Fréttablaðið - 21.12.2008, Síða 38

Fréttablaðið - 21.12.2008, Síða 38
Ég hef brennandi áhuga á bakstri því kökur eru svo yndislega góðar,“ segir Sonja B. Guðfinns- dóttir lyfjafræðingur, sem í sumar opnaði kökusíðuna www.cakedecoideas.com, þar sem finna má yfir 180 hugmyndir að stórkostleg- um kökuskreytingum, en sjón er sögu ríkari. „Ég hef haft gaman af bakstri síðan ég var lítil og þetta hefur blundað í mér allar götur síðan. Þegar ég bjó í Pittsburgh í Bandaríkj- unum um aldamótin síðustu lifnaði áhuginn aftur og ég fór að fikta æ meira við kökuskreytingar, því þar eru kökur hreinasta lista- verk. Kökumyndasafn mitt stækkaði því jafnt og þétt og fyrir rúmu ári kviknaði hugmyndin að kökusíðunni því mig langaði að deila hugmyndum mínum,“ segir Sonja um heimasíðuna sem er reglulega uppfærð og hefur að geyma hugmyndir að kökuskreytingum ásamt fallegum myndum af heima- gerðum sykurblómum henn- ar, en einnig er hægt að fá ótal hugmyndir að skreyt- ingum á súkkulaði-, mar- engs- og ostakökur, ásamt hátíðakökum og barna- afmæliskökum, sem að sögn Sonju er langvinsælasti kökuflokkurinn. „Blómin sprauta ég eftir kúnstarinnar tækni en flest koma þau úr blómagarði hugans. Mér leiðist að fara eftir fyrirfram gefnum skreytingauppskriftum og kýs frekar að fá útrás fyrir hugmyndaflugið þegar kemur að því að skera út teiknimyndafígúrur fyrir barnatertur og annað skreytikyns,“ segir Sonja sem starfar á rannsóknar- stofu Actavis. „Starf lyfja- fræðings og bakara er ekki svo ólíkt; að vigta, hræra saman og sulla,“ segir hún hlæjandi. Súkkulaði-pavlovan sem Sonja bakaði og skreytti svo fallega fyrir lesendur segir hún tilvalda á hátíðaborðið, enda jólaleg með eindæm- um. „Þetta er einföld og góð uppskrift, og upplagt að nota frosnar berjablöndur eins og frosin hindber í kreppunni þegar fersk ber eru fokdýr. Þá þíðir maður þau og þurrkar vel. Og til að fá háa kanta á marengsinn baka ég hann í formi og þá verður útkoman mjúkseig í miðjunni.“ - þlg Sonja hefur haft dálæti á bakstri alveg síðan í bernsku. Sonja segir tilvalið að nota frosnar berjablöndur í pavlovuna. 6 eggjahvítur 300 g sykur 1-2 tsk. vínedik 3 msk. kakó, sigtað 50 g dökkt súkkulaði ½ l rjómi hindber eða önnur ber, eða ávaxtablanda Stífþeytið eggjahvítur. Bætið sykri smám saman út í, einni matskeið í einu og þeytið á meðan. Bætið vínediki og sigtuðu kakói út í og hrærið varlega með sleif. Setjið á bökunarpappír í form. Dreifið söxuðu súkkulaði yfir. Bakið við 150° C í eina klukkustund og korter. Skreytið með þeyttum rjóma og berjum að vild. SÚKKULAÐI PAVLOVA SONJU FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Rósir úr blómagarði hugans Sumar kökur eru slíkar gersemar fyrir augað að jaðrar við synd að skera þær í sneið- ar. Sonja B. Guðfinnsdóttir galdrar fram hvert góðgætið á fætur öðru allt árið um kring, oft svo fallega og skemmtilega skreytt að úr verða hreinustu listaverk. GEIRSGATA 9 101 REYKJAVIK 561 1111 ORANGE.IS FUN DINING BY THE HARBOUR RESTAURANT COCKTAIL LOUNGE DEKRAÐU VIÐ BRAGÐLAUKA VINA ÞINNA GEFÐU ÓGLEYMANLEGA UPPLIFUN MEÐ LET’S GO CRAZY EÐA LET’S GO CRAZY WINE GJAFAKORTUM ORANGE KORTIN GILDA FYRIR 2 - EINNIG Í BOÐI ERU: 5.000, 10.000, 15.000 & 20.000 kr. GEFÐU ÓGLEYMANLEGA KVÖLDSTUND

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.