Fréttablaðið - 08.01.2009, Síða 34
8. JANÚAR 2009 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● heilsa og lífsstíll
Farið er eftir ráðleggingum
Lýðheilsustöðvar hvað varðar
fæðuval, næringargildi og
skammtastærðir í öllum skól-
um Mosfellsbæjar.
Áhersla er lögð á fjölbreytta fæðu
í hæfilegu magni í mötuneytum
leik- og grunnskóla Mosfellsbæj-
ar sem hafa samræmt stefnu sína
í takt við ráðleggingar Lýðheilsu-
stöðvar. Þannig er svipaður matur
í öllum skólunum á hverjum degi.
Reynt er að passa upp á að matvæl-
in séu í háum gæðaflokki og rík af
næringarefnum, að sögn Gunn-
laugs Hreiðarssonar matreiðslu-
meistara sem stendur við pottana
í Lágafellsskóla. Hann er með yfir
600 manns í mat og þennan daginn
er staðgóður hrísgrjónavellingur
með lifrarpylsu á borðum og fer-
skir ávextir á eftir.
Gunnlaugur segir samræmda
matseðla skólanna gerða fyrir
sex vikur í senn og birta á net-
inu. Hann lofar ekki að farið sé
eftir sömu uppskriftum alls stað-
ar. „Tilgangurinn er sá að foreldr-
ar sem eiga börn á báðum skóla-
stigum geti haft annað aðalhráefni
í kvöldmatinn en þau hafa fengið í
hádeginu,“ segir hann. Undir þetta
tekur Gunnhildur Sæmundsdóttir
leikskólafulltrúi sem kveðst ekki
vita til að þetta fyrirkomulag sé
við lýði annars staðar á landinu.
Stefnan er sú í Mosfellsbæjar-
skólum að hádegisverðardiskur-
inn sé þannig að á þriðjungi hans
sé prótínríkur matur, svo sem
kjöt, fiskur, baunir eða mjólkur-
vörur, á öðrum þriðjungi séu kol-
vetnarík matvæli eins og korn-
meti eða kartöflur og svo græn-
meti eða ávextir á einum þriðja.
Þegar Gunnlaugur í Lágafells-
skóla er spurður hvort hann telji
dýrara en ekki að hafa hollustu-
sjónarmiðin alltaf að leiðarljósi
svarar hann: „Nei, það tel ég ekki
þegar upp er staðið. Þetta fyrir-
komulag gerir okkur kokkunum
líka kleift að skipuleggja okkur
fram í tímann og jafnvel samein-
ast um innkaup.“ - gun
Hollusta að leiðarljósi
„Má ég fá meira?“ spyr þessi ungi maður Efemíu Gísladóttur, skólastjóra Lágafellsskóla, sem aðstoðar Gunnlaug kokk við
skömmtunina. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Upplýsingar eru veittar í síma 551 4003
og á heimasíðu félagsins www.thorshamar.is
N ý á r s t i l b o ð
í Cellutrat - meðferð
Ný árangursrík meðferð við appelsínuhúð (cellulite)
• örvar sogæðahreinsun og blóðfl æði
• vinnur á staðbundnum fi tusvæðum og gegn vökvasöfnun
Nánari upplýsingar á www.mawu.is og í síma 587 5520
Mawu heilsulind, Smiðjuvegi 4, 200 Kópavogi
STAF
GANG
A
ÁHRIF
ARÍK
LEIÐ
TIL LÍ
KAMS
RÆKT
AR
Stafgöngunámskeið hefjast 13. janúar n.k.
stafgönguþjálfi, 616 85 95.
stafgönguþjálfi, 694 35 71.
Þriðjudaga & fimmtudaga, kl. 17:30.
Þriðjudaga & fimmtudaga, kl. 17:30.
SKRÁNING & NÁNARI UPPLÝSINGAR Á:
UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA
897-2896 OG Á www.bakleikfimi.is
RÓLEGIR OG KRÖFTUGIR HÓPAR Í
HÁDEGINU OG EFTIRMIÐDAGA Í
NÝLEGRI OG BJARTRI SUNDLAUG
VIÐ LAUGARÁS
BAKLEIKFIMI Í VATNI
BETRI LÍÐAN Í HÁLSI HERÐUM OG BAKI
UNDIR LEIÐSÖGN SJÚKRAÞJÁLFARA