Fréttablaðið - 08.01.2009, Síða 6

Fréttablaðið - 08.01.2009, Síða 6
6 8. janúar 2009 FIMMTUDAGUR Skipholti 50b • 105 Reykjavík ® MÓTMÆLI „Engar afskriftir“, var meðal þess sem um fimmtíu til sextíu mótmælendur hrópuðu við höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti eftir hádegið í gær. Einnig var þess krafist að þær Elín Sigfúsdóttir, bankastjóri Lands- bankans, og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Glitnis, láti af störfum hjá bönkunum. Hópur mótmælenda setti á svið gjörning sem fólst í að kona í gervi Elínar var borin út úr bankanum. Einnig fóru nokkrir úr hópnum inn í bankann og léku knattspyrnu í afgreiðslusalnum. - kg Mótmæli í gær: Báru „Elínu“ út úr bankanum GJÖRNINGUR Mótmælendur báru konu í gervi bankastjóra Landsbankans út úr bankanum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðisstofn- unum fækkar úr 23 í 6 og spara á 1300 milljónir króna á ári með sameiningu stofnana og aukinni sérhæfingu, samkvæmt skipu- lagsbreytingum sem Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráð- herra kynnti í gær. Starfsemi á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði verður breytt og spít- alinn sérhæfður í öldrunarlækn- ingum með áherslu á hvíldarinn- lagnir. Sérfræðingum og fagfólki verður boðið að starfa á nýrri skurðstofu í Keflavík. Göngu- deild meltingarsjúkdóma og lyf- lækningar verða færðar á Land- spítalann. Ekki er vitað hversu miklum sparnaði þetta mun skila. „Helvítis fokking fokk,“ sögðu hátt í eitt hundrað starfsmenn St. Jósefsspítala þar sem þeir biðu eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni heilbrigðisráðherra eftir blaða- mannafund á Hilton hóteli síðdeg- is í gær en framtíðaráform fyrir spítalann höfðu verið kynnt starfsmönnunum í hádeginu. Eftir fundinn töldu þeir rök- semdafærslu vanta og fjölmenntu því niður á Hilton til að fá svör. Starfsmennirnir sögðu að breytingarnar væru einungis hagsmunapólitík. Þeir voru sárir og óskuðu eftir skýringum. Heil- brigðisráðherra lofaði að ræða málin með þeim í dag. Fyrir utan breytingarnar á St. Jósefsspítala á að spara 750 millj- ónir með hagræðingu og breyttri verkaskiptingu hjá LSH og sjúkrahúsunum á suðvesturhorn- inu og 550 milljónir með samein- ingu heilbrigðisstofnana á lands- byggðinni. Til verða sex landshlutaeiningar. Samkvæmt tillögunum á að efla bráða- og slysamóttöku á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja, Heil- brigðisstofnun Suðurlands (HSU) og Sjúkrahúsi og Heilsugæslu- stöð Akraness til að draga úr tví- verknaði og þörf á þjónustu slysa- og bráðamóttöku LSH. Aukið samstarf verður í inn- kaupum og upplýsingatækni á milli stofnana. Þá hafa LSH og HSU samstarf um rekstur skurð- deildar á Selfossi. Hins vegar verður vaktþjónusta á skurð- deildum í Keflavík og Selfossi lögð af. Fyrirhugað er að segja upp starfsfólki, fyrst og fremst stjórn- endum. Þá verður rannsóknastof- um fækkað, vaktsvæði heilsu- gæslu sameinuð, sjúkraflutningar endurskoðaðir og sjúkradeildum fækkað. Það á að draga úr kostn- aði og samnýta sérfræðiþekk- ingu. ghs@frettabladid.is Stofnunum verður fækkað og skorið niður um 1300 milljónir Heilbrigðisstofnunum verður fækkað um 17 samkvæmt skipulagsbreytingum sem heilbrigðisráðherra kynnti í gær. Skorið niður um 1,3 milljarða og starfsfólki sagt upp. Skurðstofum lokað á St. Jósefsspítala. HEILBRIGÐISMÁL Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra segir að með nýkynntum tillögum um uppstokkun í heilbrigðismálum sé ekki tjaldað til einnar nætur heldur séu þetta áform sem eiga að skila miklu til lengri tíma litið en vonandi taki það ekki meira en tvö ár. Guðlaugur Þór sagði að vinnuhópar skili útfærslum 19. janúar og þá myndi skýrast betur hvað yrði gert, hvað það þýddi í fjármunum og hvenær það kæmi til framkvæmda. Ljóst þykir að fólki verður fækkað í heilbrigðiskerfinu, einkum stjórnendum. - ghs Heilbrigðisráðherra: Útfærslan kynnt síðar í janúar HEILBRIGÐISMÁL Árni Sverrisson, forstjóri St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, boðaði starfsmenn spítalans á kynningarfund klukkan eitt í gær og greindi þeim þar frá því að til stæði að breyta spítalanum í öldrunarstofnun og færa allar aðgerðir annað. „Það náttúrulega þustu allir á fundinn sem mögulega gátu til að fá minnstu innsýn í það sem er að gerast. Við höfum ekkert fengið að vita annað en það sem blöðin hafa borið okkur. Þetta er mjög neikvætt fyrir sjúklinga og allur sá samstæði hópur sem vinnur á spítalanum er í lausu lofti,“ sagði Benedikt Ó. Sveinsson kvensjúkdómalæknir. Mikil baráttustemning myndaðist þegar hátt í hundrað starfsmenn St. Jósefsspítala reyndu að ná tali af heilbrigðisráðherra í gær. Fram kom að um 120 starfsmenn vinna á spítalanum. „Við gerum 4.000 aðgerðir á 2.600 sjúklingum og þar af eru um 640 aðgerðir á konum vegna þvagfæravanda- mála. Þrjú hundruð konur með slík vandamál eru á biðlista og þetta er meðal þess sem á að leggja niður,“ sagði Benedikt. Starfsmennirnir lýstu áhyggjum sínum af því að mannauði spítalans yrði sundrað. „Þetta er stórslys. Hæfnin liggur ekki í veggjum og tækjum. Það er allt til staðar á spítalanum,“ sögðu þeir og bentu á að það kostaði hundruð milljóna að breyta spítalanum í öldrunarsjúkrahús. - ghs Samstilltur hópur starfsmanna kynnti sér breytingar á St. Jósefsspítala í gær: Hæfnin ekki í veggjunum HEILBRIGÐISMÁL Ásgeir Theodórs, framkvæmdastjóri lækninga á St. Jósefsspítala og Sólvangi, segist ekki skilja hvaða forsendur séu gefnar fyrir breytingun- um á starfsemi spítalans. „Þetta er heilbrigðisstofnun sem byggir á gömlum merg og er gríðarlega skil- virk,“ segir hann. Hann segir stofnunina hafa komið vel út fjárhagslega, hafi til að mynda á síðasta ári skilað rekstrarafgangi, en auki á sama tíma afköstin. „Miðpunkturinn er alltaf sjúklingurinn, við höfum ekki verið í neinni viðbyggingu og allt sem við höfum fengið til reksturs hefur farið til lækninga. Hér er einnig sérstök menning sem byggir á þjónustulund og þeir sem hingað koma hafa verið afar ánægðir með þá þjónustu sem þeir hafa fengið. Það er því nokkuð undarlegt að starfsfólki á þessari stofnun, sem ég vil segja að sé vandræðalaus, sé refsað með þessum hætti. Það er þetta sem mönnum sárnar mest,“ bætir hann við. - jse Framkvæmdastjóri lækninga á St. Jósefsspítala og Sólvangi: Segir hinum skilvirku refsað ST. JÓSEFSSPÍTALI OG SÓLVANGUR Framkvæmdastjóri lækn- inga undrast það að hagræðingin skuli bitna mest á þeim sem hafa sýnt hvað mesta skilvirkni. Eiga aðrir bankamenn að fara að fordæmi Bjarna Ármanns- sonar og skila hluta af háum greiðslum sem þeir hafa fengið? Já 94,7% Nei 5,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Eiga íslensk stjórnvöld að fordæma árásir Ísraelsmanna á Gaza? Segðu þína skoðun á visir.is Á FUNDINUM Benedikt Ó. Sveins- son sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp tók þátt í þessum óformlega mótmælafundi á Hilton í gær. HEILBRIGÐISMÁL Hanna K. Friðriks- dóttir aðstoðarmaður heilbrigðis- ráðherra segir fyrirhugaða tilfærslu á starfsfólki frá St. Jósefsspítala til Suðurnesja ekki tengjast áhuga Salt Investment á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Helga Sigrún Harðardóttur, þingmaður Framsóknarflokks, spurði heilbrigðisráðherra á Alþingi í nóvember hvort til stæði að auðmenn tækju yfir stofnuninni en þá hafði Róbert Wessman, stjórnarformaður Salt Invest- ments, verið að skoða hana ásamt starfsmönnum frá ráðuneytinu. - jse Breytingar á St. Jósefsspítala: Tengjast ekki Salt Investment FÁ FUND MEÐ RÁÐHERRA Í DAG Áform eru um að breyta St. Jósefsspítala í Hafnarfirði í öldrunarspítala með hvíldarinnlögnum. „Helvítis fokking fokk,“ sagði sárt starfsfólkið þar sem það beið eftir að fá skýringar og röksemda- færslu frá heilbrigðisráðherra. Starfsmenn fengu loforð um fund með ráðherra í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BREYTINGARNAR Á höfuðborgarsvæðinu ■ Á St. Jósefsspítala-Sólvangi verða eingöngu öldrunarlækningar og hvíldarinn- lagna ■ Meltingarsjúkdóma - og lyflækningadeild verður tengd starfsemi á Landspítala. ■ Landspítalinn og Heilbrigðisstofnun Suð- urlands reka saman skurðdeild á Selfossi Á landsbyggðinni ■ Vaktir á skurðstofum á Selfossi og í Kefla- vík verða lagðar af ■ Allar heilbrigðisstofnanir og heilsugæslu- stöðvar á Norðurlandi verða sameinaðar í eina undir forystu Sjúkrahússins á Akureyri, sem verður Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Stofnunin mun meðal annars taka við hlutverki ráðuneytisins varðandi samning um heilsugæsluna á Akureyri ■ Allar heilbrigðisstofnanir og heilsugæslu- stöðvar á Vesturlandi verða sameinaðar í eina með höfuðstöðvar á Akranesi ■ Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja verður sameinuð Heilbrigðisstofnun Suðurlands sem jafnframt tekur við umsjón með samn- ingi sem í gildi er milli Heilbrigðisstofnun- arinnar á Höfn í Hornafirði og heilbrigðis- ráðuneytisins ■ Heilbrigðisstofnunin á Patreksfirði sam- einast Heilbrigðisstofnun Vestfjarða sem hefur höfuðstöðvar á Ísafirði ■ Aukið verður enn frekar samstarf milli Heilbrigðisstofnunar Austurlands og Sjúkra- hússins á Akureyri KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.