Fréttablaðið - 21.12.2008, Page 42
14 matur
einfalda í framkvæmd en betra sé
að hafa tímann fyrir sér. „Það er
mjög auðvelt að gera þennan rétt,
en það þarf að baka marengsinn í
tvo tíma og láta hann svo kólna inni
í ofninum. Frómasinn þarf svo helst
að vera í kæli yfir nótt, svo þetta er
smá ferli en mjög auðvelt.“
Um áramótin hefur Ástbjörg
boðið fjölskyldunni til veislu og
hafa réttirnir á borðum nálgast hátt
á annan tug. „Ég hef boðið til ára-
mótaveislu núna síðustu þrenn ára-
mót og bý til mismunandi rétti. Ég
tek þá bestu réttina frá árinu áður
og bæti svo alltaf einhverju nýju
við. Ég mun prufukeyra bombuna í
afmæli bróður míns og þá verður
ákveðið hvort hún ratar á áramóta-
borðið.“ - rat
MARENGS
6 stk. egg
375 g sykur
1 tsk. edik
½ tsk. vanilludropar
¼ tsk. salt
Þeytið eggjahvítur og
bætið rest saman við.
Þeytið þar til sykur er
uppleystur og marengs
orðinn stífur. Bakað við
100° C í tvo tíma og
látið kólna í ofni.
FRÓMAS
3 stk. egg
100 g sykur
3 stk. matarlímsblöð
250 g ananaskurl
½ l rjómi
sítrónusafi
Þeytið egg og sykur í
ljósa froðu. Bætið
ananas út í. Bræðið
matarlím (áður lagt í
bleyti í köldu vatni) í
sítrónusafa og hellið
varlega saman við.
Þeytið rjóma og bætið
út í með sleif ásamt 1
dl af ananassafa (úr
dós). Látið stífna í kæli
yfir nótt.
Hvolfið marengs eins
heillegum og hægt er
ofan í skál og smyrjið
frómas ofan á. Skreytið
með ananas og
súkkulaðispæni.
HÁTÍÐARBOMBA MEÐ MARENGS OG FRÓMAS
Hátíðarbomban, eins og ég kalla hana, er mjúkur mar-engs með ananasfrómas ofan
á. Mjög sætur og góður eftirréttur,“
segir Ástbjörg Ýr Gunnarsdóttir
matgæðingur.
Ástbjörg, sem er mjög liðtæk í
eldhúsinu, segir hátíðarbombuna
Ástbjörg Ýr Gunnarsdóttir býr til ljúffenga eftirrétti á hátíðarborðið. Marengs- og
frómasbombuna segir hún sérstaklega sæta og góða. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Ljúffengur
marengsfrómas
Frómas hefur löngum tilheyrt hátíðarborðinu. Ástbjörg Ýr bjó til bragðgóðan
snúning á þennan eftirrétt og bætti sætum marengs við ljúffengan frómasinn.
E
Jólalagersalan heldur áfram
aðeins 3 dagar eftir
Mikið úrval af leikföngum
á 100-500kr
Opnunartími:
Virka daga: 12-18
Laugardaga: 12-16
Sunnudagur 21des 12-16Lagersalan er að Miðhrauni 2 - við brúna hjá IKEA
Formúluskápur
Áður: 19.980.-
Tilboðsverð: 4.495.-
Dýraskápur
Áður: 25.990.-
Tilboðsverð: 4.495.-
Gluggaskápur
Áður: 25.990.-
Tilboðsverð: 4.495.-
Skipstjórakoja
Áður: 45.990.-
Tilboðsverð: 8.495
án dýnu og botna.- Rúm Blátt
Áður: 23.980.-
Tilboðsverð: 4.495.-
Rúm Grænt
Áður: 23.980.-
Tilboðsverð: 4.495.-
Tónlistartannbursti
Tilboðsverð: 990.-
Öll prinsessu og Bangsimon
húsgögn á 50% afslætti
Skrifborð
Áður: 19.980.-
Tilboðsverð: 3.995.-