Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.01.2009, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 08.01.2009, Qupperneq 27
FIMMTUDAGUR 8. janúar 2009 3 ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Í gær hófust vetrarútsölur opinberlega hér í París. Reyndar hafa verslanir og tískuhús verið meira og minna með tilboð og útsölur mánuðum saman svo það má kannski segja að útsölur séu löngu byrjaðar. Nú ætla kaup- menn og tískuhönnuðir að reyna að bjarga annars einstaklega slæmri árstíð sem er að ljúka en ekki eru allir bjartsýnir á að viðskiptavinir tæmi hillur og hengi búðanna. Það má til dæmis sjá á því að í fyrsta skiptið í manna minnum verða stórversl- anir eins og Printemps og Galeries Lafayette lokaðar fyrsta sunnudag í útsölu. En það eru ekki bara óveðurs- ský yfir útsölum. Síðan í haust eru teikn á lofti í lúxusgeiranum. Samkvæmt dagblaðinu Le Monde er í fyrsta skipti í tíu ár búist við samdrætti á árinu 2009 og það þrátt fyrir að sagt sé að á kreppu- tímum gangi flottasti lúxusvarn- ingurinn ágætlega út. Alltaf eru einhverjir sem ekki finna fyrir kreppunni en þar er kannski fyrst og fremst átt við þá auðugustu. Fyrirtæki eins og Hermès er und- antekning og stendur af sér hvaða ólgusjó sem er. Níu prósenta vöxtur var árið 2007 í lúxusiðnaðinum, þriggja prósenta á síðasta ári en spáð er tveggja prósenta niðursveiflu á nýju ári. Einhver myndi kannski segja að það mætti þá aðeins lækka verðið því hvergi er álagningin hærri svo hneykslan- legt þykir mörgum. Það er þó langt frá því að stóru tískuhúsin séu í hættu. Þau munu einungis sýna minni gróða og fara hægar í opnanir á nýjum verslunum og jafnvel loka sölustöðum sem ekki sýna hagnað. Reyndar er þessi spá nú þegar að koma fram. Um áramót runnu tvö hundruð samningar út án þess að vera endurnýjaðir hjá Chanel, allt var þetta lausafólk og skammtímasamningar, meðal annars sextán í hinu sögufræga fyrsta tískuhúsi Coco Chanel, rue Cambon. Louis Vuitton hefur hætt við að opna í Tókýó það sem átti að verða eitt stærsta tískuhús fyrirtækisins í heimi. Svo eru þau fyrirtæki sem eru smærri sem er hættara við að hverfi. Meira en nokkru sinni fyrr verður lúxusinn í höndum risasamsteypna. Svo eru þeir sem ekki láta kreppuna hafa áhrif á sig eins og Stella McCartney sem opnar nú sína fyrstu búð í París en hingað til hefur aðeins verið hægt að nálgast framleiðslu hennar í stóru magasínunum og hjá Colette sem óneitanlega tak- markar framboðið. Nýja búðin er í Palais Royal-hverfinu þar sem finna má tískulínur Stellu, ilmvötn og lífrænar snyrtivörur hennar, Care. Svo er að sjá hvort frost- ið í París sem hefur verið allt að fimm gráður þessa vikuna hleypi nýju lífi í sölu á vetar- yfirhöfnum og ullarpeysum. Gleðilegt ár! bergb75@free.fr Perlur og skraut koma mörgum í þraut Twenty8Twelve tískulína Siennu Miller verður sýnd á tískuvik- unni í London í næsta mánuði. Tískulína systranna Siennu og Savönnuh Miller verður í fyrsta sinn sýnd á tískupöllum á tískuvikunni sem hefst í London í næsta mánuði. Sienna er þekkt leikkona úr myndum á borð við Factory Girl og Layer Cake. Hún er þekkt fyrir sérstæðan fatastíl sem margar stúlkur hafa reynt að apa eftir. Það er því ekki furða að hún hafi tekið saman höndum við systur sína Savönnuh sem er lærður tískuhönn- uður en þær hanna föt undir merkjun- um Twenty8Twelve. Nafn línunnar má rekja til þess að Sienna á afmæli 28. desember. Föt Siennu á tískupall Sienna þykir klæða sig eftir- minnilega. læsilegur kvenfatnaður fyrir konur á öllum aldri. Skipholt 29b - 551 0770 basler.com G Útsalan er hafin ! Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 Vefta • Lóuhólum 2-4 • S: 557 2010 • & Þönglabakka 6 • S: 578 2051 ÚTSALA Mikil verðlækkun w w w. v e f t a . i s
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.