Fréttablaðið - 21.12.2008, Page 12
12 21. desember 2008 SUNNUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is
ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf.
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI:
Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur
sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Á
vetrarsólstöðum er rétt að íhuga mikilvægi þess
boðskapar sem felst í máltækinu „öll él birtir upp
um síðir“. Svartasta skammdegið hefur ekki bætt
úr skák í öllu krepputalinu undanfarnar vikur. En
með hækkandi sól á bjartsýnin leik.
Það hve mikil ástæða er til bjartsýni veltur hins vegar að
miklu leyti á þeim ákvörðunum sem íslenzk stjórnvöld taka á
nýju ári. Við blasir að aðgerðaleysi er ekki valkostur. Að vísa
til forskriftar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að skýra niður-
skurðaraðgerðir í ríkisrekstrinum (eins og heyrðist í umræð-
unni um endurskoðuð fjárlög) og aðrar óvinsælar kreppuráð-
stafanir er óábyrgur Svarta-Péturs-leikur. Ísland þarf að halda
frumkvæðinu í að ráða fram úr ástandinu. Það er mikilvæg
forsenda þess að bæði almenningur í landinu og ekki síður
hinir alþjóðlegu markaðir öðlist það lágmarkstraust á íslenzku
efnahagslífi og aðgerðum stjórnvalda til enduruppbyggingar
þess sem nauðsynlegt er til að þær skili tilætluðum árangri.
Af reynslu annarra þjóða, sem gengið hafa í gegnum erfið-
ar efnahagskreppur á liðnum áratugum, hefur verið hægt að
draga þann lærdóm að í megindráttum eru tvær leiðir út úr
slíkri kreppu. Annars vegar er svonefnd „sjokkþerapía“, sem
felur í sér að það versta sé tekið út strax, en fyrir vikið náist að
vinna bug á kreppunni á styttri tíma en ella. Hin leiðin er sú að
reyna að mýkja áhrif kreppunnar með því að ganga ekki eins
langt í aðhaldsaðgerðum, en það er því verði keypt að erfiðara
er að ná tökum á hallarekstri hins opinbera og kreppan varir
lengur.
Segja má að sú áætlun sem hérlend stjórnvöld komu sér
saman um við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og endurskoðuðu
fjárlögin eru liður í, sé eins konar blanda af þessum tveimur
leiðum. Væri „sjokkþerapíuleiðinni“ fylgt alveg þá væri séð
til þess að misræmið milli útgjalda og tekna hins opinbera á
komandi ári yrði ekki meira en árið eftir, eins og nú er gert
ráð fyrir. Með því má segja að því sé slegið á frest að taka út
það versta og þar með fallizt á að kreppan vari lengur en hægt
væri að komast af með.
Undir þessum kringumstæðum er auðvelt að tapa sér í svart-
sýni: kaupmáttarhrun, skuldaklafar, fjöldagjaldþrot, fjölda-
atvinnuleysi, jafnvel fjöldalandflótti.
En aftur að hækkandi sól og bjartsýninni. Það er ekki ónýtt
að sjálfur páfinn í Róm, Benedikt XVI, votti einmitt á þessum
tímamótum að hann hafi þá trú á þeirri „hugrökku og seigu
þjóð“ sem þetta harðbýla eyland byggir að hann sé þess fullviss
að hún muni standa af sér þessa erfiðleikatíma og koma undir
sig fótunum efnahagslega á ný. Er hann tók á móti nýjum sendi-
herra Íslands gagnvart Páfagarði fyrir helgina sagðist hans
heilagleiki biðja fyrir því að forystumenn í íslenzkum stjórn-
málum og viðskiptalífi hafi „vizku, framsýni og almannaheill“
að leiðarljósi er þeir taka ákvarðanir um framtíð þjóðarinnar.
Þetta eru verðug skilaboð til íslenzkra ráðamanna nú er sól fer
hækkandi á ný og nýtt ár með nýjum tækifærum fer í hönd.
Á vetrarsólstöðum
Hækkandi sól
AUÐUNN ARNÓRSSON SKRIFAR
Mikið hringt
Staða Sigmundar Davíðs Gunnlaugs-
sonar, skipulagsfræðings og hugsan-
legs tilvonandi formannsframbjóðanda
í Framsóknarflokknum, hefur breyst
dag frá degi að undanförnu. Á föstu-
daginn sagðist hann ekki einu sinni
vera skráður í Framsóknarflokkinn og
ekki á leið í pólitík. Í gær sagðist hann
hins vegar hafa fengið mikið af sím-
tölum frá framsóknarmönnum og því
væri hann að íhuga málið. Hann hafi
því ákveðið að nýta næstu daga
til að tala við fólk og athuga
hvernig landið liggur. Þá hafi
hann talið sig hafa misst trúna á
pólitík og að hún væri í tengsl-
um við fólkið í landinu.
Hvort sem Sigmundur
Davíð ákveður að taka
slaginn eða ekki er ljóst að hann er
farinn að æfa pólitísku frasana.
Samstaða mótmælenda
Nokkrir mótmælendur á Austurvelli
í gær tóku sig til og köstuðu skóm
sínum í Alþingishúsið. Fyrirmynd-
ina er líklega að finna hjá írökskum
blaðamanni sem mótmælti veru
Bandaríkjamanna í Írak með því að
kasta skóm sínum í átt að George
Bush, forseta Bandaríkjanna. Í Írak
þykja slíkar skóathafnir
merki um mikla vanþókn-
un. Fjöldi íslenskra barna
hefur gengið í lið með
íslenskum og írökskum
mótmælendum fyrir
þessi jól og sett skó
sína út í glugga.
Í kjafti svínsins
Jón Gerald Sullenberger er nú í óða-
önn að undirbúa stofnun nýrrar mat-
vöruverslunar til höfuðs sínum fornu
Bónusfjendum af víkingaskútunni
góðu. Jón hefur hvatt þá, sem luma
á ódýru og góðu verslunarhúsnæði,
til að hafa samband við sig. Þangað
til arkar hann sjálfur milli verslana og
kynnir sér hvernig samkeppnin nýtir
sér sitt húsnæði. Til Sullenbergers sást
í gær í nýrri verslun við Hallveigarstíg.
Þar gekk hann um eins og herforingi
og mældi út hvern krók og kima.
Verslunin góða er merkt Bónussvín-
inu í bak og fyrir. Heitir þetta ekki
að hætta sér í gin ljónsins, og
að köttur sé kominn í ból
bjarnar? olav@frettabladid.is
klemens@frettabladid.is
Ísland er ekki lýðveldi. Ísland er flokksveldi. Íslenska þjóðin býr
ekki við þingræði. Hún býr við
flokksræði – þegar best lætur.
Dags daglega býr hún við
ráðherravald og ofríki fárra
forystumanna í stjórnmálaflokk-
um. Og það sem verra er: íslensk
þjóð er ekki lengur sjálfstæð og
frjáls. Eins og Göran Persson
sagði á dögunum: skuldugur
maður er ekki frjáls. Frelsi krefst
fjárhagslegs sjálfstæðis. Íslenska
þjóðin er svo rígbundin í skulda-
fjötra að hún getur sig varla
hrært. Ábyrgð á því ber ríkis-
stjórnin – og endanlega Alþingi.
Þess vegna er nú óhjákvæmilegt
að varpa fram þessari spurningu:
Til hvers er Alþingi? Til hvers
kjósum við þing?
Við kjósum flokk, ekki fólk,
ekki einstaklinga, heldur flokk
sem hefur raðað frambjóðendum
á lista. Stundum eftir einhvers
konar innbyrðis prófkjör sem
byggjast á ríg, klíkuskap,
peningum og smölun. Nær
ómögulegt er að hafa áhrif á
framboðslista. Reglur um
útstrikanir eru svo haldlitlar að
þær hafa reynst gagnslausar.
Flokkinn kjósum við væntan-
lega vegna stefnuskrár. En við
henni er strax sleginn varnagli.
Flokkarnir segjast „ganga
óbundnir til kosninga“. Í því felst
að við höfum ekki hugmynd um
hvernig ríkisstjórn verður
mynduð. Við kjósum ekki
ríkisstjórn. Við höfum ekkert um
það að segja á hvaða grundvelli
hún mun starfa. Að loknum
kosningum setjast formenn
saman, oftast tveir, og ákveða að
mynda stjórn. Á grundvelli
einhvers konar „stjórnarsátt-
mála“ sem er svo almennt orðaður
að hann er nánast marklaus – eða
að túlka má hann og toga í allar
áttir. Einu sinni var meira að
segja talað um „heiðursmanna-
samkomulag“ – þótt það gleymd-
ist reyndar að til þess þarf
heiðursmenn.
Nú setjast „þjóðkjörnir
fulltrúar“ á löggjafarþing undir
formerkjum nýrrar ríkisstjórnar,
þar sem starfað skal samkvæmt
þrískiptingu valdsins. En það
stendur nú bara í stjórnarskrá. Og
sjá – á þessu löggjafarþingi situr
framkvæmdavaldið í heiðurssæti
– andspænis öðrum þingmönnum!
Það skal ekki fara á milli mála
hverjir ráða hér! Ég veit ekki um
neitt annað þjóðþing þar sem
fulltrúar framkvæmdavalds eru
taldir rétthærri öðrum þingmönn-
um. Enda er nú hlýðnast. Á
augabragði breytast þingmenn
stjórnarflokkanna í auðsveipa
afgreiðslumenn. Ekki er ýkja
langt síðan ung þingkona greiddi
atkvæði gegn eigin skoðunum „af
því að hún er í liðinu“. Það gengur
meira að segja svo langt að
frumvarp stjórnarþingmanns
fæst ekki rætt „af því að ríkis-
stjórnin er með annað frumvarp
um sama efni í undirbúningi“.
Nefndarformenn fá fyrirmæli um
að svæfa málið. Og gera það.
Skýrt dæmi er frumvarp Valgerð-
ar Bjarnadóttur um eftirlauna-
ósómann – sem enn skal gilda,
ofurlítið mildaður, en gildir samt.
Hér bregst forseti Alþingis
algerlega og forsætisnefnd sem
ber að tryggja full réttindi allra
þingmanna. Þingmenn stjórnar-
flokka skulu hlýða. Stjórnar-
andstaðan fær að hrópa og kalla
og nöldra, nema hvað. Á hana er
tæpast hlustað, enda ræður hún
engu. Svona hefur þetta gengið
áratugum saman, sama hvaða
flokkar hafa myndað stjórn. Og
samt eiga þingmenn ekki að hlýða
öðru en samvisku sinni.
Nú er meira að segja svo langt
gengið að framkvæmdavaldið
hefur ekki látið sér nægja að kúga
löggjafarþingið, heldur líka
skipað ættingja sína og vini í
dómarasæti. Dómsvaldið skal
einnig lúta því.
Ráðherravald er hér miklu
meira en í nágrannalöndum okkar.
Annar munur er þar einnig. Þar er
sums staðar algengt að ráðherrar
séu valdir utan þings. Annars
staðar víkja þeir af þingi sem
gegna ráðherradómi. Þar bera
ráðherrar ábyrgð. Og segja af sér
ef þeir bregðast trausti, – og
einnig vegna afglapa embættis-
manna er undir þá heyra. Ekki
hér.
Hér telja stjórnmálamenn sig
geta gegnt hvaða ráðherraemb-
ætti sem er. Talin er hefð fyrir
lögfræðikunnáttu dómsmálaráð-
herra, en ekki minnst á neitt
sambærilegt fyrir önnur ráðu-
neyti. Hér er ekki heldur gert ráð
fyrir að stjórnmálaleiðtogar eigi
framtíðarsýn. Ekki einu sinni nú
er um það rætt, hvernig þjóðfélag
við ætlum að byggja. Kannski
væri ástæða til að rifja upp
einkunnarorð frönsku byltingar-
innar um frelsi, jafnrétti og
bræðralag.
Til hvers er Alþingi? Til hvers
kjósum við þing?
Höfundur er rithöfundur
og prófessor emeritus
við Háskóla Íslands.
Til hvers er Alþingi?
NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK
Í DAG | Lýðræði
Breytt frístundakort
UMRÆÐA
Sólvey Tómasdóttir skrifar um
frístundakort
Allir hafa eitthvað gott til málanna að leggja. Það gerði Framsóknarflokkur-
inn með innleiðingu frístundakortsins fyrir
tveimur árum. Megintilgangur þeirra er að
auðvelda börnum og unglingum í Reykja-
vík að sinna uppbyggilegu frístundastarfi
óháð hefnahag foreldra. Þverpólítísk sátt
ríkti um innleiðingu kortanna, enda
mikilvægt að öll börn eigi möguleika til að nýta
frístíma sinn með sem bestum hætti.
Nokkurrar mótsagnar gætti þó við útfærslu
frístundakortsins. Þrátt fyrir að Íþrótta- og tóm-
stundasvið hefði um nokkurt skeið staðið að
metnaðarfullri uppbyggingu frístundaheimila áttu
foreldrar þess ekki kost að greiða fyrir þau með
frístundakortinu. Frístundaheimilin hafa þó frá
fyrstu tíð uppfyllt allar þær kröfur sem gerðar eru
til fullgildra aðila að frístundakortinu.
Í frístundaheimilum ÍTR eru börn á aldrinum 6-9
ára kynnt fyrir fjölbreyttu og uppbyggjandi
frístundastarfi, auk þess sem þar er markvisst unnið
að því að þroska félags- og samskiptafærni barna.
Starfið er faglegt og metnaðarfull og
uppfyllir öll þau skilyrði sem sett hafa
verið fyrir notkun kortsins frá upphafi.
Á fyrstu árum í grunnskóla taka börn út
mikinn þroska, sem m.a. felst í að þróa með
sér áhugamál til framtíðar og skipta
frístundaheimilin þá sköpum. Margir
foreldrar kjósa að bíða með að setja börn
sín í aðrar frístundir og hafa því ekki getað
nýtt frístundakortið yfir höfuð.
Vinstri græn hafa alla tíð lagt áherslu á
að til að frístundakortin virki sem raun-
verulegt jöfnunartæki, verði frístunda-
heimilin að vera þar valkostur. Nú, þegar efnahags-
ástandið krefst endurskoðunar á útgjöldum margra
fjölskyldna, er brýnna en nokkru sinni að foreldrar
hafi fullt frelsi til að ráðstafa frístundakortinu í þær
tómstundir sem þeir telja að nýtist börnum sínum
best.
Það er því mikið fagnaðarefni, að Íþrótta- og
tómstundaráð hafi loks fallist á þessi sjónarmið og
samþykkt tillögu okkar Vinstri grænna að reglur um
frístundakortið verði endurskoðaðar þannig að
foreldrar geti greitt fyrir frístundaheimili með
frístundakortinu ef þau svo kjósa.
Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna
SÓLEY TÓMASDÓTTIR