Fréttablaðið - 08.01.2009, Qupperneq 32
8. JANÚAR 2009 FIMMTUDAGUR
Krabbameinsfélag Reykjavík-
ur hefur um árabil haldið nám-
skeið fyrir einstaklinga eða hópa
sem vilja hætta að reykja. Næsta
námskeið hefst þriðjudaginn 27.
janúar klukkan 17.
Þátttakendur hittast sex sinn-
um á fimm vikna tímabili og að
námskeiði loknu er þeim fylgt
eftir. Á fundunum er farið ítarlega
í undirbúning fyrir reykleysi. Ef
reykingamaður er að hugsa um
að hætta þá er það mjög mikil-
vægt að undirbúa sig vel áður en
hætt er að reykja. Því betri sem
undirbúningurinn er, þeim mun
meiri árangurs má vænta.
Á námskeiðinu er meðal ann-
ars fjallað um reyklaus svæði,
tóbaksfíkn, fráhvarfseinkenni,
lyf sem geta hjálpað, streitu,
næringu, hreyfingu og hvað er já-
kvætt við að hætta að reykja.
Á námskeiðinu, sem verður
haldið að Skógarhlíð 8, fá þátt-
takendur fræðslu og ráðgjöf til
að hætta að reykja ásamt stuðn-
ingi til að takast á við reyklausa
framtíð. Leiðbeinandi er Ingi-
björg Stefánsdóttir hjúkrunar-
fræðingur. Hægt er að skrá sig á
reykleysi@krabb.is eða í síma 540
1900. Nánari upplýsingar má fá á
www.krabb.is.
Vefsíður með leiðbeining-
um fyrir þá sem vilja hætta að
reykja:
Ráðgjöf í reykbindindi: www.
reyklaus.is
Canadian Cancer Society: www.
cancer.ca/tobacco
Boston University: www.quitn-
et.com
American Lung Association:
www.lungusa.org/tobacco
University of Geneva: www.
stop-tabac.ch
Arizona Smoker’s Helpline:
www.ashline.org
Reyklaus á nýju ári
Margir strengja þess heit að hætta að
reykja á nýju ári. NORDICPHOTOS/GETTY
Próteindrykkur með súkku-
laðibragði er hugarfóstur
þeirra Arnars Grant og Ívars
Guðmundssonar.
Hámark er nýr próteindrykk-
ur sem þeir Arnar Grant og Ívar
Guðmundsson hafa þróað ásamt
Vífilfelli. Drykkurinn, sem er
með súkkulaðibragði, inniheld-
ur 25 grömm af próteini, engan
hvítan sykur og er 99 prósent fitu-
snauður. Hann er fyrst og fremst
hugsaður sem næringardrykkur
en notkun hans fer eftir þörfum
hvers og eins.
Ef markmiðið er að léttast er
gott að nota drykkinn stakan sem
millimáltíð en ef markmiðið er að
þyngjast er tilvalið að fá sér Há-
mark með öðrum mat. Þá er hægt
að nota drykkinn á fleiri vegu. Til
dæmis út á morgunkornið, í boozt
með ávöxtum og klökum eða út í
kaffidrykkinn.
„Við erum hrikalega stoltir af
Hámarki. Við höfum það að mark-
miði að bæta heilsu landsmanna
og þá er öflugt að íhuga mataræð-
ið vandlega,“ segja þeir Arnar og
Ívar. - ve
Ívar og Arnar ná hámarki
Þeir Arnar og Ívar eru stoltir af næringardrykknum sem er nýfarinn í dreifingu.
MYND/ÚR EINKASAFNI
T A I C H I
námskeið hefst 17. janúar
Æfingastöð SLF Háaleitisbraut
MECCA
SPA
"# $%&''''' %(()"*)