Fréttablaðið - 08.01.2009, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 08.01.2009, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009 5heilsa og lífsstíll ● fréttablaðið ● Sumir telja að með nálastung- um náist bati við flestum þeim kvillum sem hrjá mannfólkið, en eftir efnahagshrunið leita æ fleiri lausna við kvíða, streitu og þunglyndi með hjálp nála. „Mér finnst fólk orðið hugrakk- ara að viðurkenna andleg mein, því í árferðinu nú hefur fengist opin- bert leyfi til að segja frá andlegri vanlíðan og því auðveldara fyrir fólk að leita sér hjálpar,“ segir Þór- unn Birna Guðmundsdóttir nála- stungusérfræðingur og ein fárra Íslendinga sem lokið hefur meist- aragráðu í austurlenskri læknis- fræði. „Það er áberandi nú að fólk hugsar meira um líkama og sál, og fjárfestir frekar í heilsu sinni en dauðum hlutum. Gildin virðast því vera að breytast,“ segir Þórunn. Í austurlenskum lækningum er litið á líkama og sál sem eina heild, en þaðan er sprottið hugtakið heild- rænar lækningar. „Nálastungur losa um taugaboð- efnið endorfín, sem veitir sælutil- finningu og hefur róandi slökunar- áhrif á líkamann. Endorfín er inn- rænt, verkastillandi morfín sem kemur í veg fyrir sársaukaboð til heilans og hefur því góð áhrif á kvíða, streitu og þunglyndi,“ segir Þórunn sem vinnur að sérhæfðri meðferð fyrir hvern og einn í nála- stungumeðferð. „Flestir finna mun í fyrsta tíma og hafa náð viðunandi árangri eftir fimm til sjö skipti. Meðfram nála- stungum vinn ég einnig með hug- ann því auðvelt er að heilaþvo sjálf- an sig á neikvæðan hátt og skapa þannig viðvarandi vanmáttartil- finningu. Með því að tala jákvætt til sjálfs síns verður auðveldara að halda áfram stefnunni þegar með- ferð lýkur hjá mér,“ segir Þórunn sem er þjálfuð í að forða stungutil- finningu skjólstæðinga sinna, sem margir hafa ímugust á nálum. „Ótti við nálar eru ástæðulaus. Þær eru örfínar og stungutilfinn- ing ekki aðal tilfinningin, held- ur doði, blossi eða dýpri, jákvæð tilfinning þegar nál hittir á orku- braut. Rafmagn fer um líkama okkar eftir orkubrautum sem Kín- verjar kortlögðu fyrir árþúsund- um og við þær tengjum við nál- arnar,“ segir Þórunn, sem lærði og starfaði við nálastungur á virtum, bandarískum sjúkrahúsum. „Vestra er lögð mikil áhersla á menntun, en hérlendis er engin lögverndun né reglugerð um nála- stungur, og getur hver sem er notað nálar án þess að hafa til þess menntun,“ segir Þórunn, sem er ein sjö Íslendinga sem lokið hafa fjögurra og hálfs árs meistaranámi í austurlenskum lækningum, en þeir einir eru félagar í Nálastungu- félagi Íslands. „Það er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir hvað það fer út í þegar það ætlar í nálastungur því hérlendis vinna margir með nálar sem aðeins hafa lokið stutt- um helgarnámskeiðum. Nálastung- ur hafa víðtæk áhrif á líkamann og líkamsstarfsemina og geta komið jafnvægi á hvaða kvilla sem er, um leið og þær eru hagkvæm lausn til að ná bata á náttúrulegan hátt, án lyfjagjafar.“ Samkvæmt upplýsingum Al- þjóða heilbrigðisstofnunarinn- ar gefa nálastungur góða raun við astma, mígreni, lungnasjúkdóm- um, ofvirkni barna, ófrjósemi, taugasjúkdómum og verkjum eftir skurðaðgerðir, svo fátt sé upptal- ið. „Hérlendis er algengt að fólk fari í nálastungur vegna vöðva- bólgu og verkja, en ég hjálpa mest- megnis konum á meðgöngu og til að verða ófrískar, ásamt því að koma jafnvægi á hormónastarf- semi kvenna.“ Hver tími í nálastungum tekur klukkustund. Þórunn er með stofu í Hamraborg 10. - þlg Þunglyndi stungið burt með nálum Þórunn Birna Guðmundsdóttir segir Íslendinga leita í vaxandi mæli til nálastungu- meistara til að vinna bug á kvíða, streitu og þunglyndi, en nálastungur gefa góða raun við flestum kvillum líkama og sálar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Vísindamenn við Stony Brook-háskólann í New York hafa komist að því að um tíu prósent para eru jafn ástfangin eftir tuttugu ára samband og þau voru í upphafi sambands. Vísindamennirnir könnuðu heilastarfsemi para sem höfðu verið saman í tuttugu ár og báru hana saman við heilastarfsemi para sem höfðu nýtekið saman. Alls tíu prósent para sem höfðu verið saman um langt skeið sýndu sömu viðbrögð og turtildúf- urnar. Fyrri rannsóknir gefa til kynna að það byrji að kulna í ástarglæðunum eftir um fimmtán mánaða samband og að ástin kulni að mestu eftir um tíu ár. „Þessar niðurstöður ganga gegn fyrri hugmyndum um að ástin kulni eftir fyrsta áratuginn,“ segir Art- hur Aron, sálfræðingur við Stony Brook í samtali við the Sunday Times. Um tíu prósent para eru jafn ástfangin eftir tuttugu ár og þau voru í upphafi sambands. NORDICPHOTOS/GETTY Ástin getur enst út ævina Nálastungur hafa róandi áhrif. BARNINU LÍÐUR BETUR & NÁTTÚRAN BLÓMSTRAR • Glæný og gullfalleg bók um gömlu góðu gildin. • Hagnýtar uppástungur um „grænt“ uppeldi. • Einföld ráð um sparnað og hollustu. • Góð leiðsögn fyrir þá sem vilja draga úr neyslu en auka um leið lífsgæði barna. MECCA SPA      "#  $%&''''' %(()"*)        A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.