Fréttablaðið - 08.01.2009, Page 30

Fréttablaðið - 08.01.2009, Page 30
 8. JANÚAR 2009 FIMMTUDAGUR Inga Kristjánsdóttir, næringarþerapisti D.E.T. leiðir ykkur í allan sannleikann um hversu auðvelt það er í raun að breyta mataræðinu til batnaðar. Upplýsingar og skráning í síma: 899 5020 eða á eig@heima.is Farið verður með einföldum hætti yfir: • Hvernig við getum náð stjórn á blóðsykrinum! • Hvernig verðum við okkur úti um þau næringarefni sem líkaminn þarfnast! • Hvernig við getum auðveldlega öðlast meiri orku, vellíðan og heilbrigði! Í lok fyrirlestrar fáið þið leiðbeiningar um val á heilsufæði. Innifalið í námskeiði er mappa með uppskriftum og fróðleik. Námskeiðið verður þriðjud. 13. janúar og svo aftur þriðjud. 20. janúar kl. 20-22. í Heilsuhúsinu Lágmúla. Verð aðeins kr. 3.500.- n á t t ú r u l e g a Skólavörðustíg, Kringlunni, Smáratorgi, Lágmúla, Selfossi & Akureyri Langar þig að breyta mataræðinu til batnaðar? Veist þú ekki hvar þú átt að byrja? Hvaða Spirulina ert þú að taka? Árangur fer eftir gæðum Gott fyrir ræktina og mikið álag. Spirulina inniheldur mikið af blaðgrænu og glyccogen, því meira glycogen sem er til staðar í líkamanum við æfingar því betri árangur. Blaðgræna eykur súrefnisflutning í blóðinu. Ef Spirulina er tekið inn 1/2 tíma fyrir æfingar eða annað álag gefur það aukið þrek, úthald og einbeitingu. Dregur úr pirringi, sleni og sætindaþörf, truflar ekki svefn. Gæðastaðall ISO9001, ISO1401. 29 vítamín og steinefni · 18 aminósýrur · Blaðgræna · Omega GLA fitusýrur · SOD eitt öflugasta andoxunarensím líkamans Eingöngu lífræn næringarefni tryggja betri upptöku og nýtingu í líkamanum. Fæst í apótekum, heilsubúðum og Fríhöfninni. Aukið úthald, þrek og betri líðan V o ttað 100% lífræ nt www.celsus.is Eva Margrét Einarsdóttir hefur sigrað sjálfa sig, offitupúkann og aðra í ýmsum langhlaup- um, en hún fór fyrst af stað í mikilli ofþyngd fyrir sex árum. „Ég byrjaði að hlaupa 2002, eftir hvatningu frá vinnufélaga, en fram að því hafði ég aldrei stundað íþróttir og verið of þung frá barn- æsku,“ segir Eva, sem er hugbún- aðarsérfræðingur hjá Glitni og Ís- landsmeistari kvenna í Lauga- vegshlaupinu 2008. Eva byrjaði að hlaupa á þrítugasta aldursárinu, þá um 30 kílóum þyngri en í dag. „Í fyrstu hugsaði ég bara um að verða grönn og fyrstu vikurnar hrundu af mér kílóin. Ég var alsæl en svo venst líkaminn álaginu og ef maður er síborðandi þyngist maður fljótt aftur. Ég skildi því fljótt að lykill að góðu líkamsformi er hóflegt borðhald í hlutfalli við hreyfingu sem reglulega breytist í álagi,“ segir Eva, sem eftir tveggja vikna skokk fór á fund hlaupahóps- ins Hálftímans sem hittist klukkan hálfsjö tvo morgna í viku í Laugar- dalslaug. „Að hafa sig af stað var þrautin þyngri og læddist út í lítinn hring til að byrja með. Ég hafði aðeins bisað heima í stofu á Orbitrek-stig- vél og náð af mér tíu kílóum, en kostur við hlaupin þótti mér tíma- sparnaður og það að geta stundað sportið úti,“ segir Eva sem mælir með að fólk byrji á göngu og hlaup- um til skiptis, á meðan þol byggist upp. „Það breytti öllu að fara í hlaupa- hóp því þar fékk ég hvatningu til að halda áfram. Í hlaupahópum er alltaf einhver tilbúinn að fara ró- lega með manni, því öll höfum við verið byrjendur og alveg að drep- ast á fyrstu metrunum. Ég hafði lesið að ef maður héldi út hlaupin í sex vikur yrði maður forfallinn, einsetti mér að halda þann tíma út og það stóð heima; ég hef ekki hætt að hlaupa síðan,“ segir Eva sem í dag hleypur samtals 50 til 90 kíló- metra sex sinnum í viku. „Ég hljóp Laugaveginn, frá Landmannalaugum yfir í Þórs- mörk, rúmu ári eftir að ég byrj- aði fyrst að hlaupa, og heilt mar- aþon hálfu öðru ári síðar. Síðan hef ég hlaupið maraþon þrisvar og náði síðast sjötta besta árangri íslenskr- ar konu frá upphafi,“ segir Eva sem sá síst fyrir að eiga eftir að standa uppi sem sigurvegari þegar hún reimaði fyrst á sig hlaupaskóna. „Ég var aldrei góð í neinu og er nú eins og sex ára í spenningi að keppa því ég keppti aldrei í neinu þegar ég var sex ára,“ segir Eva sem er virkur félagi í Laugaskokki. „Það er ekki bara andleg og lík- amleg líðan sem hefur gjörbreyst, því offita takmarkar mjög lífs- gæði og brýtur mann niður and- lega, heldur er félagslega hliðin líka kostur. Við hlaup losnar svo mikið endorfín að enginn leiðinleg- ur getur stundað hlaup,“ segir Eva og mælir með læknisskoðun áður en hlaup hefst fyrir þá sem bera þungar byrðar aukakílóa. „Góðir hlutir gerast hægt, en aðalatriðið er að gera eitthvað. Í hlaupum felst mikill bruni og fita hverfur fljótt, auk þess sem manni líður dásamlega. Hlaupin verða svo fljótt að lífsstíl og stórkostleg upp- lifun að finna árangur, sem kemur fljótt. Sigurvegaratilfinningin fleytir manni svo áfram á flestum stöðum í lífinu.“ - þlg Hljóp af sér spik en í sig lífsþrótt og gleði Eva Margrét ákvað að halda út hlaupin í sex vikur, þegar hún byrjaði á þriðja tug kílóa þyngri árið 2002, en það er sá tími sem tekur hlaupara að verða forfallinn fyrir hlaupaíþróttinni. Hér reimar hún á sig hlaupaskóna í blíðviðri nýársins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Eva háði baráttu við aukakílóin frá unga aldri og hætti að vigta sig orðin 96 kíló. Neðst til vinstri er hún 21 árs með frænku sinni í New York. Efst til vinstri mátar hún aðra skálm gamalla stuttbuxna sinna á Lanzarote í fyrra, orðin 62 kíló. Hún klæðist sömu stuttbuxum í Noregi 1999, en hlaupamyndin er af henni nú í vikunni. MECCA SPA             "#  $%&''''' %(()"*)

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.