Fréttablaðið - 21.12.2008, Page 56

Fréttablaðið - 21.12.2008, Page 56
32 21. desember 2008 SUNNUDAGUR sport@frettabladid.is Guðmundur Guðmundsson skrifaði í gær undir samning við danska úrvalsdeildarfélagið GOG sem þeir Snorri Steinn Guð- jónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson leika með. Guðmundur mun þjálfa landsliðið áfram til ársins 2012 samhliða starfi sínu hjá danska liðinu. „Ég mun skrifa undir þriggja ára samning,“ sagði kampa- kátur Guðmundur Guðmundsson þar sem hann var stadd- ur í Danmörku að fara yfir samninginn sem hann býst við að skrifa undir í dag. „Þetta kom upp fyrir svona tæpum mánuði. Grosswalls- tadt fylgdi svo í kjölfarið og það var mjög erfitt að gera upp á milli þessara tilboða. Eftir að hafa vegið og metið málið í smá tíma ákvað ég að taka þessu tilboði frá GOG sem mér líst rosalega vel á. Þetta er spennandi félag með mikla hefð. Handboltinn í Danmörku er líka mjög góður og mikið fjallað um hann,“ sagði Guðmundur en það spilaði einnig inn í ákvörðun hans að forráðamenn GOG voru ekki að setja sig á móti því að hann stýrði íslenska landsliðinu áfram. „Þeir voru mjög jákvæðir fyrir því strax frá upphafi. Ég lagði mikla áherslu á að fá að halda áfram með landsliðið þar sem eru spennandi tímar fram undan. Það hefði verið erfiðara að gera það hjá Grosswallstadt,“ sagði Guðmundur. Það hefur mikið breyst í lífi Guðmundar síðustu misserin en hann var í raun hættur þjálfun þegar hann kom HSÍ til bjargar og tók við landsliðinu á nýjan leik. Nokkrum mánuðum síðar er hann búinn að vinna til verðlauna á Ólympíuleikunum og búinn að taka ákvörð- un um að gera handboltann að sínu aðalstarfi á nýjan leik. „Maður á aldrei að segja aldrei í lífinu. Ég fann það strax í vor hvað ég hafði svakalega gaman að þjálfuninni. Þetta var bara svo gaman og má kannski segja að ég sé búinn að finna ánægjuna í handboltanum á nýjan leik. Þess utan er ég bara kominn með nýja lífssýn. Ég hef þroskast mikið síðustu fjögur ár og tel mig vera betri þjálfara nú en ég var áður,“ sagði Guðmundur. GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON: TEKUR VIÐ SEM ÞJÁLFARI HJÁ GOG Í DANMÖRKU NÆSTA SUMAR Það er alveg svakalega gaman að þjálfa Enska úrvalsdeildin: BLACKBURN ROVERS - STOKE CITY 3-0 1-0 Benni McCarthy (8.), 2-0 Jason Roberts (17.), 3-0 Benni McCarthy (26.). BOLTON WANDERERS - PORTSMOUTH 2-1 1-0 Matthew Taylor (0.), 1-0 Matthew Taylor (0.), 2-0 Ricardo Gardner (2.), 2-1 Peter Crouch (19.). FULHAM - MIDDLESBROUGH 3-0 1-0 Jimmy Bullard (39.), 2-0 Danny Murphy (53.), 3-0 Clint Dempsey (58.). HULL CITY - SUNDERLAND 1-4 0-1 Steed Malbranque (9.), 1-1 Nick Barmby (18.), 1-2 Kieran Richardson (77.), 1-3 Kenwyne Jones (83.), 1-4 Djibril Cissé (90.) WEST HAM - ASTON VILLA 0-1 0-1 Lucas Neill, sjálfsmark (78.) STAÐAN: Liverpool 17 11 5 1 26-11 38 Chelsea 17 11 4 2 36-7 37 Aston Villa 18 10 4 4 30-20 34 Man. United 16 9 5 2 27-10 32 Arsenal 17 9 3 5 29-20 30 Hull City 18 7 6 5 27-31 27 Everton 17 7 4 6 23-25 25 Fulham 17 6 6 5 16-12 24 Bolton 18 7 2 9 22-24 23 Portsmouth 18 6 5 7 20-28 23 Wigan Athletic 17 6 4 7 21-20 22 Sunderland 18 6 3 9 21-26 21 Middlesbrough 18 5 5 8 17-27 20 Stoke City 18 5 5 8 17-30 20 Newcastle 17 4 7 6 22-24 19 Tottenham 17 5 4 8 19-21 19 West Ham 18 5 4 9 18-26 19 Manchester City 17 5 3 9 30-25 18 Blackburn 18 4 4 10 20-34 16 WBA 17 3 3 11 12-32 12 ÚRSLIT FÓTBOLTI Dalvíkingurinn Heiðar Helguson skoraði tvö mörk fyrir QPR þegar liðið lagði Preston, 3- 2, í ensku 1. deildinni í gær. Heiðar lék þess utan allan leikinn og virðist vera að finna sitt fyrra form hjá nýju félagi. Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Coventry sem gerði jafntefli við Ispwich, 2-2. Aron Einar lék allan leikinn. Jóhannes Karl Guðjónsson og félagar í Burnley skelltu Bristol City, 2-1, og var Jóhannes Karl í byrjunarliði Burnley en var skipt af velli á 55. mínútu. Reading er komið í annað sæti deildarinnar eftir sigur á Birmingham, 3-1. Ívar Ingimars- son lék allan leikinn fyrir Reading og Brynjar Björn Gunnarsson kom inn af bekknum í síðari hálfleik. Burnley er í fjórða sæti deildarinnar, QPR í því níunda en Coventry er í fjórtánda sæti. - hbg Heiðar Helguson heitur: Búinn að finna markaskóna HEITUR HEIÐAR Heiðar Helguson skor- aði tvö mörk fyrir QPR í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES HANDBOLTI Draumur Arons Pálm- arssonar varð að veruleika í gær þegar hann setti nafn sitt á fjög- urra ára samning við Þýskalands- meistara Kiel. Baráttan um þjón- ustu þessa einhvers efnilegasta handboltamanns heims er þar með formlega lokið. Aron mun klára tímabilið með FH hér heima og heldur síðan utan til Kiel næsta sumar. „Mér líður alveg fáránlega vel. Síðustu dagar hafa bara verið eins og í ævintýri. Það er ekkert leiðin- legt að vera búinn að skrifa undir samning við Kiel,“ sagði Aron afar kátur við Fréttablaðið í gær en hann var þá staddur í Campushalle í Flensburg þar sem hann sá vænt- anlega liðsfélaga sína skella Flens- burg í nágrannaslag. Aron mun leika í treyju númer 4 hjá Kiel líkt og hann gerir með FH en númerið 4 er hálfgert fjöl- skyldunúmer enda lék faðir Arons, Pálmar Sigurðsson, ætíð í treyju númer 4 er hann spilaði með Hauk- um í körfubolta á sínum tíma. „Ég fer út næsta sumar og það stóð aldrei til að ég færi eitthvað fyrr til félagsins. Ég er búinn að fá æfingaprógramm hjá félaginu svo ég mæti sterkur til leiks. Markmiðið er bara að koma sér í liðið hjá félaginu en ég mun berj- ast um miðjustöðuna við Norð- manninn Borge Lund og svo getur Karabatic reyndar líka spilað á miðjunni,“ sagði Aron sem fer einn utan til Þýskalands. „Það er ekki nema ég verði búinn að finna mér kærustu. Hver veit?“ sagði Aron léttur að lokum. Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, var afar kátur þegar Fréttablaðið náði tali af honum eftir sigurinn á Flensburg í gær. Hann hefur mikla trú á Aroni. „Við ætlum að byggja hann upp og hann verður vonandi mikilvæg- ur leikmaður í framtíðinni hjá okkur. Hann mun spila með okkur strax næsta vetur. Þó svo hann sé ungur hefur hann hæfileika til þess að spila í leikjum eins og gegn Flensburg,“ sagði Alfreð sem telur Aron klárlega vera eitt mesta efnið í handboltaheiminum í dag. „Hann er einn af þrem efnileg- ustu leikmönnum heims. Hann á ótrúlega bjarta framtíð fyrir sér.“ Það er mikill heiður að fá samn- ing við stórlið eins og Kiel sem kaupir bara bestu leikmenn heims. „Kiel kaupir bara þá bestu sem eru á markaðnum. Aron er mun þroskaðri handboltamaður en ald- urinn gefur til kynna. Hann getur orðið frábær handboltamaður ef hann heldur rétt á spilunum. Það eiga eftir að koma erfiðir tímar hjá honum líka og margir hand- boltamenn hafa lent í vandræðum á sinni fyrstu leiktíð í þýsku úrvalsdeildinni. Hann á framtíð- ina fyrir sér og getur orðið heims- klassaleikmaður til langs tíma,“ sagði Alfreð sem ákvað að fá Aron til félagsins fyrir um fjórum mán- uðum síðan. henry@frettabladid.is Getur orðið heimsklassaleikmaður Hinn 18 ára gamli Aron Pálmarsson skrifaði í gær undir fjögurra ára samning við stærsta handboltalið heims, Þýskalandsmeistara Kiel. Hann gengur í raðir félagsins næsta sumar. Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, segir að Aron eigi ótrúlega bjarta framtíð fyrir sér og geti orðið heimsklassaleikmaður til langs tíma. FJÖLSKYLDAN MEÐ Í FÖR Aron sést hér með föður sínum Pálmari Sigurðssyni, systur sinni Svölu og móður sinni Arn- dísi Heiðu Einarsdóttur. MYND/LIVING SPORTS DRAUMURINN AÐ RÆTAST Aron setur hér nafn sitt á samninginn með Alfreð Gíslason þjálfara sér við hlið. MYND/LIVING SPORTS FÓTBOLTI Bolton vann góðan sigur á Portsmouth á heimavelli sínum í gær. Ótrúleg byrjun Bolton lagði grunninn að sigrinum en Bolton skoraði tvö mörk á fyrstu þrem mínútum leiksins. Gary Megson, stjóri Bolton, hrósaði Matt Taylor í hástert eftir leikinn en Taylor fór afar illa með Hermann Hreiðars- son í fyrsta markinu. „Mér er ekkert sérstaklega vel við að auglýsa fólk en ef enska landsliðið er að leita að manni í vandræðastöður þá er hægt að gera margt vitlausara en skoða Matt. Hann leggur á sig mikla vinnu í hverjum leik og frammi- staðan hans í dag var til eftir- breytni,“ sagði Megson sáttur. Tony Adams, stjóri Portsmouth, var með Hermann í byrjunarlið- inu annan leikinn í röð. Adams var ekki sáttur við sitt lið. „Við vorum ekki tilbúnir í þenn- an slag og vorum hreinlega ekki mættir til leiks í upphafi. Þetta var alveg skelfilegt,“ sagði Adams. Sam Allardyce, nýráðinn stjóri Blackburn, lét það ekki trufla sig að framherjinn Roque Santa Cruz hafi farið fram á að vera seldur á föstudag. Hann gat þess utan ekki spilað í gær gegn Stoke vegna meiðsla. Benni McCarthy kom inn í hans stað, skoraði tvö mörk. „Ég er ekkert að spá í Santa Cruz núna. Leikurinn og stigin þrjú er það sem mestu skiptir. Hvað varðar McCarthy þá var hann frábær og óheppinn að skora ekki þrennu,“ sagði Allaryce sem lét vel í sér heyra á hliðarlínunni í leiknum. Tony Pulis, stjóri Stoke, var æfur út í varnarmenn sína. „Jólin komu snemma hjá Sam í ár. Ég held að Blackburn hafi þrisvar komist í teiginn hjá okkur og skor- aði í öll skiptin.“ - hbg Grétar Rafn vann Íslendingaslaginn gegn Hermanni og Sam Allardyce byrjaði með látum hjá Blackburn: Bolton skoraði tvö á fyrstu þrem mínútunum TÆKLING Grétar Rafn tæklar hér Niko Kranjcar í leiknum í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES > Kiel í vænlegri stöðu Kiel vann sinn fimmtánda leik í röð í þýsku úrvalsdeildinni í vetur er liðið lagði nágranna sína í Flensburg á útivelli, 29-37. Kiel er með fjögurra stiga forskot á toppnum og á leik til góða á Lemgo sem er í öðru sæti. Lemgo tapaði mikilvægum stigum er það lá gegn Gummersbach, 31-29. Logi Geirsson skoraði þrjú mörk fyrir Lemgo og Vignir Svavarsson tvö. Róbert Gunnarsson skoraði sex mörk fyrir Gummersbach. Gylfi Gylfason skoraði fjögur mörk fyrir Minden sem vann Göppingen, 29-26. Rhein-Neckar Löwen vann mikilvægan sigur á Magdeburg, 26-25, þar sem Guðjón Valur skoraði þrjú mörk. Einar Hólmgeirsson skoraði svo 6 mörk fyrir Grosswallstadt sem vann Wetzlar, 32-34.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.