina selja
viðskiptatékka í öllum helstu
myntum. Fólk kaupi mest af
ávísunum á danskar krónur, ensk
pund og evrur.
Að svo stöddu muni sparisjóð-
irnir þó ekki selja viðskiptatékka í
bandaríkjadölum. Fólk sem þurfi á
ávísunum í erlendri mynt að halda
geti því leitað til næsta sparisjóðs.
„Þetta á þó bara við um viðskipta-
tékka því það er alfarið hætt að
selja ferðatékka á Íslandi,“ segir
Anna Þórunn. - ovd
Gjaldeyrisviðskipti:
Sparisjóðirnir
selja tékka
BELGÍA,AP Albert II, konungur
Belgíu fundaði í gær með helstu
ráðamönnum landsins í tilraun
sinni til að ráða bót á þeim
pólitíska vanda sem upp er
kominn í kjölfar efnahagsþreng-
inga í landinu.
Ríkisstjórn landsins hefur að
undanförnu reynt að selja
frönskum banka, BNP Paribas,
meirihlutann í Fortis, stærsta
banka landsins en vegna fjár-
málakreppunnar neyddist Fortis
til að leita aðstoðar stjórnvalda.
Gangi salan eftir eiga þúsundir
Belga á hættu að missa vinnuna.
Undirréttur úrskurðaði nýlega að
hluthafar í Fortis hefðu átt að fá
að taka þátt í ákvörðunum um
söluna. Á föstudaginn bárust svo
féttir þess efnis að Yves Leterme,
forsætisráherra Belgíu hefði
reynt að hafa áhrif á niðurstöður
áfrýjunarréttar í málinu. - ovd
Konungur reynir að sætta:
Salan á Fortis
að buga Belga
Í VANDA Yves Leterme, forsætisráðherra
Belgíu, sem sést hér með Geir H. Haar-
de, bauðst á föstudaginn til að segja af
sér embætti. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Ölvaður út af í Kömbunum
Lögreglan á Selfossi tók tvo öku-
menn fyrir ölvunarakstur aðfaranótt
laugardagsins. Annar þeirra hafði ekið
bíl sínum út af í Kömbunum ofan
Hveragerðis. Hann sakaði ekki. Hinn
ökumaðurinn var tekinn í Þorláks-
höfn. Lögreglan stendur nú fyrir
sérstöku átaki gegn ölvunarakstri.
LÖGREGLUFRÉTTIR
EFNAHAGSMÁL Í breytingartillög-
um meirihluta fjárlaganefndar
við fjárlagafrumvarp næsta árs
er meðal annars lagt til að veitt
verði heimild til að selja sendi-
herrabústaði Íslands í New York,
Washington, London og Ósló.
Leggur meirihlutinn til að hluta
söluverðsins verði varið til að
kaupa eða leigja annað hentugra
húsnæði fyrir sendiherra í
borgunum. Tillögu þessa efnis
var dreift á Alþingi síðdegis í gær
en þriðja og síðasta umræða um
fjárlögin fer fram á mánudaginn.
Þingfundur hefst klukkan 9.30 og
eru umræður um fjárlög annað
mál á dagskrá fundarins. - ovd
Breytingar á fjárlagafrumvarpi:
Vilja selja sendi-
herrabústaði
STJÓRNMÁL „Mér finnst þessi
tillaga ekki raunhæf,“ segir
Margrét G. Flovenz formaður
félags löggiltra endurskoðenda um
ummæli Björgvins G. Sigurðsson-
ar um að lögleiða hámarksstærð
endurskoðunarskrifstofa.
„Endurskoðunarskrifstofur á
Íslandi eru ekki stórar og ef þær
væru mikið minni þá væri nánast
ógerlegt að standa undir öllum
þeim kröfum sem gerðar eru til
okkar, faglega og lagalega,“ segir
Margrét.
Ummæli Björgvins voru svar
við spurningu Álfheiðar Ingadótt-
ur alþingiskonu á fimmtudag.
„Hvað varðar skilanefndirnar
má kannski fyrst velta fyrir sér
hvort þessar aðstæður kalli ekki á
það [...] að við setjum hámarks-
stærð á endurskoðunarskrifstofur
svo þær séu fleiri og fjölbreyttari
en núna þegar þær eru fáar og
stórar og erfitt að velja þar á
milli,“ sagði Björgvin. - vsp
Endurskoðunarskrifstofur:
Ráðherra vill
meiri fjölbreytni
GENGIÐ 19.12.2008
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
217,6413
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
121,11 121,69
181,12 182
169,72 170,66
22,779 22,913
17,332 17,434
15,474 15,564
1,3619 1,3699
187,47 188,59
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
FULLT HÚS JÓLAGJAFA
Úlpa
19.990kr.
STJÓRNMÁL „Mér finnst ríkisstjórn-
in ganga of skammt í þessum
aðgerðum,“ segir Ármann Kr.
Ólafsson, alþingismaður og vara-
formaður félags- og tryggingar-
málanefndar Alþingis.
Þakið á fæðingarorlofssjóði
hefur verið fært úr 480 þúsund
krónum í 400 þúsund krónur.
Frumvarp þess efnis var sam-
þykkt á Alþingi í gær.
„Ég hefði viljað taka meira af
þessum bótum og miða við árið
2007 með verðbólgu. Þá hefðum
við getað sparað tvo milljarða,“
segir Ármann. Með þessum
aðgerðum sparast hins vegar um
400 milljónir að sögn Ármanns.
Ástæða þess að ákveðið var að
skera niður úr sjóðnum segir
Ármann hafa verið að stjórnar-
meirihlutinn vildi ná niður
rekstrarkostnaði ríkisins. Ekki
hafi hins vegar verið vilji til að
lækka bæturnar mikið og þess
vegna hafi verið ákveðið að lækka
bæturnar á þá sem hafa mest.
Vinstri græn sátu hjá við
atkvæðagreiðslu um lækkun þaks
fæðingarorlofsins.
„Þetta er ekkert óeðlilegur nið-
urskurður. Þakið var haft hátt á
sínum tíma og sumum fannst það
of hátt þá. Þetta er að vissu leyti
ekkert óeðlileg ráðstöfun,“ segir
Katrín Jakobsdóttir varaformað-
ur Vinstri grænna.
Katrín segir Vinstri græn hins
vegar hafa verið mjög mótfallin
öðru nýsamþykktu frumvarpi um
heimild til að leggja á gjald vegna
innlagnar á sjúkrahús.
„Þetta er bara sjúklingaskattur
og ekkert annað. Við [í VG] hefð-
um viljað sjá þrepaskiptar skatta-
hækkanir í staðinn,“ segir Katrín.
Vinstri Græn lögðu fram tillög-
ur í skattamálum í fyrradag. Þar
lögðu þau til að tekjuskattur yrði
hækkaður þrepaskipt en ekki flatt
á alla um 1,25 prósent eins og sam-
þykkt var á Alþingi í gær. Að auki
að fjármagnstekjuskattur yrði
hækkaður úr tíu í fjórtán prósent.
„Þá mundu þeir sem hafa hæstu
launin borga mest. Við teljum að
þá sé verið að dreifa þessu á rétt-
látari hátt. Með þeim tillögum
hefði orðið 5,5 milljarða tekjuauki,
varlega áætlað,“ segir Katrín.
Níu frumvörp voru samþykkt á
Alþingi í gær. Ýmist ný lög eða
breytingar á eldri lögum. Næsti
þingfundur verður á mánudaginn.
Þá verða meðal annars fjárlögin
og eftirlaunafrumvarpið til
umræðu. vidirp@frettabladid.is
Stjórnvöld samþykkja
að hækka tekjuskatt
Níu frumvörp urðu að lögum á Alþingi í gær. Tekjuskattur var hækkaður um
1,25 prósent. Heimild var veitt til gjaldtöku á sjúkrahúsum. Varaformaður VG
kallar það sjúklingaskatt. Þak fæðingarorlofs lækkar um 80 þúsund krónur.
ALÞINGISTÍÐINDI Tíðindamikið var á Alþingi í gær. Níu frumvörp urðu að lögum.
■ Hækkun tekjuskatts um 1,25
prósent. Heimild til að hækka útsvar
um 0,25 prósent.
■ Sóknargjöld til trúfélaga voru
lækkuð.
■ Þak var sett á búvörusamninga.
■ Reglum breytt um tilraunadýra-
nefnd.
■ Breyting var á ýmsum lögum
vegna kolvetnisstarfsemi.
■ Heimild fyrir ríkissjóð að veita
þeim fjárhagslega fyrirgreiðslu sem
hyggja á málssókn gegn breskum
yfirvöldum vegna beitingar hryðju-
verkalaga.
■ Launalækkun Alþingismanna um
5-15 prósent eftir úrskurði Kjararáðs.
■ Framlenging ákvæða um lækkun
gjalda af vistvænum ökutækjum.
■ 31 veittur ríkisborgararéttur.
■ Breyting á tollfrjálsum innflutn-
ingi ferðamanna á varningi.
■ Heimild til gjaldtöku fyrir innlögn
á sjúkrahús.
■ Þak fæðingarorlofs lækkað um 80
þúsund krónur.
SAMÞYKKTIR Á ALÞINGI Í GÆR