Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.01.2009, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 08.01.2009, Qupperneq 35
FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009 7heilsa og lífsstíll ● fréttablaðið ● Mörg áramótaheitin eru strengd varðandi heilsusamlegra líferni og margir ætla sér stóra hluti. Oft vill þó brenna við að fólk springi á limminu ef farið er of geyst af stað. Betra er því að undirbúa sig vel og skipuleggja heitið. Á vefsíðunni www.doktor.is er að finna fimm skemmtileg- ar ábendingar frá Ásþóri Ragn- arssyni sálfræðingi varðandi ára- mótaheit. 1. Áramótaheit á ekki að vera skyndiákvörðun. 2. Gerðu heitið opinbert, það veitir þér aðhald. 3. Settu þér raunhæf markmið, ætlaðu þér ekki um of. 4. Hafðu heitið nákvæmt svo þú getir metið árangurinn á einhvern hátt. 5. Skráðu árangurinn til að fylgj- ast með og styrkja þig á stundum þegar þig langar að gefast upp. - rat Undirbúið áramóta- heitin og verið raunsæ Áramótaheitin þurfa að vera raunhæf og vel undirbúin. NORDICPHOTOS/GETTY Í kjölfar tímabils matarboða með tilheyrandi reyktu kjöti og sykruðum kartöflum er gott að huga að hjartanu. Fyrirtækið Hjartarann- sókn er systurfyrirtæki Hjartaverndar. Það var stofn- að árið 2005 og var tilgangur þess fyrst og fremst að efla enn frekar forvarnir á sviði hjarta- og æðasjúkdóma. Hjá Hjartarannsóknum er hægt að fara í áhættumat þar sem fullorðnir einstaklingar geta látið kanna líkurnar á að þeir fái hjartasjúkdóm. Þeir sem sérstaklega ættu að huga að slíku áhættumati eru ein- staklingar sem hafa ættar- sögu um kransæðasjúkdóma en auk þess eru allir yfir fer- tugt hvattir til að fara í áhættumat. Nánar á www.hjarta- rannsokn.is. - sg Hættan metin á hjartasjúkdómi Golfarar sem nota nýja gerð af þunnum títaníum dræv- erum gætu hætt á heyrnar- skerðingu. Þetta kemur fram í grein sem birt er í tímaritinu British Medical Journal. Þar er rakin saga 55 ára golfara sem notaði King Cobra LD títaníum kylfu þri- svar í viku í átján mánuði. Hann sagði hljóðið þegar kylfan hitti kúluna líkjast byssuskoti. Hann hætti að nota kylfuna. Þá hafði heyrn mannsins hins vegar skað- ast. Læknar á háskólasjúkra- húsinu í Norfolk og Norwich framkvæmdu rannsóknir á golfaranum eftir að hann leitaði til þeirra með tinnit- us og minni heyrn á hægra eyra. Niðurstöðurnar sýndu að heyrnarvandamálin voru sambærileg þeim sem verða við of mikinn hávaða. Atvinnugolfari var þá fenginn til að skjóta nokkr- um boltum með títaníum- kylfum frá nokkrum fram- leiðendum á borð við King Cobra, Callaway, Nike and Mizuno. Allar framleiddu þær meiri hávaða en hinar hefðbundnu og þykkari stál- kylfur. Mesti hávaðinn var í Ping G10 sem bjó til hljóð upp á 130 desíbil. Frétt af vef BBC, www. bbc.co.uk Golf getur haft áhrif á heyrn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.