Fréttablaðið - 08.01.2009, Side 28

Fréttablaðið - 08.01.2009, Side 28
Nú í vor mun hannyrðaverslunin Nálin bjóða upp á námskeið í vél- prjóni í fyrsta sinn en Nálin hefur boðið upp á námskeið í handprjóni, hekli og útsaumi. Helga Jóna Þór- unnardóttir segir boðið upp á þessa nýbreytni vegna mikils áhuga. „Við verðum varar við mikinn áhuga núna, jafnvel meiri en í fyrra, en mikið var keypt af garni í haust. Prjónavélar leynast víða í geymslum hjá fólki og við erum þegar farnar að taka við bókunum á námskeiðin.“ Námskeiðið verður haldið dag- ana 24. til 25. janúar. Það er ætlað byrjendum og verða kennd grunna- triði á prjónavélina. Síðar í vor verður framhaldsnámskeið. Þátt- takendur koma með eigin vélar en eins og Helga bendir á geta þær leynst í kompum víða. Í námskeiðs- lýsingu segir meðal annars að farið verði yfir uppáfitjar, affell- ingar, úrtökur og útaukningar. Hægt verður að kaupa garn á staðnum eða koma með sitt eigið. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni www.nalin.is. Prjónavélin virkjuð                           ! "# $ "% "&  ' (   " )$  *+, - " .   /-  "    - 0& %- " %  "       1    , Kennd verða bæði byrjendanám- skeið og námskeið fyrir lengra komna hjá Skákskóla Íslands í Faxafeni 12. Bragi Kristjánsson skákkennari segir námskeiðin sniðin fyrir börn og unglinga. „Yngstu krakkarnir sem koma á námskeiðin eru sex ára en ef áhugi er fyrir hendi verður hægt að setja saman námskeið fyrir full- orðna líka.“ Bragi segir áhuga á skák hafa aukist fyrir um ári síðan og sú uppsveifla haldist enn. Kennsla mun fara fram á laug- ardögum. Námskeiðið er tíu tímar og lýkur með skákmóti og verð- launaafhendingu. Áhugasamir skrái sig á netfang- ið siks@simnet.is eða á skrifstofu Skáksambandsins í síma 568 9141. Námskeið í manngangi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.