Fréttablaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 21.12.2008, Blaðsíða 46
22 21. desember 2008 SUNNUDAGUR Hvað gaf jólasveinninn þér í skóinn?Hann gaf mér pakka og í honum var rauð bók, ég man ekki hvað hún er um. En veistu hvað, á morgun kemur Hurðaskellir. Í bókinni sem við vorum að lesa áðan var Hurðaskellir að skella hurðum og hann skellti svo fast að hann gat ekki opnað hana aftur. Veistu hvað gerist á jólunum? Já, við fáum jólamat og hann heitir hangikjöt. Svo held ég að ég fái Karíus og Baktus-mynd, Kung Fu Panda-mynd og Dóru-mynd. Áttu uppáhaldsjólalag? Það heitir Í skóginum stóð kofi einn. Það er mjög gaman að syngja það. Brynja Jóhannsdóttir, þriggja ára Kannski eru jólasveinarnir með galdralykil Jólasveinarnir, jólamatur og jólagjafir voru leikskólabörnunum á leikskólanum Dvergasteini, sem Sigríður Björg Tómasdótt- ir tók tali, mjög hugleikin. Þau voru öll sammála um það að desember væri mjög skemmtilegur mánuður. Hvaða jólasveinn finnst þér skemmtilegastur? Stúfur, hann er skemmtilegastur. Mér finnast pönnur nefnilega svo skemmtilegar. Hann heldur á pönnu í bókinni um jólasveinana. Hvað ætlar þú að borða um jólin? Ég ætla að borða rjúpu og hangikjöt heima hjá ömmu og afa. Ég er stundum hjá þeim um jólin en stundum erum við bara að spjalla heima. Það er svo gaman hjá mér um jólin. Svo verð ég líka annars staðar, á veitingastað. Mér finnst skemmtilegast um jólin að vera á veitingastað, fá pakka og borða jólalegan mat. Hvað langar þig í í jólagjöf? Ég veit það ekki. Einu sinni komu pabbi og mamma með jólagjöf til mín. Og ég vissi ekki hvað var inni í gjöfinni en svo opnaði ég hana og í henni var skiptiborð fyrir dúkkurnar. Það var líka bað í skiptiborðinu. Það þurfti að setja borðið saman og pabbi minn gerði það. Núna geymi ég það alltaf inni í skáp og líka eldhúsið mitt. Ferðu á jólaball? Já, í leikskólanum og á sunnudeg- inum í hinu árinu fer ég á jólaball að dansa í kringum jólatré með ömmu, það er gaman. Gaf jólasveinninn þér eitthvað í skóinn? Já, bangsa og mandarínu. Ég hef aldrei fengið kartöflu, þegar börnin eru óþekk þá fá þau kartöflu. Ég er alltaf þæg í desember, þá er svo gaman. Mér finnst svo skemmtilegt að leika mér í snjónum, ég reyndi að búa til snjókarl áðan með vinum mínum en við gátum það bara alls ekki. Elísabet Narda Santos, fjögurra ára Af hverju höldum við upp á jólin? Af því að einu sinni var kona með barn í maganum og það var Jesúbarnið og svo var það alveg að fara að fæðast. Ég er ekki viss, fæðist það kannski núna? Ég held að það fæðist núna. Hver er uppáhaldsjólasveinninn þinn? Það er Stekkjastaur. Sko Stekkjastaur sem klifrar alltaf á staurum, ekki sá sem sýgur ærnar. Grýla mamma þeirra, hún flengir jólasveinana, ef þeir skella hurð- inni og borða allan matinn. Hafa jólasveinarnir gefið þér eitthvað í skóinn? Já, alls konar dót, ég fékk svamp og hann breytist í þvottapoka í baðinu. Svo fékk ég sápu sem breytist í lit. Langar þig að fá eitthvað í jólagjöf? Já, svona stóran slöngudreka sem nær alveg upp á vegg, en ekki alla leið upp í geiminn. Halldór Orri Jónsson, fjögurra ára Setur þú skóinn út í glugga? Já og ég fékk einu sinni límmiða á gluggann og mynd af Askasleiki. Eru jólasveinarnir góðir? Já og stórir og feitir. Þeir eru prakkarar, maðurinn í Stundinni okkar segir að þeir skelli hurðum og kíki inn um glugga og alls konar. Í jólasveinabókinni er Kertasníkir með nebbann út í loftið. Hvað heitir mamma þeirra? Grýla og hún flengir þá með vendi. Góða Grýla er til en vonda Grýla er dauð. Áttu uppáhaldsjólasvein? Hann heitir Ketkrókur. Jólasveinarnir eru þrettán og þeir klifra upp vegginn til að setja í skóinn. Ef við krakkarnir erum óþekk þá þýðir það að við fáum ekkert í skóinn nema kartöflu. Hvað langar þig í í jólagjöf? Ég vil fá svona stóran jólasvein, kannski Hurðaskell. Hvað gerist svo á jólunum? Við borðum mat; hangikjöt, hreindýrakjöt, lambakjöt og nautakjöt. Tómas Atlason, þriggja ára Veistu hvers vegna við höldum upp á jólin? Já, Jesú á afmæli. Hlakkar þú til jólanna? Já. Og það er skemmtileg- ast að fá pakka. Í fyrra fékk ég risastóran pakka með póníhestum til að greiða. En ég á fimm dúkkur, því ég er fimm ára. Áttu uppáhaldsjólasvein? Mér finnst Hurðaskellir skemmtilegastur, það er svo fyndið þegar hann skellir hurðum. Hefurðu séð jólasvein Já, um daginn. Þá fór ég í Kaupþing þar sem pabbi er að vinna og það komu þrír jólasveinar og voru að syngja jólalög. Og við fengum kakó og vorum líka að mála piparkökur. Og svo fengum við alls konar girnilegan mat, jólamat og sparimat. En hefurðu séð jólasvein setja í skóinn hjá þér? Nei, ég má ekki vera vakandi þegar hann kemur, þá fæ ég ekkert í skóinn. Hvernig kemst hann inn til að setja í skóinn? Ég veit það ekki, kannski er hann með galdralykil. Pabbi segir að hann komi í gegnum dyrnar þegar hann setur í skóinn, það er betra fyrir hann en að fara í gegnum gluggann. Sara Björk Ragnarsdóttir, fimm ára Gríma Valsdóttir, þriggja ára Hefur þú séð jólasvein? Já, ég var í afmæli einu sinni og þá kom jólasveinn í afmælið. Hann gaf okkur nammi því hann var á ferð og sá að við vorum í afmæli og að okkur vantaði nammi. Jólasveinarnir gefa okkur eitthvað fallegt í skóinn en ef krakkar eru óþekkir í desember þá fá þeir kartöflu í skóinn eða ekki neitt. Áttu uppáhaldsjólalag? Bráðum koma blessuð jólin. Hvað langar þig í í jólagjöf? Mig langar í prinsessubók, spólu með hundinum og sjóræningja Dóru-mynd. Það er besta myndin mín. Hvað er skemmtilegast um jólin? Bara allt, þá er svo gaman í einn dag. Allir fá pakka og sumir eiga afmæli þá en bara sumir. Hvað langar þig í í jólagjöf? Ég vil fá stóran dreka sem er samt ekki til í alvörunni. Ég vil fá dreka sem er svartur og getur haft eldinn út og líka inn. Veistu af hverju við höldum upp á jólin? Nei. En einu sinni fórum við í kirkju og þá lærðum við eitthvað um Jesú. Hafa jólasveinarnir gefið þér eitthvað í skóinn? Já alls konar, ég fékk dreka og pleymókall í morgun. Veistu hvernig þeir komast inn til að setja í skóinn? Þeir klifra upp á rörin sem eru á húsunum, opna gluggann og setja gjöf í skóinn. Einu sinni þegar ég var í rúminu mínu sofandi þá kom Stekkja- staur og hann bara hoppaði upp á þak og renndi sér niður strompinn og gaf mér gjöf. Sölvi Sturluson, þriggja ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.