Fréttablaðið - 08.01.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 08.01.2009, Blaðsíða 34
 8. JANÚAR 2009 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● heilsa og lífsstíll Farið er eftir ráðleggingum Lýðheilsustöðvar hvað varðar fæðuval, næringargildi og skammtastærðir í öllum skól- um Mosfellsbæjar. Áhersla er lögð á fjölbreytta fæðu í hæfilegu magni í mötuneytum leik- og grunnskóla Mosfellsbæj- ar sem hafa samræmt stefnu sína í takt við ráðleggingar Lýðheilsu- stöðvar. Þannig er svipaður matur í öllum skólunum á hverjum degi. Reynt er að passa upp á að matvæl- in séu í háum gæðaflokki og rík af næringarefnum, að sögn Gunn- laugs Hreiðarssonar matreiðslu- meistara sem stendur við pottana í Lágafellsskóla. Hann er með yfir 600 manns í mat og þennan daginn er staðgóður hrísgrjónavellingur með lifrarpylsu á borðum og fer- skir ávextir á eftir. Gunnlaugur segir samræmda matseðla skólanna gerða fyrir sex vikur í senn og birta á net- inu. Hann lofar ekki að farið sé eftir sömu uppskriftum alls stað- ar. „Tilgangurinn er sá að foreldr- ar sem eiga börn á báðum skóla- stigum geti haft annað aðalhráefni í kvöldmatinn en þau hafa fengið í hádeginu,“ segir hann. Undir þetta tekur Gunnhildur Sæmundsdóttir leikskólafulltrúi sem kveðst ekki vita til að þetta fyrirkomulag sé við lýði annars staðar á landinu. Stefnan er sú í Mosfellsbæjar- skólum að hádegisverðardiskur- inn sé þannig að á þriðjungi hans sé prótínríkur matur, svo sem kjöt, fiskur, baunir eða mjólkur- vörur, á öðrum þriðjungi séu kol- vetnarík matvæli eins og korn- meti eða kartöflur og svo græn- meti eða ávextir á einum þriðja. Þegar Gunnlaugur í Lágafells- skóla er spurður hvort hann telji dýrara en ekki að hafa hollustu- sjónarmiðin alltaf að leiðarljósi svarar hann: „Nei, það tel ég ekki þegar upp er staðið. Þetta fyrir- komulag gerir okkur kokkunum líka kleift að skipuleggja okkur fram í tímann og jafnvel samein- ast um innkaup.“ - gun Hollusta að leiðarljósi „Má ég fá meira?“ spyr þessi ungi maður Efemíu Gísladóttur, skólastjóra Lágafellsskóla, sem aðstoðar Gunnlaug kokk við skömmtunina. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Upplýsingar eru veittar í síma 551 4003 og á heimasíðu félagsins www.thorshamar.is N ý á r s t i l b o ð í Cellutrat - meðferð Ný árangursrík meðferð við appelsínuhúð (cellulite) • örvar sogæðahreinsun og blóðfl æði • vinnur á staðbundnum fi tusvæðum og gegn vökvasöfnun Nánari upplýsingar á www.mawu.is og í síma 587 5520 Mawu heilsulind, Smiðjuvegi 4, 200 Kópavogi STAF GANG A ÁHRIF ARÍK LEIÐ TIL LÍ KAMS RÆKT AR Stafgöngunámskeið hefjast 13. janúar n.k. stafgönguþjálfi, 616 85 95. stafgönguþjálfi, 694 35 71. Þriðjudaga & fimmtudaga, kl. 17:30. Þriðjudaga & fimmtudaga, kl. 17:30. SKRÁNING & NÁNARI UPPLÝSINGAR Á: UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 897-2896 OG Á www.bakleikfimi.is RÓLEGIR OG KRÖFTUGIR HÓPAR Í HÁDEGINU OG EFTIRMIÐDAGA Í NÝLEGRI OG BJARTRI SUNDLAUG VIÐ LAUGARÁS BAKLEIKFIMI Í VATNI BETRI LÍÐAN Í HÁLSI HERÐUM OG BAKI UNDIR LEIÐSÖGN SJÚKRAÞJÁLFARA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.